NT - 17.08.1984, Blaðsíða 15

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. ágúst 1984 15 Sjónvarp kl. 22.50: Billy Joel á hljómleikum ■ Henry Fonda og Lucille Ball með 2 af 18 börnum Sjónvarp kl. 21.05 á laugardagskvöld: Börnin okkar öll - bandarísk gamanmynd frá 1968 Fyrri hluti ■ Rétt fyrir klukkan ellefu á laugardagskvöld hefst sýn- ing á fyrri hluta hljómleika bandaríska söngvarans og lagasmiðsins Billy Joel. Þetta er upptaka frá hljóm- leikum á Wembleyleikvangi í Lundúnum í sumar. William Martin Joel fædd- ist í New York árið 1949 og er því orðinn 35 ára. I New York hóf hann klassískt pí- anónám fjögurra ára að aldri, og varð þá fyrir á- hrifum af Mozart og Beet- hoven. Fjórtán ára að aldri fór hann að horfa á James Brown spila í New York og fannst töluvert til um. Skömmu síðar keypti hann sér orgel og fór að spila í hljómsveit. Árið 1965 lék hann í fyrsta sinn inn á plötu, sem sessionmaður hjá Shangri-Las, Hann fékk aldrei borgað þótt lagið yrði gífurlega vinsælt. Um skeið lék Joel í heavy-rock hljómsveit, Att- ila að nafni, en hætti þar fljótlega, og ákvað þá að reyna fyrir sér sem laga- smiður. Hann stældi í fyrstu Bítlana, og er ekki laust við að enn megi greina töluverð áhrif frá þeim í lagasmíðum hans. En 1971 hafði hann þróað nægilega sjálfstæðan stíl til að fá plötusamning við fyrirtæki í Kaliforníu og tók upp eina plötu fyrir þá, sem ekki telst með meistara- verkum poppsins. Það kom í ljós að hann hafði afsalað sér öllum rétt- indum að lögum sínum með samningnum, og upphófust nú lagaflækjur miklar til að greiða úr því. Á meðan á því stóð faldi hann sig í Los Angeles, spilaði á börum undir fölsku nafni. Árið 1974 hafði loks fengist lausn á lagaflækjunum, og gerði þá Joel samning við Col- umbia/CBS. Árið 1977 náði platan The Stranger síðan milljónasölu og hefur ferill Joels allur verið uppá við síðan. Lög eins og Just The Way You Are og My Life, og nú Uptown Girl hafa hrellt ýmsa útvarpshlust- endur og glatt aðra um víða veröld. ■ Kvikmyndin á laugardags- kvöldið heitir Börnin okkar öll, eða Yours Mine andOurs á frummálinu. Þetta er banda- rísk mynd frá árinu 1968 og fjallar um ekkil með tíu börn og ekkju með átta sem ákveða að giftast, þrátt fyrir rnikla fjölskyldustærð. Nokkrar umsagnir: Variety: „Frábær gaman- mynd - Fjölskylduskemmtun í háum gæðaflokki - Tæknileg atriði frábærlega leyst af hendi - Frábær frá öllum hliðum séð.“ Saturday Review: „Kvik- myndin er skemmtileg, hjarta- hlý, nútímaleg og trúanleg...“ Time Magazine: „Lucille Ball hefur einstakan stíl sem engin af yngri keppinautum ræður yfir... Sú tegund gaman- eltingarleiks sem hefur verið of lengi fjarverandi úr kvik- myndum...." New York Times: „Fonda og Ball eru atvinnumenn og aldrei var það augljósara en í þessari gamaldags gamanmynd um þann vanda að ala upp 18 börn...“ Eins og fram kemur í þess- um dómum, þá eru það þau Henry Fonda og Lucille Ball sem fara með aðalhlutverkin í myndinni, en leikstjóri er Mel- ville Shavelson. Útvarpkl. 16.20 6. þáttur Gilbertsmálsins: Viðvörun frá ungfrú Wayne ■ Sjötti þáttur Gilbertsmáls- ins er á dagskrá á laugardaginn kl. 16.20. Nefnist 6. þáttur framhaldsleikritsins, sem áður var útvarpað 1971, „Viðvörun frá ungfrú Wayne.“ Fimmti þátturinn er endur- tekinn í kvöld, kl. 21.35. Fyrir þá sem hvorki geta hlustað á það né hafa heyrt fimmta þátt- inn sl. laugardag, þá var efni þáttarins þetta: ■ Gunnar Eyjólfsson leikur í Gilbertsmálinu ■ Úr Þytur í laufi Sjónvarp kl. 18.30: Þyturí laufi - nýrbreskurbrúðumyndaflokkur ■ Á morgun, laugardag, byrjar nýr framhaldsmynda- flokkur, breskur að uppruna. Þetta er brúðumyndaflokkur í sex þáttum. Nefnast þættirn- ir á frummálinu Toad Of Toad Hall, en á íslensku heita þeir Þýtur í laufi. Söguhetjurnar, Móli mold- vörpustrákur, Fúsi froskurog félagar þeirra eru íslenskum börnum góðkunnar úr Morg- unstund barnanna í vetur og brúðumynd í sjónvarpinu á gamlársdag 1983 sem gerð var eftir sígildri barnasögu eftir Kenneth Grahame. Þýðandi er Jóhanna Þrá- insdóttir. Lögreglukonan Lynn Fergu- son virðist horfin. Hún hafði haft gætur á næturklúbbi Fabi- ans og telja Temple-hjónin að hann kunni að vera valdur að hvarfi lögreglukonunnar. Fa- bian neitar því og fátt bendir til að hann sé viðriðinn Gil- bertsmálið. Temple heimsækir Galínó á sjúkrahúsið og ber þá svo við að Galínó tckur til baka allan fyrri framburð og þykist nú ekkert vita. Þegar Temple kemur heim frá sjúkrahúsinu linnur hann lög- reglukonuna þar. illa til reika, og kveðst hún hafa hitt hinn dularfulla Hamilton. Leikendur í 6. þætti eru: Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Brynja Benedikts- dóttir, Pétur Einarsson, Jón Aðils, Baldvin Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Ben- edikt Árnason, Rúrik Haralds- sor. og Gísli Halldórsson. Þýðinguna gerði Sigrún Sig- urðardóttir en leikstjóri er Jón- as Jónasson. Þátturinn verður endurtek- inn föstudaginn 24. ágúst kl. 21.35. Laugardagur 18. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Lelkfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Ásgeir Þor- valdsson, Súgandafiröi, talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir). Óskalóg sjúk- linga frh. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson 14.00Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðssonar 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið“ eftir Frances Durbridge VI. þáttur: „Viðvörun frá ungfrú Wayne" (Áður útv. 1971) Þýðandi: Sigrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Helga Bacmann, Brynja Benediktsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Gisli Halldórsson, Jón Aðils, Steindór Hjörleifsson, Benedikt Árnason, Pétur Einarsson, Baldvin Halldórs- son og Rúrik Haraldsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegistónleikar Píanó- konsert nr. 1 d-moll op. 15 eftir Johannes Brahms. Oleg Maisen- berg leikurmeðSinfóníuhljómsveit útvarpsins í Vinarborg; Edward Downes stj. (Hljóðritun frá útvarp- inu i Vínarborg). 18.00 Miðaftann i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Elskaðu mig; fjórði þáttur Dagskrá um ástir í ýmsum myndum. Umsjón: Viðar Eggerts- son. Flytjendur ásamt honum: Árni Tryggvason, Nína Sveinsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. (Áður útv. 1978) 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- fríður Þórarinsdóttir. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili“ Stefán Jökulsson tekur saman dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Adolfsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur i umsjá Áslaugar Ragnars. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Að leiðarlokum" eftir Agöt- hu Christie Magnús Rafnsson les þýðingu sina (7). 23.00 Létt sigild tónlist 23.40 Fréttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00 Laugardagur 18. ágúst 24.00-00.50 Listapopp Endurtekinn þátturfrá Rás-1. Stjórnandi: Gunn- ar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Stjórn- andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir (Rásirnar samtengjast kl. 24.00) Laugardagur 18. ágúst 16.00 íþróttir Umsjón Ingólfur Hann- esson. 18.30 Þytur f laufi. Nýr flokkur. Breskur brúðumyndaflokkur i sex þáttum. Söguhetjurnar, Móli mold- vörpustrákur, Fúsi froskur og fél- agar þeirra eru islenskum börnum góökunnar úr Morgunstund barn- anna í útvarpinu í vetur og brúðu- mynd f Sjónvarpinu á gamlaársdag 1983 sem gerð var eftir sígildri barnasögu eftir Kenneth Grah- ame. ÞýðandiJóhannaÞráinsdótt- ir. 18.50 íþróttir - frh. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 í fullu fjöri. Fimmti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.05 Börnin okkar öll (Yours, Mine and Ours) Bandarisk gaman- mynd frá 1968. Leikstjóri Mel Shavelson. Aðalhlutverk: Lucille Ball, Henry Fonda og Van Johnson. Ekkja með átta börn og ekkill, sem á tíu börn, verða ást- fangin. Þegar þeim verður Ijós fjölskyldustærðin renna á þau tvær grimur. Loks afráða þau að skella sér í það heilaga og taka afleiðing- unum. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 22.50 Billy Joel - fyrri hluti Frá hljómleikum bandaríska dægur- lagasöngvarans Billy Joels á Wembleyleikvangi í Lundúnum I sumar. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 23.55 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.