NT - 17.08.1984, Blaðsíða 2

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 2
Boðskapur ríkisins á sáttafundi með BSRB í gær: Kauphækkanir koma ekki til greina! Ríkisstarfsmenn undirbúa verkfall ■ BSRB tekur ákvörðun um verkfallsboðun 3. september n.k. Eftir árangurslausan sátta- fund í gær þar sem fulltrúar ríkisins, með Indriða Porláks- son og Geir Haarde í farar- broddi, ítrekuðu þá afstöðu áð kauphækkanir kæmu ekki til greina, samþykkti samninga- nefnd BSRB að koma saman til fundar, ásamt stjórn bandalags- ins, hinn 3. september n.k., til þess að taka ákvörðun um verkfall. Þá skipaði stjórn bandalagsins Guðrúnu Árna- dóttur, meinatækni, sem for- mann verkfallsnefndar og Guð- jón B. Jónsson, kennara, vara- formann. Félögin eru nú óðum að ganga frá tilnefningum sínum í verkfallsnefnd. ■ Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, heilsar hér Indriða H. Þorlákssyni, yfirmanni launadeild- ar fjármálaráðuneytisins og formanni samninganefndar ríkisins, svo innilega að Kristján Thorlacius virðist hálf einangraður. Guðlaugur hafði þó augnabliki áður, eins og sönnum sáttasemjara sæmir, fagnað Kristjáni á sama hátt. NT-mynd Róbert Rafmagnsreikningur: Fékk leyfið og fer í Hæstarétt ■ Dómsmálaráðuneytið hefur máli sem hann á í við Rafveitu gefið Gísla Jónssyni, prófessor, Hafnarfjarðar. íeyfi til að áfrýja til Hæstaréttar Sérstakt leyfi þarf til áfrýjun- Náttúrulaus stjórnvöld Ásgarður blað BSRB er komið út, og er eins og venjulega ritstjóra sínum til sóma. Blaðið er að sjálf- sögðu undirlagt samninga- málunum því aö opinberir starfsmenn þurfa að hækka í launum til þess hreinlega að eiga fyrir strætó í vinnuna. í viðtölum í blaðinu ásaka fé- lagsmenn stjórnvöld um ýmislegt illt, en lengst gengur tollvörður nokkur sem sakar stjórnvöld um náttúruleysi. Þetta er tvímælalaust alvar- legasta ásökunin sem komið hefur fram í þessum samn- ingum og hlýtur maður að vænta harkalegra viðbragða frá þeim trylltu folum sem sitja í ríkisstjórn. Tollvörð- urinn, hvaðan svo sem hann hefur upplýsingar sínar, telur að einhverjar aðgerðir séu nauðsynlegar gegn þessum náttúrulausu yfirvöldum, en honum skal góðfúslega bent á að við þessu duga engar aðgerðir. Skásta úrræðið er að sýna væntumþykju og hlýju eða hreinlega að snúa sér bara að öðru. Að vísu er fulltrúi nokkur í fjármáladeild Póst- og símamálastofnunar ekki að öllu leyti sammála tollverðinum því hann hefur að yfirskrift yfir sínu inn- leggi: „Engu haldið niðri nema laununum.“ Já, mis- jöfn er reynsla manna. Og enn frá Haffjarðará í gær sögðum við sögu af „Thorsaranum“ úr Stykkis- hólmi sem á undraverðan hátt laug inn á sig veiöileyfi í Haffjarðará þar sem Thors- systkini ráða ríkjum. Og hér er önnur af sama heiðurs- manni og viðskiptum hans við hina fengsælu Iaxveiðiá. Einhverju sinni kom karl- inn að bænum Höfða seint að nóttu og var nokkuð við skál. Þar bjó þá Rósinkrans bóndi og landseti Thors R. Thors. Bað karl Rósinkrans að Ijá sér hest því félagi hans sem verið hafði með honum að veiðum í Svínavatni, sem er almenningur, væri orðinn svo drukkinn að hann kæmist ekki heim í tjald. Þóttist hann því þurfa hest til þess að reiða drykkjurútinn heim í tjald og var heimill reiðskjót- inn. Þegar svo bóndi vaknar upp næsta morgun sér hann var Hólmarinn reiðir frá á Thorsara tvo stóra poka með feng sínum heim í tjald. Leysir þar af hestinum og gefur hann lausan. Er ekki annars getið en hann héldi aflanum og lögðu bændur síst fæð á karl fyrir uppátæk- in. Hverjir fá formennskuna? Menn velta því nú mjög fyrir sér hverjir stjórnar- þingmanna muni hreppa þau tvö embætti sem nú eru laus innan þingsins. Annars vegar er þar um að ræða embætti formanns Utanríkismála- nefndar, sem Ólafur heitinn Jóhannesson gegndi. Hins vegar formcnnskan í Fjár- veitinganefnd sem var á herðum Lárusar Jónssonar, sem nú hefur sagt skilið við þingmennskuna til að gerast bankastjóri í Útvegsbankan- um. Eftir fráfall Ólafs Jó- hannessonar hefur Eyjólfur Konráð Jónsson farið með formennsku í Utanríkismála- nefnd, en hann var vara- formaður nefndarinnar. Samkvæmt skiptingu emb- ætta milli flokkanna á for- mennskan í Utanríkismála- nefnd hins vegar að falla í skaut framsóknarmanni en formaður Fjárveitinganefnd- ar að vera sjálfstæðismaður. Ekki er talið ólíklegt að í þeim viðræðum sem nú fara fram milli flokkanna tveggja um endurskoðun stjórnar- sáttmálans verði rætt um hlutverkaskipti í þessum málum. Það er, að Eyjólfur Konráð Jónsson verði áfram formaður Utanríkismálanefrid- ar, en að Guðmundur Bjarnason, framsóknar- flokki, taki við formennsku í Fjárveitinganefnd, en hann var sterklega orðaður við það embætti, þegar flokkarn- ir skiptu með sér embættum eftir stjórnarmyndunina. Ráðherraraunir Það hlýíur að vera leiðin- legt að vera ráðherra í Sjálf- stæðisflokknum þessa dag- ana. f viðræðum um nýja verkefnaskrá ríkisstjórnar- innar fá þeir ekkert að vera með heldur kemur einhver maður sem segist vera for- maður Sjálfstæðisflokksins, maður sern er ekkert í ríkis- stjórninni og hefur aldrei verið og fer að díla við Steingrím. Hver ætli staðan væri ef formaður Framsókn- arflokksins væri ekki í ríkis- stjórn heldur. Fengi þá eng- inn úr ríkisstjórninni að vera með í þessum viðræðum? Prófum það næst. Jón Helga- son hefur sýrit það að hann getur alveg verið forsætisráð- herra. ■ Gísli Jónsson, prófessor. arinnar, þar sem málið snýst um svo lága upphæð að Hæstiréttur má ekki fjalla um málið án sérstaks leyfis. Eins og greint var frá í NT 28. maí, snýst málið um 1700 krónur, sem er mismunur á gjaldskrá Rafveitunnar og því verði sem Gísli vill greiða fyrir rafmagnsnotkun á hitablásara í húshitunarkerfi sínu. Gísli sagði NT í gær, að leyfisveitingin væri viss áfangi. Hann sagðist vona að Hæstirétt- ur tæki afstöðu til gjaldskrárinn- ar, en ekki aðeins til formgalla í lögtakskröfu Rafveitunnar. Hann sagði að ef hann ynni málið, myndu fleiri fylgja í kjölfarið, sem nota svipuð loft- hitunarkerfi og hann. Gísli mun flytja mál sitt sjálfur, en hann er rafmagns- verkfræðingur. Hallbjörn þeysir um suðvestur- hornið ■ Nú um heigina mun kántrý- kóngurinn, Hallbjörn Hjartar- son, heimsækja suðvesturhorn- ið. Hallbjörn mun m.a. skemmta í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík á föstudags- kvöld og í Skiphóli, Hafnarfirði, á föstudags- og laugardags- kvöld. Hyggst Hallbjörn kynna lög af nýrri plötu sinni, Kántrý 4, einsog honum einum er lagið. Föstudagur 17. ágúst 1984 2 Fjallveg ir færir - en aðgát þörf ■ Astand fjallvega hefur lítið breyst frá síðustu helgi en af gefnu tilefni ættu menn að athuga að í umhleypinga- samri tíð geta ár fljótt vaxið og minnstu sprænur orðið að beljandi stórám. Á erfiðari leiðum eins og Gæsavatna- leið sem alla jafna er talin jeppafær ættu menn alls ekki að vera einbíla og gá vel að vexti í ám. Allir helstu fjallvegir eru samkvæmt upplýsingum Vegaeftirlits taldir færir öllum bílum. Hér á eftir verður getið færðar á erfiðari fjallvegum sem oft og tíðum eru ekki taldir nema jeppa- færir. Dómadalsleið er fær fólks- bílum um þessar mundir og sömuleiðis Fjallabaksleið nyrðri norðan Landmanna- lauga.Að öðru leyti er sá vegur ekki nema jeppafær. Þá er talið fólksbílafært inn að Veiðivötnum, en menn skyldu þó gá vel að vatna- vöxtum á þeirri leið. Kaldi- dalur og Uxahryggir eru færir öllum bílum. Steinadalsheiði er fær öllum léttum bílum, undir 5 tonna öxulþunga. Þá er Tröllatunguheiði fær öllum bílum. Jeppafærir og færir stærri bílum eru Sprengisandur, Kjalvegur, Fjallabaksleið syðri, Lakavegur, Stein- grímsfjarðarheiði, Skaga- fjarðarleið, Eyjafjarðarleið, Oskjuleið og Oxi. Þá er veg- urinn milli Fljótshlíðar og Hvannagils fær jeppum en lokaður stærri bílum. Ótaldir eru ýmsir fáfarnari vegir sem ekki eru á vegum Vegaeftirlitsins og hvað þá snertir ættu menn að afla sér upplýsinga eftir öðrum leiðum. NT minnirsvoferða- langana á að búa sig vel, sýna aðgát - og góða ferð! Flugleiðir treysta á undanþágur: Kaupa tvær DC-8 þotur ■ Flugleiðir hafa fest kaup á Þeir verða væntanlega fáanlegir tveimur DC-8-63 farþegaþotum af hollenska flugfélaginu KLM. Vélarnar voru teknar á leigu í vor vegna áætlunarflugsins yfir Norður-Atlantshafið og var jafnframt samið um heimild til að kaupa þær á hagstæðum kjörum. Stjórn Flugleiða hefur ákveðið að nýta kaupheimildina og tekur hún gildi 1. nóvember. Flugvélarnar fullnægja ekki ákvæðum þeirra hávaðareglna, sem taka gildi í Bandaríkjunum um næstu áramót og stefna Flugleiðir að því að búa vélarn- ar viðurkenndum hljóðdeyfum. Laxá í Ásum Á hádegi á þriðjudag voru komnir 520 laxar á land úr Laxá í Ásum sem er dauft miðað við undanfarin ár. Töluvert er um vænan fisk L ánni, en sá smálax sem kom- inn er á land er mjög smár, 2-5 pund. Stórlaxinn er hins vegar 12-18 pund. Það virðist vanta alveg 6-10 punda laxinn. Nú er hálfur mánuður eftir af veiðitímanum, og má áin fara að taka við sér ef sami laxafjöldi og í fyrra á að nást, en þá veiddust 1050 laxar. 1978 veiddust 1854 laxar og hefur veiðin oft verið 1400 laxar yfir sumarið, svo veiðin nú er réttur helm- ingur af veiði meðalársins. lirridi í Laxárdal Vigfús Hallgrímsson, í veiðihúsinu í Laxárdal, sagði að veiði á urriðasvæðum Laxár í Laxárdal hefði geng- ið vel það sem af er sumri. Á land eru komnir rúmlega 600 urriðar á land sem er betra en í fyrra. Allt árið í fyrra veiddust milli 500 og 600 urriðar. Meira hefur orðið vart við smáfisk nú en undanfarin sumur. Þó er ekki óalgengt að menn fái 4-5 punda urr- iða, en svo vænir urriðar gefa laxinum ekkert eftir. síðar á árinu 1985. Þangað til hafa Flugleiðir farið fram á undanþágur, ásamt um 80 öðrum flugfélögum. Stjórn Flugleiða ákvað í vor að selja tvær DC-8 þotur til bandarfsks flugfélags. Afhend- ing annarrar hefur þegar farið fram, en hin verður afhent nýjum eigendum í október. Eingöngu er veitt á flugu, og eru fengsælustu flugurnar, Þingeyingur og Peter Ross. Veiði hefur verið dræm í ágúst, en áin hefur verið lituð að undanförnu. Að öllu jöfnu er ágústmánuður slak- asti mánuðurinn en þá er mikið slý í ánni. Stærsti urriðinn sem kom- ið hefur úr ánni í sumar er 6.5 pund, og rétt er að geta þess að öllum urriðum undir 35 sentimetrum er sleppt. Hrútafjarðará Góð veiði er búin að vera í ágústmánuði, eftir slakan júlímánuð. Veiðihornið hafði samband við Þórð Her- mannsson í Ögurvík, og sagði hann að síðasti hópur- inn hefði fengið 22 laxa á þrjár stangir á þremur dögum. Hann sagði einnig að laxinn hefði verið mjög vænn í allt sumar. Heildartölur um veiði úr ánni liggja ekki fyrir ennþá en Veiðihornið kemur með þær bráðlega.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.