NT - 17.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 7
 IU' LlL ■ Fötluð böm í leik. í þessari grein gerir Þorsteinn Þorsteinsson að umtalsefni það mikla álag sem fylgir uppeldi og umönnun þroskaheftra barna. að láta fatlaða barnið ganga fyrir með eftirlit og umhyggju. Það kemur niður á námsað- stoð, fjárhagsstöðu og al- mennu uppeldi systkina þess. Um þetta vita börnin sjálf, og oft hlýtur væntumþykja til fatl- aðs systkinis að togast á við vissuna unt hve margt væri betra ef það væri ekki til staðar. Ég hygg að fróðlegt væri að kanna námsárangur og félagslega stöðu þeirra ung- linga, sem við slíkar aðstæður hafa búið og bera það saman við aðra jafnaldra þeirra. Bætt þjónusta - aukið álag? Ég hef nú reynt að sýna fram á að álag tengt uppeldi þroska- heftra barna sé meira en áður var. Búast má við þeim mót- rökum, að aðstoð og fyrir- greiðsla hins opinbera hafi vax- ið svo mjög undanfarið að það geri meira en vega upp það aukna álag, sem ég hef lýst. Ekki geri ég lítið úr þessum þætti, en bendi á að flestar þær aðgerðir miða að aukinni þjón- ustu og möguleikum fyrir barnið, en ekki foreldrana. Oft hefur ný og betri aðstaða og þjónusta meira að segja í för með sér aukið álag á þá. Tökum sjúkraþjálfun sem dæmi. Mjögoftverðaforeldrar sjálfir að flytja barn sitt að og frá þjálfunarstað, og yfirleitt bætast svo heimaæfingar við. Sama má í höfuðdráttum segja um leiktækjasöfn. Vissuleg hefur þó sitthvað áunnist. Skammtímafóstur- heimilum er að fjölga, og flutn- ingsþjónustu hefur verið kom- ið á fyrir þroskaheft börn í Reykjavík og nágrenni. Trygg- ingar taka þátt í ýmsum hjálp- artækjakostnaði og úrval þeirra verður æ fjölbreyttara. Veigamest er þó kannski það að afstaða almennings til þroskaheftra er að breytast. Fólk á auðveldara en áður með að viðurkenna rétt þeirra til þátttöku í þjóðfélaginu og lokar síður augunum fyrir til- vist þeirra. En betur má ef duga skal. Að lokum Ég ætlast ekki til að neinn taki þessum orðurn mínum gagnrýnislaust. Þau eru í flýti saman sett, án nægra undir- búningsathugana. Hinuvonast ég eftir að sem flestir velti efni greinarinnar fyrir sér - hugsi málið - beri það saman við sína eigin reynslu og þekkingu. Ég hef þá trú að þá verði þið mér sammála um að enn séu of margar tímasprengjur að springa, of margir foreldrar, sem láta bugast, of mörg börn, sem gjalda fatlaðra systkina sinna. Við, sern erum svo heppin að vera betur sett sjálf, verðum að sameinast um úr- bætur - strax. Við verðum að gera þær lágmarkskröfur til sjálfra okkar og annarra að enginn skuli framar þurfa að kaupa þroska barns síns með eigin sálarheill. „Verst allra eru þó einstæðir foreldrar fatlaðra barna settir og mér algjörlega óskiljanlegt hvernig suinir þeirra draga fram lífíð.“ „..og oft hlýtur væntumþykja til fatlaðs systkinis að togast á við vissuna um hve margt væri betra ef það væri ekki til staðar.“ ■ Vigfús Geirdal NT-mynd Róberl Grænlandi, öllum Norður- löndunum að Færeyjum með- töldum, Bretlandseyjum og Frakklandi. Það var einmitt lögð áhersla á það í undirbún- ingnum að skapa grundvöll til samstarfs hreyfinga beggja vegna Norður-Atlantshafsins. Er ætlunin að út úr ráðstefn- unni komi formlegt bandalag þessara hreyfinga? „Nei, það er ekki tilgangur- inn með ráðstefnunni. Þetta bandalag, „North Atlantic network", sem við höfum kall- að á íslensku „Friðarsamband norðurhafa“ er samstarfsvett- vangur en ekki formleg samtök, sem lúta einni stjórn. Ráðstefnan er fyrst og fremst fræðsluráðstefna og vettvang- ur fyrir fólk til að skiptast á skoðunum og kynnast. Við vitum það fyrir að aðstæður eru ólíkar í þessum löndum skoðanir skiptar um áherslur og baráttuleiðir. Hvernig verður skipulagið á ráðstefnunni? „Það verður byrjað á föstu- dagsmorguninn 26. ágúst með fjórum fyrirlestrum, sem verða megin fyrirlestrar ráðstefnunn- ar. Carl Gustav Jacobsen pró- fessor og forstöðumaður Sovi- et and Strategic studies við Miami háskólann í Bandaríkj- unum ræðir fyrst um herstjórn- arlist Bandaríkjanna og Nato annars vegar og Sovétríkjanna og hernaðarlegt gildi norður- hafa fyrir risaveldin. Nils Pett- er Gledistsch fræðimaður við norsku Friðarrannsóknastofn- unina fjallar um herstöðvar og búnað tengdum þeim og hlut- verk þeirra í hernaðarátökum í norðurhöfum. Páll Bergþórs- son veðurfræðingur talar um vistfræðilegar afleiðingar kjarnorkustyrjaldar á norður- slóðum og dr. Janis Williams lífefnafræðingur frá END, (European Nuclear Disarma- ment) í Glasgow talar um stjórnlist og leiðir friðarhreyf- inga til að útrýma kjarnorku- vopnum og kjarnorkumengun í norðurhöfum. Þessi inn- gangserindi standa fram að hádegi og verða öllum opin. Eftir það starfar ráðstefnan að mestu í umræðuhópum og þar verða tekin fyrir efni eins og hernaðaráform í norður- höfum, Giuk hliðið og staða Grænlands, íslands og Færeyja í því samhengi, alþjóðleg ábyrgð á lífríki, hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði, gildi stöðvunarhugmynda og fleira. Ýrnsir munu koma mcð styttri erindi oginnleggí um- ræður hópanna, og má þar nefna Danann Poul Claesson, höfund bókar em rnargir áhugamenn á Islandi þekkja, „Grönland, Middelhavets perle,“ Malcolm Spaven frá háskólanum í Sussex á Eng- landi höfund bókarinar „Fort- ress Scotland" herstöðvar á Skotlandi og marga fleiri mætti nefna. í heild er óhætt að fullyrða að hingað munu koma flestir af þekktustu fræði- mönnum og baráttumönnum friðarhreyfingar í Norður-Am- eríku og Norður-Evrópu. Það er ástæða til að leggja áherslu á það að þetta er ráðstefna allra sem taka þátt í henni en ekki einstakra sam- taka, og engin ein samtök munu reyna að nota hana sín- um sjónarmiðum til framdrátt- ar,“ sagði Vigfús að lokum. Föstudagur 17. ágúst 1984 7 Málsvari frjalslyndis,: samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og'auglýsingar: Síðumúli 15, ReykjavífC Sími: 686300. Auglýsingasímií 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. M MlTMMlW ll Prentun: Blaðaprent hf. 500 milljónir til háþróaðs iðnaðar ■ í viðræðum þeim, sem eru að hefjast milli stjórnarflokkanna um endurskoðun stjórnarstefn- unnar, verður að huga að fleiru en vandamálum líðandi stundar. Það þarf ekki síður að fjalla um verkefni framtíðarinnar og þá uppbyggingu, sem hér verður að konia til sögu. í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp kafla úr ræðu, sem Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra flutti er hann setti síðasta aðalfund miðstjórnar Framsóknarflokksins: „Góðar orkulindir eigum við meiri ónýttar en aðrar þjóðir, bæði vatnsafl og jarðvarma og ég nefni vindorku, sem í vaxandi mæli er nýtt víða um heim. Þessar orkulindir munu jafnt og þétt vaxa að verðmætum og verða eflaust grundvöllur ýmiss konar orkufreks iðnaðar. Úr því vil ég ekki draga en er hins vegar þeirrar skoðunar, að við íslendingar eigum að fara okkur að engu óðslega á því sviði. Ég er þó sannfærður um að jarðvarminn mun á allra næstu árum leiða til ört vaxandi fiskeldis. Með hreint vatn, hreinan sjó og rnikinn jarðvarma er aðstaða okkar einstök á þessu mikilvæga sviði. Én við eigum einnig mikla möguleika á sviði háþróaðs iðnaðar. Hráefni eru t.d. mikil fyrir lífefna- iðnað sem er hraðvaxandi víða um heim og markaður fyrir slíka framleiðslu virðist gífurlegur. Menntunar- og þekkingarstig þjóðarinnar er jafn- framt hátt, enda sjást þegar mikilvægir vtsar að t.d. háþróuðum rafeindaiðnaði. A því sviði einnig erum við þó langt á eftir ýmsum nágrannaþjóðum okkar, sem þó hafa í fáu betri aðstöðu á.því sviði en við. Þannig gæti ég lengi haldið áfram að telja mikla möguleika fyrir nýtt framtak á sviði atvinnulífsins. Tilgangurinn með þessu yfirliti er hins vegar fyrst og fremst sá að leggja áherzlu á þá skyldu stjórnvalda að skapa nauðsynlegan grundvöll til þess að fyrirtæki og einstaklingar geti hafizt handa. Eins og ég hef áður sagt er heilbrigt efnahagslíf grundvallarforsend- an í þessu sambandi. Það ervonandi aðnást. Of litlar rannsóknir og tilraunir og mikill fjármagnsskortur standa hins vegar í vegi. Úr því ber ríkisvaldinu skylda að bæta. Það gera aðrar þjóðir. Á fjárlögum brezka ríkisins eru t.d. hundruð milljóna punda sem veitt er sem styrkir gegn jöfnu framlagi fyrirtækja og einstaklinga, þegar um áhættusaman nýiðnað er að ræða. Þetta sama gera Svíar, Norðmenn, Danir og líklega flestar þróaðar þjóðir. Rannsóknir hafa jafnframt verið markvisst efldar. Með tilvísun til þessa hef ég því lagt fram í ríkisstjórninni tillögu um skipun nefndar 5 sérfróðra manna sem skili áliti til ríkisstjórnarinnar um það hvernig af opinberri hálfu verði stuðlað að slíkri nýsköpun í atvinnulífinu.“ í samræmi við þennan málflutning forsætisráð- herra og formanns Framsóknarflokksins ræddi mið- stjórn flokksins aðallega um atvinnumál á grundvelli ítarlegs álits atvinnumálanefndar flokksins, sem lá fyrir fundinum til umfjöllunar. Það mál verður tekið til endanlegrar afgreiðslu á sérstökum miðstjórnar- fundi. í stjórnmálaályktun fundarins var hins vegar sérstakur þáttur í þessum umræðum látinn hafa forgangsrétt. í stjórnmálaályktuninni er lagt til, að á næstu árum verði veittar 500 milljónir króna til þróunar, rannsókna og uppbyggingar í ýmsum háþróuðum iðnaði, svo sem rafeinda- og lífefnaiðn- aði. Verði unnin sérstök áætlun um ráðstöfun þessa fjármagns í samráði við fulltrúa atvinnulífsins. Þessu verkefni verði gefinn forgangur í íslenzkri þróun á næstu árum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.