NT - 17.08.1984, Blaðsíða 4

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 17. ágúst 1984 4 Maraþon á íslandi: Fyrsta hlaup sinnar tegundar hérlendis ■ Þann 26. ágúst næstkom- andi verður haldið í Reykjavík fyrsta alþjóðlega maraþon- hlaupið á íslandi. l*að eru Ferðaskrifstofan Úrval, Flug- leiðir, Reykjavíkurborg og Frjálsíþróttasamband íslands sem standa að hlaupinu sem er fjármagnað af Puma-fyrirtæk- inu sem flestir íþróttamenn kannast við. Að sögn aðstand- enda hlaupsins er maraþon orðið mjög vinsælt sport, víðs- vegar um heim, og vonast menn til að þetta hlaup muni laða að erlenda ferðamenn og eiga þátt í að kynna land og þjóð. Heiðursgestur maraþons- ins er breska hlaupadrottning- in Lesley Watson, heimsmet- hafi í 50 mílna hlaupi kvenna, og mun hún taka þátt í hlaup- inu. Það er þó ekki einungis þrautþjálfað íþróttafólk sem kemur til með að spreyta sig að þessu sinni, heldur er gert ráð fyrir að sem flestir taki þátt. Núþegarhafa 150mannsskráð sig til þátttöku. í tengslum við maraþonið munu konur úr Lionessuklúbbnum Eir í Reykjavík standa að sölu á sérstökum maraþon-bolum og mun ágóðanum verða varið til baráttu gegn fíkniefnaneyslu unglinga. Lionessurnar verða með sölubás á Lækjartorgi þar sem þær munu selja varning sinn á fimmtudag og föstudag fyrir hlaupið. Hlaupið hefst í Lækjargötu, leiðin liggur meðfram Tjörn- inni, yfir Tjarnarbrúna, út Suðurgötu og í hring um Vest- urbæinn. Þá verður hlaupið austur Skúlagötu og Kleppsveg, inn Elliðavog og í vesturátt við gatnamót Elliða- vogs og Suðurlandsbrautar. Loks verður farið upp Kringlu- mýrarbraut og þaðan niður Miklubraut og Hringbraut. Hlaupinu lýkur síðan í Lækj- argötunni, eftir að farinn hefur verið annar hringur. Þá verður hægt að hlaupa hálf-maraþon og jafnframt styttri vegalengd- ir. Upplýsingar um undirbún- ing fyrir maraþonhlaupið má fá á skrifstofu Frjálsíþróttasam- bandsins, og jafnframt er lögð á það áhersla að menn skrái sig tímanlega, því skráningu fer senn að Ijúka. ■ AÓstandendur maraþonkeppninnar ásamt konum úr Lionessuklúbbnum Eir í Reykjavík líta tilhlökkunaraugum til hinnar stóru stundar þegar fyrsta alþjóölcga maraþonhlaupiö a Islandi het'st, tostudaginn Z4. agust. ■ Reynir, Sigurður og Tómas verða með tónleika í Norræna húsinu kl.16 á sunnudag. Djass í Norræna húsinu ■ Þrír kunnir íslenskir djass- leikarar halda tónleika í Norr- æna húsinu á sunnudagskvöld kl. 16.00 Það eru þeir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Sigurður Flosason saxófón- leikari og Tómas Einarsson kontrabassaleikari. Þetta verða einu tónleikar þessa trí- ós að sinni. A efnisskránni eru verk eftir lagasmiði eins og Charles Mingus, Cörlu Bley, Herbie Hancock og Cedar Walton. Ferðir Útivist- ar um helgina ■ Ferðafélagið Útivist stend- ur fyrir þrem helgarferðum með brottför kl.20.00 í kvöld. Farið verður á eftirtaldar slóðir: 1. Kjölur-Eyvavarða. Gist í góðum skála miðsvæðis á Kili. Lokið verður við hleðslu vörðu- sem reist er til heiðurs ferða- garpinum Eyjólfi Halldórssyni. Boðið verður upp á skoðunar- og gönguferðir í Kerlingarfjöll og Hveravelli. 2. Þórsmörk, gist í Básum. Farið verður um Mörkina og kvöldvaka verður á laugar- dagskvöldinu. 3. Lakagígar. Gist á Kirkju- bæjarklaustri, svefnpokar. Lakagígar skoðaðir á laugar- dag og ekið heim á sunnudag um Elgjá og Laugar. Fleira er á dagskrá Útivistar um helgina. Á sunnudaginn er útivistardagur fjölskyldunn- ar, sá þriðji á sumrinu. Kl. 10.30 verður farið í göngu um Núpshlíðarháls í Reykjanesfjall- garði og kl. 13.00 verður farið á Selatanga, skoðaðar garnlar minjar um útræði og efnt til pylsuveislu. Brottför frá BSÍ. og í Þjófadali. Gist verður í sæluhúsi FÍ á Hveravöllum. Lagt verður af stað í allar ferðirnar kl. 20.00 íkvöld. Far- miðasala og nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Þá verður efnt til dagsferða á vegum FÍ á sunnudag. Kl. 08 verður lagt af stað í gönguferð á Heklu, verð er kr. 650 á manninn. Kl. 13.00 verður ekið í Grafning og gengið leið- in Hátindur - Sköflungur - Hestvík. Verðerkr. 350. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni og miðar seldir við bíl. Sumarprógramm óperunnar: Lærið að dansa vikivaka ■ Á tónleikunum í sumar- prógrammi íslensku óperunn- ar í kvöld gefst gestum kostur á að læra undirstöðuatriði í vikivakadansi í hléinu af lista- fólki óperunnar. Annars verða tónleikarnir með sama sniði og áður í þessu prógrammi, sung- in verða íslensk lög og þekktar ogvinsælaróperuaríur. Stjórn- andi skemmtunarinnar er Garðar Cortes og undirleikari Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Síðumúla 15 sími: 686300 Blaðberar óskast fyrir eftirtaldar götur í Kópavogi Traðir Fannborg Hamraborg Álfhólsveg í Reykjavík Yesturbæinn Sörlaskjól Ægissíðu Stapafellið dregið vél- arvana til Bremerhaven ■ Stapafellið í heimahöfn í Keflavík. ■ Olíuskipið Stapafell var dregið til Bremerhaven í Þýskalandi fyrir skömmu, til viðgerðar, vegna véiar- bilunar sem reyndist svo umfangsmikil að ekki var hægt að gera við hana hér heima. Til að leysa Stapafellið af hefur verið tekið á leigu norskt olíuskip, 2.700 lestir að stærð, og mun það sinna olíudreifingu á ströndina hér innanlands meðan við- gerð á Stapafellinu stendur yfir. Ekki er búist við að viðgerð Ijúki fyrr en uppúr 20. ágúst, í fyrsta lagi. Helgar-og dagsferðir FÍ ■ Á vegum Ferðafélags ís- lands verður efnt til fjögurra ferða um helgina og standa þær frá deginum í dag til sunnudags. Farið verður í Þórsmörk, gist í Skagafjörðs- skála og farið í gönguferðir við allra hæfi. í öðru lagi verður farin leiðin Syðri-Fjallabaks- vegur - Kaldaklofsfjöll - Tprfajökull og gist í sæluhúsi FÍ við Álftavatn. Þá verður farið í Landmannalaugar pg Eldgjá og gist í sæluhúsi FÍ í Landmannalaugum og loks verður ferð að Hveravöllum Kínverska byltingin 35 ára: Afmælissýningí Listasafni ASÍ ■ Þann 1. október n.k. verða liðin 35 ár frá lokum borgara- styrjaldarinnar í Kína, og stofnun kínverska alþýðulýð- veldisins. {tilefni afmælisársins verður opnuð sýning á kínverskum munum í Listasafni ASÍ á vegum kínverska sendiráðsins og Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins. Sýningin verð- ur opnuð kl. 14.00 á morgun og lýkur henni 26. ágúst. Hún jverður opin virka daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. ■ Þörsmörk.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.