NT - 17.08.1984, Blaðsíða 12

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 17. ágúst 1984 12 BíLVANGURsf■ HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Úrval notaðra bíla • Opið virka daga frá 9-6 • Opið laugardaga frá 1-5 • Símar: 39810 og 687300. Yarahlutir Eigum á lager mikið úrval boddí - varahluta í flestar tegundir bíla m .a. frambretti - húdd - stuðara - grill - sílsa Vorum að fá komplett öxla í m.a. Citroen - Renault - Peugeot - Simca - Hondu - M. Bens Skeifunni 5 S/F símar: 33510 og 34504 ■ Utan um húsið á þessu trölli er voldugt stálbúr til þess að verja ökumennina ef ferlíkið veltur í óaðlaðandi eyöimörkinni. Aldrei fyrr hefur sjálf Sahara eyðimörkin séð farartæki sem er jafn ónæmt fyrir brögðum þeim og hrellingum sem hún beitir þá sem voga sér að troða á yfirborði hennar. Þetta... átta hjóla torfærutröll - getur næstum allt ■ Hvað er nú þetta? Porschc vörubíll í torfæru- akstri? Ekki alveg, og þó. Þessi bíll er framleiddur af IVIAN verksmiðjunum aðallega fyrir þýska herinn, með drifi á öllum átta hjólum og stýringu á fjórum. Hæð undir lægsta punkt er yfir metri vegna hinna þekktu MAN hásinga með niðurgírun úti í hjólum og risastórra dekkja. Gífurlega sverir gormar sjá um fjöðrunina en sterkir stálarmar halda hásingunum við bílinn. I gegnum tíu gíra kassann fara um 380 hestöfl frá stórri MAN V8 díselvél með forþjöppu og er há- markshraðinn á ferlíkinu yfir 90 km á klst. Hver eru þá tengslin við hina eðlu sportbílasmiðju Porsche? Jú, þar var á- kveðið að taka þátt í París til Dakar eyðimerkurrall- inu í vor, og útbúnir til þess tveir Porsche 911 með óbreytta vél en drifi á öllum hjólum og mikið af léttum plast og ál hlutum í yfirbyggingunni. Til þess að veita vara- hlutaþjónustu var þriðji bíllinn skráður til keppni og að auki tvö torfærutröll eins og sjást á myndinni. Það eru nefnilega ekki leyfðir þjónustubílar í París-Dakar keppninni og því var eina ráðið að skrá þá sem keppnisbíla, í flokki vörubíla. Undir seglinu á pallin- um var fullfermi af vara- hlutum í Porsche og MANana sjálfa, fyrir utan dekk, verkfæri, viðlegu- búnað, mat og vatn. Auðvitað vann Porsche keppnina eins og þeirra er venja en sögur fara ekki af hvar í röðinni MANarnir ógurlegu lentu, enda var það ekki tilgangurinn að þeir yrðu fyrstir heldur að vera ávallt til taks þegar á reyndi. Er þetta ekki alveg kjör- inn bíll til ferðalaga á íslenskum malarvegum, þið vitið, þessum hættu- legu illfæru manndráps- slóðum sem varast ber að koma nálægt á venju- legum bíl? Eitt er víst, það yrði fátt í vegi fyrir honum þessum! LAND-ROVER EIGENDUR NÝK0MIÐ: FJAÐRIR 0G DEMPARAR STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF. SUÐURLANDSBRAUT 12. REYKJAVÍK. SlMAR 32210 - 38365. © VARAHLUTIR HF Fyrir japanska bíla Daihatsu Datsun Honda Isuzu Ma/.da Mitsuhishi Suharu Su/uki 'loyota Vatnsdœlur - Vatnslúsar Viftureimar - Tímareimar Startarar - Alternatorar Kveikjukerfi - Framljós Bremsudælur - Dœlusett Bremsuborðar - Bremsuklossar Frambretti - Grill - Stuðarar á Datsun o.fl. o.fl. © VARAHLUTIR HF Ármúla 22 - Sími 31-9-19 0* ALLTI KVEIKJUNA Heimsþekktar vörur á frábæru verði. Kerti frá AUTOLITE — BOSCH — CHAMPION. Platínur — Kveikjulok, Hamrar, Þéttar og Kveikju- þræðir frá USA og V.-Þýskalandi. (fflmnau st h.f sIðumúla sImi 82722 guMFEBOAR Þegar bilar mætast er ekki nóg aö annar víki vel út á vegarbrún og hægi ferö. Sá sem á móti kemur veröur aö gera slikt hiö sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraöi þegar mæst er telst u.þ.b 50 km.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.