NT - 17.08.1984, Blaðsíða 13
■ Nokkrar af myndum Outi Heiskanen
■ „Mér var einu sinni sagt að myndirnar mínar væru nær raunveru-
leikanum en ljósmyndin,“ sagði Outi Heiskanen.
Outi Heiskanen, finnsk grafíklistakona, sýnir í galierí Langbrók
Myndir úr lífi dvergfólks
á endimörkum veraldarinnar
■ „Égergrafíklistamaðuríjafn
hefðbundnum og gamaldags stíl
og hægt er að hugsa sér," sagði
Outi Heiskanen, finnsk grafík-
listakona, sem opnar sýningu á
verkum sínum í gallerí Langbrók
ídagkl. 17.00, þegarblaðamaður
NT ræddi við hana í vikunni. „Ég
nota elstu aðferðir við myndgerð-
ina og vinn með allra elstu gerð
verkfæra."
Outi Heiskanen hefur einu
sinni áður sýnt verk sín hcr á
landi, eða í Norræna húsinu
1980. Hún telst til þekktustu
grafíklistamanna Finna og hefur
sýnt víðsvegar um heim, bæði á
samsýningum og einkasýningum.
Myndlistarmenntun sína hlaut
hún í heimalandi sínu og var
m.a. nemandi Kaskipuros, fræg-
asta grafíkers Finnlands, sem
hún segir að gangi undir nafninu
„meistari K" meðal myndlistar-
manna. „Ég er enn að nokkru
leyti nemandi hans á þann hátt
að ég leita til hans og fæ góð
ráð," sagði Heiskanen.
Viðfangsefni hennar cru goð-
sögur, eða öllu heldur ein goð-
saga. Endur fyrir löngu í grískum
goðsögum var talað um tröll
hvers konar og forynjur og einnig
fólk sem bjó á eyju á endi-
mörkum veraldar og var dverg-
vaxið vegna þess að það var svo
lágt til himins þar sem það bjó.
Þetta fólk var handverksfólk,
dverghagt. Þegar á sextándu öld
mátti lesa um þetta fólk í prent-
uðum finnskum bókum. Um
þetta dvergfólk fjallar Heiskanen
í myndumsínumogekkertannað
og hefur alltaf gert.
„Goðsagnimar eru hættuleg-
ar," sagði hún. „Maður verður
að breyta þeim, laga þær að sínu
eigin ímyndunarafli og reynslu."
Það hefur hún líka gert. Hún
sýnir dvergfólkið í ótal tilbrigð-
um og við ótal aðstæður. Hún
lýsir bernsku þess, uppvcxti,
ástum. lífsbaráttu og býr til at-
burði í kringum það.
Outi Heiskanen hefur lagt
stund á fleira en grafík. Hún er
meðlimur í hóp sem kallar sig
„Record Singers" og efnir gjarna
til uppákoma með söng og leik í
tengslum við sýningar. Hópurinn
stóð m.a. fyrir mikilli sýningu
umhverfislistar í Finnlandi !983og
Heiskanen hefur meðferðis filmu
frá þeirri sýningu sem væntanlega
verður sýnd á sýningu nokkorra
grafíklistainanna sem haldin
verður í tengslum við ráðstefnu
friðarhreyfinga í Reykjavík um
aðra helgi.
„Ég er ekki á móti tækninni,"
sagði hún við blaðamann, „en
þegar öllu er á botninn hvolft
byggir hún á gömlum og frum-
stæðum aðferðum. Það versta
við tölvuna er að hún kann bara
tvö orð, já og nei. Ég leik mér
ckki með slíkt tæki. Það þarf að
kenna henni eitt orð til viðbótar,
kannski."
Sýning Outi Heiskanen stend-
ur yfir til 2. septembcr.
Norræna húsið:
Sýning á grafík
Hermans Heblers
■ Herman Hebler heitir
kunnur norskur myndlistarmað-
ur, sem Norræna húsið kynnir
með sýningu sem verður opnuð
á morgun. Hebler er fæddur 1911
og hlaut myndlistarmenntun sína
í Essen á fjórða áratugnum, auk
þess sem hann hefur farið náms-
ferðir til margra landa, einkum í
Evrópu. Hann hlaut litla athygli
heima fyrir í byrjun ferils síns og
varð fyrst þekktur utan Noregs,
einkum eftir að hann hlaut verð-
laun Riverside safnsins í New
York árin 1957 og 1958.
Hebler er einkum þekktur sem
grafíklistamaður og vinnur mest
í silkiþrykk, en þar hefur hann
sjálfur þróað ákveðna tækni.
Hann sýnir eingöngu grafíkverk
á sýningunni hér.
Heima fyrir er Hebler ekki
einasta þekktur sem grafíker,
heldur einnig sem aðaldriffjöðrin
á bak við alþjóðlega grafíkbíenn-
alinn í Fredrikstad, fæðingarbæ
sínum. Vísir að honum var al-
þjóðleg grafíklistasýning sem
haldin var þar 1967, en síðan
1972 hefur hann verið haldinn
reglulega og um þessar mundir
stendur yfir sá sjöundi í röðinni.
Hefur Hebler ásamt konu sinni,
Ullu, borið hitann og þungann af
skipulagningu bíennalsins gegn-
um árin.
Hebler nýtur nú alþjóðlegrar
viðurkenningar og hefur tekið
þátt í ótal sýningum og öllum
bíennölum og tríennölum sem
haldnir hafa verið síðan 1967. Þá
á hann einnig sæti í ýmsum
alþjóðlegum dómnefndum um
myndlist.
í frétt um sýninguna frá Norræna
húsinu segir um list Heblers:
„Tjáningarform Hermans
Heblers er afmarkað, krefjandi
og alvarlegt. Form hans eru flöt,
geómetrísk og einföld, litirnir
fáir og valdir af kostgæfni og
stíllinn er strangur og leitar eftir
fullkomnun. Meðkringlóttum og
beinum formum og ýmiss konar
vinklum skapar hann sterkt jafn-
vægi í myndfletinum. Þéttir
málmlitirnir, eða hreint svart og
hvítt sem teflt er gegn sterkum
litaandstæðum draga fram hár-
fínt samspil formanna. Hvert
verk er heild út af fyrir sig, en
með smátilbrigðum í mynstri flat-
anna eða litasamsetningum
myndar hvert verk einnig hluta
af hreyfingu. Þannig skapar lista-
maðurinn myndaraðir með til-
brigðum um geómetrískt
grunnform.“