NT - 17.08.1984, Blaðsíða 28

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 28
■ í Vaxtarræktinni í Dugguvogi eru tveir gufubaðsklefar fyrir gesti Vaxtarræktarinnar. Báðir klefarnir eru hitaðir með tækjum eins og þeim sem um ræðir í fréttinni. Ekki er annað að sjá en að í klefanum sé vel volgt. Á innfelldu myndinni sjást spíssarnir sem gufan kemur úr. NT-mynd Árni Bj Bygging nýju heimavistarinnar gengur vel Með gufubað á klósettinu ■ Nú er komið á markað- inn gufubaðstæki sem hægt er að setja upp á klósettinu, í baðkarinu og í sturtuklef- anum. Tækið notar hitaveitu- vatn til að framleiða gufuna og er mjög einfalt að gerð. Fyrirtækið Vaxtarræktin sér um dreifingu og sölu á tækinu, sem er hannað á vegum þess. Tækið er grind sem tengd er við hitavatnslögn hússins. Á grindinni eru síðan spíssar, sem heita vatnið þrýstist út um og gufar. Þetta tæki er hægt að setja upp í flestum baðklefum, það eina sem þarf til að geta sett tækið upp er hitavatns- lögn og niðurfall. Ekki þarf að einangra klefana sérstaklega, né held- ur að klæða. Guðni Gunnarsson, annar eigandi Vaxtarræktarinnar, sagði NT að meðalklefa tæki um 5 mínútur að hita upp. Hann benti á að gufan sem myndast er svipuð gufunni í gufubaðinu á Laugarvatni. Tæki í klefa af meðalstærð kostar 8700 krónur. Vaxtarræktin er tæplega ársgamalt fyrirtæki. Fyrir- tækið er með umboð fyrir Weider líkamsræktarvörur, og rekur æfingasal með tækj- um til líkamsræktar. Að sögn Guðna leggur fyrirtæk- ið megináherslu á þjónustu við almenning og sagði að meirihluti viðskiptavina væri konur. „Tvísýnt að það borgi sig | að opna skólann í Fjölbrautaskólinn á Akranesi fjár- vana og búið að loka símanum ■ Hið nýja hús Fjölbrautaskólans á Akranesi. Þeir Kjartan Kjartansson, Lúðvík Jakobsson og Bjöm Kjartansson, starfa hjá Trésmiðjunni Fjölni sem sá m.a. um þak hússins, loft og frágang að utan. NT-mynd Árni Bjama ■ Fjölbrautaskólinn á Akranesi á nú við greiðslu- erfiðleika að stríða. Hefur m.a. verið lokað fyrir síma skólans frá því í júlí. Þórir Ólafsson, konrekt- or, sagði í samtali við NT að lausaskuldir skólans næmu 700.000 krónum. „Við fáum eina fjárveitingu fyrir allt árið, og nú síðast var áætlunin gerð heldur varlega. Launakostnaður hefur reynst meiri en gert var ráð fyrir, og þá er rekstrarkostnaður skorinn niður,“ sagði Þórir. Örlygur Geirsson, skrif- stofustjóri í menntamála- ráðuneytinu, sagði NT í gær að margir framhalds- skólar ættu nú í erfið- leikum. Hann sagði að nú væri unnið að því að skoða fjárhagsstöðu allra skóla fyrir haustið. Örlygur sagði að kennslu- kostnaður hefði víða reynst meiri en gert hefði verið ráð fyrir. Hann sagði að í skólum eins og á Akranesi, væri gert ráð fyrir að ríkið greiddi 85 prósent af kostn- aði. Stærsti liðurinn væri kennslukostnaður, en sveit- arfélög greiddu rekstrar- kostnað, og fengju síðan endurgreiðslur frá ríkis- sjóði. Hann sagði að ef kennslukostnaður væri um- fram áætlun, væri minna eftir til endurgreiðslna. Þórir sagði NT að skólinn stæði illa að vígi nú. „Við höfum fyrir launum næstum út árið, en ef ekki fæst einhver lausn á þetta, er tvísýnt að það borgi sig að opna skólann í haust. Verk- námsdeildirnar þurfa efni, og okkur er varla stætt á að biðja fyrirtækin hér að skrifa hjá okkur lengur.“ Fjölbrautaskólinn á Akranesi var stofnaður 1977. Nemendafjöldi hefur verið um 500 nemendur, og 100 í níunda bekk, auk 100 nemenda í öldungadeild. í skólanum eru m.a. raf- iðnaðar-, tré- og málmiðn- aðarbrautir, auk þess sem boðið er upp á fyrstu tvö stig vélstjóramenntunar. Við skólann er heimavist með plássi fyrir 18 nem- endur, og er nú verið að taka í notkun efri hæðina í nýju húsi heimavistarinnar, en þar verða herbergi fyrir 32 nemendur. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir að taka í notkun neðri hæðina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.