NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 03.09.1984, Qupperneq 6

NT - 03.09.1984, Qupperneq 6
lóð Ein- dálkurinn Mánudagur 3. september 1984 6 Bruðlað á Suðurnesjum Víkurfréttir gera í forsíðufrétt að umtalsefni kaldavatnstank sem Keflavíkurbær hyggst reisa á svæði ofan Eyjabyggðar. Segir blaðið að mönnum hafi brugðið í brún þcgar farið var aö skoða útboðsgögn, vegna þess mikla bruðls sem þar sé viðhaft. I frétt blaðsins segi meöal annars: „En það sem menn undrast yfirerað utan ásteypunaáað leggja 4“ stcinullarlag og síðan trégrind sem Garöastál verður lagt á. Festingar á trégrindina eiga að vera úr járni sem ckki er hægt að framleiða hérlendis. Verður tankurinn sívalur og inni í miðjunnisívalurstokkur þar sem m.a. er uppgangur í tankinn." Bendir blaðið á að liingað til hafi það veriö svo til óþekkt fyrirbrigði hér á landi að einangra kaldavatnstanka scm þennan. En nú eru greinilega nýir tímar. - Víkurféttir (Keflavík) Kjarnfóður- skatturinn Islendingur ritar leiðara um fóðurbætisskattinn sem blaðið segir atvinnumennina í Bændahöllinni hafa þröngvað upp á bændastéttina. Þessir sömu menn berjist enn um á hæl og hnakka og neiti að viðurkenna að skatturinn hafi mistekist sem hémill á offramleiðslu. Fáir aðrir mæli honum bót. Blaðið segir skattinn ekki eingöngu mismuna bændum eftir búgreinum heldur einnig herfilega eftir landshlutum. Þá segir: „Það hefur enginn getað sýnt Iram á það meö tölum að kjarníóðursskattur hafi dregið úr framleiðslu mjólkur og dilkakjöts. Skepnum hefur fækkað og bændum hefur fækkað. Svo er í gildi kvótakerfi i landbúnaði sent þrátt fyrirákaflega slælega framkvæmd liefur etlaust valdið einhverjum samdrætti." - íslendingur (Akureyri) Sunnlensk sól til áramóta Hinn bráðskemmtilegi fréttaritari DV á Selfossi, Regína Thorarensen dvelur um þessar mundir á Gjögri í Strandasýslu. Hún átti ágæta frétt í DV fyrir helgina um veðurblíöuna í Strandasýslu, þar sem menn segja að þetta sé besta sumarið sem þar hafi komiö í 20 ár. Þar gengur mönnum allt í haginn, heyfengur betri en venjulega og kartöfluuppskeran lofar einnig góðu. En hjarta fréttaritarans er augljóslega á Suðurlandi því í lok frcttar sinnar kemur þessi uppörvandi framtíðarspá fyrir Sunnlendinga: „Þegarþettaer ritaðerhöfuðdagur. Hefégþá trú að með honum komi sól á Suðurlandi og ntun hún vara fram yfir áramót. Vona ég að Strandamenn njóti hennar líka þótt þeir séu allir orðnir eins og negrar. -DV (Reykjavík) T ■ Nýju húningsklcfarnir eins og þeir blasa við sundlaugagestum. Þeir mega hins vegar bíða enn um stund cftir framtíðarbúningsaðstöðu og böðum. Sundlaugarnar í Laugardal: Bráðabirðgatíma bili senn lokið! sent teiknaði húsið sem nú er að rísa. „Sundlaugin hér í Laugardal er nú einu sinni stærsta sund- laug höfuðborgarinnar og okk- ur finnst hún hafa setið nógu lengi á hakanum. En það er vissulega vandasamt að skipta þessum fáu krónum sem til eru svo öllum líkisegir Marteinn Kristinsson staðgengill for- stöðumanns laugarinnar í sam- tali við NT. Hann vísar okkur góðfús- lega um bygginguna og útskýr- ir hvernig henni verður skipað niður. Þegar komið er inn í stórt anddyri mun blasa'við afgreiðsla og lítill veitingastað- ur. Þarna eru nú nemendur í Myndlistarskólanum í Reykja- vík að koma fyrir listaverkum á veggjunum. Að þeirra ósk ■ í 15 ár hafa gcstir Sundlauganna í Laugardal búið við bráðabirðabúningsaðstöðu. Það var alls ekki rciknað með því þegar laugarnar voru teknar í notkun árið 1968, að búningsaðstða- an scm þá var útbúin yrði til frambúðar. Alla tíð var gcrt ráð fyrir því að sérstakf hús yrði reist til þeirra nota: Nokkuð er nú liðið síðan byrjað var að rei.se þctta hús, en samkvæmt hcimildum NT gcta sundlaugagestir beðið nokkra stund í viðböt áður cn hægt verður að taka það í notkun. Við gerð síðustu fjárhags- áætlunar borgarinnar var á- kveðið að láta gervigrasið í Laugardal liafa forgang og því heíur lítið verið unnið við búningsaðstöðuna á þessu ári. Að sögn íþrótta fulltrúa Reykjavíkur, Stefáns Krist-, jánssonar gera ntenn sér vonir um að á næstu fjárhagsáætlun verði varið peningum til þessa verkefnis, þannig að hægt verði að taka það í notkun í lok næsta árs. Ólíkur still Það sem vekur fyrst athygli þegar nýja húsið viö Laugar- dalslaugina er skoðað er hve arkitektúr þess er gerólíkur þeim sem er á mannvirkjunum scm fyrir efu. Laugardalslaug- ina teiknaði á sínum tíma Ein- ar Sveinsson borgararkitekt en honum entist ekki aldur til að Ijúka við verkið. Því var Jens Einar Þorsteinsson fenginn til að ljúka því og það er hann ■ Bogalínur eru allsráðandi í þessu nýja mannvirki var haldin samkeppni um þetta verkefni og síðan voru valin nokkur verk. Eftir því sem næst verður komist er hins vegar óútkljáð mál hvort þau myndverk.sem nú er verið að máta á veggina.verði þar til frambúðar. Á þessari sömu hæð verða búningsklefar karla og kvenna, en upp úr miðju húsinu rís turn. Úr honum er gengið útá svalir. Þárna uppi verða einnig þurrkklefar úti undir beru lofti, annar fyrir karla en hinn fyrir konur. Stefán Kristjánsson íþrótta- fulltrúi sagði að þegar búnings- klefarnir yrðu teknir í notkun í nýja húsinu væri ráðgert að setja upp ýmisskonar sérböð í því húsnæði sem nú er notað. ■ Marteinn Kristinsson sýnir blaðamönnum framtíðaraf- greiðslusal Sundlauganna í Laugardal. A veggnum blasa við myndverk nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík. ■ Á þessum svölum ciga sjálfsagt inargir eftir að sóla sig í skjóli fy rir noröan-áttinni. NT-myndir: Róbert.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.