NT - 03.09.1984, Page 7

NT - 03.09.1984, Page 7
 fíl r i Mánudagur 3. september 1984 7 J lil L Heimaslóð Njarðvík: „Öll fyrirtæk- in í gangi“ segir Albert K. Sanders bæjarstjóri ■ Albert Karl Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík, sagði NT nú fyrir skömmu að atvinnuástand í Njarðvík væri gott. „Þetta hefur verið nokkuð gott á þessu ári; það hafa verið nokkrir erfíðleikar í sjávarútvegi, en öll fyrirtækin eru í gangi.“ Að sögn Alberts er ekki einnig í Njarðvík gluggaverk- mikill iðnaður í Njarðvík, og smiðjan Rammi, sem Albert sá sem er tengist þjónustu við sagði að fyrirhugaði stækkun í sjávarútveg. „Framleiðsluiðn- framtíðinni. aður er aðallega í sambandi Á suðurnesjum er starfandi við fisk- og kjötiðnað.“ Þá er iðnþróunarfélag, sem aðild eiga að sveitarfélögin á suður- nesjum, einstaklingar og fyrir- tæki. Hlutverkið er að „finna leiðir til að skapa fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja það sem er á staðnum,“ sagði Albert. Helstu framkvæmdir á veg- um Njarðvíkurkaupstaðar á þessu ári tengdust Landsmóti Ungmennafélaganna. „Við gerðum geysimikið umhverfis- átak - en næst á döfinni er mikið gatnaprógramm aðal- lega í Innri-Njarðvík.“ Albert K. Sanders bæjarstjóri í Njarðvík, Launahvetj- andi kerfi fyrir úti- vinnandi flokka ■ Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja hinn 27. þessa mánaðar var ákveð- ið að hefja viðræður við Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja um möguleika á að taka upp launahvetj- andi kerfi hjá útivinnu- flokkum hjá bænum. Nokkur áhugi hefur ver- ið á þessu máli hjá bæjar- ráðsmönnum í sumar og hefur verið rætt við mörg fyrirtæki sem unnið hafa svona kerfi fyrir sveitarfé- lög á landinu. Má nefna að bæjarráðinu hefur bor- ist bréf frá Rekstrarstof- unni í Kópavogi, en það fyrirtæki gerði „premium“ kerfi fyrir Reykja- víkurborg, sem unni hefur verið eftir undanfarið. Er talið líklegast að annað hvort verði kerfi líkt því tekið upp í Eyjum, eða þá að tekið verði upp svo- nefnt bónus-kerfi. Skundaðá Þingvöll ■ Um hverja helgi eru að meðaltali um 200 tjöld í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Á tveggja mánaða tíma seldust um 1600 leyfi vegna tjalda og annarra sumardvalastaða í Pjóðgarðinum. Að jafnaði fara 1400 bifreiðir um hlið þjóð- garðsins á Pingvöllum á laugar- dögum og sunnudögum. Allt þetta og miklu fleira kemur fram í yfirliti sem Þingvalla- prestur, Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður, sendi fjölmiðlum fyrir helgina. Heimir hefur fundið út að á tveggja mánaða tímabili fari um 22400 bifreiðar um þjóðgarðinn, en þá eru að- eins helgarnar taldar. í bréfi þjóðgarðsvarðar kemur fram að fimm hundruð veiðileyfi seldust á tveimur mánuðum og að feng- ur var misjafn. Ennfremur að næturgestir í tjöldum og öðrum sumardvalartækjum voru eink- um fjölskyldufólk, sem alla jafna sýndi góða umgengni og litla óreglu. Framkvæmdagleði í Ólafsvíkinni ■ Miklar byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir á vegum Ólafsvíkur- kaupstaðar í sumar. Auk hafnarfram- kvæmda sem haldið hefur verið áfram við, er nú unnið að byggingu 7 blokkar- íbúða í Verkamannabústöðum. Áætlað er að þessar íbúðir verði tilbúnar undir tréverk síðari hluta desember mánaðar næstkomandi. Þá er bygging Heilsu- gæslustöðvar langt komin og er stefnt að því að hún verði tilbúin um næstu áramót. Þá er eftir að tækjavæða stöðina og um þann þátt er mun meiri óvissa. Guðmundur Tómasson bæjarstjóri í Ólafsvík sagði í samtali við NT að beiðni um fjárveitingu til tækjakaupa væri nú til meðferðar hjá fjárveitingavaldinu. Hann sagði að menn vonuðust til að það erindi yrði afgreitt fljótlega, annars stefndi í það að húsnæði Heilsugæslunn- ar stæði ónotað um einhvern tíma. Auk þeirra framkvæmda sem þegar hafa verið raktar er nú verið að smíða leiguíbúðir fyrir aldraða á vegum bæjar- félagsins. Stefnt er að því að þær verði tilbúnar undir tréverk í haust. Loks má nefna að á næstu vikum verður lokið við að leggja slitlag á íbúðagötur Ólafsvíkur. Verktakinn sem það annast er væntan- legur með tól og tæki innan tíðar og áætlað er að það taki um 2 vikur að Ijúka verkinu. ■ Það er víðar sem ávextir eru bornir á torg en í Reykjavík. Þessi mynd var tekin á Akranesi nú fyrir skömmu á sólríkum sumardegi - einum þeirra. NT raynd Ami Bjama m útsma mmm úmismmi yHnNR ROWA n « * awn íUíiuÚÍM © SAMBANDSINS m ZEROWATT ARMULA3 SIMAR 38 900-38 903 Skólavörurnar fáið þið í Bókabúðinni Emblu, Fellagörðum. S. 76366 I Berist filman til okkar fyrir kl. 11 verða myndirnar tilbúnar til afhendingar kl. 17.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.