NT


NT - 03.09.1984, Side 32

NT - 03.09.1984, Side 32
HRINGDU Við tökum við ábendingum um fréttir allara sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir Hverja ábendingu sem leiðir til ffréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðariras. Fullrar nafnleyndar er gætt Arnór skoraði en markið dæmt af - Anderlecht gerði jafntefli við Standard Liege 2-2 í belgísku knattspyrnunni ■ „Ég var í byrjunarliðinu en var tekinn útaf er um 5 mínútur voru eftir. Mér gekk nokkuð vel, Tiskaði aukaspyrnu sem við skoruðum fyrra markið okkar úr og síðan skoraði ég gott mark að mínu mati en það var dæmt af“ sagði Arnór Guðjónssen í samtali við Nt í gær. Anderlect spilaði gegn Stand- ard í belgísku l. deildinni á laugardag og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Að sögn Arnórs þá var Anderlect meira með boitann og skoraði á undan en Standard barðist vel. Þaö er gífurleg keppni um að komast í liðið og ég var t.d. inni fyrir belgíska landsliðsmanninn Van der Berg. Það eru 16 toppmenn hjá félaginu og því mikil barátta um að komast í liðið. „Ég á von á að verða í byrjunarliðinu næst“ sagði Arnór. Úrslit í belgísku knatt- spyrnunni i gær: La Gantoise-Waterschei 4-0 Standard Liege-Anderlecht 2-2 Beveren-Mechelen Cercle Brugge-Waregem Lierse-Beerschot Kortrijk-FC Liege Seraing-Sint Niklaas Racing Jet-Lokeren Staða efstu liða: Anderlecht 3 2 0 l 18:5 5 Gantoise 3 2 0 l ll:4 5 Beveren 3 2 0 l 7:2 5 Boltinn af stað á Spáni: Archibald með mark í fyrsta leik ■ Skoski framherjinn Steve Archibald, sem nú leikur með Barcelona á Spáni, undir stjórn Terry Venables, skoraði eitt af mörkuin liðsins í stórsigri á erkifjendunum Real Madrid, 3-0. Ekki bætti úr skák að leikur- inn fór fram á heimavelli Real. Eftir grófan fyrri hálfleik þar sem ArcHibald fékk áminningu fyrir brot á Stielike þá skoruðu Real-mcnn sjálfsmark og síðan skoraði Archibald fallegt mark og áhangendur „El Barca" réðu sér ekki fyrir kæti. Það var svo Calderer sem gerði þriðja mark Barcelona undir lok leiksins. Prestur í vanda ■ Bcn Crocket prcstur í bænum Mickleover í Mið-Englandi hefur neit- að að gefa saman par nokkurt, eigi giftingin að fara fram á laugardagseft- irmiðdegi. Crocket sem er 70 ára gamall ber því við að hann vilji fara á völlinn á laugardagseftirmið- dögum, til þess að horfa á uppáhaldslið sitt leika knattspyrnu. Presturinn segir það vera sína einu upplyftingu í lífinu að sjá lið sitt Derby County leika. „Ég get að sjálf- sögðu komið giftingunni fyrir cinhvern laugar- dagseftirmiðdaginn stangist það ekki á við knattspyrnuleikina", seg- ir klerkurinn. En parið unga er allt annað en ánægt með af- stöðu klerksins og hefur leitað til annarrar kirkju í von um að þau verði pússuð saman. Jafnframt hafa þau kært Ben Crocket,, til biskupsins í Derby. Má segja að bæði Venables og Archibald byrji vel á Spáni. Meistararnir frá í fyrra Ath- letico Bilbao ollu vonbrigðum mcð jafntefli á heimavelli gegn Real Valladolid. Úrslit á Spáni: Real Betis-Real Sociedad 0-0 Osasuna-Real Murcia 2-0 Espanol-Atletico Madrid 0-0 Elche-Valencia 0-l Real Zaragoza-Hercules 0-l Real Madrid-Barcelona 0-3 Racing Sant.-Sport. Gijon l-0 Athl. Bilbao-Real Vallad. l-l Malaga-Sevilla _ 0-l Pfaff lenti í bílslysi ■ Belgíski landsliðsmark- vörðurinn og markvörður Bayem Múnchen, Jean-Mar- ie Pfaff, lenti í bílslysi á föstudagskvöldið. í bílslysinu sem át.ti sér stað á krossgötum í Múnchen, lenti bifreið Pfaffs í árekstri við bjl sem í voru tvær nunnur. Önnur nunn- anna, »em var farþegi í bíln- um lést samstundis, en hún var 70 ára að aldri. Hin nunnan var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús. Hinn 30 ára gamli markvörður, slapp hins vegar ómeiddur úr slys- inu. Pfaff fékk hins vegar taugaáfall og var ekki látinn leika með Bayern í leik liðs- ins í gær gegn áhugamanna- liðinu Luettringshausen í fyrstu umferð v-þýsku bikar- keppninnar. Pfaff sem ennþá er að ná sér eftir uppskurð á nára slapp á óskiljanlegan hátt ómeiddur úr þessum alvarlega árekstri. ■ Pfaff er hér i ömggari höndum en hann var er ekið var á hann. Hann er þó ekki eins upplitsdjarfur nú og á þessari mynd þar sem frúin heldur um hann. ■ Steve Archibald sést hér í hinum þekkta búningi Barcelona. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir liðið og hefur þannig keypt sér smátíma til að aðlagast spænsku knattspyrnunni. Það vita allir að ekki dugir að spila illa á Spáni því þá ertu fallinn í ónáð hjá áhangendum. Archibald og Venables byrja báðir vel. Maradona f rábær ■ Diego Armando Maradona sýndi áhangendum sínum hjá Napoli að hann er þyngdar sinn- ar virði í peningum. Hann var maðurinn á bak við stórsigur Napólí á annarrardeildarliðinu •Pescara í ítölsku bikarkeppn- inni. Maradona lagði upp tvö mörk og gerði eitt sjálfur með frábærú skoti þó hann hafi legið á bakinu er hann skaut. Hreint ótrúlegt. Áður hafði snillingur- inn lagt upp mark með snilldar- sendingu og síðan fiskaði hann aukaspyrnu sem Bertoni skor- aði úr. Þær geta því verið alveg Unglingamót ■ Unglingakeppni FRÍ lauk á Laugardalsvelli í gær. Til mótsins var boð- ið um 100 unglingum frá um 19 félögum og héraðs- samböndum. Keppt var í þremur flokkum drengja og tveimur flokkum stúlkna. Stigahæstu ein- staklingar í hverjum flokki urðu þessir: Jón B Guðmundsson HSK í drengjaflokki hlaut 38 stig. i sveinaflokki varð Ólafur Guðmundsson HSK, bróðir Jóns, stiga- hæstur hlaut 38 stig. Finnbogi Gylfason FH var stigahæstur í pilta- flokki hlaut 29 stig. í stúlknaflokki varð Sú- sanna Helgadóttir FH stigahæst hlaut 31 stig og Fríða Þórðardóttir UMSK varð stigahæst í telpnaflokki hlaut 18 stig. Nánar á morgun. rólegar mæðurnar í Napolf sem skírðu syni sína í höfuðið á Maradona. Nokkur stórliðanna á Ítalíu áttu í erfiðleikum í bikarkeppn- inni þar á meðal Juventus sem gerði jafntefli gegn nýliðum í 1. deild Atalanta, 2-2. Hér eru úrslit helstu leikja í bikarnum á Ítalíu: Torino-Monza 0-0 Sampdoria-Bari 2-1 Roma-Genoa 3-0 Fiorentina-Arezzo 2-0 Pescara-Napoli 0-3 Atalanta-Juventus 2-2 Cagliari-Palermo 3-1 Catanzaro-Udinese 2-1 ■ Diego Armando Maradona: Gulls ígildi. fsland í 12. sæti ■ íslendingar lentu í 12. sæti á Evrópumóti unglinga í golfi sem lauk á Irlandi í gær. Ivar Hauksson og Þorsteinn Hallgrímsson sigruðu sína leiki í gærmorgun 1-0, en Sigurður Sig- urðsson og Kristján Hjálmarsson töpuðu sínum leikjum 0-1. Seinna í gær vann ívar í einliðaleiknum 3-1 en Úlfar Jónsson, Kristján, Sigurður og Magnús Ingi Stefánsson töpuðu sínum leikjum. Danir og írar keppa til úrslita og höfðu Danir betur þegar NT fór í prentun. íþróttir á 8 síðum í dag bls. 25-32 4

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.