NT - 04.09.1984, Blaðsíða 2

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 2
 Nöfn þeirra sem létust ■ Bræðurnir sem létust í umferðarslysinu í Ar- túnsbrekku sl. sunnudag hétu Ólafur Geirsson sem var fæddur árið 1911 og Páll Geirsson fæddur árið 1930. Peir bjuggu báðir í Hamrahlíð 31 í Reykja- vík. Bræðurnir voru báðir ókvæntir og barnlausir. Ferðalangur í hrakn- ingum á Kjalvegi: Villtur á gangií 12 klukkutíma ■ Á síðasta laugardag lenti maður nokkur í hrakningum er hann villtist af leið á Kjalvegi. Maðurinn lagði af stað frá Laugaiandi í Holtum og hugðist aka á fólksbifreið til Siglufjarð- ar um Kjalveg. Villtist maður- inn sem fyrr segir, og var kom- inn áleiðis til Kerlingafjalla þeg- ar hann festi bíl sinn úti í á. Þegar farið var að óttast um manninn var björgunarsveitin á Blönduósi send til leitar, en auk þess tóku kunningjar mannsins sig til og hófu sjálf- stæða leit. Seint og um síðir kom maðurinn fram á Hvera- völlum, en þá hafði hann gengið í tólf klukkustundir áður en hann var svo lánsamur að hitta ökumann á jeppabifreið sem tók hann upp á sína arma og flutti til byggða. Maðurinn var þokkalega á sig kominn en þreyttur eftirgöngutúrinn,sem vonlegt er. Annríki hjá björgunar- sveitunum ■ Um^íðustu helgi lögðu björg- unarsveitarmenn af suð-vestur- horninu leið sína austur á Sanda til að undirbúa og lagfæra skipbrots- mannaskýli frá Hjörleifshöfða að Ingólfshöfða. Á þeim slóðum eru tólf skýli sem öll þörfnuðust að- hlynningar fyrir veturinn. Skipt var um birgðir og talstöðvar ásamt fleiru tilheyrandi. Á annað hundr- að manns stóðu að þessum aðgerð- um. Að sögn Ásgríms Björnsson- ar, starfsmanns Slysavarnafélags Islands, þá voru skýlin í misjöfnu ásigkomulagi, enda veður oft vá- lynd á þessum slóðum. Hann kvað skýlin þó lítið notuð og þokkaleg miðað við aðstæður. Á sama tíma var haldin æfing fyrir björgunarsveitarmenn í Skaftafellssýslu og átti hún sér stað í Vík í Mýrdal. Um fimmtíu manns tóku þátt í æfingunni. Krafa norrænna bæjarstarfsmanna: Sex stunda vinnudagur grundvallast á sjónarmiðum um réttlæti og samstöðu. Það þarf að útskýra hve atvinnurekstur- inn er háður vel þróaðri opin- berri starfssemi. Þá er nauðsyn- legt að starfsfólk sveitarfélaga sé vel menntað til þess að takast megi af öryggi og festu að hrinda í framkvæmd ákvörðun- um stjórnmálamanna. ■ Norrænir bæjarstarfsmenn vilja sex stunda vinnudag án þess að kjörin séu skert. Þá lýsa þeir sinni skoðun að allir eigi rétt á fullu starfi. Þeir taka harða afstöðu gegn þeirri vax- andi tilhneigingu til þess að yfirfæra þjónustustarfsemi til einkaaðila sem leiði aðeins til þess að gróðinn ráði ferðinni á þessum efnahagslegu erfiðleika-; tímum. Þessar skoðanir koma fram í yfirlýsingu frá fulltrúaráðsfundi Norrænna bæjarstarfsmanna. Þá krefst fundurinn þess að stjórnmálamenn taki á sig þá ábyrgð að skilgreina nákvæm- lega markmið með starfsemi sveitarfélaganna. Það sé hlut- verk stjórnmálamanna að út- skýra að starfsemi hins opinbera Þridjudagur 4. september 1984 2 Vel veiðist í Elliðaánum. Ekkert lát er á laxveið- unum í Elliðaánum frekar en fyrri daginn og á föstu- daginn voru komnir 13 laxar á land og á laugar- daginn fyrir hádegi voru komnir 6 laxar. Aðalveið- in er nú á efra svæðinu, fyrir ofan Hundasteina. Á laugardaginn voru komnir tæpir 1.270 laxar á land sem telst ágætis veiði og svipuð og á sama tíma í fyrra. Heildarveiðin í fyrra var 1.508 laxar og var það besta veiði í fjölda ár, eða allt frá árinu 1976 en þá veiddust 1.692 laxar. Mjög mikið hefur veiðst á flugu í Elliðaánum í sumar og fengæslust flug- urnar hafa verið „Blue charm“, Þingeyingur og einnig hefur veiðst vel á „Hary Mary“, „Francis“ og „Colly Dog“. Reytingur í Korpu Reytingsveiði hefurver- ið í Korpu síðustu daga og eru rúmlega 200 laxar komnir á land, en það er mikið slakara en var á sama tíma í fyrra. Það var hins vegar toppár í ánni og komu 450 laxar á land. A árunum 1979-1982 veidd- ust svona að meðaltali 110 uppí 200 laxa svo veiði í sumar er ágæt, þrátt fyrir allt. Aðalveiðin er nú uppi á efri svæðum niðurundan bæjunum Úlfarsá og Úlfars- felli en einnig hefur verið góð veiði í Stokkunum þar sem áin liðast mjög lygn og djúp fyrir ofan þjóðveginn. Einn og einn lax eru líka enn að fást neðst á svæðinu. Veitt er á tvær stangir í Korpu. Lélegt í Brynju- dalsá Léleg veiði hefur verið í Brynjudalsá síðast liðna daga og reyndar í allt sumar. Lax hefur ekki komið á land síðan 28. ágúst en þá fengust 3 laxar. Flestir laxarnir hafa fengist í Bárðarfossi, fal- legum fossi sem blasir við frá þjóðveginum. Eftir að fór að líða á sumarið hefur laxinn einnig verið að fást fyrir ofan fossinn en fisk- urinn virðist ganga illa upp fossinn og stundum Iiggja stórar torfur fyrir neðan hann. Getur það tekið lax- inn marga daga, jafnvel vikur að skrölta upp Bárðar- fossinn. Hann tekur illa við fossinn en fær hjörtu veiðimanna til að slá hraðar, þar sem hann ligg- ur í torfum við fossinn. 67 Iaxar voru komnir á land um helgina og er það mikið slakara en var á sama tíma í fyrra en þá komu 167 laxar úr ánni í það heila. Veiðin í sumar er þó langt frá því að vera sú slakasta því sumarið 1981 veiddust aðeins 20 laxar í Brynjudalsá. Meðalveiði á ári í ánni er trúlega um 160-200 laxar. Þar er veitt á tvær stangir. Rennt fyrir lax í Elliðaánum. NT-myad: Róbert NT skrykk á heim- ilissýningunni ■ NT og heimilissýningin fara ekki varhluta af skrykkdansæðinu, sem heltekur æsku landsins um þessar mundir. Þessir þrír fimu piltar eru félagar í bandaríska skrykkflokknum The New York State’s Breakers og dansa þeir fyrir gesti heimilissýningarinnar í Laugardal. Þeir fara einnig í NT boli og ræða við fólK í NT básnum og annars staðar á svæðinu. Skrykkirnir skemmta á hverju kvöldi kl. 22 á sviði Laugardalshallarinnar, fram á föstudag. NT-mynd Árni Bjarna Misjafn tónlistarsmekkur ■ Það hefur lengi verið erfitt að gera svo öllum liki. Þetta hefur ráðamönnum íslenska útvarpsins verið ljóst lengi enda hafa ýmsir hópar hlust- enda jafnan krafist meira efnis við sitt hæfi. Einn stór hópur útvarpshlustenda hefur nú fengið nokkra úrlausn sinna niála með tilkomu Rásar 2. Mörgum aðdáendum léttrar tónlistar þykir þó útsendingar- tími Rásar 2 í styttra lagi. 1 gærmorgun varð þó ekki betur heyrt en Ríkisútvarpið hefði fundið farsæla lausn, einnig á þessu vandamáli. I þættinum „í bítið“ voru sern sé leikin óvinsælustu lögin á Rás 1 og svo skemmtilega vildi til að á óvinsældalista Rásar 1 voru nokkurn veginn sömu lögin og á vinsældalista Rásar 2. Örfrétt ■ Ný orð verða ósjaldan til á prenti hverskonar og eru dag- blöðin engin undantekning í þeirri uppbyggingu. Stundum tekst vel til og í öðrum tilfellum miður. Nýyrði eru líka afar mismunandi. Sum vinda upp á sig og auðga mál okkar með afleiddum orðmyndum frá frumhugmyndinni. Önnur eru snauðari. Stundum er um með- vitaða orðasmíð að ræða en í öðrum tilfellum eins og hrökkva þau út úr ritvélinni. Allur gangur er á. Orðið örþjóðir er nýjasta dæmið um meðvitaða nýyrða- smt'ð í íslensku blaði. Varð semsagt til í einu Reykjavíkur Dagblaðanna nú í vikunni. Undir fyrirsögninni Örþjóðir í vanda byrjar greinarhöfundur pistil sinn „Örþjóðir má kalla þær þjóðir sem ekki hafa einu sinni milljón manns innan landamæra. Þær eru alls 38 í heiminum...“ Allir hljóta að sjá hvílík framför þetta er frá orðskrípinu „smáþjóðir" sem beinlínis er til þess gert að gera lítið og smátt úr þessum þjóð- um í samfélagi þjóða. Þá býður viðskeytið ör- í merkingunni lítið líka upp á ótal möguleika á nýjum orðuum sern geta auðgað okkar ágæta móður- mál. Má þar nefna örmenn eða örmenni, í stað þess að fara niðrandi orðum um menn og segja þá dverga eða litla (má líka nota um börn og unglinga sem orðin eru langþreytt á því að vera ekki fullorðin). Örhús í stað kofa, örfjall í stað hóla og hæða og örhóll í stað þúfu, sem er líka ljótt og leiðinlegt orð. Þá má ekki gleyma að við getum hætt að nota orðið örlít- ið, því þar er að sjálfsögðu um tvítekningu að ræða og í fram- tíðinni bara notað orðið ör.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.