NT - 04.09.1984, Blaðsíða 3

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 3
■ Þingflokkur framsóknarmanna í upphafi fundar í gær. Hér er það Páll Pétursson sem stjórnar. ■ Þingflokkur sjálfstæðismanna í upphafi fundar í gær. Hér er það Ólafur G. Einarsson sem stjórnar. Þingflokkar funda um „framtíðarplanið“ ■ Þingmenn stjórmálaflokk- anna fengu í gær til meðferðar tillögur þeirra Þorsteins Páls- sonar og Steingríms Hermanns- sonar um framtíðarverkefni stjórnarinnar. Eins og áður hef- ur verið rakið í NT fela þær m.a. í sér að gífurlegt átak verður gert í nýsköpun atvinnu- lífsins og sjóðakerfið verður stokkað upp. Þá eru tillögur formanna í landbúnaðar- málum mjög í anda þeirra tiUagna er voru samþykktar á aðalfundi Stéttarsambands bænda s.s. á þá leið að gerðir verði samning- ar við bændum um að smám saman verði dregið úr fram- leiðslu á mjólkur og kjötvörum þannig að framleiðslan miðist við innanlandsmarkað. Þá á að veita bændum heimild til að stjórna framleiðslunni með því ■ Af meðferð þingflokkanna á „framtíðarplaninu“ má óhikað mæla styrkleika formannanna. að ákveða kvóta bæði á vinnsl- ustöðvar og framleiðendur. Sjálfstæðismenn funduðu stutt og ræddu mest um forsendur fjárlaga. Menn voru einhuga um hallalaus fjárlög, 60% há- mark á erlendar skuldir. Skattar yrðu ekki hækkaðir. Allt þýðir þetta mikinn niðurskurð. Framsóknarmenn funduðu í fimm tíma. Steingrímur flutti erindi um atvinnu og mark- aðsmál síðasta áratugar. Þá voru fjárlög rædd og að lokum samstarfssamningurinn. Þingflokkarnir munu í dag ræða framtíðarplan formanna og gera breytingar. For- mennirnir hittast síðan aftur, samræma sjónarmiðin og leggja síðan endanlegt plagg fram til samþykktar (eða synjunar). Þriðjudagur 4. september 1984 3 Þorskstofninn aldrei stærri? - Fjöidi þorskseiða í sjónum einn mesti í 15 ár ■ „Útbreiðsla og fjöldi þorsk- seiða var með því mesta sem mælst hefur síðan hliðstæðar athuganir hófust fyrri 15 árum og má flokka árganginn með hinum stóru árgöngum þorsk- seiða frá 1970, 1973 og 1976.“ Þannig segir í niðurstöðu- plaggi Hafrannsóknastofnunar úr árlegum könnunartúrum rannsóknarskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Frið- rikssonar í síðasta mánuði. Þar segir ennfremur að þorskseiðin hafi verið stór og vel á sig komin að megninu til. Mest er af þeim fyrir norðan landið, svo sem venja er til en einnig talsvert við Vestfirði, fyrir austan land og á hafinu milli íslands og Grænlands. Einnig mældist meira af ýsuseiðum en oftast áður og var ástand þeirra seiða gott eins og þorskseiða. Hvað loðnuna snertir flokk- ast árið 1984 með hinum rýru árgöngum eftir 1976 en er þó meiri en undanfarin tvö ár. Athygli vekur að mestur hluti loðnuseiðanna er mjög smár og vatnaði nær alveg stór seiði sem oftast eru verulegur hluti heild- arfjöldans. Karfaseiði reyndust vel yfir meðaltali síðastliðinna 10 ára hvað fjölda snertir og er árgangurinn svipaður og 1981. Athygli leiðangursmanna vakti að nánast engin loðnuseiði fundust norður og norðvestur af Vestfjörðum og er ástæðan talin sú að ískaldur pólsjór hefur náð þar upp á landgrunnið eins og ísrekið fyrr í sumar sýndi. Annríki ílög- gæslu ■ Löggæslan í Reykjavík snérist í ýmsu um síðustu helgi. Á laugardaginn voru þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þar af tveir grunaðir um tengsl við ávísanamál sem RLR hefur til rannsóknar. Þriðji maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 17. október vegna sí- brota. Þá voru þrír staðnir að inn- brotum um helgina. Einn var að brjótast inn f Vídeó-leigu í mjðbænum, annar inn í bóka- búð í Breiðholtinu og sá þriðji hugðist brjótast inn á matsölu- stað við Suðurlandsbraut. í gær var svo fjórði maðurinn úrskurðaður f gæsluvarðhald, grunaður um aðild að fyrrnefndu ávísanamáli. Fjórir jafnir og efstir eftir tvær umferðir á skákþingi Islands Tímahrak setti svip á skákir í 2. umferð Halldór G. Einarsson tekur sæti Pálma Péturssonar ■ Nokkrar æsispennandi skákir voru tefldar í 2. umferð á skákþingi fslands í gær- kveldi. Halldór Grétar Einars- son kom fljúgandi vestan af fjörðum og mun fylla skarð Pálma Péturssonar er varð að hætta við þátttöku í mótinu. Halldór hefur um langt skeið verið einn harðasti skákmaður Vestfirðinga og þeir hafa ríka ástæðu til að binda vonir við hann, því í 1. umferð veittist honum létt að sigra íslands- meistarann Hilmar Karlsson. Stýrði Hilmar þó svörtu mönnunum. Geypilegt tímahrak setti svip sinn á allmargar skákit einkum þó í skákum Lárusar Jóhannessonar og Guðmundar Sigurjónssonar, Jóhanns Hjartarsonar og Margeirs Pét- urssonar og Björgvins Jóns- sonar og Karls Þorsteins. Áður en lengra er haldið er vert að renna yfir úrslit gær- dagsins: 2. umferð: Helgi-Jón V2:V2 Jóhann-Margeir Vv.Vi Björgvin-Karl biðskák Lárus-Guðmundur 0:1 Sævar-Dan V2:V2 Haukur-Ágúst 1:0 Hilmar-Halldór 0:1 Skák Helga og Jóns lauk fyrst allra. Eftir 19 leiki slíðr- uðu keppendur sverðin í stöðu sem ekki bauð upp á stórátök. Jón lenti í smávegis beyglu þegar í byrjun tafls en varðist örugglega. Skákinni lauk eftir 2'A klst. Meiri tilþrif voru í viðureign hinna Olympíufar- anna, Jóhanns Hjartarsonar og Margeirs Péturssonar. Þó Jóhann hefði hvítt náði Mar- geir snemma tafls mun betri stöðu. Ekki bætti úr skák að þegar líða tók á setuna þá minnkaði umhugsunartími Jóhanns verulega þannig að eftir 30 leiki átti hann aðeins 3 mínútur eftir til að ná tíma- mörkunum við 40. leik. Má mikið vera hafi Margeir ekki misst af vinningsleið undir lok setunnar. Onákvæmur drottningarleikur kostaði dýr- mætan tíma og Jóhann náði að rétta úr kútnum. Það var svo Margeir sem bauð jafntefli þegar mikil uppskipti höfðu átt sér stað. Önnur tímahrakssena varð í skák Lárusar Jóhannessonar og Guðmundar Sigurjónsson- ar. í flókinni miðtaflsstöðu fórnaði Lárus manni og átti þá einungis 10 mínútur eftir til að leika 20 leiki. Svo var manns- fórn þessi kefjandi að Guð- mundur, sem átti tæpa klst. eftir, notaði megnið af tíma sínum til að finna viðunandi ■ Halldór G. Einarsson kom fljúgandi vestan af fjörðum til þátttöku í landsliðskeppninni. Hann vann skák sína í 1. umferð. leið. Það tókst ekki; Lárus var skyndilega kominn með sælu peði meira og í þeim sviptingum sem fylgdu í kjölfarið vann hann tvo létta menn fyrirhrók. En rétt í námunda við 40. leik fór fallöxin niður þó staða hans væri sennilega unnin. Karl Þorsteins var enn í sviðsljósinu í stórskemmtilegri skák við Björgvin Jónsson. Hvergi banginn fórnaði verð- launahafinn frá heimsmeist- aramóti unglinga skiptamun, en gáði ekki að veikleika kóngsstöðu sinnar og Björgvin náði uppskiptum sem ættu að duga til vinnings. Biðstaðan er þessi: Björgvin - Karl Björgvin lék biðleik. Þeir félagarnir Sævar Bjarnason og Dan Hansson tefldu þunga stöðubaráttu- skák. Náði Sævar snemma vænlegri stöðu en frumkvæði hans lak smátt og smátt niður og þeir deildu vinningnum. Þá sigraði Haukur Angantýsson Ágúst Karlsson mjög örugg- lega Staðan eftir tvær umferðir er þá þessi: 1. - 4. Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Guðmundur Sigur- jónsson og Jóhann Hjartarson 1 'h v. hver. 5.-6. Haukur Angantýsson og Halldór G. Einarsson 1 v. -1 frestuð skák. 7.-9. Dan Hansson, Margeir Pétursson og Sævar Bjarnason 1 v. hver. 10. Karl Þorsteins Vi v. + 1 biðskák. 11. Hilmar Karlsson 'h v. 12. Björgvin Jónsson 0 v. + 1 biðskák. 13. -14. Ágúst Karlsson og Lárus Jóhannesson 0 v. Þeir Margeir Pétursson og Karl Þorsteins sömdu jafntefli á sína skák úr 1. umferð án frekari taflmennsku. í dag verða tefldar biðskákir en 3. umferð hefst kl. 18 nk. miðvikudag og þá tefla saman Guðmundur og Helgi, Jón og Björgvin, Dan og Lárus, Hall- dór og Sævar, Ágúst og Hilmar, Margeir og Haukur og Karl og Jóhann. ■ Jóhann Hjartarson var hætt kominn í skák sinni við Margeir Pétursson.'Það varð hlutskipti hans að verja vonda stöðu í miklu tímahraki. Margeir missti af vænlegri leið og varð að sætta sig við jafntefli. Helgi Ólafsson skrifar um skák

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.