NT - 04.09.1984, Blaðsíða 32

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 32
■ Þjónn, - það er froskur í salatinu. Laumufarþegi inn í landið: ■ Þegar að landi kom beið ufsans ekki annað en að úldna í lest og hafna þvínæst í gúanó. Fagur var fiskur í sjó.... NT-mynd ingveidur Fimm daga bið eftir löndun í Vestmannaeyjum: Froskurí salatinu! ■ Kvakk,- og milli salatblað- anna hoppaði örlítill froskur þegar lesandi NT hugðist festa kaup 4 góðmetinu í einni Reykjavíkurbúðinni. Þarna var kominn anga Iítill froskur sem hafði smyglað sér inn í landið frá Hollandi með hjálp salatsendingar og gerði sig lík- legan til þess að hoppa yfir landið þvert og endilangt. En kaupandinn taldi þennan kaupbæti tilheyra sér og kom Kermit litla fyrir í plastmáli. Heima beið svo sonurinn, 8i ára snáði sem einmitt átti af- mæli þennan dag og varð held- ur en ekki upp með sér af þessarri óvæntu afmælisgjöf. En hann Kermit okkar var ekkert yfir sig hrifinn af myndatökum og forðaðist linsu- opið eins og heitan eldinn. Að lokum tókst þó að ná af honum sæmilegri passamynd en hvort hérlend yfirvöld væru tilbúin að veita honum hæli er allt annað mál. „Skipstjórarnir hlýddu því ekki sem þeim var sagt og fóru auðvitað í það sem nóg var af, ufsann. Hafa senni- lega haldið að það væri allt í lagi. En húsin eru full af unnum ufsa og það er mjög fátt fólk komið til vinnu eftir fríin í stöðvunum. Það kæm- ist allt fyrir í einni stöð og hefur eðlilega ekki áhuga á að vinna lengur en til klukkan fimm, loksins þegar sólin er farin að skína,“ sagði Hjörtur Hermannsson verkstjóri í einu af þremur frystihúsum þeirra Eyjamanna, Fiskiðj- unni. „Það er líka í raun og veru hreint brjálæði að vinna ufsa um þessar mundir. Það er hvergi hægt að selja þetta og nóg af ufsa hvar sem er í heiminum,“ sagði Hjörtur ennfremur. Ekkerttil aðtala um „Þetta er ekkert til að tala um,“ sagði Gísli Jónasson forstjóri útgerðarfyrirtækis- ins Samtog sem á þá þrjá togara sem nú eru í Vest- mannaeyjahöfn og beðið hafa löndunar. Auk Sindra sem þegar er nefndur eru togararnir Klakkur og Gíde- on með talsverðan afla, mest smá- og milliufsa og verður landað úr þeim í vikunni. „Við reyndum að fá að landa úr Sindra annarsstaðar, alveg frá Hornafirði til Reykjavík- ur en það gekk ekki, - menn eru ekkert gráðugir í þessar fisktegundir núna“ Að- spurður um afla hinna togar- anna sem liggja í höfn kvaðst Gísli búast við að hann væri í ágætu standi en þeir voru kallaðir inn í höfn áður en lestir fylltust þegar sýnt var hvert stefndi. „Þorskurinn datt einmitt niður um það leyti sem farið var í þessa túra og tonnatalan er afskaplega rík í þessum mönnum þó verðmætið hefði getað orðið eins mikið ef þeir hefðu verið rólegri. Við ætl- um að láta skipin fara út með hæfilegu millibili, - höldum þeim eitthvað inni',“ sagði Hjörtur í Fiskiðjunni. Ástand í höfnum sunnan og suðvestanlands er mjög misjafnt um þessar mundir. Þannig er í Þorlákshöfn næg atvinna en í Grindavík var eitt frystihúsanna lokað vegna aflaleysis en heimildar- menn NT þar töldu að lítill áhugi væri á að halda þeim gangandi með ufsa. Stærstur hluti aflans var auk þess ufsi sem er illseljanlegur ■ Þrjátíu til fjörutíu tonnum af lausum fiski, að mestu ufsa var hent í gúanó í gærdag úr togaranum Sindra í Vestmannaeyjum. Eins og kom fram í NT í gær var Sindri þá búinn að bíða í Vestmannaeyjum eftir löndun síðan á miðvikudag í síðustu viku en sökum mannfæðar í frystihúsum hefur gengið erfiðlega að landa og vinna þann afla sem að landi hefur borist. Þegar farið var að skoða aflann reyndist mestallur lausi fiskurinn ónýtur en kassafiskurinn er í ágætu —...--..... standi. Heildarafli Sindra var 120 tonn og að langstærstum hluta ufsi, en hann er mjög illseljanlegur um þessar mundir. ■ Froskur, já ég er froskurínn í salatinu og hvað með það. NT-myndin Sverrir 25% af afla Sindra var hent í gúanó!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.