NT - 04.09.1984, Blaðsíða 13

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 13
ll'Ti Guðný Vigfúsdóttir Fædd 19.11.1893 Dáin 20.08.1984 Dóttir Vigfúsar í Fjarðarseli er látin. Ekki er þess að vænta aö héraðsbrestur verði þó að gömul kona safnist til feðra sinna. Okkur sem næst henni stóðum þykir þó sem við séum nokkru svipt. Amma mín, Guðný Vigfús- dóttir, sem ég minnist hér, naut þeirrar gæfu að lifa til hárrar elli við góða heilsu, fulla reisn, í faðmi fjölskyldu sinnar og við einstaka um- hyggju dætra sinna. Þrátt fyrir missi okkar gleðjumst við yfir því, að hún þurfti ekki að heyja langvinnt dauðstríð. Níutíu ár er hár aldur og ekki sízt á tímum slíkra breyt- inga sem amma lifði. Fyrir okkur borgarbörn nútímans eru þau umskipti nánast óskiljanleg og kannski á svip- aðan hátt og þau hafa verið það því fólki sem er fætt fyrir mestu breytingarnar eins og hún var. Óhætt er að segja að hún og jafnaldrar hennar hafi lifað tímana tvenna ef ekki þrenna. Amma er fædd í Fjarðarseli í Seyðisfirði 19. nóvemberárið 1893, dóttir hjónanna þar Elísabetar Ólafsdóttur frá Mjóanesi í Skógum og Vigfús- ar Ólafssonar. Þau hjón bjuggu þar í félagi við foreldra Vigfúsar, Guðnýju Tómas- dóttur og Ólaf Sigurðsson frá Straumi í Hróarstungu, en Fjarðarsel var föðurleifð Guðnýjar. Á þeim tíma hlýtur Fjarðar- selsbúið að hafa talist til stór- býla því undir það lá nánast allt núverandi bæjarland Seyð- isfjarðarkaupstaðar „dalurinn upp á efstu brúnir að sunnan við ána (Fjarðar út að mörkum Sörlastaða og svo hálfur Fjörð- ur og Tanginn eða Oddinn" Fjarðarselsbærinn stóð þar sem leið liggur yfir Fjarðar- heiði til Seyðisfjarðar, og lá þjóðvegurinn með túni, svo oft var mikill gestagangur þeg- ar bændur af Héraði voru í kaupstaðaferðum og komu þá oft lestir hraktar af heiðinni. Beini við vegfarendur var ekki talinn eftir í Fjarðarseli. né heldur næturgreiði. Þau ótíðindi urðu í Fjarðar- seli á haustdögum aldamótaár- ið, þegar amma var tæpra sjö ára, elst þriggja systkina sem upp komust, að báðir feðgarnir féllu frá með nokkurra daga millibili og auk þeirra Guð- mundur tvíburabróðir Vigfús- ar uppalinn á Sleðbrjótseli í Hlíð. „Þeir gestir sem að garði þínum báru, hér genginn munu harma tryggan vin og hver mun ei með hryggu sinni og sáru þín sakna, vin, sem prýddi gestrisnin“ Var ort m.a. eftir Vigfús í Fjarðarseli Svo langt er nú liðið frá tíðindum þessum og svo lítið hefur þeim verið haldið á loft að fæstum er kunn þessi saga, hvorki sem forsaga Guðnýjar Vigfúsdóttur né kaupstaðarins Seyðisfjarðar, sem raunar er rúmlega árinu yngri en hún. Frá æskuárum austur á Seyðisfirði minnist ég hátíð- legra gönguferða með afa, ömmu og bróður mínum inn eftir Austurvegi, yfir brúna, inn Bakkann og inn í kirkju- garð. Langamma hefur þá vart verið orðin fær til slíkra ferða. Á meðan við bræður gleymdum okkur við leik milli leiða og trjáa, hurfu gömlu hjónin upp á hól sem er þar í garðinum, eitthvað að sýsla við gömul leiði. Löngu, löngu seinna varð rnér ljóst hverra þau voru að vitja þarna og eins fengu mannamyndirnar á veggjunum á Austurveginum, sem áður höfðu verið næsta framandi, æ dýpri merkingu og drætti, svo ég segi ekki líf. Upp á hólnum, sem mun vera gamall bæjarhóll. dubb- aður upp af Ólafi í Fjarðarseli og Otto Wathne er grafreitur fjölskyldunnar í Fjarðarseli og í honum stendur legsteinn yfir feðgana tvo, sent féllu frá haustið 1900 og auk þess eru þar grafin tvö börn afa og ömmu. Þannig eru slóðir austur þar varðaðar minningum sem fá einkennilega draumkenndan blæ úr fjarlægðinni að sunnan. Frá þessum árum minnist ég þess einnig, þá unglingur, að hafa verið að girða Fjarðarsels- túnið ásamt Sigtryggi Björns- syni, sem nytjaði það. Svo einkennilega vill til að nú, tveimur áratugum seinna er ég aftur staddur þarna og hitti þá aftur Sigtrygg þar í túni að vitja um girðingar eftir rask Vegagerðarinnar. Stundum er eins og tíminn standi í stað. Þetta var nokkrum dögum fyrir lát ömmu. Myndirnar sem ég tók þarna sá hún ekki í þessu lífi og naumast er von til þess að þær hafi jafnast á við þær myndir sem hún átti sjálf í hugskoti sínu frá bernskudögum sínum þarna, þegar allt iðaði af lífi og gróanda og lífið brosti við henni. Oftlega lýsti hún á seinni árum hugfangin þessum bernskuslóðum sínum í dal- botninum milli hárra fjallanna, hvamminum sínum í gilinu við fossinn, leikjum þeirra barn- anna, husakynnum, lífi og störfum fólksins „í dalnum ljúfa í austurátt". Hun fór þá gjarnan með þessa vísu: „Man ég dal í daggarfeldi bláum, dags er roði fagur lýsti tínd, inan ég brekkur blómum brýddar smáum, brattan foss og kaldavermslu- lind.“ Ýmislegt af þessum minn- ingum sínum hefur hún fært í letur, enda ritfær með besta móti. Ef ég mætti óska Seyð- firðingum einhvers, nú þegar styttist í níutíu ára afmæli kaupstaðarins, nokkurssemég þykist vita að væri ömmu minni að skapi þá væri það, að þeir umgegnjust bæjarlandið og dalinn af nærgætni. Nærri má geta að hagir ekkj- anna tveggja í Fjarðarseli hafi þrengst við andlát þeirra feðg- anna og tveim árum seinna flyst langamma mín með börn sín (þrjú átti hún á lífi, en Ólafa tvo hafði hún misst) upp á Hérað til systur sinnar Ragn- hildar á Bondastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hún giftist svo tveimur árum seinna seinni manni sínum Guðjóni Björns- syni og bjuggu þau fyrst á Ánastöðum, en lengst af á Hreimstöðum og Ásgeirs- stöðum, allir í Hjaltastaða- þinghá. Þau eignuðust þrjú börn áður en langamma varð ekkja í annað sinn árið 1912. Hún lifði fyrri mann sinn í 63 ár og seinni manninn í 51 ár. Af Fjarðarselseigninni sá Elísabet langamma mín aldrei neitt, því hún var seld kaup- staðnum að henni fornspurðri 1904, verða þau skipti ekki tíunduð hér. Við sjálft hefur legið að hún hafi komist á vergang með ómegð sína, þegar svona var komið, enda vistaðist hún víða á næstu árum og varð að sjá af börnum sínum að nokkru leyti. Þær mæðgur voru þó sam- vistum að mestu á meðan báð- ar lifðu, því að eftir að amrna og afi hófu búskap á Hrauni í Hánefsstaðalandi í Seyðisfirði fluttist langamma til þeirra ásamt yngstu dóttur sinni og á heimili þeirra á Seyðisfirði kynntist ég henni í ícringum 1960. Hún dó haustið 1963, fædd 1869. í Hjaltastaðaþinghá átti amma sín unglingsár og þaðan átti hún kærar minningar. Á þeirn tíma var fjölbýlla á hér- aði en seinna varð og menning- arlíf með nokkrum glæsibrag. Þetta var á uppgangsárum ung- mennafélagshreyfingarinnar og vorhugur í fólki. Amrna tók þátt í þeim hreyf- ingum sem þarna urðu af lífi og sál og oft heyrði ég hana minhast veru sinnar í Hjalta- staðaþinghá og þess fólks sem hún kynntist þar með hlýhug. Mér eru þó ekki nægilega ýtar- lega kunn þessi ár í lífi hennar til að geta gert þeim viðhlítandi skil, en mynd Ásgríms af Hjaltastaðablánni hafði hún yfir hvílu sinni síðustu árin. (Ekki spilltu þessi tengsl ömmu við Úthéraðið, þegar ég sjálfur gerðist kennari á Eiðum sjö áratugum seinna.) Þegar stjúpi ömmu féll frá fluttist fjölskyldan aftur til Seyðisfjarðar, en nú við breytt- an hag frá því sem áður var. Amma var þá til húsa hjá Guðnýju ömmu sinni í Firði (en hún varð 97 ára gömul fædd 1870). Þaðan sótti hún kvöldskóla í iðnum og var í læri í saumaskap á verkstæði Sauma-Rósu. Árið 1914 réðist hún til Reykjavíkur á heimili Magnúsar dýralæknis að Tún- götu 6. Þaðan átti hún sér Ijúfar minningar og héldust nokkur tengsl við þá fjölskyldu upp frá því. Hún fór þá meðal annars með fjölskyldunni í fyrstu bílferðina sem farin var upp í Mosfellssveit, upp að Mosfelli. (Á heimleið 1916 vann hún í síld á Hjalteyri, þaðan sem hún kunni frá ýmsu að segja. Sérstaklega var henni minnisstæður höfundur Svartra fjaðra, sem þar vann þá einnig.) Skömmu eftir heimkomu 1916 réðist hún að Há- nefsstöðum, þangað sem móð- ir hennar hafði áður ráðist. Þar kynntist amma manni sínum, Hermanni Vilhjálms- syni, syni hjónanna þar, Bjarg- ar Sigurðardóttur og Vilhjálms Árnasonar frá Hofi í Mjóa- firði, fæddum 1894. Um það leyti sem þau giftust 1919 hófu þau búskap og út- gerð frá Hrauni, enda var þá mikil útgerð stunduð frá Há- nefsstaða- og Þórarinsstaða- eyrum. Sú saga sem þar verður er ýmsum betur kunn en mér, enda nær í tímanum. Þó væri kontinn tími til að henni yrðu gerð rækileg skil á prenti. Á Hrauni eignuðust þau móðurforeldrar mínir sex börn; Sigrúnu fædd 1919, Sig- urð Ragnar 1921 dó átta ára, Björgu 1923, Elísabetu Guð- nýju 1925 dó ári seinna, Elísa- betu Guðnýju 1928 og Ernu 1933. Sögu og starfi íslenskra al- þýðu- og sjómannskvenna hef- ur löngum verið lítill gaumur gefinn og strit þeirra gjarnan fallið í skuggann af afrekaskrá karla þeirra. Ég hef löngum undrast hví- lík þrekvirki þær hljóta þó að hafa unnið margar hverjar við það sem við nú á tímum mund- Þriðjudagur 4. september 1984 13 um kalla hörmulegar aðstæð- ur. Þannig hlýtur það að hafa verið á Hrauni þar sem þjón- usta þurfti á sumarvertíðum á annan tug vertíðarfólks með húsnæði, svefnpláss, fæði og klæði og þvotta. Segja má að þarna hafi verið haldið úti verbúðum á heimilinu. Útbúa þurfti skrínukost fyrir sjómennina og bera verkafólk- inu í fiskverkuninni og beitn- ingaskúrunum kostinn niður bratta urðina frá Hrauni svo eitthvað sé nefnt. Rennandi vatn var ekki á Hrauni, hvað þá upphitað og ekki rafmagn. Á útmánuðum var heimilið karlmannslaust, því að afi sótti vetrarvertíð til Hornafjarðar. En amma var ekki ein um þessa hitu og drjúg hefur nióðir hennar verið henni og dæturn- ar strax og þær gátu vettlingi valdið. „Mikið á ég móður minni að þakka, sívinnandi bæði á fæti og sæti, má þó segja, þó heilsan væri farin að bila, - en hún kvartaði ekki og bar allar sínar raunir eins óg hetja, fól allt með þögn og þolinmæði -og skynsemi. Hún var ekki gefin fyrir að hlífa sér. Blessuð sé minning hennar." skrifaði amma um móður sína. Það hefur löngum vakið að- dáun mína, að dætrum sínum öllum komu þau hjón á einn eða annan hátt til mennta og það á tímum sem slíkt gilti nánast eingöngu um heldri mann syni. Þrátt fyrir baslið, sem hefur þó verið ærið á kreppuárunum, þegar afurðir bænda og sjó- manna féllu í verði er eigi að síður Ijómi yfir þessum árum í lífi fjölskyldunnar á Hrauni. Það tengist trúlega ekki síst því að þetta eru æskuár barn- anna og samgangur og sam- hjálp milli þeirra Hánefsstað- abræðra og fjölskyldna þeirra hefur verið mikil, cn þeir bjuggu þarna í hnapp, afi á Hrauni, Árni á Háeyri og Sig- urður ásamt foreldrum þeirra á Hánefsstöðum. Á Hrauni tengdist amma tengdafólki sínu fjölskyldu afa mjög nánum böndurn, enda hennar eigin fjölskylda tvístr- uð orðin. Björgvin bróðir hennar orðinn bóndi á Ketil- stöðum í Jökulsárhlíð, Ólína sest að á Sauðárkróki. Vigfús hálfbróðir hennar var til heimilis hjá Björgvin. Hann dó innan við þrítugt, Gróa (Dolla) til heimilis í Hólma í Seyðisfirði, hún dó ung, móðir Jóhanns Grétars Einarssonar póstmeistara þar (sem er eini niði af seinna hjónabandi lang- ömniu) og Guðbjörg (Lilla) giftist að Kvíabekk í Ölafs- firði. Hún eignaðist ung barn (Sigurð Ragnar) sem dó á Hrauni og hún sjálf skömmu seinna. Hörmungasaga þessarar fjölskyldu og þá sérstaklega langömmu minnar Elísabetar er með fádæmum. Sjálf varð hún 94 ára gömul og lifði öll börn sín nema ömmu. Þær mæðgur voru sem skiljanlegt er tengdar mjög nánum böndum. Og svo kom „blessað stríðið“ og öll fyrri iðja þessar- ar þjóðar gekk úr skorðum. Fyrir útgerðina á Eyrunum hafði stríðið enga blessun í för með sér. Sjósókn varð óvinn- andi undir eftirliti og tíma- kvöðum við kafbátagirðinguna í firðinum og tundurdufl. Markaðir lokuðust á siglinga- leiðum og herinn hirti vinnu- aflið og reið þetta byggðinni á Eyrunum að fullu og lagðist hún niður í kjölfarið. Árið 1942 fluttist fjölskyldan á Hrauni inn í bæ og settist árinu seinna að á Austurvegi 11, þar sem þau bjuggu afi og amma þar til hann lést árið 1967. í annað sinn var amma kom- in á Seyðisfjörð eftir að af- komu grundvöllurinn hafði brostið. (Það er dálítið kald- hæðnislegt að lóðarleigusamn- ingurinn að húsinu þeirra er undirritaður af föður hennar.) Þegar þetta var voru þau hjónin kornin yfir miðjan aldur og dætur þeirra ýmist upp- komnar eða stálpaðar. Svo er að sjá að þeim hafi farnast vel í alla staði og þó sárt hafi verið að yfirgefa fyrra líf og bólfestu, hefur heimilishald allt orðið mun léttara og áhyggjuminna. Þau virðast hafa tekið virkan þátt í bæjarlífinu. bæði í starfi og félagslífi og dæturnar einn- ig. Ekki sakar að gcta þess, að á 75 ára afmæli kvenfélagsins Kvik var amma gerð að heið- ursfélaga þess, þá brottflutt. Dætur þeirra tluttu allar „suður" þegar þær tlugu úr hreiðrinu og eins fluttu bræður Hermanns suður, þannig tók þéttbýlismyndunin viö Faxa- flóa sinn toll af þessari fjöl- skyldu á heimaslóðum hennar, þangað til afi og amma voru orðin nánast ein eftir. Urn það leyti sem ég fer að muna til mín er yngsta dóttirin að flytjast að heiman en í stað hennar „dagar" bróðir minn uppi á Austurveginum. Eftir því sem ég fæ skilið og skynjað licfur það verið þessu fólki mikil blessun og ekki síst lang- ömrnu okkar síðustu ár hennar. Sennilega hefur þessi ráð- stöfun valdið mestu um það að upp frá því var ég nteir og minna á Seyðisfirði á sumrin. Frá þessurn dvölum mínum fyrir austan á ég margs að minnast af heimili þeirra at'a og ömmu. Þau voru þá roskin orðin og öldurót lífsins hjaðnað. Heimilið bar þess merki að standa á gömlum merg og yfir því hvíldi virðuleg ró. Aldrei hraut þar styggðaryrði af vörum og samband þeirra afa og ömrnu var einstaklega fallegt og friðsælt, þótt bæði hefðu skap nóg. Þetta var al- þýðlegt og fallegt menningar- heimili, með virðulegum hús- gögnum, miklum bókahrizl- um, myndum á veggjum og blómum í gluggum. Állt bar merki snyrtimennsku, reglu- festu og alúðar innan dyra sem utan. Garðurinn hennarömmu var rómaður í bænum og afi var stöðugt að dytta að, aldrei féll honum verk úr hendi. Þessi friðsæla og áhyggju- lausa tilvera á Austurveginum hefur einkennilega seiðandi áhrif í endurminningunni. Eftir að afi féll frá fluttist amma alfarin til Reykjavíkur ásamt bróður mínum og bjuggu þau í Þingholtsstræti í tæpt ár en þá var innréttuð „vistarvera“ undir „súð" í húsakynnum foreldra minna í Freyjugötu 28, þar til hún fluttist að Álflieimum 40 fyrir þrem árum. Ég naut þess að vera að kynnast ömmu rninni langt fram á fullorðinsár. í gegnum hennar tilveru héldust á ein- hvern einkennilegan hátt við hin horfnu tengsl við gömlu átthagana. Ýmist var það að fólk að austan hélt sambandi við hana og eins átti hún ævi sína þar og því urðu slóðir þar. minningar, ættir og vinir hug- leikin umræðuefni. Fyrir mér varð amrna, auk þess að vera indæll félagi minn og vinur barna minna einskon- ar tengiliður við hinar t'ornu slóðir rætur okkar og fyrri tilvist þessarar þjóðar. Hún bar í sér lífsreynslu þjóðarinnar í hnotskurn, sjálf upprunnin á nítjándualdar sveitaheimili undir dönskum kóngi, aldamótabarn, af- sprengi ungmennafélagshreyf- ingarinnar, hins unga Islands. Hafði reynt hvort tveggja að vera alin upp á stórbýli og koti í einangraðri sveit. Þekkti neyð Itinna forsjárlausu og ná- lægð dauðans í lífi fyrri kyn- slóða. Lifði tvær heimstyrjald- ir, fædd fyrir daga bíla og flugvéla, rafmagns, síma og skólaskyldu á lslandi. Hafði verið með hefðarfólki í Reykjavík Ofvitans, stundað útgerð í góðærum, og kreppu, vakað yfir túnum og hrakist á heiðum svo eitthvað sé nefnt og loks lifað fram á þessa einkcnnilegu tíma, þegar hún þurfti ekki einu sinni að standa upp úr stólnum sínum til þess að kveikja á sjónvarpinu. Lengi var hún að sætta sig við það undur mikið. Síðustu árin heklaði hún ein- hver kynstur af teppum og dúkum setn orð fóru að og las einhvern firn. Hún var virðu- legt og fallcgt gamalmenni og bar glæsilega íslenska búning- inn. Þeini fækkar nú óðum. Þegar ég kveð þig nú amma mín fyrr en mig varði, því margt áttum við cftir að bralla, þá ertu vel að hvíldinni komin og niikiö vildi ég að þér verði að þrú þinni „að hitta fyrir vini í varpa, þar sern von cr á gcsti" og þá sé afi farinn að taka í nefið aftur. Hjalti Þórisson t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Aðalheiður Guðmundsdóttir Sólheimum 14, Reykjavík veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. sept. kl. 15.00. ElínÓlafsdóttir ÓlafurÁrnason IngþórÓlafsson Carmen Ólafsson og barnabörn * Hjartanlega þakka ég öllum fjær og nær, sem glöddu mig á 90 ára afmælinu 24. ágúst s.l. með gjöfum og heimsóknum. Blessun guðs sé með ykkur öllum. Kristín P. Sveinsdóttir frá Gufudal. Innilegar þakkir öllum þeim vinum og vanda- mönnum sem gerðu mér mikla ánægju á marga lund, glöddu mig, vöktu hugljúfar minningar og sýndu mér óverðskuldaðan sóma á áttræðisafmæli mínu 22. ágúst sl. Ég bið ykkur allrar blessunar nú og ævinlega. Stefán Guðnason.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.