NT - 04.09.1984, Blaðsíða 9

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 9
w I ft r HSífí*Í4Í>$Cr32 'ít y m r iu L ■ Athafnasvæði breska slökkviliðsskólans er óneitanlega rýmra en athafnasvæði slökkviliðs Reykjavíkur. ■ íslenskir slökkviliðsmenn að störfum. aflóga hús brennur. Kennslan er þó hvað best í Reykjavík, þar taka menn níutíu kennslu- stundir áður en þeir eru settir til starfs sem afleysingamenn. Hinsvegar er þjálfunin hér sorglega lítil miðað við t.d. Bretland og Danmörku þar sem öll aðstaða er mjög full- komin. Erlendis hafa slökkvi- liðin sérstök reykköfunarhús, stórt athafnasvæði og meira að segja sérsmíðað skip sem þeir geta æft sig í. Hér er hinsvegar ekki neitt til neins. Sem dæmi má benda á, að okkur skortir átakanlega þekkingu á eitur- efnum og búnað til að bregðast við eiturefnaleka. Annað sem mætti nefna er húsnæðis- skortur. Mér hefur stundum verið hugsað til þeirrar hús- næðisaðstöðu s.em slysavarnar- félögin hafa. Það mætti vel spyrja hversvegna ekki er byggt fyrir slökkviliðin eitt- hvað í líkingu við það. Ef húsnæðið væri þokkalegt, þá væri unnt að byggja liðin mun betur upp - en fyrst þarf að koma til gagnger hugarfars- breyting hjá sveitarstjórnar- mönnum." Er engra úrbóta að vænta? „Því miður, þá virðumst við ekki ætla að feta í fótspor Breta. Þeir drifu sig upp úr sínum vanbúnaði eftir stríð, en við stöndum í sömu sporum enn. Ráðherra hefur að vísu gefið vilyrði fyrir stofnun slökkviliðsskóla og farið þess á leit að gerð yrði úttekt á menntunarmálum íslenskra slökkviliðsmanna í þeim til- gangi. Úttektin var fram- kvæmd af Landssambandi slökkviliðsmanna og Bruna- málastjórn, en ekkert hefur gerst, þrátt fyrir ítrekaða eftir- grennslan. Hinsvegar væri hægt að laga margt með litlum tilkostnaði. Stærri slökkviliðin vantar t.d. ekki ýkja mikið, aðalvandamálið er lands- byggðin. Landssambandiðhef- ur hingað til háð hógværa bar- áttu til að koma málum þessum í betra horf, en nú er þolin- mæðin á þrotum. Fari ekki eitthvað að gerast fljótlega, er viðbúið að Landssambandið endurskoði baráttuaðferðir sínar.“ Þriðjudagur 4. september 1984 9 Bílaiþróttir ■ Þetta er í fyrsta sinn sem sýndur er akstur á bílum á íslandi. Unimoginn hans Sigurðar Gunnarssonar átti hlægilega auðvelt með að labba yfir þessa bíla sem þar með luku sínu hlutverki með stæl. Velheppnuð Torfærukeppni Stakks - við Grindavík ■ Á sunnudaginn fór fram í blíðskaparveðri hin árlega torfærukeppni björgunarsveitarinnar Stakks á svæði við Grindavík sem sérstaklega er til þess ætlað. Mikill fjöldi áhorfenda var mættur til að fylgjast með þeim 5 jeppum og tveim VW grindarbílum sem fengu að hefja keppni. Einn jeppanna sem mætti til leiks var ekki með neinn veltiboga eða grind en dekk annars stóðu of langt út fyrir brettin (!). Að venju var það Bergþór Guðjónsson sem sigraði á Willys ’46 með Volvo B20 vél og forþjöppu. Bergþór er gamalreyndur torfærukepp- andi og varð einhverjum að orði að hann hlyti að nota Jötungrip á dekkin, svo auð- velt átti hann með að tolla við jörðina og komast upp lausar Grindavíkurgrjótsbrekkurn- ar og erfið börðin. Annar Willys kom á hæla honum; það var ’74 módel Þorsteins Marelssonar með 360 V8 vél, en Hermann Ragnarsson sem náði þriðja sæti kom verulega á óvart, því hann ók óbreyttum Toyota HiLux. Þótt Toyotan væri aðeins með þriðjung til ■ Kaiser dráttarbíll á 44 tommu Mudderdekkjum vakti óskipta athygli í hléinu þegar hann spólaði á öllum fjórum með glerbrotin fljúgandi úr gömlu bílunum fjórum sem stillt var upp til að aka yíir. Myndir: Gunnar Otkarvvon helming vélarorku Wiliys- anna og Broncosins stóð hann og ökumaðurinn sig betur en flestir áttu von á og var öruggur með þriðja sætið. Einn keppnisbíll skar sig nokkuð úr, en það var Merc- edes Benz Unimog Sigurðar Gunnarssonar, þriggja tonna vörubíll með ógurleg blöðru- dekk undir örstuttum bílnum. Þótt hægt sé að læsa báðum mismunadrifum með því að taka í handfang inn í bílnum, sem fær öll fjögur drifhjól til að snúast í takt nægði það enganveginn til þess að koma takmarkaðri orku díselvélarinnar niður í laust grjótið og var hann fljótur að spóla sig niður, nema í drullugryfjunni sem var sú erfiðasta sem Stakks- félagar höfðu útbúið hingað til. Þeir ljóstruðu leyniupp- skriftinni upp, en hún er svona: ■ Drullugryfjuna komust sumir á enda en enginn yfir hauginn sem var síðasta hindrunin. Hér sjáum við Þorstein Júlíusson hamast við að hræra í drullu- og dekkja grautnum, klæddur pollagalla við stýrið á Willysnum sínum. PJast lagt í botn 20 metra gryfju. Þrem steypubílstunn- um af vatni blandað saman við nokkur hlöss af mold, sleipustu gerð, kryddað vel með bíldekkjum. Fyrir utan keppendur var öllum boðið að reyna að komast gryfjuna og þáðu það boð allnokkrir en sá sem vakti mesta lukku áhorfenda var Hrafn Ásgeirsson sem tók gott tilhlaup á VW bugg- ýinum sínum og göslaðist langleiðina á enda drullu- pyttsins. Fyrir það fékk hann 3000 króna aukaverðlaun þegar búið var að hífa bíl og mann úr kafi. Jónas Þorgeirsson fékk einnig 1.500 króna aukaverð- laun fyrir vel útfærða veltu og frammistöðu í drullunni með aðeins afturdrifið, þar sem hjöruliður í framskaptinu hafði brotnað í veltunni. Milli 1.700 og 2.000 áhorf- endur voru í brekkunum að þessu sinni og var almenn ánægja með keppnina í heild. AA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.