NT - 04.09.1984, Blaðsíða 10

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 4. september 1984 10 Sókn kaupmanna gegn afurðasölulögunum: ■ Laugardagspistill sá, sem fjallað er um í greininni. ■ Ástæða er til að ræða alvar- lega um afurðamál landbúnað- arins. Nú er haldið uppi harðri sókn að því sölukerfi sem mót- ast hefur síðasta aldarhelming og segja má að hafi byrjað með afurðasölulögum vinstri stjórnarinnar sem kom til valda 1934. Um þá löggjöf og það skipu- lag sem henni fylgdi urðu óvenjulega snarpar deilur á sinni tíð. Sérstakur þáttur þeirra baráttu snertir svokallað húsmæðrafélag í Reykjavík sem m.a. er frægt í sögunni fyrir þá hvatningu að gefa börnum ýsusoð heldur en sam- sölumjólkina. I nafni frelsisins Nú er sótt að þessari löggjöf í nafni frelsisins. í þeirri her- ferð ber vissulega hátt laugar- dagspistil sem Ellert Schram ritstjóri birtir í Dagblaðinu 25. ágúst. Sú grein einkennist þó öðru fremur á lýðskrumi sem óspart er notað til æsinga í þessari baráttu. Eitt af því sem vekur gleði- hrifningu ritstjórans er hversu afurðasölulög eru sniðgengin við kartöflusölu þessa dagana. Það er að verulegu leyti kveikj- an að kæti hans þó að bjórstof- ur og skattsvik eigi líka þátt í að lífga hans lundarfar. Lýðskrum og skattsvik Ritstjórinn er yfir sig hrifinn af því að „fólkið“ eins og hann orðar það taki völdin í sínar hendur utan við lög og rétt. M.a. segir hann. „Nú skal engum álasað fyrir þá sjálfs- bjargarviðleitni að skjóta tekj- um undan skattframtali. - Fólkið hefur sjálft tekiðskatta- forræðið í sínar hendur. - Með framferði sínu og virðingar- leysi gagnvart tekjuskattslög- unum hefur þjóðin í rauninni kveðið upp þann dóm að skattalögin séu til þess eins að brjóta þau. í þessu sambandi þýðir lítið að hneykslast á skattsvikum og fordæma sið- leysið. Lög sem ekki eru virt eru pappírsgagn eitt og stand- ast ekki.“ Þetta kallar ritstjórinn að „almenningur, hinar óskráðu reglur og lögmál samfélagsins taki völdin, bjóði tregðunni birginn og eru á undan löggjöf og stjórnvöldum að hrista af sér ok úreltra hafta, einokun, boð og bönn.“ Gleði ritstjórans yfir þessu öllu saman á sér lítil takmörk. Skýring hans á þessu öllu er sú „að fólk er meðvitaðra um líf sitt og þau tækifæri sem bjóðast. Það vill sjálft fá að móta líf sitt, sína afkomu, ákvörðun, hegðun og lífsmunst- ur. Það lætur ekki úrelt lög eða heimskulega stjórnsýslu afsala sér þeim rétti að fara eigin leiðir.“ Því segir ritstjórinn í hrifn- ingu sinni: „Fólkið tekur völdin. Og það er til góðs. Við skulum ekki óttast hugvit þess, frumkvæði, sjálfstæði og sjálfs- bjargarviðleitni." Og niðurlagsorð hins hrifna manns eru þessi: „íslenska þjóðfélagið á allt sitt undir því að einstaklingarnir njóti sín, finni sinn eigin farveg. Og hverjum er betur treystandi til þess en þeim sjálfum?" Taumhald Auðvitað kemur hvergi fram hjá ritstjóranum hvernig hann ■ Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli vill afla fjár fyrir ríkissjóðinn. Það sést ekki að hann leiði liugann að því. Víst er hugvitið og sjálfsbjargarviðleitnin nauðsyn en þau þurfa taum- hald. Eigum við að dást að því þegar þau birtast í því að stela bensíni af bílum og hjólum undan þeim? Fólkið tekur völdin í sínar hendur og fer sínar eigin leiðir. Lýðskrum og siðblinda Það er ekki öll sagan sögð þó að bent sé á að þessi pistill er ábyrgðarlaust lýðskrum sem á fáa sína líka í seinni tíð. Pistillinn er gerður af siðblindu sem afneitar grundvelli siðaðra þjóðfélaga. Sá grundvöllur er að fara að lögum en taka málin ekki í sínar hendur. Siðaðra manna hættir Sú var tíðin að segja mátti um einvaldsherrann að hann „dæmdi einn í sínum sökum, setti kosti um líf og grið.“ Frá því var horfið, stofnað til lög- gjafarþinga og komið upp dómstólum sem áttu að vera óháðir. Jafnframt því var ein- staklingunum bannað að dæma sjálfir í sínum málum og sækja rétt sinn milliliðalaust. Lög- lærður ritstjóri hlýtur að hafa heyrt að við eigum að láta fógetann færa okkur það sem ranglega kann að hafa verið frá okkur tekið. Þetta er einmitt það sem skilur siðað þjóðfélag frá þeim hnefarétti sem stundum er Eftir Halldór Kristjánsson kenndurviðfrumskóginn. Rit- stjórinn bauð sig fram til þings, - sóttist eftir sæti á löggjafar- samkomu þjóðar sinnar og fékk það. Því sæti hafnaði hann og rekur nú niðurrifs- áróður gegn lögum og rétti. Svo er nú skipt um hlutverk. Það sem er nýtt hjá Ellert Víst er það að mönnum hefur löngum gengið illa að beygja sig fyrir lögum og rétti. Alltaf hafa verið til menn sem brutu öll þau lög sem þeir þorðu ef þeir þóttust sjá sér hag í því. En það er nýstárlegt að ritstjóri sem kosinn hefur verið á þing lúti svo lágt í lýðskruminu að hann hæli þeim einkennum svo purkun- arlaust sem Ellert Schram gerir hér. Lýðskrum hans virðist mér einkennast af siðblindu. Sljóleika fyrir þeim þegn- dyggðum sem hvarvetna eru hornsteinar undir siðuðu sam- félagi manna. Meira seinna Ég hef kosið að ræða þennan laugardagspistil sérstaklega vegna þess að hann varpar nokkru ljósi á sérstakan þátt í baráttunni gegn skipulagi af- urðasölunnar. Þessum inn- gangi mun svo fylgt eftir með fleiri smágreinum þar sem fjallað verður um afurðasölu- málin og ýmislegt sem fram hefur komið í sambandi við þau. Næst verður talað um „frjálsu" kartöflurnar. Óþverragrein þingmanns - eftir Jón Kristjánsson, Egilsstöðum ■ Því heyrist oft fleygt í ræðu og riti að virðing Alþingis sé ekki eins mikil og áður, og stundum eru þingmenn að kvarta undan því að þeir séu illa leiknir af fjölmiðlum. Það má til sanns vegar færa, en það er staðreynd að í hópi þingmanna má finna einstak- linga sem gera vægast sagt ekki mikið að því að efla virðingu Alþingis. Guðmundur Einarsson þingmaður bandalags jafnað- armanna skrifar grein í blaðið NT, þann 20. ágúst síðastliðinn sem er dæmigerð um grein sem er fyrir neðan virðingu alþing- ismanns að láta fara frá sér. Greinin er rógur og bein ósannindi um ein stærstu fjöldasamtök í landinu Sam- vinnuhreyfinguna og þær ávirðingar sem hann ber á þessi samtök eru ekki litlar í sniðum. Samvinnuhreyfingunni er kennt um atvinnuleysi í ein- stökum byggðarlögum. Hún er sögð hafa heila stétt manna í ánauð sem er bændastéttin. Hún er sögð drepa framtak rnanna í heilum byggðar- lögunt, eiga hluti í skuggastarf- semi og braski og hafa kverka- tök á landsbyggðarfólki yfir- leitt. Auðvitað er ekki reynt að finna einni einustu staðhæfingu stað með rökum, enda virðist höfundi standa nákvæmlega á sama um slíkt. í greininni eru grófar dylgjur um nafngreinda menn sem gegna trúnaðar- stöðum hjá sveitarfélögum og ríki og samvinnuhreyfingunni samtímis, að þessir menn séu á mála hjá auðhringnum SÍS og gæti hagsmuna hans. Við samvinnustarfsmenn sem höfum unnið hjá kaupfél- ögunum og Sambandinu svo árum skiptir erum orðnir ýmsu vanir í skrifum um samvinnu- hreyfinguna á síðustu árum. Þar hafa margar óþverragrein- ar séð dagsins Ijós sem hafa allt annað frekar að leiðarljósi heldur en fræða og segja sann- leikann um það efni sem þær fjalla um. Efni þessara greina er yfirleitt ekki á því plani að sé hægt að rökræða þær, en þær stefna aliar að því marki að segja ósannindin nógu oft til þess að fólkið trúi þeim að Reykjavíkur- |.ii! auðhringur? P—_, ........ upp Ettir CuAt A Brjótum uppauðhringinn Eltir Cuimund EKuruon alþmartmann á samvinnuhreyf inguna henni besta lífsnæringin lokum. Ég veit ekki hvað sú aðferð er gömul, en hún var notuð með góðum árangri af Göbbels sáluga, með skelfi- legum endalokum eins og allir vita. Samvinnustarfsmenn og aðrir samvinnumenn hafa ver- ið seinþreyttir til að svara slíku sem hér um ræðir. Hins vegar þegar á í hlut þingmaður sem kennir sig við jafnaðar- mennsku er ekki hægt að þegja og láta sem ekkert sé. Það er ekkert nýtt að einka- framtaksmenn sjái ofsjónum yfir framgangi samvinnufélag- anna og neyti allra bragða til þess að sverta þau í augum almennings og brengla hug- myndir fólks um það hvernig ■ Mikil umræða hefur átt sér stað í NT um málefni sam- vinnuhreyfíngarinnar eftir að Guðmundur Einarsson, al- þingismaður, skrifaði hina um- deildu grein sína fyrir hálfum mánuði. Hér er eitt sýnishorn- ■ Jón Kristjánsson, Egils- stöðum þau starfa og hvernig þau eru byggð. Þetta er gert til þess að það sé auðveldara fyrir fjár- magnseigendur að ná tökum á atvinnulífinu og halda tökum á því til þess að græða pening fyrir fjölskyldufyrirtæki og samsteypur í eigu fárra aðila. Hitt er nýtt, að menn sem þykjast vera jafnaðarmenn taki undir þennan söng. Það er ef til vill í lagi að tala eins og álfur út úr hól, þegar umræðu- efnið er tiltölulega meinlaust. En að tala eins og álfur út úr hól, og ausa einstaklinga og samtök þeirra rógi og svívirð- ingum, það er öllu alvarlegra fyrirbrigði. Egilsstöðum 25. ágúst Jón Kristjánsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.