NT - 04.09.1984, Blaðsíða 16

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 16
 Þriðjudagur 4. september 1984 16 Opnast leið fyrir íslenska uppfinningamenn á heimsmar kaðinn? íhuga þriggja milljóna að ild að úrvinnslustofnun - Iðnlánasjóður, Samvinnusjóður og Landsbankinn hugsanlegir hluthafar ■ „Það er verið að athuga möguleikana á þessu, og við höfum lýst yfír ákveðnum vilja, en það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun í stjórn sjóðsins", sagði Gísli Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs, í samtali við NT en sjóðurinn er einn nokkurra íslenskra aðila sem íhuga nú að gerast eignaraðilar í fyrirtækinu Norde Invent, sem safnar ný- Japanir hafa uppgötvað efni sem kemur í stað kísilmálms í hálf leiðurum: „Er innan við 1 % af kísilmálmmarkaðinum“ -segir Magnús Magnússon, hjá Kísilmálmvinnslunni ■ „Þessi uppgötvun breytir lítið framtíðarspám okkar um kísilmálmmarkaðinn, þar sem hér er um mjög takmarkað notkunarsvið og magn að ræða“, sagði Magnús Magnús- son, sem sér um tæknileg mál- efni Kísilmálmvinnslunnar, þegar NT spurði hann hvaða áhrif uppgötvun japanska fyrir- tækisins NEC á efnunum gal- lium arseníð og ál arseníð, sem koma í staðinn fyrir kísilmálm í hálfleiðurum, gæti haft á fram- leiðendur kísilmálms. Magnús sagði að kísilmálm- markaðurinn velti nú um 420 þúsund tonnum á þessu ári, en þar af væru 97% notuð til að blanda við ál eða til að framleiða sílikonefni, svo sem gúmmí , olíu og plast . „Afgangurinn, þessi þrjú prósent, fer víða, svo sem í blöndun stáls, framleiðslu sólarrafhlaða, og hálfleiðara. Framleiðendur hálfleiðara nota um 4000 tonn af kísilmálmi árlega, eða innan við 1% af heildarmarkaðinum", sagði Magnús. „Ef framleiðsla á þessu efni í stórum stíl heppnast, þá leiðir það væntanlega til þess að hlutur kísilmálms í hálfleiður- um minnkar, a.m.k. þeim hálf- leiðurum þar sem boðhraði skiptir mestu máli“, sagði Magnús Magnússon að lokum. jum uppfínningum, vinnur úr þeim og býr þær undir fram- leiðslu og sölu á heimsmarkaði. Fyrirtæki þetta hefur verið í eigu skandínavískra aðila, fyrir- tækja, banka og sjóða, og starf- að um nokkurra ára skeið, en nú stendur til að tífalda hlutaféð í félaginu. Um leið vildu for- ráðamenn fyrirtækisins víkka grundvöll félagsins og leituðu til viðskiptaráðuneytisins með að fá íslenska aðila til þátttöku í því. Rætt hefur verið um að hlutur íslendinga verði allt að 2,9 milljóna íslenskra króna, eða sem svarar 6,25% alls hlutafjár eftir hlutafjáraukninguna. „Það hefur vantað einhverja leið, sem gæti tekið við uppfinn- ingastarfsemi hér“, sagði Þor- steinn Ólafsson, formaður stjórnar Samvinnusjóðs íslands, en sjóðurinn hefur málið til athugunar. „Þetta yrði af okkar hálfu hugsað sem leið til þess að koma íslenskum uppfinningum á framfæri með skipulögðum hætti, og í samvinnu við aðila sem hefðu þekkingu á þessu sviði“. Þorsteinn sagði að Sam- vinnusjóður myndi taka afstöðu til eignaraðildar á stjórnarfundi síðar í mánuðinum. Einnig mun Landsbanki ís- lands vera að athuga með að kaupa hlut í Norde Invent. ■ Gætu íslendingar sjálfír átt þátt í | með fulltrúa þýska fyrirtækisins sem Cabina rúmsamstæðan er komin Samvinnubankinn breytir vöxtum: „Samræmið að auk- ast í vöxtunum" Verð kr. 12.600.- Fæst í teak og beyki. Dýnustærðir 200x90 teak 191 x92 í beyki Húsgögn og . . . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 6-86-900 I „Það var talað um að samræmi mundi smám saman skapast á milli vaxtaákvarðana bank- anna, og mér sýnist það nú vera að gerast. Bankarnir mæta hver öðrum í samkeppninni“ sagði Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnu- bankans, í samtali við NT, en Samvinnubankinn hefur tilkynnt um breytingar á fyrri vaxta- ákvörðun og tóku þær gildi 1. september. Samvinnubankinn hækkaði m.a. vexti sína á sex mánaða bundnum innlánsreikningum í 24.5%. Enn er þó nokkur munur á vöxtum bankanna, og má nefna að vextir á tólf mánaða bundnum reikningum eru frá 21% og upp í 24%. Geir Magnússon sagði að bankarnir væru bundnir af tvennu við vaxtaákvarðanir sínar. Annars vegar væri þakið sem Seðlabankinn setti á eldri útlán. Hins vegar væri reikningsgeta Reiknistofu bankanna. Bankarnir hefðu allir reynt að setja á stofn nýja reikninga, sem féllu betur að þörfum sparenda, en Reiknistofan hefði ekki getað komið þeim fyrir í starfi sínu. Reiknistofan væri því orðin mikill flöskuháis í reikningaþróuninni. Leiðtogar kveðja tollahöftin ■ Þessi mynd af fulltrúum ís- lands á þriðju leiðtogaráðstefnu EFTA í vor er úr nýjasta frétta- bréfi EFTA. Ráðstefnan var haldin í Visby í Svíþjóð og í tilefni þess að síðustu samnings- bundnu tolla- og magnhöftin á verslun innan því sem næst allrar Vestur-Evrópu höfðu gengið úr gildi, en aðalumræðu- efnið var aukin samskipti við Efnahagsbandalagið. Verslunarjöfnuður íslands við hin EFTA löndin sex var óhagstæður um 2,4 milljarð króna á árinu 1983. Um 23% af innflutningi okkar kom frá þess- um löndum, en um 15% af útflutningnum fór til þeirra; höfðu bæði innflutningurinn og útflutningurinn dregist saman frá árinu áður. Mest fluttum við út til Portugal; fyrir um 1,4 milljarð króna, en innflutningur varð mestur frá Svíþjóð og Nor- egi, um 1,8 milljarður frá hvoru landi. Á myndinni eru talið frá vinstri Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, Benedikt Gröndal, sendiherra, Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráð- herra og Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri. Úrval af skólatöskum, pennaveskjum og öðrum skólavörum Háaleitisbraut 58-60 Sími 35230 Bókabúð Safamýrar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.