NT - 04.09.1984, Blaðsíða 24

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 4. september 1984 24 Sjónvarp kl. 20.35: ■ Basil Davidson sagnfræðingur Afríka Nýr breskur framhalds- myndaf lokkur í 8 þáttum ■ í kvöld hefst nýr breskur heimildamyndaflokkur um Afríku. Þetta eru átta þættir um sögu Afríku að fornu og nýju. Fjallað er um fornríki álfunnar og menningu þeirra, fornleifar, atvinnuvegi og auðlindir, þrælaverslun, land- könnun og trúboð, nýlendu- tímann, sjálfstæðisbaráttu og loks viðhorfin í nýfrjálsum Afríkuríkjum. Fyrsti þátturinn nefnist Ólík en jafngild. í fjórar aldir olli þrælaverslunin miklum óróa í Afríku. Viðhorf okkar til Afríku og sögu hennar hafa því miður mótast af þessu, og einnig kynþáttastefnu nútím- ans. Basil Davidson, sagn- fræðingur, sem sér um þættina, byrjar þáttaröðina á því að leita aftur til frumsögu álfunn- ar, til að gefa réttan tón fyrir þáttaröðina. Hann sýnir fram á að Afríka var langt frá því að vera sú menntunarsnauða, listalausa og verktæknilausa álfa sem ýmsir hugsuðir í Evrópu á upplýsingatímanum héldu fram að hún væri. Sum af merkustu siðmenningar- skeiðum heimsins hafa átt ræt- ur sínar í svörtustu Afríku, þ.á m. Forn-Egyptaland. Forn-Grikkir viðurkenndu af- rek þeirra, og kölluðu þá Ólíka en jafna. Sjónvarp kl. 21.35 í kvöld: Njósnarinn Reilly Nýr framhaldsmyndaflokkur í 12 þáttum ■ Nýr breskur framhalds- myndaflokkur hefst í kvöld. I þetta sinn er það óvenjulega glæsileg þáttaröð, að því er virðist. Þættirnir heita Njósn- arinn Reilly, cða Reilly, Ace Of Spies á frummálinu. Þetta eru tólf þættir og með aðalhlut- verkið, hlutverk njósnarans Sidney Reillys, fer Sam Neill. Aðrir leikarar cru m.a. Jean- anne Crowley, Leo McKenn, Tom Bell, Kenneth Cranham og Norman Rochway. Leik- stjórar eru Jim Goddard og Martin Campbell. Sidney Reilly var mesti njósnari Breta fyrr og síðar. Ian Flemming fékk hugmynd- ina .að James Bond frá ævi hans. Hann njósnaði um allar jarðir, lifði hátt og átti ótal ástkonur. Hann giftist þrisvar svo vitað sé, en eftir dauða hans komu fram 11 konur sem sögðust hafa verið giftar honum. Reilly var fæddur í Odessa í suðurhluta Rússlands árið 1874, í fjölskyldu yfirmanns í hernum sem hafði tengsl við hÍTð Rússakeisara. Hann upp- götvaði, ungur maður, aðhann var í raun og veru afsprengi ástarævintýris móður hans og læknis af Gyðingaættum sem hét Rosenblum. Eftir að hafa reynt sjálfsmorð í örvæntingu fór Sigmund Georgjevich Ros- enblum, en það var hans réfta nafn, burt á. skipi til Suður- Ameríku. Nokkrum árum síð- ar var hann í Brasilíu og vakti þar athygli bresku leyniþjón- ustunnar fyrir víðtæka mála- kunnáttu. Þeir töldu hann á að fara til Bretlands og þar var hann ráðinn íleyniþjónustuna. Um þetta leyti giftist hann fyrstu konu sinni, sem var fögur, rík og ung ekkja sem hét Margaret Thomas. Hún var fædd Margaret Reilly, og Sigmund Rosenblum tók sér það nafn og nefndi sig Sidney Reilly. Hann var talinn írskur að uppruna og aðeins fáir þekktu raunverulegan upp- runa hans. Eftir giftinguna hófst njósnaferill Reillys fyrir al- vöru. Hann fór tvisvarsinnum til Hollands í Búastríðinu til að njósna um vopnasendingar Hollendinga til Suður-Afríku. Hann fór einnig til Mansjúríu til að njósna um flotastöð Rússa sem var verið að byggja í Port Arthur. Reilly átti mikinn þátt í því að tryggja Bretum olíulindirn- ar í Persíu. Þegar fréttir fóru að berast um olíufundi í Persíu (nú í íran) var Fischer aðmíráll fljótur að gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir breska flotann. Sidney Reilly, dulbú- inn sem lyfjasölumaður, var sendur til að athuga málið. Jú, það varolía í Persíu, en Ástral- íumaður að nafni William d’Arcy hafði fengið einkaleyfi hjá keisaranum til að vinna auðlindirnar. d’Arcy var um það bil að semja við Frakka um að fjármagna olíuvinnsl- una. Reilly fór í annað dular- gerfi, gerfi fransks prests, og flýtti sér til Cannes í Frakk- landi þar sem d'Arcy var að semja við Frakkana. Hann ruddist inn undir því yfirskyni að hann væri að safna í hjálpar- sjóði og tókst að ná d’Árcy á eintal. Reilly sannfærði d’Arcy um að hann gæti náð betri samningi við Breta. í maí 1905 var undirritaður samningur milli d’Arcys og Breta, og síðan hefur breska stjórnin átt stóran hluta í BP. Síðar fór Reilly til Þýska- lands og njósnaði þar um vopnabúnað Þjóðverja í Krupp-verksmiðjunum. Hann náði einnig upplýsingum um þýska flotann algjörlega á eigin spýtur. Sagan af því er dæmi um hæfileika Reillys. Reilly fór ekki til Þýskalands til að afla þessara upplýsinga, heldur til Rússlands. Rússar þurftu að endurbyggja flota sinn, sem Japanir höfðu eyði- lagt í stríðinu 1905. Þeir gátu ekki smíðað flotann sjálfir, svo að hann var boðinn út erlendis árið 1911. Reilly fékk Blohm og Voss, risastóra þýska skipasmíðastöð í Ham- borg til að taka sig í félag, og hófst síðan handa við að koma sér í mjúkinn hjá rússneska flotamálaráðherranum. Fyrst fór hann að halda við konu hans, til að hafa reglulegan aðgang að húsi hans. Síðan var það tiltölulega auðvelt verk að fá ráðherrann til að láta Blohm og Voss fá samninginn um flota- smíðina. Breski sendiherrann og breskar skipasmíðastöðvar - ■ Njósnarinn Reilly í dæmigerðri steliingu. voru frávita af reiði, og töldu gerðir Reillys föðurlandssvik. En þýsku skipasmíðaáætlan- irnar komust í hendur Reillys og þaðan til breska flotans. Með peningunum sem hann græddi á þessu borgaði hann rússneska flotamálaráðherran- um fyrir að skilja við konu sína, Nadine, sem Reilly síðan giftist. Hann hirti ekki einu sinni um að skilja við fyrri konu sína. Eins og sjá má af þessu ættu þættirnir að vera skemmtilegir. Fyrsti þátturinn heitir í tygjum við tigna konu. útvarp Þriðjudagur 4. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. f bítið. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð- Gerður Ólafsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Sigurður Helgason lýkur lestri þýðingar sinnar (16). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (RÚVAK). 11.15 Hljóðdósin Létt lög leikin af hljómplötum. Umsjón: Ólafur Þórð- arson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Islensk dægurlög 14.00 „Daglegt líf í Grænlandi" eftir Hans Lynge Gísli Kristjáns- son þýddi. Stina Gísladóttir les (3). 14.30 Miðdegistónleikar Vronsky og Babin leika fjórhent á pianó „Barna- gaman", svitu eftir George Bizet og Tilbrigði eftir Witold Lutoslawski um stef eftir Paganini. 14.45 Upptaktur - Guðmundur Bene- diktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslensk píanótónlist Gisli Magnússon leikur Fimm lítil píanólög op. 2 eftir Sigurð Þórðar- son / Kristinn Gestsson leikur Só- natínu fyrir pianó eftir Jón Þórar- insson / Magnús Blöndal Jóhanns- son leikur á píanó eigin tónlist við leikrit eflir Jón Dan og Jökul Jak- obsson / Anna Áslaug Ragnars- dóttir leikur Píanósónötu eftir Leif Þórarinsson / Halldór Haraldsson leikur „Der Wohltemperierte Pian- ist" eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Þrjú lög eftir Hafliða Hallgrimsson. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Sól- veig Pálsdóttir. 20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir" eftir Jean Graighead George Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð- ingu Ragnars Þorsteinssonar (9). 20.30 Horn unga fólksins i umsjá Þórunnar Hjartardóttur. 20.40 Kvöldvaka a. Spjall um þjóð- fræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son tekur saman og flytur. b. Ljóð og stökur eftir ýmsa höfunda Auöunn Bragi Sveinsson les. 21.10 Drangeyjarferð Annar þáttur Guðbrands Magnússonar. (RÚVAK). 21.45 Útvarpssagan: „Hjón í koti“ eftir Eric Cross Knútur R. Magn- ússon les þýðingu Steinars Sigur- jónssonar (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar Enska tón- skáldið Thomas Augustine Arne. Guðmundur Gilsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. september 10.00-12.00 Morgunþáttur. Músik og sitthvað fleira. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson 14.00-15.00 Vagg og velta. Létt lög af hljómplötum. Stjórnandi: Gísli Sveinn Loftsson. 15.00-16.00 Með sínu lagi Lög af íslenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Komið viö vítt og breitt í heimi þjóðlaga- tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eövarö Ingólfsson. Þriðjudagur 4. september 19.35 Bogi og Logi Pólskur teikni- myndaflokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Afríka. Nýr flokkur 1. Ólik en jafngild Breskur heimildamynda- flokkur i átta þáttum um sögu Afríku að fornu og nýju. Fjallaö er um fornríki álfunnar og menningu þeirra, fornleifar, atvinnuvegi og auölindir, þrælaverslun, land- könnun og trúboð, nýlendutímann, sjálfstæðisbaráttu ogdoksviðhorfin í nýfrjálsum Afríkuríkjum. Umsjón Basil Davidson, sagnfræðingur. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helga- son. 21.35 Njósnarinn Reilly. Nýr flokk- ur (Reilly - Ace of Spies) 1. I tygjum við tigna konu. Breskur framhaldsmyndaflokkur í tólf þáttum, gerður eftir samnefndri bók um ævi Reillys. Leikstjórn: Jim Goddard og Martin Campbell. Aðalhlutverk: Sam Neill ásamt Je- ananne Crowley, Leo McKenn, Tom Bell, Kenneth Cranham og Norman Rodway. Njósnarinn og kvennagullið Sidney Reilly er talinn hafa fæðst í Ódessa árið 1874 en réðst ungur til starfa í bresku leyniþjónustunni. Hann aflaði með- al annars upplýsinga um vigbúnað Þjóðverja og stundaði síðan njósn- ir að baki víglínunnar i fyrri heim- styrjöldinni 1914-1918. Langvinn- ust urðu þá afskipti Reillys af byltingunni í Rússlandi og refskák hans við sovésku leynilögregluna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.00 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.