NT - 04.09.1984, Blaðsíða 14

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 14
Borðsiðir Jónasar ■ Þóra Jóhannesdóttir hringdi og sagðist hafa setið að snæðingi á veitingahúsi einu hér í borginni, á sama tíma og Jónas Kristjánsson, ritstjóri, var þar staddur ásamt fjöl- skyldu sinni, greinilega í próf- unarerindum. Þóra kvartaði undan því að borðsiðir þeir sem viðhafðir voru hefðu verið fyrir neðan allar hellur og orð- ið þess valdandi að hún missti gersamlega matarlystina. Kvað Þóra alla hafa borðað af sömu diskunum, káfað hefði verið í matinn með fingrunum og að lokum hefðu afgangarnir verið settir í poka, að því er virtist í þeim tilgangi að taka þá með sér heim. Þóra sagði það alveg óviðun- andi að borðsiðir af þessu tagi væru látnir viðgangast á veit- ingahúsum og spurði hvort ekki væri að minnsta kosti hægt að sjá til þess að svona prófanir færu fram á öðrurn tíma en þeim sem veitingahús- in væru opin almenningi. Svarumhæl ■ NT hafði samband við yfirmann veitngahússins sem hér var um að ræða og spurði hann hvort honum fyndist e.t.v. rétt að láta prófanir fara fram utan venjulegs opnunar- tíma. Yfirmaðurinn sagði enga kvörtun hafa borist til sín þetta umrædda kvöld. Þegar verið væri að prófa veitingastað yrði heimsóknin náttúrlega að koma á óvart, sagði hann og bætti síðan við að Jónas þekkt- ist að vísu þegar hann kæmi. Hann sagði ennfremur að Jónas væri gestur eins og aðrir og þjónninn hefði ekki séð ástæðu til að gera neina at- hugasemd auk þess sem það væri í sjálfu sér ekki óalgengt að gestir á matsölustöðum vildu smakka fleiri rétti en einn og smökkuðu þá iðulega hver af annars diski. Skýringuna á því að afgang- ar hefðu verið settir í poka, taldi viðmælandi okkar þá að fjölskyldan ætti hund heima. Þegar á allt væri litið kvað hann sér þykja Þóra taka full sterkt til orða. ■ Jónas Kristjánsson, ritstjóri og smökkunarmeistari, að snæð- ingi í Amsterdam. A nú að fara að draga borðsiði hans í efa? Hefjum Matt- híasarsöfnun - fyrir sjúkt sveltandi fólk! ■ Ég er ekkja ófær til vinnu sökum sjúkleika. Ég fæ 3.400 krónur á mánuði í ekkjubætur og 998 kr í dagpeninga fyrir fjögurra vikna tímabil. Til þess að fá dagpeningana þarf ég þó ■ Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra. Óblíður við sjúkt fólk? læknisvottorð sem kostar 80 krónur. Meðul hafa hækkað að undanförnu og sömu sögu er að segja um mat, hitaveitu og rafmagn og flest annað líka. Nú er t.d. svo komið að fyrir dagpeningana get ég keypt rúmlega einn mjólkurlítra á dag. Það hlýtur að liggja í augum uppi að það lifir enginn af þessum rúmlega 4.000 krónum sem ég hef til umráða á mán- uði, og með þeim hækkunum á lyfja- og lækniskostnaði sem orðið hefur að undanförnu, sé ég ekki betur en Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra sé að ganga endanlega frá sjúku fólki. Sjúkt fólk getur heldur ekki gert verkfall, og það er náttúr- lega auðveldast fyrir ráðamenn að stinga niður stafnum sínum þar sem veikast er fyrir. Nú er það árviss viðburður að safnað sé peningum handa hungruðum heimi, en hvernig væri að breyta til að hefja veglega Matthíasarsöfnun fyrir sveltandi sjúkt fólk. Sjúk ekkja. I Hefurðu skoðun á málunum? Viltu vekja athygli á einhverju sem aflaga fer í I samfélaginu? Þarftu að koma kvörtun á Iframfæri? Eða viltu kannski hrósa ein- \ hverjum? Lesendasíðan er rétti staðurinn. Hún er vettvangur fyrir allt það sem lesendum I liggur á bjarta, hvort sem þar er um að ræða stór mál eða smá. Og við krefjum lábyrga aðila um svör við spurningum I lesenda, eftir því sem unnt er. \ Skrifið til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ... eða hringið í síma 686300 milii kl. 13 og 14. , Athugið að við birtum bréf ykkar að sjálfsögðu undir dulnefni efþess er óskað. Engu að síður verður fulltnafn og heimilis- fang að fylgja bréfínu. , Meiri vísna ■■ song í sjón- varpið ■ Kæra NT-blað! Mig langar að koma á framfæri þakklæti mínu til sjónvarpsins fyrir að sýna þætti frá Listahátíðinni í Reykja- vík í vor. Einkum hafði ég ánægju af þeim norr- ænu söngvurum sem sýndir voru. Ég er reyndar einn (vonandi) fjölmargra aðdáenda hins norræna vísnasöngs og mér finnst að sjónvarpið mætti gjarna gera meira af því að sýna efni af þessu tagi. Til eru fj ölda margir sjónvarpsþættir, gerðir af sjónvarps- stöðvum á Norður- löndum, sem ugglaust væri hægt að fá hingað til lands gegn tiltölulega vægu gjaldi. Að vísu er mér ljóst að það er erfitt að gera svo öllum líki og það má líka vera að við, aðdáendur norræns vísnasöngs, séum ekki svo fjölmennir að það réttlæti stórfellda breyt- ingu á efnisvali í inn- kaupum sjónvarpsins. í framhaldi af þessu hefur mér komið í hug sú leið að sinna mætti þörfum ýmissa „minni- hlutahópa1' með því að sjónvarpa slíku efni á einhverjum öðrum tíma en þeim sem flestir vilja horfa á sjónvarp. Ég væri til dæmis fyrir mína parta alveg tilbúinn til að vera kominn á fætur kl. 9 á sunnudagsmorgnum ef ég ætti þá von á að fá að sjá Fred Ákerström syngja um Caisu Stfnu eða hann Jakob gamla sem giftist tveim dætr- um Labans og varð þannig mágur sjálfs sín. Skandinavíuvinur ■ Þessi mynd er að vísu ekki af sporðdrekum, heldur afrískum fQum, en hún er engu að síður úr breskum dýralífsþætti, sem sýndur var í sjónvarpinu 1981. Dýralífsmyndir í sjónvarpénu: Of mikið af því góða ■ Islenska sjónvarpið er góð stofnun, eins og Ríkisútvarpið í heild sinni. Fræðslumyndir eru líka góðar. En öllu má samt ofgera. Undanfarin kvöld hafa sjónvarpsáhorfendur mátt horfa upp á sporðdreka í Bretlandi og dýralíf í Kamer- ún. Að ekki sé talað um langa, leiðinlega mynd og sérfróða um Spitfire flugvélina bresku. Alltaf hafa þessar fræðslu- myndir verið sýndar á besta tíma. Ekki skal ég efast um að þetta er ákaflega vandað efni, en er ekki hægt að dreifa þessu á lengri tíma? Það sem mest hefur farið í taugarnar á mér er að sumir þessara þátta eru greinilega eingöngu ætlaðir fyrir breska áhorfendur. Til dæmis má nefna að þættinum um sporð- drekana í Bretlandi lauk með hughreystingarorðum til áhorfenda um að þeir þyrftu ekki að óttast sporðdrekana ef þeir yrðu þeirra varir í görðum sínum. Ótrúlegt er að slík vam- aðarorð eigi erindi til okkar Frónbúa, eða hvað? Gott væri að vita hvort það er stefna sjónvarpsins að halda áfram að sýna 2-3 dýralífsmyndir á viku. - Dýravinur Svarumhæl ■ Guðjón Einarsson hjá sjónvarpinu, kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um viku- legan fjölda mynda af þessu tagi í framtíðinni, en benti á að fræðslu og dýralífsmyndir væru mjög vinsælar meðal íslenskra sjónvarpsáhorfenda og ef marka mætti kannanir, mun vinsælli en í nágrannalöndun- um. Breskt efni líkaði almennt mjög vel á íslandi, sagði Guð- jón og breskar fræðslumyndir væru með því besta sem gert væri af slíku efni. Guðjón bætti því við að meðan fólk hefði misjafnan smekk fyrir sjónvarpsefni, væri að sjálfsögðu ókleift að finna efni til sýninga sem allir gætu horft á sér til fullkominnar ánægju. 1 Þriðjudagur 4. september 1984 14 1 LlL Lesendurhafa orðið'

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.