NT - 04.09.1984, Blaðsíða 22

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 22
Brúðhjón í Bei ■ Abed og Arige - Komeó og Júlía núlínians. ■ I allri eyðileggingunni í Beirút stingur það í stúf við umhverfið að sjá hvítklædd, skarthúin brúðhjón á gangi í rústunum.Þau eru að koma frá vígsluathöfninni og á leið til bústaðar síns, sem vonandi er við götu þar sem stríðseyði- leggingin hefur ekki látið alveg eins að sér kveða og á þessu stræti. Brúðguminn er 23ja ára múhameðstrúarmaður og heit- ir Abed, en brúðurin er 19 ára kristin stúlka, Arige að nafni. Ástarsamband þeirra minnir áRomeóogJúlíuí Shakespe- are-leikritinu, en eins og kunn- ugt er hötuðust ættmenn þeirra, svo elskendunum var ekki leyft að eigast. Ættingjar brúðgumans hótuðu öllu illu þegar hann léí uppskátt að hann ætlaði að giftast stúlku af kristnum ættum, en þau l.étu það ekki á sig fá og héldu sínu striki. Reyndar er eins og þau séu dálítið einmana á brúð- kaupsdaginn sinn - ein á gangi innan um rústir Beirút-borgar. Röndótta mær..? - eða mærin ■ Jill í röndótta bíkiníinu. W I rönd- óttu sund- föt- unum ■ Okkur datt í hug lagið „Röndótta mær“ (sem þeir sungu saman Jakob Magnússon og faðir hans á plötu), þegar við sáum myndina af þessari fallegu stúlku í röndóttu sund- fötunum. Hún heitir Lill Wald- ern og vann til verðlauna í keppni hjá víðlesnu bresku blaði um „Sumarstúlkuna". Hún Jill, sem er 19 ára, vann sumarleyfisferð fyrir tvo, tískufatnað fyrir 1.000 ster- lingspund auk lýxussnyrtivara o.fl. Jill Waldern vinnur sem hlaðfreyja á Heathrow flug- velli, en vinur hennar sendi mynd af henni í keppnina. Jill var ein af þeim útvöldu, sem boðið var að koma og láta ljósmyndara blaðsins taka sér- stakar myndir af sér, og þáði hún það. „Ég vissi ekkert í hverju ég átti að vera, - en bíkiníð mitt tekur sig bara vel út á myndinni. Eða finnst ykk- ur það ekki ?“ spurði Jill, þegar hún skoðaði myndina ásamt dómurunum, en þeir voru sammála henni- og meira en það! Þriðjudagur 4. september 1984 22 Izora og Martha, söngkonur í yfirstærð: „Enga pokakjóla fyrir okkur!“ ■ Söngkonurnar Izora og Martha segja að áhorfendur séu stórhrifnir þegar þær koma fram i glitrandi fínum og flegnum kjólum. „Við erum feitar og fallegar", segja þær hróðugar. ■ Þær kalla sig Veðurstúlk- urnar (The Weather Girls) þessar myndarlegu söngkonur og þær gera mikla lukku um þessar mundir beggja vegna Atlantshafsins. Izora Arm- stead og Martha Wash eru báðar til samans um 550 pund, en það fylgdi ekki sögunni hvernig pundin skiptust. „Við erum báðar feitar og fallegar", segir Izora. „Við viljum enga pokakjóla til að fela okkur í, því okkur finnst mest gaman að vera í glæsi- legum og djörfum kjólum, glitrandi af pallíettum, eða þá sportlegum fötum þegar við erum ekki á sviðinu." Þær hlægja báðar mikið þeg- ar þær hugsa um taugaspenn- una sem greip um sig við útsendingu í sjónvarpinu í Þýskalandi. Þær voru í upp- áhalds-sviðsklæðnaði sínum, og var hálsmálið flegið ofan á maga! Aðstoðarfólkið hljóp í kring um söngkonurnar með borða og blóm til þess að reyna að gera hálsmálið svolítið sið- legra, en allt kom fyrir ekki það var ekki hægt að breyta kjólunum neitt sem heitið gat á þessari stuttu stund. „En við vöktum mikla hrifningu í Þýska- landi og allt fór vel", segja söngkonurnar hlægjandi. A vídeó-spólunni þar sem þær syngja um karlmennina sem rigni yfir þær (It’s Raining Men), þótti ráðamönnum í Englandi að sýningin væri ósið- leg og hún fékkst ekki sýnd þar fyrr en allt hafði verið endur- skoðað vel og vandlega. Dali-úr kostar hús- verð! ■ Salvador Dali, hinn heims- frægi listamaður, hefur hannað úrið, sem er hér á meðfylgjandi mynd. Það : reka allir upp stór augu, er þeir sjá hið dýrmæta auga-lagaða úr, innrammað með demöntum með stóran rauðan rúbín í augnkróknum, en augasteinninn er blár, ■ Úríð sem kostar 214 millj. kr. klæddur „emaillé" eða glerung, og er það sjálf úrskíf- an. Þetta er ekki aðeins skraut- gripur, heldur gengur úrið „eins og klukka". Það er virt á yfir 2 milljónir króna, eða um 75 þús. dollara.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.