NT - 04.09.1984, Blaðsíða 31

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 31
■ Bestu menn sinna liða í gærkvöld, Ámundi Sigmundsson Víkingi og Sverrir Einarsson fyrirliði Fram, etja kappi um boltann. Sverrir hafði betur þegar upp var staðið, og hann og hans menn bættu þremur stigum í safnið. Framarar hafa nú 18 stig og eru í áttunda sæti 1. deildar þegar tvær umferðir eru eftir, og eru í bullandi fallhættu enn. Víkingar eru í minni hættu, hafa 20 stig í fimmta sæti. NT-mynd: Ámi Bjarna. „Við ætlum okkur ekki að fara niður" ■ „Þetta fór eins og við ákváðum fyrir þessa umiérð, við ætlum okkur ekki að í'ara niður. Þetta var góður sigur, en það er langt frá því að slagurhn sé búinn,' þegar við féllum sið- ast unnum við einmitt Víking í sextándu umferð, áttum möga- leika á öðru sæti en féllum svo. Við ætlum ekki að brenna okk- ur á því núna“, sagði Sverrir Einarsson fyrirliði Fram í sam- tali við NT eftir 3-1 sigur Fram á Víkingi á Valbjarnarvöllum í Laugardal í gær. Framarar unnu þar góðan sigur í opnum og spennandi leik, og sá sigur var ekki í höfn fyrr en í lokin að Omar Jóhannsson setti fallegt mark „fyrsta alvörumarkið mitt fyrir Fram“, sagði hann eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var frekar daufur. Framararvoru ákveðn- ari í byrjun, léku betri bolta og sköpuðu frekarfæri, en Víking- Einkunnagjöf NT: Víkingur: Jón Otti Jónsson .......3 Ragnar Gíslason.........3 Gylfi Rútsson ..........4 Kristinn Helgason......5 Magnús Jónsson .........5 Andri Marteinsson ......5 Ómar Torfason...........4 Kristinn Guðmundsson .. 3 Heimir Karlsson ........3 Ámundi Sigmundsson ... 2 Geir Magnússon..........3 Skiptingar: Geir kom inn fyrir Einar Ein- arsson á 39. mín og Hans Leó kom fyrir Andra á 79. mín. Fram: Guðmundur Baldursson . 2 Þorsteinn Þorsteinsson .. 4 Trausti Haraldsson.....4 Hafþór Sveinjónsson .... 3 Þorsteinn Vilhjálmsson .. 4 Sverrir Einarsson......2 Kristinn Jónsson .......2 Viðar Þorkelsson .......5 Ómar Jóhannsson ........2 Guðmundur Steinsson ... 2 Guðmundur Torfason ... 3 Örn Valdimarsson .......3 Skiptingar: i inn fyrir Viðar á 75. mín. ar börðust vel. Mesta hættan var á 21. mínútu er Ragnar Gíslason bjargaði á línu lúmsk- um skalla Guðmundar Steins- sonar eftir hornspyrnu Ómars Jóhannssonar. 13mínútumsíð- ar komst Guðmundur Steins- son einn inn fyrir, en mistókst að leika á Jón Otta Jónsson í marki Víkings, sem bjargaði með góðu úthlaupi. í lok hálf- leiksins varði Guðmundur Baldursson markvörður Fram vel þrumuskot Ámunda Sig- mundssonar sem kom óvænt utan af kanti. Síðari hálfleikur fór hægt af stað, en hraðinn jókst eftir því sem á leið. Framarar voru ákveðnari í byrjun, og á 52. mínútu sleikti þrumuskot Óm- ars Jóhannssonar stöng Vfk- ingsmarksins. Fimm mínútum síðar skoruðu Framarar, Haf- þór gaf fyrir, Guðmundur Steinsson tók vel við boltanum á markteig, sneri sér við og skoraði örugglega. Síðan áttu Framarar margar skemmtilegar sóknarlotur, sem enduðu allar í klaufalegum rangstöðum. Og Víkingar sigu á, og jöfn- uðu á 63. mínútu. Magnús tók aukaspyrnu talsvert fyrir fram- an miðju, vippaði inn fyrir á Ragnar Gíslason sem lék upp að endamörkum og gaf vel fyrir. Þar stökk nýliðinn Geir Magnússon, sem komið hafði inn á fyrir Einar Einarsson á 39. mínútu, upp á réttum tíma og fallegur skalli hans fór í horn Frammarksins, 1-1. Eftir þetta voru Víkingar ákveðnari í um það bil stundarfjórðung, og klaufalegt af þeim að skora ekki mörk. Heimir Karlsson I HNOT- SKURN ■ Skemmtiiegur fallbar- áttuleikur þegar upp var staðið. Fyrri hálfleikur lafði i meðallagi, Framarar þá betri. Liðin skiptu með sér síðari hálfleiknum, Framarar héldu út og skoruðu mörk. Mörk Fram: Guðmundur Steins- son á 57. mín, Guðmundur Torfason á 80. mín og Ómar Jóhannsson á 88. mín. Mark Víkings. Geir Magnússon á 63. mín. Dómari Þorvarður Björnsson og á heiður skilinn. komst inn fyrir á 76. mínútu og skaut beint á Guðmund í mark- inu, boltinn barst út á kant og gefið fyrir. Andri fékk hann óvaldaður á markteig og hitti ekki, boltinn lötraði í fang Guðmundar. Rétt seinna sló Guðmundur hörkuskot Krist- ins Guðmundssonar í horn. Nokkrum mínútum síðarstóðu nokkrir Víkingar ráðlausir í vítateig Framara, á meðan fyrirgjöf Heimis lak í gegnum allan teiginn. Framarar snerú vörn í sókn og skoruðu 2-1. Og markið var fallegt, Örn Valdimarsson, nýkominn inn á fyrir Viðar Þorkelsson, lék framhjá þremur Víkingum, upp að endamörkum vinstra megin og gaf vel fyrir á fjærstöng. Þar kom Guðmund- ur Torfason á fullri ferð og þrumaði viðstöðulaust á •markið. Jón Ótti hafði hendur á boltanum, en réði ekki við skotið, enda var það firnafast. Víkingar pressuðu mjög eftir þetta, en sköpuðu engin færl Framarar geystust upp öðru hvoru, og voru sóknir þeirra stórhættulegar. Kristinn Jóns- son skaut beint á Jón Otta af imarkteig á 86. mínútu, og tveimur mínútum síðar innsigl- aði Ómar Jóhannsson sigurinn. Víkingar voru allir komnir vel fram fyrir miðju í sókninni, en Guðmundur Steinsson komst inn í sendingu, gaf strax á Ómar Jóhannsson scm var kominn einn inn fyrir áður en hann fór yfir miðlínuna. Ómar hljóp þarna að líkindum sinn hraðasta sprett á æfinni, stakk alla Víkinga algjörlega af með boltann á tánum, lék á Jón Otta og skoraði. Erfitt fyrir nýliðann Jón Otta að fá á sig þrjú mörk í leik, en hann verður ekki sakaður um þau, vörn Víkings og sókn Fram verða skrifuð fyrir þeim. Sundmót fyrir norðan Frá Emi Þórarinssyni fréttamanni NT í Skagafirði. ■ Sundmeistaramót Norður- lands fór fram í sundlaug Sauð- árkróks um helgina, í umsjón sundráðs Ungmennafélags Skagafjarðar. Keppendur voru frá USVH. USAH, UMSE, HSÞ, Sundfé- laginu Óðni á Akureyri. KS á Siglufirði og UMSS. AIIs voru skráðir keppendur 134. í stigakeppni milli félaganna urðu Öðinsmenn sigurvegarar, hlutu 232,5 stig. I öðru sæti varð UMSS hlaut 152 stig, KS varð í þriðja sæti með 131, í fjórða sæti varð USVH með 82,5 stig, UMSE varð í fimmta sæti með 31 stig, í sjötta sæti varð HSÞ með 24 stig og í sjöunda sæti varð, USAH með 18 stig. Afreksverðlaun sveina h Þorvaldur Hermanns: USVH fyrir 50 m bringusu synti á 42 sek. sléttum. Afre verðlaun meyja hlaut Bii Björnsdóttir Óðni, hún hl tímann 45,7 sek. Þau Þorvah og Birna hlutu bæði bikara sigurlaunum. Nánar veri skýrt frá niótinu síðar. Þriðjudagur 4. september 1984 31 Knattspyrnumenn á Spáni: í verkfall á sunnudag ■ Spánskir atvinnuknatt- spyrnumenn ákváðu í gær að fara í verkfall, sem byrjar á sunnudag. Fara þeir fram á betri kjör, hvað snertir samn- inga, skatta og félagslegt ör- yggi. Meira en 600 leikmenn úr þremur efstu deildum spönsku knattspyrnunnar greiddu at- kvæði, og var yfirgnæfandi meirihluti sammála um verk- fallið, 545 af 628 mættum. Á meðal leikmanna á fundin- um voru allir leikmenn fyrstu- deildarliðanna átján, m.a. Bar- celona, Real Madrid og Atlet- ico de Madrid, og þar á rneðal voru allir landsliðsmenn Spánar. Verkfallið er það þriðja hjá spönskum knattspyrnu- mönnum á fjórum árum. Aðal- kröfurnar nú eru urn bætt fél- agsleg réttindi, hagstæðari skattlagningu, og um að stöðva það að leikmenn séu órétti beittir varðandi ráðningarsamn- inga og ógreidd laun. Kastmót ■ Á morgun, miðviku- dag, fer fram á Laug- ardalsvelli (kastvellinum) keppni í kastfimmtar- þraut. Hefst keppnin kl. 18:30. Skráning verður á staðnum. Hætti í heróíninu - Varð heimsmeistari ■ Pinklon Thomas, 26 ára gamall Bandaríkjamaður, vann um helgina heimsmeistaratitil- inn (WBC) í þungavigt í hnefa- leikum. Thomas sigraði fyrr- verandi heimsmeistara, Tim Witherspoon, á stigum. Pinkl- on Thomas var um árabil háður heróíni, en ákvað þegar hann stóð á tvítugu, að hætta í eitrinu og snúa sér að hnefa- leikum, íþeim tilgangi að verða heimsmeistari í greininni. Þá hafði Thomas neytt heróíns í sjö ár, eða frá 13 ára aldri. Thomas tókst ætlunarverk sitt nú sex árum eftir að hann snéri baki við eitrinu. Segið svo að það sé ekki hægt að ná árangri ef viljinn er fyrir hendi. íslandsmótið 1. deild, 16. umferð NT-lið umferðarinnar: Bjarni Sigurðsson Akranesi (9) Gudjón Þórðarson Sverrir Einarsson Sævar Leifsson Akranesi (3) Fram (2) Loftur Ólafsson Breiðabliki (2) Njáll Eiðsson KA (3) KR (1) Kristinn Jónsson Ómar Jóhannsson Fram (1) Mark Duffield KA (2) Fram (1) Ámundi Sigmundsson Guðmundur Steinsson Víkingi (2) Fram (3) Veislusalir Veislu- og fundaþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvœmi og mannfagnaði. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantið tímanlega fyrir veturinn. RISIÐ Veislusalur Hverfísgötu 105 W símar: 20024 -10024 - 29670.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.