NT - 04.09.1984, Blaðsíða 12

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 4. september 1984 12 Fela Kuti fyrri áratug, þegar hann var stöðugt ofsóttur. Eitt sinn voru 1000 hermenn sendir inn i kommúnu hans til að berja fóik og brenna húsið hans. Feia Kuti segir að boð- ið um að setjast t ríkisstjórn- ina hafi komið annað hvort vegna þess að stjórnin ætlar að reyna að minnka gagn- rýni hans á sig eða vegna þess að þeim líkar svona vel við hann. Kannski heldur stjórnin í Nígeríu að Fela Kuti sé hætt- ur gagnrýni sinni, þvi að síðustu breiðskífur hans, hafa verið tiltöluiega mein- lausar. Næsta platan, Army Arrangement, verður hins vegar eins og umdeildustu plötur hans áður og er þar blandað saman polítík, afr- ískum takti og djassi. Fela og hljómsveit hans, sem áður hét Africa 70 og nú Egypt 80 hafa aldrei verið feimin við að gagnrýna Nig- eríustjórn, sem er mjög spillt, með plötum eins og International Thief og Coffin For Head Of State. Sjálfur vill Fela verða forseti. Hann heldur hugmyndinni um sameinaða Afríku á lofti. Fela hefur oft verið i frétt- um á Vesturlöndum sem svarta poppstjarnan sem á 27 konur. Hann á núna aðeins 12, og heldur þvi fram að konum beri að vera undir- gefnar mönnum sínum. ■ FelaAnikuiapo-Kutiheit- ir maður sem er fimmti frá hægri í efri röð á þessari mynd. Með honum á mynd- inni eru tólf konur hans, fimm aðstoðarmenn og bíl- stjóri. i-eia Kuti er tra Nigeriu. Hann er poppstjarna í því landi, svo mikil poppstjarna að honum var nýlega boðið sæti i rikisstjórninni þar. Þetta er mikil breyting frá Vonbrigði sjaldan betra Skemmtilegur konsert í Safari ■ Sl. fimmtudag var konsert í Safari. Þar léku þrjár hljómsveitir sem ásamt með Kuklinu eru í farar- broddi nýpönks á íslandi. Þetta voru hljómsveitirnar Slagverkur, Svart-hvítur draumur og Vonbrigði. Andrúmsloftið var eins og það er venjulega í Safari, þröngt, innilokað og bölvuð súlan á dans- gólfinu skyggði óþægilega á. Einhver ætti að taka sig til og höggva hana niður með exi, eða loftpressu eða einhverju sem vinnur á þessum fjanda. Töluvert af fólki var á staðnum. Eftir að hafa hlýtt á fyrstu plötuna með Sham 69, hún er orðin 6 eða 7 ára gömul en jafnfersk ennþá, kom Slag- verkur á sviðið. Maður fékk sem sagt tækifæri til að athuga hvort íslenskt pönk hefur þró- ast eitthvað miðað við fram- verði pönksins fyrir rúmlega hálfum áratug. Slagverk skipa þrír ungir hljóðfæraleikarar og Didda söngkona og skáld, sem áður samdi texta fyrir Von- brigði. Hljómsveitin spilar nokkuð skemmtilega tónlist. Hún er sveigjanleg og lifandi, og bassi og trommur ráða ferðinni. Síð- ast þegar ég heyrði hljómsveit- inni var hún mun þyngri og heyrðist lítið í öðru en bassan- um. Kannski var betri hljóð- blöndun þetta kvöld, en mér fannst hljómsveitin mun betri en áður. Didda er skemmtileg söngkona, hún syngur í anda Einars, talar eiginlega meira en að syngja. Textarnir voru nokkuð glúrnir, það sem ég heyrði af þeim, eins og búast má við frá Diddu. Hér var greinilega um fram- för að ræða frá því fyrir sex árum. Næsta hljómsveit var Svart- hvítur draumur. 1 samanburði við það sem áður kom og það sem á eftir fylgdi var hljóm- sveitin ekki mjög sannfærandi. Þeir eru mjög brútal í tón- sköpun og eyrun þoldu illa stóra skammta af hljómsveit- inni. Mérfannst þeirekki nærri eins góðir og síðast þegar ég heyrði í þeim í Nýlistasafninu. Það hefur kannski verið samanburðurinn, sem þar var þeim í hag, en hér í óhag. Vonbrigði var svo síðast á dagskrá. Hljómsveitin hljóm- aði alls ekki sannfærandi á Norrokkinu, og virtist mega kenna það aldeilis hrikalegri hljóðblöndun að stórum hluta. Sjálfsagt hefur það líka verið sök hljómsveitarinnar, það var eins og hún næði ekki saman. Hér var um allt annað að ræða, hljóðblöndunin góð, hljóm- sveitin hnífskörp og mjög gam- an að hlusta á hana. Vonbrigði hafa komið sér upp sándi sem er jafnvel betra en það sem áður hefur heyrst til þeirra. Það er erfitt að lýsa: þessu, menn verða að hlusta, en þetta er mjög gott nýpönk sem stundum jaðrar við að vera poppað rokk. Samhæfing- in er frábær og allur hljóðfæra- leikur líka, það er þessi frábæri hljóðfæraleikur frekar en beinlínis snilldarlegar laga-1 smíðar sem gera hljómsveitina að því sem hún er. Þó eru, innan um lög sem eru bæði grípandi og vel samin. Ef hægt er að tala um veikan punkt í hljómsveitinni þá er það söngvarinn, Jói. Rödd hans er mjög kraftmikil og hrá og er eiginlega í andstöðu við kristalstæran hljóðfæraleikinn. í sumum lögum var þetta mjög óþægilegt, en stundum blandaðist röddin og undir- leikurinn vel, og í það heila tekið finnst manni að þessi rödd sé orðin óaðskiljanlegur hluti af Vonbrigðasándinu. Það er helst þessi grófa rödd sem enn heldur Vonbrigði í tengslum við uppruna sinn sem hrá pönkhljómsveit, en annars sér maður gífurlega framþróun hjá hljómsveitinni, sem virðist nú hafa náð sér eftir visst erfiðleikatímabil. Mér er sagt að plata sé á leiðinni, og ætti það að geta orðið mjög góð plata, ef það tekst að nái hljómleikastemmningunni. Hljómsveitin á það til að vera aldeilis frábær á hljómleikum,, eins og þetta kvöld. Óháöi vinsældalistinn ■ Hér birtist óháði vinsældalistinn í fyrsta skiptið eftir sumarfrí. Eins og sjá má er margt nýtt á lista, Kukl er í efsta sæti á LP-listanum og þar eru líka mörg önnur ný nöfn. Á12 "listanum er elektrópönkið áberandi eins og venjulega, þarna er Afrika Baam- baata og Soul Sonic Force, og einnig venjulegar neðanjarðarhljómsveitir breskar eins og Cocteau Twins, Bauhaus og Joy Division. Japanir eiga fulltrúa á listanum í fyrsta skiptið, það eru Frank Chickens með lag sitt We Are Ninja. LP-listinn: 1. Augað 2. Night Full Of Tension 3. Head Over Heels 4. Richoched Days 5. Live 6. Rás 5-20 7. In Progress 8. Schratchin 9. This Is What You Want 10. High Land Hard Rain 12” 45 snún. listinn 1. The Spangle Makers 2. Jazzy Sensation 3. Renegades Of Funk 4. Heaven Knows l’m Miserable Now 5. Singles 1981-1983 6. Shake It Right 7. Love Will Tear Us Apart 8. Ziggy Stardust 9. Cup 10. We Are Ninja Kukl Robert Görl Cocteau Twins Modern English Misty In Roots Ikarus Ýmsir Maicolm McLaren Public Image Ltd. Aztec Camera Cocteau Twins Afrika Baambaata Soui Sonic Force The Smiths Bauhaus Six Zed Red Joy Division Bauhaus 23 Skidoo Frank Chicken

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.