NT - 04.09.1984, Blaðsíða 6

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 6
ii r Ein- dálkurinn Umbúða- þjóðfélagið ■ í leiðara Víkurblaðsins er fjallað um sýninguna Heimilið ’84 sem þessa dagana stendur sem hæst í Laugardalshöllinni. Pessi sýning verður leiðarahöfundi tilefni hugleiðinga um neysluþjóðfélagið, tískusveiflur og auglýsingaskrum hvers konar. Þar segir meðal annars „Löngu er orðið tímabært að með þjóðinni rísi einhver vakning um hagnýtingu þess einfalda og ódýra. Á hverjum degi eru tugir neytenda plataðir upp úr skóm og sokkum með alls konar skrumi. Hver þekkir ekki dæmi úr eigin veruleika þegar rölt er um verslanir, ósjálfráð viðbrögð verða til þess að pakki af vel auglýstri vöru lendir í innkaupakörfunni og hækkar prísinn um hundraðkall eða svo.“ Víkurblaðið (Húsavík) Viðskipta- hættir ■ Þingeyingar hafa löngum verið brautryðjendur í viðskiptum og nægir þar að nefna stofnun fyrsta kaupfélagsins á Húsavík á sínum tíma. Svo virðist sem nú sé aftur tíðinda að vænta að norðan ef marka má eftirfarandi frétt Víkurblaðsins „Viðskipti geta verið með ýmsu móti sem auðvitaðerekki nemasjálfsagt og eðlilegt. Húsvíking einn ágætan bráðvantaði kerru aftan í rennireið sína, fann eina slíka og falaðist eftir henni. Greiddi hann kerruna með hrossgarmi sem hann átti og borgaði á milli með ellefu girðingastaurum." Víkurblaðið (Húsavík) Steinullin á Króknum Öskuhaugaeftirlit í Gufunesi: Færri leggja leið sína á öskuhauga ■ „Þeirerudrulluhræddirvið okkur og halda að við séum með einhverskonar tollskoðun hérna“, sagði Haukur Magnús- son einn nokkurra „sorp- tækna“ sem í síðustu viku dvöldu á sorphaugunum í Gufunesi og viktuðu bílana sem þangað komu. Ef undan eru skildir öskubílar sveitarfé- laganna voru allir bílar sem á haugana komu í síðustu viku, skráðir samviskusamlega og viktaðir. Jafnvel drossía sem kom á svæðið, á meðan útsend- arar NT stöldruðu við, með einn auman pappakassa í aftursætinu, var skráð niður. Tíu kíló þar. Á mcðan sorp- tæknar biðu eftir verkefnum gátu þeir sest niður, á stóla sem þeir höfðu sankað að sér af ýmsum gerðum, eða inni í lítilli rútu sem þarna var. Garðar Steingrímsson llokks- stjóri upplýsti að á degi hverj- um kæmu þangað upp eftir að jafnaði um 220 bílar, auk sorp- bílanna. Þetta sagði hann held- ur færri bíla en undanfarin ár og mætti sjálfsagt skýra það með því að nú hefði verið komið upp ruslagámum í nokkrum hverfum borgarinn- ar. í þessa gáma getur fólk hent rusli og þannig sparað sér að aka upp í Gufunes. Umgengnin mætti vera betri Það er í fyrsta skipti í sumar sem ruslagámum hefur verið komið fyrir í nokkrum hverf- um borgarinnar. Nánartiltekið er það á fjórum stöðum sem fólk getur losað sig við rusl með þessum hætti. Þessir staðir eru við Stekkja- og Álfabakka í Breiðholti og við Suðurholt, einnig í Breið- holti. Þá er ruslagámur á Meistaravöllum og við Grens- ásveg. Á athafnasvæði Reykjavík- urborgar við Grensásveg var okkur tjáð að margir notfærðu sér þessa þjónustu. Að jafnaði fyllast þar 4-6 gámar af rusli á degi hverjum Þar kvörtuðu menn hins vegar nokkuð yfir slæmri umgengni. Sögðu þeir þetta aðállega áberandi þegar engin vakt væri við svæðið. Því v'æri oft frekar sóðalegt um að litast í kringum gámana þegar menn mættu til vinnu á morgnana. Þá sögðust menn einnig hafa orðið varir við sjúklega forvitni borgarbúa sem lýsti sér í því að menn kæmu að gámunum gagngert til að gramsa í þeim og forvitn- ■ „Já svona, aðeins aftar". Menn voru mjög mislunknir að koma bílum sínum fyrir á vogum borgarstarfsmanna. Þriðjudagur 4. september 1984 ■ Ruslagámarnir sem settir hafa verið út í hverfi borgarinnar eru mikið notaðir þótt umgengnin mætti vera betri. NT-mjndir: Róbert. ■ í leiðara Feykis er fjallað um Steinullarverksmiðjuna sem hefja mun starfrækslu á Sauðárkrók að ári liðnu. Þar eru rifjaðar upp þær deilur sem þátttaka ríkisins í þessari verksmiðju hefur valdið, þrátt fyrir augljósa kosti þess að hætta innflutningi ein- angrunarefna. Síðan segir. „Þegar olíukreppan stóð brugðust Norðurlandaþjóðir þannig við að gert var stórátak í orkusparnaði. íslendingarfóru hins vegar þá leið að auka niðurgreiðslur á olíu. Við tilkomu steinullarverksmiðjunnar mun verð á einangrunarefnum lækka sem leiðir til aukinnar notkunar þeirra og hefur þetta í för með sér verulegan orkusparnað í húshitun. Niðurstaðan hlýtur því að vera að þörf á niðurgreiðslu orku til húshitunar fer minnkandi.“ Feykir (Sauðárkróki) ■ Garðar Steingrímsson flokksstjóri og einn liðsmanna bera saman bækur sínar. ■ Haukur Magnússon sorptæknir notar tækifærið þegar beðið er næsta bíls og lítur í blað. ast um hverju nágrannarnir hefðu verið að henda. Gufunes 4-6 ár í viðbót Pétur Hannesson deildar- stjóri Hreinsunardeildar Reykjavíkur sagði þá ný- breytni, að staðsetja rusla- gáma úti í hverfunum hafa mælst vel fyrir hjá flestum. Aðspurður um hvort til stæði að fjölga þessum gámum sagði hann það óvíst. Pétur sagði að ekki væri hægt að setja niður gámana annars staðar en þar sem borg- in væri með vinnuskúra og því væru takmörk fyrir því hve víða þeir gætu orðið. Hann sagði að eftirlit yrði að vera með þessu. Pétur sagði að viktun sorps á haugunum í Gufunesi væri liður í því að skrásetja hve mikið sorp félli til í höfuðborg- inni. Þetta sagði hann að hefði verið gert á hverju ári um nokkurt skeið. Það kom fram hjá Pétri Hannessyni að árlega falla til um 100 þúsund tonn af sorpi í höfuðborginni. Hann sagði að gert væri ráð fyrir því að nota sorphaugana í Gufunesi í fjögur til sex ár til viðbótar. Þó sagði hann að vaxandi byggð í nágrenni hauganna gæti haft einhver áhrif á þau áform. Hann sagði ekkert ákveðið um hvar næstu sorphaugar yrðu en sá staður sem helst hefði verið rætt um í því sambandi væri Selalda við Krísuvík. Þar er mikið jarðfall og aðstæður fyrir sorphauga taldar góðar. Helst hefur verið fundið þessum stað til foráttu hve vegasamband þangað væri slæmt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.