NT - 04.09.1984, Blaðsíða 8

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 8
GD ■ „t>að er ekki góð tilfinning að standa niðri á Reykjavíkur- höfn þar sem bíll hefur farið í sjóinn, og bíða eftir kafara til að fara niður. Síðast þegar ég fór niður á höfn biðum við í ofvæni, heilar 45 mínútu eftir kafara. Pegar hann kom fór hann niður til að sækja lík, ekki lifandi manneskjur" sagði Höskuldur Einarsson, formað- ur Landssambands slökkviliðs- manna, þegar NT ræddi við hann um aðbúnað og aðstöðu slökkviliða á íslandi. „Það er vissulega lofsverð viðleitni hjá lögreglunni, að hafa þjálfaða kafara í sínum röðum en því er þannig háttað, að þeir hinir sömu sinna einnig almennum lögreglustörfum og eru því kannske staddir í Breiðholtinu þegar þeirra er þörf við höfn- ina. Engu að síður bjarga þeir því sem bjargað verður við þessar aðstæöur," sagði Höskuldur, en köfunarútbún- aður og þjálfun kafara er meðal þess öryggisbúnaðar sem slökkviliðin á landinu hafa ekki yfir að ráða. Höskuldur sagði að slökkviliðið ætti rcykköfunartæki sem gætu með litlum tilkostnaði nýst til að fara með loft niður í vatn þar sem fólk væri með lífs- marki. Hinsvegar þyrfti slökkviliðið að hafa á sínum vegum þjálfaða kafara sem gætu strax sinnt útkalli um leið og það kæmi, svo ekki liðu nema fimm til sjö mínútur þar til kafarinn væri kominn í sjóinn. „Það er óskaplegt að bíða viö höfnina, vitandi hvar ■ Þeir Höskuldur Einarsson, formaður Landssambands slökkviliðsmanna og Birgir Ólafsson, ritari, brugðu sér í viðeigandi gervi fyrir Ijósmyndara NT. NT-mynd: Árni Bjarna Þriðjudagur 4. september 1984 8 Hvernig er aðbúnaði slökkviliðanna háttað á landsbyggðinni? „Hann er í algjöru lágmarki því miður. Kannski einn bíll, sem jafnvel þarf að standa úti. Ég hef líka séð dæmi þess að það hefur fennt svo kyrfilega fyrir bílskúrsdyr þar sern slökkviliðsbíll var geymdur, að þar var fimm metra djúpur framfylgt og reglugerð sett um réttindi og skyldur slökkviliðs- manna. En þetta ætlar að ganga eitthvað stirðlega í kerf- inu. Eitt af verksviðum Bruna- málastofnunar er að halda námskeið og æfingar með slökkviliðunum og jafnframt að undirbúa reglugerð um menntun, rétt og skyldur slökkviliðsmanna. Þetta hefur ekki verið staðið við nema það hafa verið haldin námskeið Aðstöðuskortur íslensku slökkviliðanna: „Kafari sem kemur eftir 45 mínútur sækir lík -ekki lifandi manneskju“ • Sveitarfélögin sinna ekki lögum um brunamál • Brunamálastofnun rækir illa hlutverk sitt. • Skortir alla þekkingu og þjálfun í meðferð eitur- efna. • Þolinmæði Landssam- bandsins er á þrotum bíllinn er, og geta ekkert að gert.“ Enginn skóli fyrir íslenska slökkviliðsmenn Á Islandi er enginn skóli fyrir slökkviliðsmenn eins og gerist hjá nágrannaþjóðunum. Slökkviliðin þjálfa sína menn sjálf, á eigin ábyrgð auk þess sem Brunamálastofnun ríkis- ins hefur haldið uppi strjálum námskciðum, aðallega fyrir yfirmenn. Að sögn Höskuldar Einarssonar. þá hafa námskeið þessi ekki skilað sér til al- mennra liðsmanna. Auk þess eru slökkviliðin á landsbyggð- inni víða illa búin tækjum og mannafla til að bregðast við slysum. „I rauninni erum við á sama stigi og Bretar voru fyrir stríð og rétt eftir stríð. Við erum með tuttugu ára gömul tæki - gamla Bedford bíla sem að vísu dæla mjög vel en eru hægfara og henta ekki vel til aksturs" sagði Höskuldur enn- fremur. „Það cr alveg Ijóst, að slökkviliðin hafa verið í fjár- svelti fram að þessu. Sveitar- félögin hafa sparað við slökkviliðin, en látið pening- ana fara í eitthvað annað. Þau hafa jafnvel komist upp með að hundsa lögin urn brunamál þar sem kveðið er á um að öll sveitarfélög skuli hafa slökkvi- lið. Alltof mörg svcitarfélög treysta á slökkvilið nágranna- byggðanna. Það er hinsvegar alvarlegt mál ef frystihús brennur úti á landi, þá borgar sig illa að vera vitur eftir á. skafl sent náði frá þaki og niður á jörð. En þó það sé náttúrlega alvarlegt að eiga lítið af tækjum, þá er kannski öllu alvarlegra þegar það er bara einn maður sem kann á þau, og þess eru dæmi. Það er víða pottur brotinn í þessum efnum. Við höfum ár eftir ár ýtt á eftir því að ákvæðum laganna um brunamál yrði fyrir yfirmenn og nokkrar æfingar með slökkviliðum úti á landi.“ Hvernig er staðið að menntun og þjálfun slökkviliðsmanna hér? „Eina þjálfunin sem íslensk- ir slökkviliðsmenn fá, er þegar kveikt er í pyttinum úti á flugvelli, eða þegar einstaka, UPPBYGGING SLÖKKVIFRÆÐA DANMÖRKU ATVINNUMENN SJÁLFBOÐASLÖKKVILIÐ Grunnrtamskeið framkv. hja slokkviliðunum ! ^ af Verkl.æfingar I i Þjalfun 1 1 _ Slokkviliðsm.namskeið l Sjalfboðasl.m.namskeið 7*15 I Tinglev A J | Tinglev B helgarj • J j ,. - j * 1 í Dælu- og stiganamskeið i —| Hættuleg efni ; 1 —— —7 Tækni menntaðir menn Yfirmannanamskeið 1 3 + 3 vikur 3 vikur i Tinglev + 3 vikur i Virum ZD Leiðbcinanda namskeið Yfirm. namskeið II 50 timar 1'A vika Yfirmannanamskeið III 2-r4 vikur Eldvarnareftlrllt + Aðalvarðstjori i Virum ■ liít-mi uni hvernig námi danskra slökkviliðsmanna er háttað. ■ Æfíng i revkköfun á æfíngasvæði slökkviliðsmanna í Tinglev í Noregi. Hérlendis er ekki um neitt slíkt að ræða. (Heimild: „Slökkviliðs- „Eina þjálfunin sem íslenskir slökkviliðsmenn fá, er þegar kveikt er í maðurinn“ 2. tbl. ’83). pyttinum á fíugvellinum, eða þegar aflöga hús brennur,“ segir Höskuldur Einarsson. ■ Dæmigcrt fyrir aðstöðu slökkviliðanna úti á landi. Gömlum Bedford, árg. '43 er ekið út úr skúr, nýi bíllinn sem kemur í staðinn er sennilega árgerð '69 að sögn Höskuldar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.