NT - 04.09.1984, Blaðsíða 17

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 17
f W Þriðjudagur 4. september 1984 17 L dJ Viðskip'ftalf'fið því að vinna úr íslenskum uppfínningum í framtíðinni? Valdimar Harðarson vann úr hugmynd hans um stólinn Sóley. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu sjö mánuði ársins: Óhagstæður um 2,1 milljarð kr. ■ Vöruskiptajöfnuður landsmanna var óhagstæður um 2,16 milljarða króna fyrstu sjö mánuði þessa árs. Utflutningur þetta tímabil nam rúmum 12,8 milljörð- um, en innflutningur tæplega 15 milljörðum kr. Ef aðeins er litið á júlí- mánuð kemur í Ijós að út- flutningur var2,13 milljarðar kr. og innflutningur 2,15 milljarðar kr. Vöruskipta- jöfnuðurinn fyrir júlí var því óhagstæðurum21 milljónkr. í fyrra var vöruskipta- jöfnuður fslendinga óhag- stæður um 1,2 milljarða kr. fyrstu sjö mánuði ársins og vöruskiptajöfnuðurinn fyrir júlí óhagstæður um 668 mill- jónir kr. Hafa ber í huga við þennan samanburð að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar- júlí 1984 er talið vera 23,8% hærra en það var fyrir sama tímabil í fyrra. Ál og álmelmi hefur það sem af er árinu verið flutt út fyrir 1,87 milljarða kr., þar af fyrir 257 milljónir kr. í júli'. Þá var kísiljárn flutt út fyrir 72 milljónir kr. í júlí og samanlagður útflutningur þess frá áramótum nemur 551 milljón kr. Vörur fyrir íslenska álfé- lagið vógu þyngst í innflutn- ingi landsmanna fyrstu sjö mánuði ársins. Verðmæti þeirra nam 1,1 milljarði kr., þar af voru fluttar inn vörur fyrir 33 milljónir í júlí. Þá voru flutt inn skip fyrir 262 milljónir kr. þetta sjö mán- aða tímabil og vörur til ís- lenska álfélagsins fyrir 171 milljón kr. Flugleiðir: Engin DC-10 þota f rá Pan American ■ Samkomulag náöist ekki í viðræðum Flugleiða við bandaríska flugfélagið Pan American um leigu á DC-10 breiðþotu til nota á Norður- Atlantshafsleiðinni, í stað DC-8 vélanna sem nú eru í notkun. Þær vélar uppfylla ekki kröfur um hávaðamörk, sem ganga í gildi í Bandaríkj- unum um næstu áramót. Sæmundur Guðfinnsson fréttafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við NT, að Pan Am hefði viljað leigja vélina í minnst 18 mánuði frá 1. des- ember næstkomandi. Það hefði þýtt að Flugleiðir yrðu með hana á tveimur vetrar- áætlunum en aðeins á einni sumaráætlun, sem væri óhag- kvæmt. Þá sagði Sæmundur, að það skilyrði hefði einnig fylgt, að ekki mætti fram- leigja vélina og að hún yrði að koma til Bandaríkjanna tvisvar í viku. Sæmundur sagði, að áfram yrði kannað hvernig hægt væri að leysa vandann frá áramótum, ef ekki fengist undanþága frá hávaðabann- inu. omrur Hvað er það sexn er kolsvart, með klemmu á öðrum endanum, ljósaperu á hlnum, eins og stífur gormur þar á milli, gefur frá sér ljós þegar því er stungið í samband við rafmagn og kostar minna en 800 kall út úr búð? a | Það er ljósormurinn s frá Phdlips. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655 Kloster keypti Royal Viking • er nú stærsta skemmtisiglingafélag heims I Norwegian Caribbean. Jnes, sem Kloster fjölskyldan Noregi rekur, hefur nýlega æypt Royal Viking Line kipafélagið, og tekur þar með orustu í skemmtisiglingaiðn- iði í heiminum. Hefur félagið m yfir að ráða átta skemmti- erðaskipum, sem samtals geta flutt um 7,200 farþega. Með í kaupununt á Royal Viking fylgdu þrjú skip, sem gengu undir nöfnunum Royal Viking Sea, Star og Sky, og ferðaskrifstofan Bennet Eise- bureau. Kaupverpið mun hafa verið litlir 7,2 milljarðar ís- lenskra króna. Kaupstefnan Islensk föt -hefstídag ■ Félag íslenskra iðn- rekenda efnir í dag og næstu tvo daga til kaup- stefnunnar íslensk föt ’84 í Súlnasal Hótel Sögu. Kaupstefnan hefst með því að Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri FÍÍ opnar hana, en síðan fer fram tískusýning. Tíu íslenskir fatafram- leiðendur taka þátt í kaup- stefnunni og sýna þeir nýj- ustu framleiðslu sína. Tilgangur kaupstefn- unnar er, eins og annarra vörusýninga, að auðvelda framleiðendum og dreif- endum að stofna til við- skipta sín á milli. Framkvæmdastjóri kaup- stefnunnar íslensk föt ’84 er Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri FÍI. Framkvæmdastjóri hjá Xerox-umboðið ■ Jóhanna E. Sveinsdóttir hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra XEROX-um- boðsinsJMón hf. Jóhanna E. Sveinsdóttir hefur starfað sem einkaritari hjá framkvæmdastjórum Eim- skips undanfarin 4 ár. Hún lauk stúdentsprófi frá hagdeild Verzlunarskóla íslands vorið 1974 og starfaði sem ritari og skrifstofumaður hjá ýmsum fyrirtækjum, stórum og smáum að námi loknu. Jóhanna hefur beitt sér fyrir viðukenningu á störfum ritara og var m.a. aðalhvatamaður að stofnun Klúbbs ritara vorið 1981. Jó- hanna hefur jafnframt þessu kennt á ritaranámskeiðum ■ Jóhanna E. Sveinsdóttir Stjórnunarfélags íslands frá því1981. Úrval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs- stólum fyrir skólafólk. Joker skrifborðið kostar aðeins kr. 3.850.- með yfirhillu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum Verð frá kr. 1.590.- Húsgögn 03Suðurlandsb„ut innrettmgar simi 6-86-900 18

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.