NT - 04.09.1984, Blaðsíða 5

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 5
íslenska þjóðtrú og þjóðhætti. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir, en meðal leikenda eru Erlingur Gíslason, sem leikur Skugga-Svein, Baldvin Halldórsson, Ketill Larsen og Pétur Einarsson. Þriðja verkið er Ríkarður III eftir William Shakespeare og verður það jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem einn af sögu- leikjum Shakespeares er sýnd- ur hér á landi. Ríkarður III er nú vinsælasta söguleikrit Shakespeares, og að margra áliti er þar að finna nokkur bestu leikatriðin í saman- lögðum verkum hans. Helgi Hálfdánarson hefur þýtt verk- ið en leikstjóri verður John Burgess frá breska Þjóð- leikhúsinu. Fjórða verkið er Rashomon eftir Fay og Michael Kanin. Petta er leikrit um glæp sem byggist annarsvegar á sögum eftir japanska rithöfundinn Ryunosuke Akutagawa og hinsvegar á samnefndri kvik- mynd Kurosawas. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson en Árni íbsen hefur þýtt leikinn. Fimmta verkið er Cicago, söngleikur eftir Fred Ebb og Bob Fosse. Eftir þessa höf- unda liggur fjöldinn allur af söngleikjum en hérlendis eru þeir líklega þekktastir sem höf- undar söngleiksins Kabarett, sem Þjóðleikhúsið sýndi á sín- um tíma. Benedikt Árnason og Kenn Oldfield leikstýra, Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd, Una Collins gerir búninga, Terry Davies er hljómsveitarstjóri og Flosi Ólafsson sér um þýðingu. Sama fólkið sá um uppsetningu Gæja og pía. Sjötta verkið er Islands- klukkan, eftir Halldór Laxness. Þjóðleikhúsið verður 35 ára í apríl n.k. og verður þetta afmælissýning en á næsta ári eru einnig 3Ö ár liðin síðan Tvær persónur ganga nú um með sama and- litið og verður það uppspretta endalauss misskilnings. Þýðandi verksins er Þórar- inn Eldjárn en leikstjóri Gísli Rúnar Jónsson. Aðalsteinn Bergdal fer með aðalhlutverk- in tvö, forstjórann og starfs- manninn, en aðrir leikarar eru Bríet Héðinsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Guðmundur Pálsson, Kjartan Ragnarsson, Guðmundur Ólafsson, Kjart- an Bjargmundsson, Viðar Eggertsson, Lilja Þórisdóttir og Karl Gunnarsson. Verkið verður frumsýnt í lok september í Austurbæjar- bíói og verður þar sýnt á miðnætursýningum. Fyrsta leikritið sem frum- sýnt verður í Iðnó í vetur, er Dagbók Önnu Frank, eftir Frances Goodrich og Albert Hackett. Þetta ersannsögulegt leikrit, byggt á dagbók Gyðingarstúlkunnar Önnu Frank sem dvaldist í felum í tvö ár á geymsluiofti í Amster- dam, ásamt foreldrum sínum, systur og fleira fólki, vegna ofsókna nasista. Sveinn Vík- ingur þýddi verkið en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Aðal- hlutverk er í höndum ungrar stúlku frá Selfossi, Guðrúnar Kristmannsdóttur, en hún lék titilhlutverk leiksins í upp- færslu Leikfélags Selfoss fyrir tveim árum. Með önnur helstu hlutverk fara Sigurður Karlsson, Valgerður Dan, og Ragnheiður Tryggvadóttir. Verkið verður frumsýnt í októ- ber-byrjun. Þriðja verkið er Agnes og almættið, eftir John Piel- meien. Þettaernýtt bandarískt leikrit sem vakið hefur mikla athygli. Það er nokkurskonar Þriðjudagur 4. september 1984 5 höfundurinn fékk nóbelsverð- launin. íslandsklukkan var fyrst leikin við opnun Þjóðleik- hússins árið 1950 og var síðan sýnd aftur árið 1968. Sveinn Einarsson, fyrrum þjóð- leikhússtjóri verður leikstjóri að þessu sinni. Sjöunda verkið er Dafnis og Klói, heilkvöldsballett við tónlist eftir Maurice Ravel. Nanna Ólafsdóttir mun semja ballettinn og stjórna og verður það í fyrsta skipti sem íslenskur danshöfundur semur heil- kvöldsballett. Islenski dans- flokkurinn dansar. Barnaleikritið í ár verður Kardimommubærinn, eftir Thorbjörn Egner, í leikstjórn Klemensar Jónssonar. Nú eru liðin tíu ár síðan þetta vinsæla barnaleikrit var síðast sýnt í Þjóðleikhúsinu og nú komin ný kynslóð barna sem fær þarna að kynnast Soffíu frænku og ræningjunum þrem. Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk þýddu leikinn en frumsýningin er fyrirhuguð í nóvember. Á litla sviðinu verða sýnd tvö ný bandarísk leikrit. í septemberlok verður verð- launaleikritið Góða nótt eftir Marsha Norman frumsýnt og í janúar, Gertrude Stein Ger- trude Stein Gertrude Stein, eftir Marty Martin. Góða nótt fjallar um Jessie, miðaldra konu sem lifir fáfengilegu lífi í sveit með móður sinni og hyggst svipta sig lífi. Móðirin beitir öllum brögðum til að fá Jessie ofan af þessari ákvörð- un. Gertrude Stein fjallar um bandarísku skáldkonuna Ger- trude Stein sem bjó í París á fyrra helmingi þessarar aldar og kynntist þar helstu lista- mönnum þess tíma. Til viðbótar þessum verkum verður söngleikurinn Gæjar og píur tekinn aftur upp í haust og verða á honum nokkrar sýningar. sakamálaleikrit með trúarlegu ívafi og fjallar um nunnu í nunnuklaustri sem eignast hef- ur barn. Barnið finnst látið og er réttarlæknir kvaddur á stað- inn til að kanna málið. Þýðandi leiksins er Úlfur Hjörvar en leikstjóri Þórhildur Þorleifs- dóttir. Verkið verður frumsýnt í desemberbyrjun. í lok janúar verður frumsýn- ing á Draumi á Jónsmessunótt, eftir William Shakespeare. Þetta er vinsælasti gaman- leikur skáldsins og fjallar um unga elskendur sem er meinað að eigast en þá skerast álfar og aðrar ævintýraverur í leikinn. Leikritið verður sýnt í sam- vinnu Leikfélagsins og Nem- endafélags Leiklistarskóla íslands. Þýðandi verksins er Helgi Hálfdánarson, Grétar Reynisson sér um leikmynd og búninga og Jóhann G. Jó- hannsson um tónlistarstjórn en leikstjóri verður Stefán Bald- ursson. Síðasta verkið á leikárinu verður nýtt íslenskt leikrit sem verður kynnt nánar síðar þar sem endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin enn um hvaða verk verður fyrir valinu. Nokkrir íslenskir höfundar vinna nú að leikritum í sam- vinnu við Leikfélagið. Frá fyrra leikári verða tekin til sýninga Fjöreggið eftir Svein Einarsson og Gísl eftir Brendan Behan. Sala á áskriftarkortum á sýningar Leikfélasins er nú að hefjast. Að þessu sinni verða seld áskriftarkort sem gilda á þær fjórar sýningar sem verða í Iönó en sérstakt afsláttarkort verður selt á sýninguna í Aust- urbæjarbíói. Verð áskriftar- kortanna er 900 krónur en afsláttarkortið á sýninguna í Austurbæjarbíói kostar 200 krónur. Álmennt miðaverð á sýningar Leikfélagsins verður 250 krónur. J. ■ Ingólfur Guðbrandsson stjómandi Pólýfónkórsins, ásamt hluta af stjórn kórsins, þeim Guðmundi Guðbrandssyni, Fríðriki Eiríkssyni, Eddu Magnúsdóttur og Tryggva Eiríkssyni. Nr-mjmt svcmr Stórviðburður hjá Pólýfónkórnum: Flytur H-moll messuna á 300ára afmæli Bach ■ „Það er lán að geta talist gjaldgengur á þessu stóra af- mæli. Það gerist bara einu sinni á ævi manns.“ Þetta segir Ingólfur Guð- brandsson, sem mun stjórna flutningi Pólýfónkórsins og Sin- fóníuhljómsveitar íslands á H-moll messu Jóhanns Sebasti- ans Bach á 300 ára fæðingaraf- mæli tónskáldsins hinn 21. mars 1985. H-moll messan er eitt af önd- vegisverkum tónbókmenntanna og hefur hún aðeins verið flutt tvisvar áður hér á landi, í bæði skiptin af Pólýfónkórnum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, í síðara sinnið árið 1976. 28. starfsári Pólýfónkórsins verður hleypt af stokkunum með söngnámskeiði, sem hefst í lok september. Á þar að fríska upp á raddir söngfólksins eftir sumarhléið, og það verður ít- alska söngkonan Eugenia Ratti, sem fær það hlutverk. Er þetta í þriðja sinn, sem hún kemur hingað til að þjálfa raddir kórsins. Ratti dvelur hér í tvær vikur og mun þjálfa kórfélaga bæði í einka- og hóptímum. Undir lok júnímánaðar á næsta ári heldur kórinn væntan- lega suður til Ítalíu og mun syngja í helstu borgum landsins, þ.á m. Flórens, Siena og Róm. Það er þó háð því, að samkomu- lag náist við hljóðfæraleikara. Sinfóníuhljómseit íslands verð- ur á ferðinni í Suður-Frakklandi á sama tíma og er vonast til að hún geti farið þaðan til Ítalíu. Þá gæti farið svo, að H-moll messan yrði flutt í þessum höfuð- stöðvum heimslistarinnar. Pólýfónkórinn mun reka kór- skóla eins og endranær. Hefst starfsemi hans 1. október og stendur í tíu vikur. Kórskólinn stendur opinn öllum áhuga- mönnum um söng, og hefur hann verið vel sóttur á ári hverju. Innritun í hann ferfram hjá ferðaskrifstofunni Útsýn. .Skráning nýrra kórfélaga fer einnig fram næstu daga í símum 76583 (Lára) eftir kl. 13 en í 43740 (Friðrik), 39382 (Tryggvi) og 82795 (Edda) eftir vinnutíma og um helgina. ■ Því miður er hann Ofeigur Björnsson gullsmiður að fara að sýna í Helsinki, en ekki er að efa að hann hefði fengið stórkostlega aðsókn hér heima með þessi statív undir gripina. Sýning hans ber nafnið Instinkt og er önnur einkasýning Ofeigs. Áður hefur hann sýnt í Gallerí Grjót við Skólavörðustíg. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Efnisviður Ófeigs er aðallega leður, kopar og fjaðrir, auk hefðbundinna efna. Sýning hans í Helsinki stendur í rúmlega þrjár vikur, ef einhver skyldi vilja bregða sér. ■ Forsvarsmenn hins nýja læknatals. Talið frá vinstri, Leó E. Löve forstjóri ísafoldar, Tómas Á Jónsson og Þorvaldur Veigar ritnefndarmenn og ritstjórinn Gísli Ólafsson. NT mynd Árni Bjarna. Nýtt Læknatal: Sextíu prósent aukning lækna - ffrá útgáffu síðasta Læknatals ■ Nýtt Læknatal er komið út og var í gær kynnt fjöl- miðlum af útgefanda, rit- stjóra og ritnefndarmönnum. I bókinni eru æviskrár 1193 lækna og er það rúnt 60% aukning í stéttinni frá því bókin kont síðast út 1970. Þá voru teknir allir læknar sem starfað höfðu til ársins 1965 og töldust 719 en nú er bætt við í talið öllum sem bæst hafa við til ársloka 1980, sem eru 474. Læknatalið er merkt ætt-, fræðirit, þar er getið uppruna hvers læknis, maka, tengda- foreldra ogbarna. Starfsferill er rakinn og getið helstu rita sem viðkomandi hefur samið. Ennfremur er náinna tengsla eða skyldleika lækna innbyrðis getið. Að sögn Gísla Ólafssonar ritstjóra gekk söfnun upplýsinga um læknana misvel og vildu fá- einir ekki láta þar koma neitt fram nemagrunnupplýsingar sem finnast hjá læknafélag- inu og einn læknir þvertók fyrir að sín væri getið í bókinni, - og var það þá ekki gert. Bókin, sem ber nafnið Læknar á íslundi er 735 blað- síður og kostar rétt tæpar 3000 krónur út úr búð. Að sögn útgefandans er hér um sérstakt útgáfuársverð að ræða og er ætlunin að hækka verðið þegar frá líður. í læknatalinu er meðþeirri undantekningu sem þegar er talin getið allra sem tekið hafa læknapróf hér á landi frá fyrstu tíð eða haft með lækningar hérlendis að gera um einhvern tíma. Elsti læknir bókarinnar er Hrafn Sveinbjarnarson sent háls- höggvinn var árið 1213.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.