NT - 04.09.1984, Blaðsíða 23

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 23
I Þriðjudagur 4. september 1984 23 ■ Rita Klotter, leiðbeinandi frá Pivo Point í Chicago, að störfum ■ Þátttakendur og leiðbeinandi á námskeiðinu. ■ Svanhildur Kjær, frá fjölbrautaskólanum í Keflavík. Pivot Point á íslandi ■ Sl. haust ákvað Iðnfræðsluráð að færa kennsluhætti grunnnáms hársnyrtigreina við íslenska iðnskóla í fastara form. Pivot Point kennslukerfið hefur í allmörg ár verið notað í Noregi og Svíþjóð. í Danmörku hefur það nýlega verið tekið upp, en auk þess er kerfið notað við kennslu í 40-50 löndum öðrum. Pivot Point kerfið hefur verið notfært í hárgreiðslu hér á landi, en verkkennslukerfið ekki fyrr verið notað í skólum hér. Þar sem um nýtt kennslufyrirkomulag er hér að ræða var fenginn leiðbeinandi frá Pivot Point til að þjálfa kennara í hinum nýju vinnubrögðum. Leiðbeinandinn var Rita Klotter, frá Pivot Point International í Chicago, en hún hefur mikla reynslu sem leiðbeinandi á vegum þess fyrirtækis. Pátttakendur í Pivot Point-námskeiðinu, sem haldið var í Iðnskólan- um í Reykjavík í þessum mánuði, eru: Erna Bragadóttir, Lára Óskarsdóttir, Hansína Traustadóttir, Hrafnhildur Konráðsdóttir, Hörður Guðmundsson, Sigrún Magnúsdóttir, Svanhildur Kjær og Vilborg Teitsdóttir. ■ Lára Óskarsdóttir, fulltrúi hárgreiðslumeistara. ■ Vilborg Teitsdóttir, Iðnskólanum í Reykjavík.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.