NT - 25.10.1984, Blaðsíða 2

NT - 25.10.1984, Blaðsíða 2
f T1S7 Fimmtudagur 25. okt. 1984 2 L LÍÍ Fréttir „Þeir reita hársitt ogskegg - þeir sem það hafa“ - sagði Ragnhildur Helgadóttir á þingi ■ Eiður Gudnason mælti í gær, á fundi efri deildar alþingis fyrir þingsályktunartillögu um skipan þingmannanefndar til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólög- legra útvarpsstöðva. Eiður vitnaði í orð Bjarna Benedikstssonar, að njóta beri frelsis innan ramma laganna. Einnig vitnaði Eiður í orð Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins: „Menn hafa fundið æðri lögmál". „Þessi orð formanns Sjálf- stæðisflokksins, stærsta stjórn- málaflokks íslands, eru um- hugsunarverð," sagði Eiður. Hann dró í efa vilja ráðherra til að stöðva útvarpsstöðvarnar, og sagðist telja þann tíma sem leið frá því að stöðvarnar tóku til starfa þar til þeim var lokað, of langan. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, tók til máls á eftir Eið. Hún sagði að málflutningur Eiðs væri byggð- ur á gróusögum, og lagði til að peningar ríkisins væru sparaðir og beðið eftir dómsúrskurði í máli útvarpsstöðvanna. En hún benti á að útvarps- stöðvarnar hefðu borið fyrir sig neyðarréttarákvæði, en neyðar- réttur getur gilt um athæfi sem venjulega er ólöglegt, en leyfist vegna annarlegra aðstæðna. Ragnhildur sagði að málflutn- ingur Eiðs stafaði af pólitískum erfiðleikum hans um þessar mundir og sagði algengt að þegar þannig stæði á „reittu menn hár sitt og skegg - þeir sem það hefðu". Umræðu um málið var síðan frestað vegna ríkisstjórnarfund- ar sem boðaður var klukkan 3 í gær. Ragnar Arnalds mótmælti frestuninni, og hvatti forseta efri deildar, Salome Þorkels- dóttur, til að fá ríkisstjórnar- fundi frestað svo ráðherrar gætu tekið þátt í þingfundi. Alþingi: ■ Gunnar G. Schram hefur verið kosinn for- maður allsherjarnefndar efri deildar alþingis. Varaformaður er Ólafur Þórðarson og fundarritari Guðrún Helgadóttir. Þá var lagt fram í efri deild frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsráð Sjávarút- vegsins. Flutningsmenn frumvarpsins eru Kolbrún Jónsdóttir og Stefán Ben- ediktsson. Breytingin fel- ur í sér að lágmarksverð á sjávarafla ákvarðist af frjálsum samningum fisk- kaupenda og seljenda. í neðri deild urðu snarp- ar umræður um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Breytingin felur í sér að rísi ágreiningur um úr- skurði kjaradeildunefndar geti aðilar skotið málinu til Hæstaréttar sem úr- skurði tafarlaust. Flutningsmenn eru Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Einarsson. Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB og varaformaður samtak- anna, sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann væri ekki hlynntur því að breyta lögum um samn- ingsrétt í fljótheitum. Einnig var lagt fyrir neðri deild frumvarp til laga um lögverndun á starfsheiti kennara. Flutn- ingsmenn voru Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristóf- er Már Kristinsson. Svartolían í land ■ Uppskipun úr sovéska svartolíuskipinu, sem beðið hefur í Reykjavíkurhöfn í nokkra daga, hófst undir kvöld í gær. Verkfallsstjórn BSRB veitti undanþágu fyrir losun skipsins í gærmorgun. Hafnfirðingar sömdu í gær - á sömu nótum og Kópavogsmenn ■ Nýr kjarasamningur á milli Starfsmannafélags Hafnarfjarð- ar og bæjarins var undirritaður um kl. 18 í gær. Samningurinn felur í sér 10% launahækkun frá 1. september og síðan kemur 3.5% hækkun 1. desember og önnur eins 1. maí á næsta ári. persónuuppbót, kr. 4.500, verð- ur greidd 1. nóvember. Samningurinn er svipaður þeim, sem gerður var í Kópa- vogi á dögunum og losar hækk- unin 19% á samningstímanum, sem er til ársloka 1985. Þá mun fylgja samningnum drengskap- arloforð frá bæjaryfirvöldum um kaupmáttartryggingu, sam- kvæmt heimildum NT. Markús Óm Antons- son útvarps- stjóri ■ Markús Örn Antonsson, rit- stjóri með meiru, hefur verið skipaður útvarpsstjóri frá 1. janúar 1985. Hann tekur við af Andrési Björnssyni sem gegnt hefur útvarpsstjóraembætti frá 1968. Sex aðrir umsækjendur voru uin stöðu útvarpsstjóra eins og fram hefur komið í NT.' Markús Örn er fæddur í Reykjavík 1935. Hann lauk stúdentsprófi 1965 og hefur síð- an starfað við fréttamennsku, blaðaútgáfu og stjórnmál. Markús er forseti borgarstjórn- ar og hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 1970. Hann er fjórði maðurinn sem gegnir embætti útvarpsstjóra frá upphafi. Launanefnd sveitarfélaga: Hrokkin upp fyrir ■ „Ég vona að launanefnd sveitarfélaganna sé hrokkin upp fyrir. Allt sem ég hafði áður sagt fyrir um, hefur komið fram varðandi nefnd- ina,“ sagði Helgi Andrésson, formaður starfsmannafélags Akraness í viðtali við NT í gær. Helgi sagði að nú þegar samningaumleitanir nefnd- arinnar hefðu verið komnar í strand, hefðu sveitárfélög- in farið af stað. Sagði hann að það sýndi að það apparat sem sveitarfélögin hefðu komið sér upp gengi ekki. Jafnframt sagði Helgi, að hefði launanefnd ekki verið til staðar, hefðu viðræður sveitarfélaga og starfs- mannafélaga hafist mun fyrr, og verið jákvæðari. Helgi er formaður bæjar- starfsmannafélagsins á Akra- nesi og situr í stjórn BSRB. Sáttatillaga sáttasemjara var samþykkt í allsherjarat- kvæðagreiðslu á Akranesi. Lausafjárstaða bankanna batnar ■ Lausafjárstaða bankanna í septembermánuði síðast batnaði um 360 milljónir króna liðnum, samkvæmt upplýsing- Sjálfsafgreiðsla Iðnaðarbankans ■ Eins og kemur fram ann- arsstaðar í blaðinu er Iðnað- arbankinn nú að láta setja upp sjálfsafgreiðsluvélar í afgreiðslustaði sína. Þá geta viðskiptavinir bankans náð sér í peninga hvenær sem er með því að stinga korti í rifu og ýta á hnapp. Dropar hafa . héyrt að óþekktur maður, mjósleg- inn, hávaxinn, skolleitur með skíðagrímu eigi í raun heiðurinn af því að þessir kassar eru settir upp. Þessi maður brá sér, eins og frægt varð, inn í Iðnaðarbankann í Breiðholti eftir lokun og afgreiddi sig þar sjálfur. Eftir það hafi hugmyndin að vél- unum kviknað, það væri hvort eð er sjálfsafgreiðsla í Iðnaðarbankanum. Erþað tóbaksleysið sem veldur? ■ Kjaradeila blaðamanna og útgefenda stendur sem intomit hæst og hefur enn ekki verið skrifað undir samninga. Á mánudaginn var talaði rit- stjóri Dags á Akureyri við Guðlaug Þorvaldsson, sátta- semjara ríkisins, og kom þá fram hjá Guðlaugi að það væri verra með tóbaksleysið, sem nú væri farið að gera vart við sig á höfuðborgar- svæðinu, heldur en þó dag- blöðin stöðvuðust á nýjan leik uppúr helgi. Brugðu Dagsmenn hart við og sendu sáttasemjara væna sendingu af Cerut 30 vindlum frá höfuðstað Norðurlands, þar sem nóg ku hafa verið til af tóbaki er síðast fréttist, í þeirri von að fyrr gengi sam- an í deilunni. um sem NT fékk hjá Seðlabank- anum. Kemur þessi bati í kjölfar þess að lausafjárstaða bankanna versnaði um 742 milljónir króna í ágústmánuði. „Þetta er vísbending um að við séum á réttri leið í að ná jöfnuði á milli innlána og út- lána“, sagði Eiríkur Guðnason, forstöðumaður Hagfræðideild- ar Seðlabankans í samtali við NT í gær. „En staðan er enn afskaplega slæm“. I lok septem- ber var lausafjárstaða bankanna neikvæð um samtals 3,1 milljarð króna. Bati lausafjárstöðunnar kann að vera tengdur óvenjulega mikilli innlausn spariskírteina ríkissjóðs í september, að upp- hæð 716 milljónir króna. Þar af var aðeins 157 milljónum skipt í ný spariskírteini, sem eru með fullri verðtryggingu og 8% vöxt- um að auki. Bankar og spari- sjóðir auglýstu mikið í ágúst og september að þeir greiddu fyrir innlausn spariskírteinanna, í von um að fá hluta af innlausn- arfénu inn á eigin innlánsreikn- inga. Bjarni Bragi Jónsson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans, sagði að í október hefði inn- lausn á spariskírteinum haldist mun meira í hendur við skipti í ný skírteini, eða 157 milljónir í innleystum á móti 105 milljón- um í nýjum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.