NT - 25.10.1984, Page 8

NT - 25.10.1984, Page 8
 Fimmtudagur 25. okt. 1984 8 Sókn kaupmanna gegn afurðasölulögunum Kjúklingar og málaferli eftir Halldór Kristjánsson ■ Kjúklingabændur og eggjaframleiðendur hafa stað- ið í orðahnippingum í dag- blöðum undanfarið. Þærdeilur verða ekki raktar hér í smá- atriðum, en kaupmenn telja sér hag í þeim og hafa svo- kölluð neytendasamtök meðal annars verið notuð í þeirra þágu. Ætla mætti að neytendur ættu sér skjól og skjöld þar sem kaupmenn eru því að neytendasamtökin virðast sí og æ tala máli þeirra. Kjarnfóðurskattur Skattur hefur verið lagður á innflutt kjarnfóður. Þaðergert til þess að sporna við því að menn freistist til að auka fram- leiðslu mjólkur og kjöts með kornvörum sem keyptar eru frá útlöndum og seldar þar niðurgreiddar. Heimilt er að endurgreiða þennan skatt að vissu marki samkvæmt ákveðnum reglum. Fram- leiðsluráð varðveitir þennan kjarnfóðursjóð og gerir til- lögur um framlög úr honum og endurgreiðslur, en landbúnað- arráðuneytið úrskurðar endan- lega um allar greiðslur úr sjóðnum. Svo er litið á að þessi kjarn- fóðurskattur sé í rauninni eign bænda og ætlast til að honum sé varið til að styðja og hag- ræða framleiðslu bændastétt- arinnar. Endurgreiðslur úr sjóðnum eru heimilaðar m.a. vegna þess að ekki þykir rétt að láta skattinn leggjast með fullum þunga á hænsnaeldi þar sem það er svo mjög upp á erlent kjarnfóður komið. Þess er gætt frá hvaða bú- 1 greinum kjarnfóðurskatturinn kemur og það haft til hliðsjón- ar við ráðstöfun fjárins. Samkvæmt þessu kemur í hlut Framleiðsluráðs að gera tillögur og leggja mat á um- sóknir um framlög til liðsinnis ýmsum framkvæmdum, eink- um félagslegs eðlis, sem kæmu búskapnum í heild að notum og næðu þannig til allra framleiðenda. Áhersla lögð á vöruvöndun Öllum kom saman um það fyrir fáum árum að sláturhús vantaði fyrir alifugla svo að fullnægt væri kröfum heil- brigðiseftirlits. Kjúklingabænd- ur voru þá allir aðilar að Hreiðri hf. Þar var fullur ein- hugur um að styðja alifugla- sláturhús sem Hreiður byggði. Þannig átti það framlag að auðvelda öllum kjúklinga- bændum á sunnan verðu land- inu vöruvöndun í samræmi við kröfur heilbrigði og hreinlætis. í öðru lagi var samkomulag um það að eggjaframleiðslan hefði þörf á stöð sem gæti flokkað og metið egg. Félags- skapur eggjaframleiðenda vildi koma upp slíkri stöð sem fullnægði suðvesturhorni landsins. Sjálfsagt þótti að styðja hana. Síðan gerðist það að einstak- ir hænsnabændur gerðust svo stórir að þeir rúmuðust ekki í heildarsamtökunum og klufu sig frá þeim. Gildir það bæði um kjúklingaeldi og varp. Þessir stóru menn töldu sig þurfa sláturhús og flokkunar- stöðvar fyrir sig sérstaklega. Þar af hafa risið ágreiningsmál sem hér verða ekki rakin sér- staklega. Þó skal á það minnt að þeir hafa fengið áheyrn og stuðning, þótt afskiptir þykist. Gagnlegt er að fylgjast með afstöðu kaupmanna. Þeir fagna þessum deilum og ekki bregðast neytendasamtökin málstað kaupmanna og stóru framleiðendanna. Stórir menn hanga á hálmstrái Það skal áréttað hér að allar greiðslur úr kjarnfóðursjóði eru endanlega gerðar eftir á- kvörðun landbúnaðarráðu- neytisins og um þær er engin leynd þar sem þær eru t.d. allar taldar í Árbók landbún- aðarins.Það er haldlítill málatil- búnaður að tala hér um fjöl- skyldufyrirtæki sem þar ráði öllu. En því er þetta ritað að gripið hefur verið til þess ráðs í umræðunum að benda á að formaður Sambands eggja- framleiðenda, Jón Gíslason á Hálsi, eigi föður sem er í stjórn Sláturfélags Suðurlands, en Sláturfélagið eigi hlut í Hreiðri hf. og auk þess eigi þessi faðir hans sæti í Framleiðsluráði, sem auðvitað gerir tillögur um styrki og lán úr Kjarnfóður- sjóði eins og áður er sagt og þá m.a. til Hreiðurs. Gísia á Hálsi hafa frá unga aldri verið falin mörg trúnaðarstörf. Hann nýt- ur mikils trausts meðal bænda og enginn sem þekkir hann mun trúa því að hann misnot- aði aðstöðu sína í eiginhags- munaskyni enda þótt auðveld- ara tækifæri byðist en um er að ræða í Framleiðsluráði. Slíkar röksemdir sem þetta tal um einræði fjölskyldunnar eru ve- sælt hálmstrá sem ekki þolir þunga menn. En allt er hey í harðindum. Málaferli Einn h,inna stóru einfara úr hópi hænsnamanna stendur nú í málaferlum. Hann telur kjarn- fóðurgjaldið ólöglegt og ráð- stöfun þess sömuleiðis. Það mun á sínum tíma koma í Ijós hversu þær kröfur stand- ast fyrir dómstólum. En ástæða er til að vekja athygli á því að í málflutningi lögmanns hans er ekki kannast við að rétt eða löglegt geti verið að leggja á menn skatt sem síðan komi einum að notum fremur en öðrum. Þó er það svo og hefur verið frá öndverðu að þjóðfé- lagið skattleggur menn til þess að geta fært frá einum til annars til að mismuna mönnum frá því sem ella væri. Löggæsla, heilsugæsla og skólamál o.s.frv. kosta sitt og koma misjafnlega við svo að mjög verður misjafnt hve hver og einn nýtur framlaganna. Þeir sem eru svo heppnir að þurfa sjaldan til læknis og ald- rei á sjúkrahús vilja flestir fegnir kosta nokkru til að halda við öryggi heilsugæslu og heil- brigðisþjónustu. Auðvitað verður það ekki gert nema með álögum sem í reynd færast frá einum til annars. Því er það furðulegt að þann dag í dag skuli fyrirfinnast löglærður maður með svo afbrigðilegar hugmyndir, að grundvallar- reglur í siðuðu samfélagi krist- inna manna séu brot á sjálfum grundvelli mannfélagsins. Hagur neytenda Ætla mætti að neytendur og samtök þeirra kynnu vel að meta vöruvöndun eins og þá að sprungin egg og gölluð að öðru leyti eru ekki send á markað. Svo mun vissulega reynast enda þótt sá félags- skapur sem skreytir sig með nafni neytenda láti sér slíkt í léttu rúmi liggja. Vöruvöndun borgar sig bæði fyrir framleið- endur og neytendur og ætti því að vera fagnaðarefni bæði selj- enda og kaupenda. Kannske sýnir það flestu betur hver háðung neytendum ier í því að nafn þeirra sé notað á þennan félagsskap að þar virðist vöruvöndun einskis metin. Fyrst og fremst virðist vera spurt um hagsmuni kaupmanna og þeirra velþókn- un. Þeim eiga neytendasam- tökin að þjóna eins og hús- mæðrafélagið fyrir hálfri öld þegar það mælti með ýsusoði fyrir smábörn fremur en Sam- sölumjólk. Þannig eru vörður á baráttuvegi kaupmanna með vinsælum nöfnum: Húsmóðir. Neytandu l S agan pndurtekur sig. Frá Rafmagnsveitum ríkisins: Vafasamar fullyrðingar um rekstur dreifikerfa RARIK á Suðurlandi ■ Vegnaumræðnaaðundan- förnu um raforkumál á Suður- landi vilja Rafmagnsveitur ríkisins taka fram eftirfarandi: Fullyrt hefur verið í fjöl- miðlum, að lækka megi raf- orkuverð í þéttbýli á Suður- landi, ef Rafveita Selfoss tæki við rekstri dreifikerfis RARIK í landsfjórðungnum og að RARIK hafi á undanförnum árum hagnast á dreifikerfinu á Suðurlandi og lagt ágóðann í framkvæmdir í öðrum lands- hlutum. Fullyrðingar þessar eru hvort tveggja í senn rangar og vafasamar og að öllum líkind- um byggðar á misskilningi. Staðreyndin er sú, að líkur benda til þess, að fremur mætti lækka orkuverð til notenda á Selfossi með yfirtöku Raf- magnsveitna ríkisins á Raf- veitu Selfoss og ennfremur, að kostnaður við rekstur stofn- línukerfisins á Suðurlandi er meiri en tekjur, sem orkuflutn- ingur um kerfið gefur af sér. Hér á eftir verða raktar helstu staðreyndir um dreifi- kerfi RARIK á Suðurlandi og rekstur þess. í hnotskurn er kjarni þeirra staðreynda þessi: 1. Mestri hagkvæmni er hægt að ná með samnýtingu mann- afla og tækja, en það verður auðveldara eftir því sem rekstr- areiningarnar eru stærri. 2. Heildsöluálagning RAR- IK á raforku frá Landsvirkjun til sveitarfélagarafveitna á Suðurlandi nægir ekki til þess að standa undir hlutdeild þeirra í kostnaði við stofnlínu- kerfið í landsfjórðungnum. 3. Hröðuppbyggingstofnlín- ukerfis RARIK á Suðurlandi hefur átt sér stað á undanförn- um árum. Þrátt fyrir það er enn þörf á töluverðum fram- kvæmdum á næstu árum. 36,3% af orkukaupum RARIK á Suðuriandi til sveitarfélagarafveitna Rafmagnsveitur ríkisins annast raforkudreifingu og smásölu til um 46,4% íbúa í Suðurlandskjördæmi, sem að stærstum hluta eru í dreifbýli, auk þess annast Rafmagnsveit- urnar orkuflutning um stofn- línur frá orkuverum Lands- virkjunar við Ljósafoss og Búr- fell til eigin dreifiveitna og til 5 sveitarfélagarafveitna, þ.e. Vestmannaeyja, Selfoss, Hveragerðis, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þessar rafveitur fá orkuna afhenta innan bæjar- eða sveitarfélagsmarka á ýmist 33, 11 eða 6 kV spennu og sjá síðan um dreifingu innan þétt- býlisins. Þessi orkusala til sveitarfél- agarafveitna er nálægt 36,3% af orkukaupum RARIK frá Landsvirkjun á Suðurlandi. Til að anna orkuflutningi á Suðurlandi reka Rafmagns- veitur ríkisins 66 og 33 kV stofnlínukerfi, sem er þannig byggt upp, að frá Ljósafossi liggja 66 kV línur til Hvera- gerðis og Selfoss og frá Búrfelli liggja 66 kV línur til Hvolsvall- ar og Flúða. Frá Selfossi er 33 kV lína niður á Krosssand og þaðan eru tveir 33 kV sæ- strengir til Vestmannaeyja. Einnig er 33 kV lína frá Hvols- velli til Víkur í Mýrdal. Samnýting eykur hagkvæmni Fjöldi starfsmanna RARIK á Suðurlandi, sem annast dag- legan rekstur, eftirlit og meg- inhluta nýframkvæmda á öllu dreifikerfinu eru 25. Þegar urn stærri framkvæmdir er að ræða, eru þær að hluta til boðnar út. í Reykjavík er unnið að verkefnum, sem hagkvæmt er að hafa sameiginleg fyrir öll rekstrarsvæði RARIK bæði á tækni- og fjármálasviði eins og heildaráætlanir, hönnun, tölv- urekstur, innkaup, bókhald o.fl. Ljóst er að mestri hagkvæmni er hægt að ná með samnýtingu mannafla og tækja, en það verð- ur auðveldara eftir því sem rekstrareiningarnar eru stærri. Álagning í raun 12,3%, þegar tekið er tillit til tapa Heildsöluálagning til sveitar- félagarafveitna er 18,3% á kaup- verð frá Landsvirkjun miðað við sama nýtingartíma. Töp í stofn- línukerfinu á Suðurlandi eru um 5,3%. Álagning RARIK af sölu til sveitarfélagarafveitna er því í raun 12,3%. Þessi 12,3% álagn- ing á raforku bæði til eigin veitna og sveitarfélagarafveitna ætti að standa undir öllum rekstrar- og fjármagnskostnaði stofnlínukerf- isins á Suðurlandi. Það skal þó tekið fram, að ef sveitarfélagarafveitur kaupa orku á hærri spennu, þá er álagning RARIK lægri eða um 12,7% áður en tekið er tillit til tapa. Þetta gildir t.d. um Rafveitu Vestmannaeyja, sem kaupir á 33 kV spennu. Heildarorkukaup inn á Suðurlandi nema á núgildandi gjaldskrá Landsvirkjunar um 199 Mkr á ári og heildsöluálagning á þá fjárhæð væri 24,4 Mkr, ef reiknað er með að selja alla orkuna í heildsölu, þar af kæmu um 8,9 millj. kr. frá sveitarfélaga- rafveitum, en 15,5 Mkr eru reikn- aðar tekjur af sölu til eigin dreifiveitna. Heildarverðmæti stofnlínu- kerfisins á Suðurlandi er um 310 Mkr. Afskrift af kerfinu er 14 Mkr á ári og rekstrarkostnaður 3,1 Mkr hvorttveggja á núgild- andi verðlagi. Fjármagnskostn- aður af kerfinu, ef miðað er við meðalvexti af lánum, sem RAR- IK hefur tekið til að standa undir fjárfestingum er 24,7 Mkr. Heild- arkostnaðurinn er samkvæmt þessu 41,8 Mkr og þar af ætti heildsöluálagning af sölu til sveit- arfélagarafveitna að standa undir 15,2 Mkr, ef miðað er við hlut- deild þeirra í heildarorkukaup- um á svæðinu eða 36,3%. Álagnmg stendur ekki undir kostnaði Það er því mat RARIK, að heildsöluálagningin nægi ekki til að standa undir kostnaði við stofnlínukerfið á Suðurlandi. Þrátt fyrir hækkanir á heild- söluverði raforku frá Landsvirkj- un um fram verðbólgu á árinu 1983 er kostnaður af rekstri stofri- línukerfisins á Suðurlandi enn meiri en þær tekjur, sem orku- flutningur um kerfið gefur af sér. Hröð uppbygging Rafmagnsveitur ríkisins hafa á undanfömum ámm aukið og endurbætt stofiilínukerfi sitt á Suðurlandi. Árið 1970 var stofn- línukerfið aðeins tengt við Ljósa- fossvirkjun með 33 kV línu niður á Selfoss. Frá Selfossi lágu tvær línur, önnur til Þorlákshafriar en hin til Hvolsvallar og þaðan til Vest- mannaeyja með sæstreng. Á þessum tíma vom aðveitustöðvar RARIK á Suðurlandi 9 og afl- spennar samtals 11,6 MVA að uppsettu afli. Árið 1971 var byrjað á 45 km langri 66 kV línu frá Búrfells- virkjun niður á Hvolsvöll og henni lokið árið eftir, ásamt stækkun á aðveitustöðinni á Hvolsvelli og uppsetningu á 10 MVA spenni. Arin 1973 til 1977 dró nokkuð úr framkvæmdum, en á þeim ámm var þó skipt um spenna á Hellu, Þorlákshöfri og Hvolsvelli og byggt við aðveitu- stöðina þar. Árið 1978 aukast framkvæmd- ir aftur og hafa haldist stöðugar fram á þennan dag. Á þessum ámm hafa verið byggðar þrjár 66

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.