NT


NT - 25.10.1984, Síða 14

NT - 25.10.1984, Síða 14
Fimmtudagur 25. okt. 1984 14 VOLVO nýtt fyrir ’85 ■ Volvo hefur nú látið upp- skátt hvað títt er módelárið ’85. Einn nýr meðlimur bætist við 700 línuna, sá ódýrasti sem kallast 740 GL. Hann er með nokkuð einfaldari inn- réttingu og búnaði og vélin er með blöndungi en ekki inn- spýtingu eins og allir hinir 700 bílarnir. Hann er því kominn mjög nálægt 200 seríunni, líka í verði sem er 629.000. Blaðamanni NT gafst kost- ur á að reynsluaka Volvo 340 DL og nýja 740 GL bílnum hér á Islandi þótt enn væru 10 dagar þar til hann yrði opin- berlega kynntur annars stað- ar í heiminum. Af þessu til- efni kom tæknimaður frá Volvo í Svíþjóð sem sá um að kynna tækninýjungar Volvo í ár. Volvo 740 GL er stór afturdrifinn bíll og rýmið eftir því, það er langt á milli hjóla og yfirbyggingin upprétt og bein sem gefur aftursætisfar- þegum betra pláss en í loft- mótstöðuundrunum, keppi- nautunum sem Volvo hefur kosið að skeyta ekkert um. Fjöðrunin er stillt mjög með þægindi farþega fyrir augun og hefur heppnast vel. Það er ekki að efa að hann heldur því orði sem af 240 bílnum fer f íslenskum þjóðvega- akstri og bætir það heldur.' Hjá ökumanni sem er að flýta sér eða héfur gaman af akstrí góðra bíla vaknar sú tilfinn- ing að öll vinna tæknimann- anna hafi miðast við að ná millistigi milli hreins hrað- akstursbíls og hreins hæg- indabíls. Fetta gengur mjög þokkalega upp hjá þeim og fellur örugglega að smekk mjög stórs hóps. Volvo er fastheldið fyrir- tæki eins og fólkið sem kaupir bílana þeirra og í stað þess að beita nýju japönsku aðferð- inni að sturta nýjum módel- um á markaðinn í magni sem kaffærir andstæðingana legg- ur Volvo rækt við það sem þeir hafa og flana ekki að neinu. Kynning 700 línunnar hef- ur einmitt verið í þeim anda, ein útgáfa er kynnt í einu með drjúgum tíma á milli. Það er líka gert til þess að skaða ekki sölu á 200 línunni sem orðin er öldruð undir öllum farðanum en er haldið við með reglulegum endur- bótum og andlitslyftingum. Fyrrnefndur tæknimaður Volvo fullvissar oss um að framleiðsla haldi áfram svo lengi sem markaður verði fyrir Volvo 240, sem unnið hefur sér fastan og öruggan sess meðal síns trausta og trúa kaupendahóps, og vax- andi virðingu utan hans. 700 línan með þeim viðbót- um sem enn eiga eftir að sjást er þó viðbúin að taka við af 200 línunni nær hvenær sem er ef nauðsyn krefur þangað til arftaki 200 seríunnar er tilbúinn, en það verður ekki á næstunni. Sú staða kemur þó varia upp í bráð þar sem rífandi sala er í 200 seríunni á mörgum mörkuðum um þess- ar mundir. En snúum okkur aftur að akstrinum. Ég þori að full- yrða að frá og með þessari ’85 árgerð eru Volvo hættir að framleiða hraðskreiðustu traktora heims eins og stund- um var um þá sagt. Volvo Hinn nýi Volvo 740 GL er sá ódýrasti í 700 línunni. Innréttingin er einföld og gerð til að endast. hefur alltaf verið fyrir ofan meðallag, en það sem stungið hefur æ meir í stúf við aðra eiginleika var vélin, sem hristist og skalf ef henni sýnd- ist svo og lét mjög greinilega vita af sér ef hún var beðin um fulla vinnslu. Þetta fann ég að er úr sögunni, því í stað þess að stinga höfðinu í sand- inn eða reyna að mála yfir þessa eiginleika eins og oft er gert hafa tæknimennirnir komist fyrir titringinn þar sem hann myndaðist með því að hanna nýjan sveifarás með átta mótvægisklossum og nýja orkusparandi stimpla sem leyta lengri stimpilstang- ir sem sveiflast minna. Petta þýðir minni titring og nún- ingsviðnám og meiri nýtni. Vél fyrir vél hefur eyðslan verið minnkuð um 1-5% og allt að 10% aðallega eftir þrem leiðum: í fyrsta lagi minnkaðri nún- ingsmótstöðu vélanna (sem eykur jafnframt endingu í sömu hlutföllum).

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.