NT - 16.11.1984, Síða 17
Föstudagur 16. nóvember 1984 1 7
■ Hér er það Bjami Jakobsson, formaður Iðju, sem ber fram hamingjuóskir.
■ (Fyrir ofan) Margir fulltrúar stéttarfé-
laga, sem á undanförnum vikum höfðu haft
langar setur á fundum með sáttasemjara,
komu nú til að samgleðjast afmælisbarninu.
Hér er Ómar Valdimarsson, formaður
Blaðamannafélags Islands að óska Guðlaugi
og kristínu konu hans til hamingju.
■ (Til vinstri) Séð yfir hluta af afmælis-
gestunum, en þar var orðin þröng á þingi,
eins og sjá má. Fremst í miðju sést Haraldur
Steinþórsson ræða við Hauk Helgason og
ekki er ólíklegt að þarna beri BSRB-mál á
góma.
■ (Fyrir neðan) Jón Þorsteinsson og Jón
Armann Héðinsson virðast vera að ræða
alvarleg mál. Skyldi þau fjalla um formanns-
kosningarnar í Alþýðuflokknum?
■ Guðlaugur Þorvaldsson og kona hans, Kristín Kristinsdóttir, taka á móti gestum.
■ Kristján Benediktsson, Svanlaug Ermenreksdóttir og Krístján Benjamínsson heilsa upp á
Guðlaug og Kristínu. Kristjánarnir og Guðlaugur eru í sama badminton-hópnum (Fuglunum), sem
hefur árum saman leikið badminton.
NT-myndir: Robcrt
Svipmyndir úr afmælisfagnaði
Guðlaugs sáttasemjara
■ Þegar Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemjari átti
sextugsafmæli - þann 13. októ-
ber sl. - stóð hann í ströngum
fundahöldum með hinum
ýmsu samningaaðilum í verk-
fallinu. Honum gafst því engin
stund þá til að gleðjast með
fjölskyldu sinni, vinum og sam-
starfsmönnum ítilefni afmælis-
ins.
En þegar hægðist um aftur
lét Guðlaugur boð út ganga
um að nú hefði hann ákveðið
að efna til afmælisfagnaðar.
Guðlaugur er vinmargur mað-
ur og varð því mjög fjöl-
mennt í afmælinu. Tala gesta
var nærri 600 manns!
Ljósmyndari NT var þarna
staddur, og sjáum við hér
nokkrar myndir sem hann
smellti af - af afmælisbarninu,
konu hans og ýmsum gestum.
■ Magnús Gunnarsson, frkv.stj. VSÍ og Snorri Jónsson, fyrrv. forseti ASI, ræða málin í
rólegheitum.