NT


NT - 13.12.1984, Side 24

NT - 13.12.1984, Side 24
Norskir ráðherrar syng ja með T utu „Lítil eftirsjá í svertingjum?“ spyr hann n Desmond Tutu, biskup frá Suður-Afríku, vann hugi og hjörtu Norðmanna þá daga sem hann dvaldi í Osló til að taka við friðarverðlaunum Nóbels. Tutu er nú kominn til Svíþjóðar, fullur af lífsþrótti þrátt fyrir að hann hafi síðustu vikuna átt viðræður við Reag- an forseta í Hvíta húsinu, Ólaf Noregskonung, norska ráð- herra og kirkjumenn, fyrir utan þann eril sem fylgir verð- launaafhendingunni. Tutu, fjölskylda hans og fylgdarlið hefur farið um með gleði, söng og dansi - þótt hann sé líka ómyrkur í máli um kynþáttaaðskilnaðar- stefnu stjórnarinnar í Pretóríu. A blaðamannafundi skömmu cftir komuna til Osló tók Tutu og fólk hans upp á því að syngja og dansa öllum að óvör- um. Pegar tilkynnt hafði verið um sprengjuhótunina sem truflaði verðlaunaafhending- una í hátíðarsal háskólans í Osló fór stórmennið sem þar var viðstatt út á tröppur há- skólans. Par fékk Tutu norska ráðherra, sem eru þekktir fyrir annað en léttúð, til að syngja með sér baráttusálminn „We Shall Overcome". Norska stjórnin hefur enda heitið því að reyna að beita sér fyrir víðtæku alþjóðlegu versl- unarbanni á Suður-Afríku, en það gengur í berhögg við nú- verandi stefnu Reagan-stjórn- arinnar í þessurn heimshluta. Þó gætir nokkurs tvískinnungs þegar Norðmenn mótmæla að- skilnaðarstefnunni. Norskskip halda uppi miklum flutningum til og frá Suður-Afríku og gagnrýndi Tutu það í viðræð- um sínum við norska ráða- menn. Þeir munu hafa lofað að ráða þar einhverja bót á. { nóbelsfyrirlestri sínum ræddi Tutu nokkuð um frétta- flutning vestrænna fjölmiðla frá Suður-Afríku. Hann vakti athygli á því hversu mikið vestræn blöð hefðu fjallað um morðið á pólska klerkinum Jerzy Popieluszko á sama tíma og þau hefðu litla athygli veitt ógnarlegum atburðum sem voru að gerast í Suður-Afríku. „Er verið að gefa í skyn nokkuð sem ég vil ekki leggja trúnað á, að það sé lítil eftirsjá í okkur svertingjunum," sagði Tutu. „Ég gleðst yfir því að dauði eins manns getur vakið svona mikinn harm. En á sama tíma og presturinn finns látinn drepur lögreglan í Suður-Afr- íku 24 svertingja sem tóku þátt í mótmælum og 6000 aðrir eru reknir úr vinnu fyrir sömu sakir. Þá megum við þakka fyrir að fá jafnmikla umfjöll- un." Eþíópíulag breskra poppara komið á topp vinsældalista London-Keutcr ■ Fyrir skömmu sögöurn við hér á síðunum frá því framtaki heimsfrægra breskra popptón- listarmanna að koma saman í hljóðveri og taka upp lag til stuðnings við bágstatt fólk á hungursvæðum í Eþíópíu. Poppararnir komu saman undir nafnin „Band Aid" (orðaleikur sem því miður er gjörsamlega óþýðanlegur) og sungu lag sem heitir „Do They Know It's Christmas?" Lagið er eftir þá Bob Geldorf úr Boomtown Rats og Midge Ure úr Ultravox, en hvorki meira né minna en fjörutíu stórpopparar lögðu hönd á plóginn. Þar á meðal voru Boy George og Culture Club, Sting, Phil Collins og meðlimir úr hljómsveitunum Duran Duran, Kool and the Gang, Spandau Ballet, U2 og Wham. Og ekki hafa þeir unnið fyrir gýg. Nú er lagið komið í efsta sæti breska vinsældalistans og er Ijóst að þetta er mest selda litla platan frá upphafi vega í Bretlandi á svo skömm- um tíma. Fyrstu vikuna sem hún staldraði við í verslunum seldist hún í 600 þúsund eintök- um. í fyrradag kom platan á markað í Bandaríkjunum og þar hefur hún verið pressuð í sex milljón eintökum. Þeir sem standa að gerð plötunnar gefa allir vinnu sína og vonast til þess að hagnaður- inn af henni verði meira en tvær milljónir sterlingspunda. Hljóm- plötuverslanir í Bretlandi fá engan ágóða af sölu plötunnar. Margaret Thatcher hefur lof- að popptónlistarmennina fyrir framtak þeirra, en samt hefur sjórn hennar hafnað beiðni um að platan verði undanþegin söluskatti. Fimmtudagur 13. desember 1984 24 Sviptur þinghelgi vegna mafíutengsla ■ Yfirvöld í Napólí hafa farið þess á leit að ítalski þingmaðurinn Enzo Tortora, sem situr á Evrópuþinginu, mæti við réttarhöld í borginni í janúarmánuöi vegna gruns um að hann hafi óeðlileg tengsl við mafíuna í Napólí. Tortora neitar öllum sakargiftum, en samt ákvað Evrópuþingið á mánudaginn að svipta hann þinghelgi svo hann geti staðið fyrir máli sínu í Napólí. Tortora sést hér bera af sér ákærurnar í ræðustól á Evrópuþinginu. simamynd-POLKOTO Frakkar heiðra Graham Greene ■ Rithöfundurinn ástsæli, Graham Greene, sem varð átt- ræður fyrir tveimur mánuðum, hlaut fyrr í vikunni sérstaka viðurkenningu frönsku stjórn- arinnar fyrir bókmenntastörf sín. Það er kannski einhvers konar uppbót fyrir nóbelsverð- launin, sem margir höfðu vonaö að Greene fengi í ár. Það var Jack Lang, hinn vin- sæli menningarmálaráðherra Frakka, sem gerði Graham Green að meðlimi í „reglu lista og bókmennta? í ávarpi sínu lofaði hann Greene fyrir að hafa alltaf tekið mikinn og ákaf- an þátt í vandamálum samtíðar- innar og ræddi sérstaklega um ferðir Greenes um Indókína, Afríku og Suður-Ameríku og þær bækur hans sem gerast í þessum fjarlægu heimshlutum. Hann ræddi sérstaklega um bók Greenes „Mátturinn og dýrðin", sem kom út 1940 og hefur veriö þýdd á íslensku. Hann sagði að bókin hefði stuðl- að að því að „kaþólska kirkjan hefði opnað sig fyrir umheimin- um. fyrir meiri mannúð og ein- staklingsfrelsi." Greene þakkaði fyrir sig á frönsku og afsakaði sig fyrir að tala með hreim sem væri enn verri en hreiniur sjálfs Churchills. Hann sagðist vart mega mæla fyrir gleði og þakk- aði Lang fyrir að hafa veitt þessa viðurkenningu „rithöf- undi sem var sektaður fyrir eina af bókum sínum, litla bók, í Frakklandi." Fyrir nokkrum árum skrifaði Graham Grcene lítið kver, sem hann kallaði „J'accuse" (Ég ákæri) í höfuðið á frægri grein sem hleypti upp Dreyfus-mál- inu. Þar bar hann þungar ásak- anir á áhrifamenn í Nice fyrir brask og undirheimastarfsemi. í fyrra ákvað dómstóll í París að Greene skyldi greiða verktaka einum 30 þúsund franka í skaða- bætur vegna bókarinnar. Fyrr á þessu ári kom enn ein bók frá hendi GrahamsGreene. Hún fjallar um kynni hans af Omar heitnum Torrijos hers- höfðingja, sem stjórnaði Pa- nama frá 1968-’8l. Sm^RT Veitum alla hársnyrtiþjónustu • DÖMU . HERRA OG BARNAKLIPPINGAR • DÚMU- OG HERRAPERMANENT • LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR NÆG BÍLASTÆÐI SMART Nýbýlavegi 22 - Kópavogi Sími 46422. Stefnt að tölvuvæð- ingu sovéskra skóla Moxkva-Reuter ■ Sovétmenn hafa nú tölu- verðar áhyggjur af því hvað þeir hafa dregist mikið aftur úr vest- rænum ríkjum í tölvunotkun í skólum. Menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna, Mikhail Prokofyev, segir að við lok þessa áratugar muni flestir sovéskir nemendur hafa tækifæri til að læra að nota tölvur og gera tölvuforrit. Sovéskir sérfræðingar segja að rafeindafyrirtæki í Sovétríkjun- um séu nú að undirbúa fjöldafr- amleiðslu á smátölvunni Agat, sem getur notað sama hugbúnað og bandarísku Apple-tölvurnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.