NT - 24.08.1985, Side 1

NT - 24.08.1985, Side 1
NEWSSUMMARYINENGLISH ISEEP.7 Blússandi róman- tík á heitu vatni ■ Myndi þig langa til aö borða ijúffengan kvöldverð með elskunni þinni á þaki hitaveitugeymanna í Öskju- hlíð og hafa útsýn yfir alla borgina? Tæpast á þaki hita- veitugeymanna í núverandi ástandi en nú er ráðgert að reisa nýja hitaveitugeyma í hlíðinni og setja veitingahús þar ofan á. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Hitaveitu Reykjavíkur sem felur í sér að endurbyggja hitaveitugeymana sem munu vera ónýtir. Geymarnir hafa gegnt því hlutverki að geyma varabirgðir af hitaveituvatni sem gengið er á þegar heitt vatn skortir í borginni. Að sögn Sigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins er ekki búið að afgreiða teikningarnar sem liggja fyrir endanlega en á þeim verður gert ráð fyrir veitingahúsi ofan á nýju geymunum. Óneitanlega glæsilegt, ekki satt? Bankarnir: Takmarkað viðskiptavit - og Iðnaðarbankinn sat að viðskiptunum ■ Því er haldið fram að íslend- farþega um borð. Bankarnir ingar kunni ekki að notfæra sér brugðust illa við þessu kalli og vaxandi ferðamannastraum til aðeins einn banki, Iðnaðar- íslands. Eftirfarandi frásögn bankinn, brást við og setti upp styður þessa fullyrðingu. þjónustu í skipinu í fyrradag. Franska skemmtiferðaskipið Á þessum eina degi skipti Mermoz kom til íslands í fyrra- Iðnaðarbankinn gjaldeyri fyrir dag og lagði úr höfn til Dublin í 15 milljónir íslenskra króna. gærkvöldi. Þess var farið á leit Þess má geta að bankinn tekur við hérlenda banka að þeir 2% af þessari upphæð í þjón- kæmu upp útibúi á skipinu, þ.e. ustugjald. Það eru 300 þúsund að þeir byðu þá þjónustu að krónur. skipta gjaldeyri rúmlega 300 Paul Watson hótar viðskiptaþvingunum: Færeyingar láta sér í léttu rúmi liggja See Sheperd setur stefnuna á Orkneyjar ■ Skipstjórinn illvígi Paul Watson sigldi skipi sínu See Shepherd áleiðis frá Færeyjum til Orkneyja í gær. Skömmu fyrir brottförina iýsti hann því yfir í færeyska útvarpinu að úr því að færeyska landstjómin vildi ekki gefa hon- um skriflegt loforð um að fylgja grindhvalaveiðikvóta sem Al- þjóðahvalveiðiráðið mun lík- lega mæla fyrir um Færeyingum til handa út í æsar myndi hann nú beita sér fyrir viðskiptahöml- um á færeyskan fisk í Bretlandi. Jan Múller á færeyska blaðinu Sósíalurinn sagðist í samtali við NT ekki gera ráð fyrir að Færey- ingar óttuðust að tilburðir hans til að gangast fyrir viðskipta- hömlum á færeyskan fisk í Bretlandi bæm árangur. Færey- ingar gætu þvert á móti ekki ímyndað sér að breskur al- menningur tæki mark á manni með slíka fortíð og Paul Watson hefur sem m.a. siglt hefur eitt skip í kaf og sprengt tvö í loft upp. Ef tilburðir hans bæru hins vegar árangur gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir efnahagslíf eyjaskeggja því fiskur er aðalútflutningsvara þeirra og markaðurinn í Bret- landi er mjög mikilvægur og kemur næst markaðnum í Bandaríkjunum að stærð. Mikil reiði ríkir hins vegar í garð See Shepherd manna í Færeyjum og blöð og útvarp hafa keppst við að birta viðtöl og greinar um Watson þar sem ferill hans hefur verið rakinn og m.a. hefur verið haft eftir dönskum fulltrúa Grænfriðunga Gylling Nielsen að Watson hafi ekki yfirgefið samtökin eins og hann heldur fram en þvert á móti verið rekinn þar eð aðferð- ir hans þóttu allt of ruddalegar. Þjófar settir íhald ■ Fimm ungiingar á aldrinum 14 til 16 ára hafa játað á sig fjölda- mörg innbrot á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þrír drengjanna eru 16 ára gamlir og voru þeir forsprakkar í innbrotun- um. Þeir fengu til liðs við sig tvo drengi 14 og 15 ára. Að sögn deildarstjóra hjá RLR hafa drengirnir ver- ið á kreiki meira og minna síðan í júní. ■ Franska skemmtiferðaskiptið Mermoz kom til íslands í fyrradag og hélt úr höfn í gær, á leið til Dublin. ísland er áfangastaður á þriggja vikna ferð skipsins um Norður-Atlantshafið, en það lagði úr höfn frá Bergen þann 12. ágúst. Þess má geta að 22 farþegaskip hafa komið til landsins á þessu ári. NT-mynd: Sverrir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.