Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 1
Laugardagur 6.11. | 2004
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
„Mjög góð ævisaga“
Fréttablaðið 23. okt. 2004
Ein athyglisverðasta
ævisaga síðari ára
Ævi Jóhanns Sigurjónssonar
er sveipuð goðsagnarblæ.
Jón Viðar Jónsson
sviptir hulunni af.
Snilligáfan, dóttirin gleymda,
vínhneigð, sýfilis,
ástarsambandið;
ekkert er dregið undan.
Kaktusblómið og nóttin
lætur engan ósnortinn.
„Gagnleg og fróðleg ævisaga“
Illugi Jökulsson DV 19. okt. 2004
Dr. Valtýr tókst á við
Hannes Hafstein
og íslenska ættarveldið
og tapaði.
Saga fátæka
smaladrengsins af
Skagaströnd er
eftirminnileg ævisaga,
snilldarvel skrifuð af
Jóni Þ. Þór, um
manninn sem
Íslandssagan gleymdi.
Faðir
heimastjórnarinnar
[ ]Bækur | Viðtöl við höfunda og ritdómar, m.a. um verðlaunabók Gerðar Kristnýjar | 11Missagnir | Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar grein Sigurðar Gylfa Magnússonar | 4Síðustu dagar Hitlers| Í daglegri umgengni gat Hitler verið mjög ljúfur og tillitssamur | 6
LesbókMorgunblaðsins
T
rúðar höfðu sérstakt leyfi
til að gagnrýna við hirðir
konunga á miðöldum.
Hirðfíflin sögðu valda-
mönnum til syndanna,
drógu þá sundur og saman
í háði og þeir skellihlógu
að því öllu, að minnsta
kosti meðan fíflið hélt sig réttum megin við
strikið eða talaði svo óljóst að kóngurinn
skildi hvorki upp né niður. Þetta er enn
svona. Í hlutverki trúðsins eru þó engin fífl
lengur heldur listamenn og skáld.
Sigfús Bjartmarsson hefur sent frá sér
bókina Andræði sem inniheldur kveðskap í
ætt við heimsósóma þó að skáldið segi í inn-
gangi að hann sé sennilega „skyldari níðkveð-
skap, öfugmælum, útúrsnúningum og því-
líkum stráksskap sem alltaf þarf að vera með
dáraskap og derring“.
Sigfús segist í samtali við blaðamann taka
sér trúðsleyfi í bókinni og gagnrýna og hæða
jafnt háa sem lága. Hann er hins vegar
hræddur um að andræði hans „bíti varla
blautan skítinn þó margt sé í þeim óþolið
gagnvart ýmsu og reynt sé að virða þá reglu
að broddlaust sé bráðónýtt“.
Líklega er þessi fyrirvari ástæðulaus, and-
ræður Sigfúsar eru beittar. Það er hins vegar
spurning hvort þeir, sem þeim er ætlað að
bíta, hlæi ekki bara eins og fífl, tornæmir fyr-
ir hugsun sem gengur þvert á þá við-
urkenndu.
Hagmælska án hátta
Bókin er klædd í búning sem hefur þótt hæfa
þjóðskáldum nítjándu aldar, kápan er kón-
gablá með gylltum stöfum og minnir einna
helst á ritsafn Jónasar og Bólu-Hjálmars.
Kveðskapur Sigfúsar er í ætt við ádeilukvæði
þess síðarnefnda. Í innganginum segir að
formlega séð sé andræðið „hagmælska án
hátta, þótt ekki sé beinlínis bannað að „rétt“
sé ort“.
Sigfús segir að hugmyndin á bak við káp-
una hafi verið forlagsmanna hjá Bjarti.
„Mér fannst húmor í því að láta bókina líta
út eins og hún væri eftir skáld sem væri búið
að liggja dautt í að minnsta kosti fimmtíu ár.
Kápan er ákveðin tenging við fortíðina, en ég
hefði aldrei samþykkt hana ef innihaldið hefði
verið ort samkvæmt gömlu bragarháttunum
því þá er ég hræddur um að hún hefði þótt
merki um argasta hroka.“
Formið á andræði Sigfúsar hefur ákveðin
tengsl við ósómakvæði fyrri alda en einnig við
útúrsnúninga eða öfugmæli, níðkveðskap og
skopstælingar af ýmsu tagi. En þarna er líka
sótt allt aftur til Hávamála; sum ljóðin eru í
heilræðastíl, þótt sumum kunni að finnast þau
napurleg öfugmæli, segir Sigfús og bætir við
að þau mætti kannski allt eins tengja við Mac-
hiavelli.
„Þetta byrjaði allt á því að ég fór að breyta
gömlum spakmælum þannig að þau ættu bet-
ur við í dag. Þá rann upp fyrir mér að allar
þessar breytingar mínar Morgunblaðið/Þorkell
Skoðun skal vera skemmtileg og hipp, segir í
Andræði, nýrri ljóðabók Sigfúsar Bjartmars-
sonar. Skáldið segist taka sér trúðsleyfi í
bókinni og gagnrýna og hæða jafnt háa sem
lága. Eigi að síður virðist honum samfélags-
gagnrýni vera át nú um stundir. „Það er alls
ekki vinsælt að framleiða óánægju.“
3
Framleiðsla á
óánægju hefur
verið ófrægð
Eftir Þröst Helgason | throstur@mbl.is