Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 11 Jóhann Hjálmarsson ljóðskáld er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Elías Snæland Jónsson hefur gefið út aðra söguna í flokki sagna um valkyrjuna Hildi sem flakkar á milli mannheima og goðheima hinna fornu. Gerður Kristný haslar sér völl sem skáldsagnahöf- undur með verðlaunabókinni Bátur með segli og allt. Barnabókahöfundar fylkja liði í Grófinni á sunnudag og lesa úr bókum sínum fyrir börn og unglinga og Grim, annað sjálf Hallgríms Helgasonar, hefur gefið út sína fyrstu bók, The best of Grim. Bækur U m árabil hefur Jóhann Hjálm- arsson heiðrað okkur Íslend- inga með kveðskap sínum. Allt frá því að hann gaf út sína fyrstu ljóðabók sautján ára gamall, Aungull í tímann árið 1956, hefur hann staðið meðal nútímaljóðskálda okkar í fremstu röð. Í fyrra var hann svo til- nefndur til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir ljóðabókina Hljóðleikar. Við Jóhann höfum mælt okkur mót í Þjóð- menningarhúsinu þar sem nú stendur yfir sýn- ing tileinkuð honum og kveðskap hans. Á ferlinum hefur Jóhann gefið út sautján ljóðabækur, fyrir ut- an einstök ljóð í ýmsum söfnum, og einnig þýtt fjölda ljóða, bæði á íslensku og önnur mál. Auk- inheldur hefur hann starfað sem blaðamaður og bóka- og leiklistargagnrýnandi í hartnær 40 ár og skrifað í ýmis rit um málefni sem tengjast skáldskap. Þegar við göngum í stóran salinn, vaknar óhjákvæmilega viss spurning. Hvernig skyldi Jóhanni líða að sjá öll verk sín og minjar þeim tengdar saman komin í einum og sama salnum í Þjóðmenningarhúsinu, þótt stór sé? „Ég hafði nú töluverðar áhyggjur af þessu,“ svarar hann og hlær við. „Mér tókst að sofa engu að síður og hef minni áhyggjur núna þegar ég hef séð sýn- inguna sem er bæði vel gerð og skemmtileg. Fjölbreytt.“ Við stöldrum við hjá einum sýningarkass- anna, þar sem er að finna ýmsar persónulegar minjar úr fórum skáldsins. Meðal annars er þar bréf frá Jóni úr Vör, svarbréf við handritinu að fyrstu bók Jóhanns, Aungull í tímann. Jóhann hafði komið með handritið í búðina til Jóns, sem þá rak fornbókaverslun. „Svona eiga ungir pilt- ar með menningarþjóð að yrkja,“ skrifar Jón og hvetur sautján ára gamlan drenginn til að fá bókina útgefna. „Það dró ekki úr mér,“ segir Jóhann þegar hann er inntur eftir því hvort já- kvæð viðbrögð Jóns hafi orðið til þess að hann gaf út sína fyrstu bók. Tæpum fimmtíu árum síðar er margt að baki hjá Jóhanni, og margt unnið. Hróður hans hef- ur borist víða um lönd. Ljóðin hans hefur fólk sem mælir á yfir tuttugu tungumál lesið, þar af hafa fjórar heilar bækur með ljóðum hans kom- ið út í sænskri og spænskri þýðingu. Um þessar mundir er verið að vinna að þýðingu á safni ljóða hans á ensku. „Ég held að það megi segja að ég hafi verið óvenjumikið þýddur,“ segir hann. Um ástæður þess segist Jóhann telja að tíðar heimsóknir hans til útlanda hafi haft nokk- uð að segja, en hann neitar því heldur ekki að í ljóðum hans finnist líka ef til vill einhver tónn sem fólk af erlendu bergi brotið á auðvelt með að samsama sig við. „Til dæmis þótti mér þegar ég las þýðingarnar á ljóðum mínum á spænsku að þau væru töluvert spænsk. Það mætti kannski segja að það væru rómanskar tilhneig- ingar í sumum ljóða minna.“ En í öðrum þeirra eru ekki síður norrænar tengingar og þess sjást sérstaklega merki í seinni tíð. Þrjár síðustu bækur Jóhanns, Mar- líðendur frá árinu 1998, Hljóðleikar frá árinu 2000 sem var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Vetrarmegn frá því í fyrra, eru einskonar þríleikur sem Jóhann kýs að kenna við hina fornu Eyrbyggjasögu. „Það er margt sótt til fornra bóka í þessum þremur bók- um. En það er líka staðreynd að jafnvel í fyrstu bókinni minni frá 1956 eru ljóð sem byggjast á fornum minnum,“ segir Jóhann. Hann segist rifja reglulega upp kynnin við þessa fornu ís- lensku kunningja, enda sjái hann samhljóm milli margra þeirra atburða sem þar eiga sér stað og samtímans. En hver er annars sýn hans á samtímann? „Maður óttast hann. En eina leið- in er að finna einhverja aðferð til að lifa af.“ Nýjasta bókin sem Jóhann hefur gefið út er ljóðasafnið Orðræða um skuggann. Þetta er safn ljóðaþýðinga, þar sem er að finna ljóð eftir höfunda frá öllum heimshornum. Allir eiga það sameiginlegt að hafa höfðað til Jóhanns fyrr eða síðar á ævi hans. „Mér finnst það hluti af skáld- skapnum að þýða og glíma við önnur skáld, og einnig gagnrýna. Það er eitt af því sem ég hef bara ekki komist hjá. Þótt ég hafi reynt það stundum hef ég alltaf þýtt töluvert,“ segir hann. Bókin tekur yfir nokkuð langt tímabil í þýð- ingum Jóhanns, og þar er meðal annars að finna skáld sem nú eru látin, þó flestar þýðingarnar séu nýjar. „Ég hef við og við rekist á þýðingar sem ég var að fást við á unglingsaldri og það varð mér hvatning til að klára þær, gera eitt- hvað úr þeim svo að úr yrðu heil ljóð,“ segir hann og nefnir ljóð Federico García Lorca sem dæmi um það. „Að vísu er eitt lítið ljóð eftir hann í bókinni sem ég fann inni í bók og ég þurfti ekkert að breyta því. Svo fann ég byrjun á öðru ljóði eftir hann og það varð mér hvatning til þess að setjast niður og þýða það í heild. Því það fór ekki fjarri að þegar ég var að þýða García Lorca sem strákur þótti mönnum það varla við hæfi. Það þyrfti þroskaðri mann til að þýða hann.“ Hún hefur afsannað kenningar þessara manna að vissu marki, að Jóhann hefði ekki haft burði til að þýða spænska snillinginn, þýðingin sem hann fullgerði á sínum tíma. Annars segist Jóhann aldrei viss hvenær þýðingar séu fullgerðar. „Það að þýða er auðvit- að viss tilraun, misjafnlega vel heppnuð,“ segir hann og rifjar upp sögu af velsku skáldi, sem sagði að það að þýða ljóð væri líkt og að kyssa gegnum klút. „Því er ég nú ekki sammála.“ Ljóð hafa komið við sögu í flestum þeim við- fangsefnum sem Jóhann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann skrifar ljóð, hann þýðir ljóð og hann skrifar um ljóð. Hvers vegna hefur ekkert annað form skáldskapar komist að hjá honum? „Ég held að það sé vegna þess að ég get ekkert annað,“ segir Jóhann og hlær. „Á unglingsárum gerði ég tilraun til að skrifa smásögur og skáld- sögur, en uppgötvaði snemma að það var mis- heppnað hjá mér. Átti bara ekkert við mig.“ Jó- hann hefur þó auðvitað skrifað talsverðan prósa, greinar um skáld og ferðalög svo dæmi séu tekin. En ekkert annað form skáldskapar eftir hann hefur komið út. „Það hefur ekki freistað mín sérstaklega,“ segir hann. En er ekki erfiðast að skrifa ljóð? „Jú, og þess vegna freistar það mín.“ Að sýningunni um Jóhann í Þjóðmenning- arhúsinu standa, auk hússins sem hana hýsir, Stofnun Gunnars Gunnarssonar að Skriðu- klaustri, Þjóðminjasafnið, Landsbókasafn Ís- lands – Háskólabókasafn og Skólavefurinn, en þar er að finna ýmislegt ítarefni um Jóhann, feril hans og verk. Þar stendur skrifað: „Þegar Jóhann kvaddi sér fyrst hljóðs stóð ljóðið á miklum tímamótum. Atómskáldin svokölluðu höfðu þá andæft hefðbundnum skáldskap og rutt veginn fyrir nýjum stefnum og nýjum að- ferðum. Nýja formið var ónumið land og spenn- andi og það bauð upp á nýja hugsun og ný við- horf. Þetta nýja ljóð átti líka meiri samsvörun í því sem var að gerast úti í hinum stóra heimi. Jóhann ásamt með öðrum skáldum þess tíma færði okkur nýja strauma að utan, eins og t.a.m. súrrealisma og opna ljóðið. En þrátt fyrir að sækja á ný mið í ljóðagerð, eru ljóð hans sprott- in upp úr íslenskum veruleika og það er þetta skemmtilega samspil sem gerir ljóð hans svo sterk og sérstök.“ Viðtali okkar Jóhanns lýkur á þeirri spurn- ingu, hvað einkenni gott ljóð. Tvö orð koma upp í huga skáldsins, sem kannski einkenna hann sjálfan að einhverju leyti líka. Það eru orðin upprunaleiki og einlægni. Ekki kysst gegnum klút Morgunblaðið/Golli Jóhann Hjálmarsson „Mér finnst það hluti af skáldskapnum að þýða og glíma við önnur skáld. Það er eitt af því sem ég hef bara ekki komist hjá. Þótt að ég hafi reynt það stund- um hef ég alltaf þýtt töluvert,“ segir skáldið sem nýverið gaf út bókina Orðræða um skuggann, sem inniheldur þýðingar á ljóðum skálda frá ýmsum löndum. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu að þessu sinni er Jóhann Hjálmarsson og um þessar mundir stendur þar yfir sýning á ferli hans. Jóhann á að baki sautján ljóðabækur, auk þýðinga og annarra ritstarfa, og var ljóðabókin Hljóðleikar tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs í fyrra. Orðræða um skuggann heitir nýjasta bók hans sem er nýkomin út. Um er að ræða safn ljóðaþýðinga, þar sem ljóð eftir höfunda frá öllum heimshornum koma saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.