Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 20
20 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 Sherry Lansing, sem var fyrstakonan til að stýra framleiðslu í kvikmyndaveri í Hollywood, hefur tilkynnt að hún ætli að hætta sem framkvæmda- stjóri Paramount Pictures á næsta ári, til að hefja nýjan kafla í lífi sínu. Í viðtali við Reuters blés Lansing á það að hún væri að hætta vegna lé- legrar frammistöðu fyrirtækisins að undanförnu og spáði ekki aðeins því að hagur fyrirtækisins vænkaðist innan tíðar heldur að næsta ár yrði það hið tekjumesta í sögu Para- mount. „Ég er mjög ánægð að ég tók þessa ákvörðun. Það liggur ekkert leynimakk að baki henni. Ég hef verið í þessu starfi í 12 ár og ég er 60 ára gömul. Mig langar að breyta til í lífinu og gera eitthvað nýtt.“ Hún hefur tilkynnt nýjum yf- irmanni sínum hjá Viacom Inc., sem nú á kvikmyndagerðina, að hún ætli að vera hjá fyrirtækinu þar til samn- ingur hennar renni út árið 2005 og hjálpa honum að finna eftirmann. „Tom Freston er frábær og þetta hefur ekkert með hann að gera,“ sagði hún. Lansing, sem er með áhrifamestu framkvæmdastjórum í Hollywood og fyrirmynd margra kvenna í iðn- aðinum, spilaði stórt hlutverk í því að myndir á borð við Forrest Gump, Titanic, og Fatal Attraction voru gerðar. Undir stjórn hennar hafa þrjár myndir frá Paramount unnið Óskarsverðlaun sem besta myndin, Forrest Gump (1994), Braveheart (1995) og tekjuhæsta mynd allra tíma, Titanic (1997).    Kvikmyndaverið Samuel Gold-wyn hefur tryggt sér dreifing- arrétt á grínmyndinni Saint Ralph í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á Al- þjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Toronto. Myndin segir frá klaufa- legum strák í ní- unda bekk, sem ákveður að bjarga lífi móður sinnar með kraftaverki. Til þess að gera það tekur hann þátt í maraþonhlaupi í Boston. Campbell Scott, Adam Butcher og Jennifer Tilly eru í aðal- hlutverkum. Leikstjóri og handrits- höfundur er Michael McGowan en myndin verður tekin til almennra sýninga í vor.    Leikstjórinn George A. Romeroer sannkallaður meistari hryll- ingsmyndanna en hann gerði mynd- ina Night of the Living Dead árið 1968. Myndin er löngu orðin sí- gild en síðan þá hefur ferill hans farið upp og niður. Núna vinnur Romero, sem er 65 ára gamall, að gerð fjórðu Living Dead-myndarinnar, Land of the Dead. Universal Pict- ures þykir þetta góður tími til að gera myndina en hryllingsmyndir og þá sérstaklega myndir er fjalla um uppvakninga hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu. Á síðasta ári hafa fjórar ódýrar myndir af þessu tagi notið mikilla vinsælda og tekið inn um 11,5 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum. John Leguizamo, sem leikur í Land of the Dead ásamt Dennis Hopper, Simon Baker og Asia Arg- ento, hefur skýringar á þessu. Hann telur að nýfengnar vinsældir hryll- ingsmynda „tengist þeim tímum sem við lifum á, þegar óvissan ræður ríkjum og ofbeldið er svona mikið á stöðum eins og Írak“. Erlendar kvikmyndir Dennis Hopper Sherry Lansing og Jude Law. Jennifer Tilly Dræm aðsókn að íslenskum kvikmyndumundanfarið vekur vangaveltur umhvers vegna íslenskar kvikmyndirhöfða svo takmarkað til íslenskra áhorfenda. Margar ástæður hafa verið tíndar til og sú hvað lífseigust að íslenskir kvikmyndagerðarmenn kunni ekki að skrifa almennileg kvikmynda- handrit. Það getur vel verið rétt að einhverju leyti en þó hefur ýmislegt verið gert til að bæta úr og vissulega eru ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn ekki síður menntaðir en koll- egar þeirra erlendis. Mig grunar að ástæðan fyrir gölluðum handritum sé ekki fólgin í kunnáttuleysi beinlínis, heldur miklu fremur áhugaleysi á þeim þáttum handritsgerðar sem ræður úrslitum um hvort handrit er gott eða ekki. Söguþráður er áberandi veikleiki íslenskra kvikmynda. Stundum er reynt að segja of mikið en oftar er reynt að gera of mikið úr of litlu. Grunnsagan, grunnhugmyndin, er of takmörkuð til að halda uppi kvikmynd í fullri lengd. Líkt og reynt væri að gera skáldsögu úr smásögu eða leikrit úr einþáttungi. Persónusköpun er yfirleitt grunn, byggð á yfirborðskenndum stöðluðum týp- um fremur en reynt sé að skapa aðalpersónur og þróa þær síðan áfram í gegnum söguþráðinn þannig að atburðir eða aðrar persónur hafi ein- hver sýnileg áhrif. Fyrir vikið eru íslenskar kvik- myndir nánast undantekningarlaust gjör- sneyddar dramatískri þyngd, átök milli persóna og eða þróun þeirra er aldrei tilgangur frásagn- arinnar heldur reiðir frásögnin sig á myndræna framvindu til að leiða söguþráð til lykta. Þessi myndasöguaðferð er ekki einasta barnaleg heldur og stórlega ofmetin sem þungamiðja kvikmynda- legrar frásagnar; slíkt gengur yfirleitt ekki nema um sé að ræða aksjónmyndir úr milljarðasmiðju Hollywood. Illa skrifuð samtöl er einnig einkenni á íslensk- um bíómyndum og einkennast af þeirri grunn- færnu hugmynd að með samtölum eigi persónur að tala til skiptis, eins og til að fylla upp í mynd- rænar eyður, sjaldan örlar á skilningi þess að samtöl séu eitt af höfuðverkfærum handritshöf- undarins til að miðla upplýsingum um líðan per- sóna, bakgrunn þeirra og fyrirætlanir. Vel skrifuð samtöl segja yfirleitt mun meira en orðin sjálf, undirtexti heitir það og er allt að því óþekkt í ís- lenskum kvikmyndum. Eða hvenær hefur verið gerð íslensk kvikmynd sem hægt er að segja að sé persónudrama? Stundum hvarflar að manni að kvikmyndagerð- armennirnir hafi í raun lítinn áhuga á því fólki sem fyrir ber í kvikmyndum þeirra; oft virðist sem áhugi þeirra liggi fremur í sjónarhorni og innrömmun, allt ágætt sem slíkt en gagnslaust ef innihaldið er ekki til staðar. Íslenskar kvikmyndir eru einnig því marki brenndar margar hverjar – þó ekki allar – að erf- itt er að átta sig á því fyrir hvern þær eru ætlaðar, frásagnarmátinn hentar börnum og unglingum en efnið er ætlað eldri áhorfendum. Erindi íslenskra kvikmynda við samtíma sinn er þegar best lætur fremur óljóst. Á þessu eru þó örfáar undantekn- ingar. Það er kannski þegar allt kemur til alls hið mik- ilvægasta af öllu að hafa eitthvað að segja, vera í einhverjum skilningi eitthvað niðri fyrir og eiga eitthvert erindi við áhorfendur. Erindi við áhorfendur ’Frásagnarmátinn hentar börnum og unglingum en efniðer ætlað eldri áhorfendum.‘ Sjónarhorn eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Sjónarhorn Í Hinum gleymdu, eða The Forgotten, sem frumsýnd er hér á landi um helgina, leik- ur Julianne Moore barnabókahöfund, eiginkonu en þó fyrst og fremst móður. Móður 11 ára drengs sem fórst í flugslysi ásamt hópi skólafélaga sinna. Þegar myndin hefst er liðið ríflega hálft ár síðan Telly Paretta leit son sinn síðast augum og henni hefur ekki enn tekist að vinna úr áfallinu, lifir enn í sárri sorg og söknuði. Sálfræðingur hennar segir henni að nú sé kominn tími á að hún fari að gleyma syninum, jafnvel eig- inmanninum finnst nóg um og bið- ur hana um að reyna að horfa fram á veginn og gleyma hinu liðna. Hún neitar. Neitar að gleyma, neitar að verða við óskum sinna nánustu um að loka herbergi sonar síns fyrir fullt og allt. En þá taka torkennilegir hlutir að gerast, sonurinn hverfur af fjölskyldumyndum, mynd- bandsupptökur eyðileggjast, allar minningar, öll ummerki um soninn gufa upp. Telly áfellir eig- inmanninn og sálfræðinginn, heldur þá beita hast- arlegum brögðum til að þröngva sér til að gleyma, en þeir neita staðfastlega og hún veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Hinir gleymdu er sálfræðitryllir með yfirnátt- úrulegu ívafi. Þar með er e.t.v. nóg sagt, eiginlega of mikið því leikurinn er til þess gerður að koma áhorfendum á óvart, læðast aftan að þeim, með nýj- um og nýjum fléttum, u-beygjum og jafnvel mis- lægum gatnamótum. Ert’ ekki með öllum mjalla? Moore segist í samtali við Lesbók hafa fallið fyrst og fremst fyrir persónunni Telly, styrkleiki hennar og dýpt hafi ráðið mestu um að hún tók að sér hlut- verkið. „Ég heillaðist af staðfestu hennar, sannfær- ingu um að sama hvað aðrir segðu þá ætlaði hún ekki að gleyma minningunum um son sinn.“ Og Moore segir þungamiðju myndarinnar, helsta spennuvaldinn, vera þann í sínum huga, hvort Telly sé með réttu ráði eður ei. „Maður sér veruleikann með hennar augum og því er maður hreint ekki klár á því hvort hún er með öllum mjalla eða búin að tapa glórunni. Tilhneigingin er sú að taka afstöðu með henni, sem maður jafnan gerir. Maður heldur með söguhetjunni. En eftir því sem líða tekur á myndina og meira kemur í ljós þá eykst efinn og með því spennan. Um leið hefur maður fulla samúð með henni og það fannst mér mjög sterkt inntak í handritinu.“ Þannig tókst Moore líka á við hlutverkið, sem há- dramatískt væri og leiddi hjá sér að um væri að ræða Hollywood-afþreyingu fyrst og síðast. „Þannig nálgast ég öll mín hlutverk, hvort sem er í gamanmyndum, spennumyndum eða hádrama- tískum harmleikjum. Ég verð að gera það. Annars á ég á hættu að missa þennan mikilvæga trúverð- ugleika sem leikari verður alltaf að búa yfir.“ Henni finnst hún heldur aldrei vera að leika á áhorfendur, blekkja þá, jafnvel þegar hún leikur í slíkum sálfræðitrylli sem gengur út á að leiða rök- hugsun áhorfenda í gildrur. „Ég leik aldrei á áhorfendur, ég bara leik.“ Moore segist sjálf fá mikið út úr því að láta blekkjast og hræða úr sér líftóruna í bíó og því hafi hún verið meira en til í að taka þátt í Hinum gleymdu. „Maður vill láta bíómynd gæla við ímynd- unaraflið og ýta því á flug.“ Gagnrýnendur telja sig sumir hverjir hafa greint lúmskan ádeilubrodd í myndinni, skot á bandarísk stjórnvöld og meint leynimakk þeirra. Moore gefur lítið fyrir þá túlkun hins vegar. „Aldrei las ég hana þannig. Það er svolítið merkilegt að einungis evr- ópskir gagnrýnendur og blaðamenn telja sig koma auga á þessa gagnrýni á bandarísk stjórnvöld en það hefur ekki verið minnst einu orði á það í banda- rískum fjölmiðlum. Ætli við séum bara ekki meira með á nótunum um það að stundum er skáldskapur bara hreinn og klár skáldskapur en Evrópubúar fái aftur á móti meira út úr því að rýna undir yfirborð- ið, reyna að greina dýpri merkingu í kvikmyndum.“ Af skoskum ættum Julianne Moore er 44 ára gömul, skírð Julie Anne Smith en kölluð Juli og á rætur að rekja til Fayetteville í Norður-Karólínuríki. Höfuðeinkenn- ið, þetta fallega rauðglóandi hár, kemur úr móð- urætt en móðir hennar er skoskur félagsráðgjafi. En þar var atvinna föður Juli sem mótaði æsku hennar sem ólst upp út um allan heim. Hann var nefnilega dómari við herdómstól og þurfti fjöl- skyldan reglulega að flytja á milli herstöðva. Hún bjó t.a.m. lengi í Þýskalandi og einnig í Alaska. Það var í Boston sem henni tókst loks að festa rætur, þar sem hún lagði stund á leiklistarnám við Háskólann í Boston. Eftir að hún brautskráðist 1983 flutti hún til New York og vann töluvert í leik- húsi. En þrátt fyrir að þykja efnileg leikkona sáu menn fyrst og fremst í henni sæta stelpu sem ætti vel heima í sápum og lék hún í tveimur slíkum – The Edge of Night og As The World Turns – og fékk Emmy-verðlaun fyrir. Sú vegtylla opnaði leið inn í sjónvarpskvikmyndir og síðan „alvöru“ kvik- myndir. Fyrsta hlutverk hennar í kvikmynd, sem rataði í bíó, var í myndinni Tales from the Dark- side: The Movie frá 1990. Tveimur árum síðar fór hún með meira áberandi hlutverk í The Hand That Rocks The Cradle og The Fugitive árið eftir. Þar með var hún orðin þekkt andlit í kvikmyndaheim- inum. Þótt hún hefði hæglega getað haldið áfram að þiggja hlutverk í stórum „kassastykkjum“ þá var henni frekar í mun að sanna sig sem leikkona og sýna fram á fjölhæfni sína. Því valdi hún að leika Yelenu í kvikmyndatúlkun Louis heitins Malle á Vanja frænda eftir Tsjekhov í mynd sem hét Vanja á 42. götu (Vanyja on 42nd Street) en hún hafði ein- mitt leikið Yelenu á sviði í uppfærslu Andres Greg- orys. „Ég alltaf viljað fara bil beggja því ég hef gaman af hvoru tveggja, leika í léttum og aðgengilegum myndum og drama með meiri vigt,“ skýrir Moore verkefnaval sitt. „Við leikarar höfum aldrei meira frelsi til að velja en okkur stendur til boða. Frelsið er því það dýrmætasta sem við höfum og mér finnst mikilvægt að nýta þetta frelsi til fulls.“ Fyrstu kvikmyndaverðlaunin – Independent Spirit Awards – féllu henni í skaut fyrir fyrsta aðal- hlutverkið hennar í kvikmynd, sem var í mynd Todds Haynes, Safe frá 1995. Á eftir fylgdu svo til skiptis blöðrur – Nine Months, Assassins og Jur- assic Park: Lost World – og búningadrama – Surviving Picasso. Fyrsta Óskarstilnefningin kom svo 1998 fyrir hlutverk sem hún ætlaði fyrst ekki að leggja í að þiggja, hlutverk klámdrottningarinnar ástsælu og hjartagóðu Amber Waves í snilld- armynd P.T. Andersons, Boogie Nights. Þá gat hún orðið valið úr hlutverkum og kaus oftar en ekki að fara fjallabaksleiðina, tók áhættu með því að velja vandmeðfarnari hlutverki í minni myndum; lék djarfa listakonu í Big Lebowski Coen-bræðra, tók þátt í Psycho-klúðri Gus Van Sant, lék fyrir Alt- man í Cookies Fortune og klæddi sig í fleiri bún- inga í An Ideal Husband. En áfram var það P.T. Anderson sem hélt nafni hennar og verðleikum á lofti, í Magnolia frá ’99, og hún fékk einnig lofsam- lega dóma fyrir túlkun sína í minna þekktum myndum á borð við A Map of the World. Frægasta hlutverk hennar kom svo þegar hún leysti Jodie Foster af í hlutverki lögreglukonunnar Clarice Starling, skjólstæðings frægustu mannætu bíósög- unnar í Hannibal. Moore er síðan ein af níu leik- urum í sögunni sem tilnefndir hafa verið tvisvar sinnum sama árið til Óskarsverðlauna. Það gerðist árið 2002 er hún var tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir Far From Heaven eftir Todd Haynes og sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir The Hours. Töldu sumir að hún hefði fremur átt skilið verðlaunin fyrir aðalhlutverkið en með- leikkona hennar í The Hours, Nicole Kidman. Kveðjur til Fríðu Árið 1997 lék hún í fyrsta sinn fyrir núverandi eig- inmann sinn, kvikmyndagerðarmanninn Bart Freundlich, í fyrstu mynd hans í fullri lengd, The Myth of Fingerprints. Hún lék einnig í annarri mynd hans, dramanu The World Traveller, og mun einnig fara með aðalhlutverkið í næstu mynd hans, Trust The Man, á móti David Duchovny, sem frum- sýnd verður á næsta ári. Þau Moore og Freundlich eiga saman tvö börn og segir hún að henni þyki bæði heiður og hrein nauðsyn að fá að leika í mynd- um mannsins síns og barnsföður. „Þannig tekst okkur að sameina ástríðurnar tvær í lífi okkar beggja, fjölskylduna og kvik- myndagerðina. Við þurfum bæði að vera mikið að heiman við vinnu okkar, of mikið í reynd, og því er það hreinasta lán að leiðir okkar liggi saman í list- sköpuninni.“ Að lokum biður Moore blaðamann um kveðju til vinkonu sinnar Fríðu Aradóttur, en hún er Íslend- ingur og býr og starfar í Hollywood sem förð- unarmeistari. Juli gleymir ei Julianne Moore hefur þrisvar sinnum verið til- nefnd til Óskarsverðlauna og er ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Þó er hún gjörn á að af- þakka gylliboð og taka fremur að sér hlutverk í smærri óháðum myndum „því það gefur starfi kvikmyndaleikarans gildi“, segir hún í samtali við Lesbók. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Julianna Moore leikur ráðlausa og syrgjandi móð- ur sem telur sig hafa misst son sinn í spennutryll- inum The Forgotten sem sýnd er hér á landi um þessar mundir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 06. nóvember (06.11.2004)
https://timarit.is/issue/257940

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

06. nóvember (06.11.2004)

Aðgerðir: