Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 23
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 23 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Alien vs. Predator The forgotten Alien vs. Predator The Manchurian candidate  (HL) Líf og fjör á Saltkráku Háskólabíó Ladder 49 Shall we Dance Sterkt kaffi  (HL) Shark tale Wimbledon  (HJ) Næsland  (HJ) Laugarásbíó Sky captain and the world of tomorrow Shark Tale Cellular  (HL) The Manchurian candidate  (HL) Collateral  (HL) Líf og fjör á Saltkráku Regnboginn The forgotten Pönkið og fræbblarnir Alien vs. Predator Dís  (HJ) White Chicks  (HJ) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Alien vs. Predator Ladder 49 Sky Captain and the world of tomorrow A Cinderella Story Two brothers Excorcist, the beginning Wimbledon  (HJ) Shall we dance Shark tale Smárabíó The forgotten Alien vs. Predator Anacondas  (HL) Blindsker  (SV) Dodgeball  (SV) Pokémon 5 (HL) Grettir/Garfield  (SV) Myndlist Árskógar 4: K.AND sýnir óð til Íslands. Út nóvember. Gallerí +: Kristján Steingrímur Jónsson, inn- setning. Málað með jarðvegi. Til 7. nóv. Gallerí Banananas: Sigrún Hrólfsdóttir. Nýjar teikn- ingar og skúlptúr. Til 7. nóv. Gallerí Fold: Jóhannes Geir, yfirlitssýning. „Það er svo sem gott og gilt og hestar hafa án efa verið Jóhannesi, Skagfirðingnum, hugleiknir. Hann er líka frásagnarmálari og segir oft sögur í verkum sínum og hestarnir tilvaldir til þess. Það er þó birtan og litavalið sem er mest spenn- andi í málverkum hans og for- vitnilegt að skoða hvernig honum tekst að sýna íslensk- an vetur með fjólubláu, bleiku og gulu, undir grænbláum himni. Hér er ekki drungi dimmra skammdegisdaga á ferð, heldur fær hrein lita- ástríða útrás. Fyrir þá sem þekkja til verka Jóhannesar mun þessi sýning ekki segja mikið nýtt, en gaman er þó t.d. að sjá minni myndir við hlið stærri og áhugaverðari útfærslu, sjá breytingar á litum og litaflöt- um. Hér er um að ræða nýleg verk en ég gæti líka ímyndað mér að það væri gaman að sjá sýningu sem birti áhorfand- anum þróunina á ferli Jó- hannesar frá upphafi til enda, frá leitandi ungum málara til manns sem hafði fundið sinn farveg og sína palettu.“ Ragna Sigurðardóttir. Gallerí i8: Kristján Guð- mundsson sýnir „Arkitektúr“ í i8. Til 18. des. Gallerí Sævars Karls: Ingi- björg Hauksdóttir sýnir óhlutbundnar myndir. Til 14. nóv. Gerðarsafn: Í blóma/En cierne, spænsk nútímamynd- list unnin á pappír. Til 7. nóv. Grafíksafn Íslands: Salur ís- lenskrar grafíkur. Pétur Stef- ánsson. Til 14. nóv. Hafnarborg: Margrét Sigfús- dóttir, „Óður til Íslands“, og Valerie Boyce. Til 8. nóv. Hallgrímskirkja: Haustsýn- ing Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í fordyri kirkjunnar. Til 25. nóv. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Sænskt listgler, þjóðargjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kunstraum Wohnraum: Alda Sigurðardóttir, Landslags- verk. Til 28.1. 2005. Listasafn Akureyrar: Patrick Kuse – Encounter. Til 11. des. Listasafn ASÍ: Guðjón Ket- ilsson, „Verkfæri“, og Kol- brún S. Kjarval, „Hljómur Safn – Laugavegi 37: Harpa Árnadóttir, málverkasýning til 7. nóv. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Slunkaríki: Heimir Björg- úlfsson og Jonas Ohlsson. Stendur til 28. nóv. Leiklist Austurbær: Hárið, lau. sun. Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína Langsokkur, sun. Belgíska kongó sun. Screen- saver, sun. Broadway: Allra meina þjónn, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Úlf- hamssaga, lau. Iðnó: Faðir vor, lau. Íslenska óperan: Litla stúlk- an með eldspýturnar, lau, sun. Leikfélag Akureyrar: Svik, sun. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, lau. Hinn útvaldi, sun. Sjallinn Akureyri: Vodkak- úrinn, lau. sun. Þjóðleikhúsið: Edith Piaf, Dýrin í Hálsaskógi, sun. Norður, sun. skálanna“. Til 7. nóv. Listasafn Reykjanesbæjar: Valgarður Gunnarsson, „Ei- lífðin á háum hælum“. Til 5. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Yfirlitssýning. til 27. feb 2005. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir Kynngikraftur. Til 31. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Græn- lenska listakonan Isle Hessne. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir opnað í dag. Til 6. des. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex myndlist- arnemar sýna. Norræna húsið: Norður og niður, samsýning norrænna listamanna. Til 31. okt. Nýlistasafnið: Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Anddyri Ný- listasafnsins: Nica Radic, Journal. ÞAÐ ríkti greinilega eftirvænting í Þjóðleik- húsinu síðastliðið fimmtudagskvöld þegar á fjölunum var gestasýningin Listin að deyja eftir Íslendinginn Kristján Ingimarsson og Ítalann Paolo Nani. Hróður Kristjáns hefur borist til landsins en hann býr og starfar í Danmörku og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn í dönsku leikhúsi. Síðast- liðið vor var hann tilnefndur til tvennra Reumert-verðlauna, bæði sem leikari og sem höfundur. Önnur tilnefningin var fyrir þá sýningu sem hér er um rætt en Kristján er höfundur hennar ásamt Paolo Nani og þeir tveir eru einnig einu leikarar sýning- arinnar. Listin að deyja er verk án orða, sýning sem byggist á trúðs- og látbragðsleik og ár- angur hvílir á líkamlegri tækni og tjáning- armætti leikaranna. Verkið er tragí-kómedía með áherslu á það síðarnefnda þótt það fjalli öðrum þræði um dauðann, eins og titillinn gefur til kynna. Áhorfendur fylgjast með tveimur trúðum sem hafa unnið saman í áratugi og eru orðnir ansi vel sam(h)æfðir bæði jafnt þegar þeir eru í hlutverkum sín- um sem og baksviðs. Gefin er innsýn í þessa tvo heima; annars vegar leiksviðið þar sem trúðarnir fara á kostum í margvíslegum at- riðum, sem sum hver voru svo fyndin að áhorfendur grétu úr hlátri. Hins vegar sjáum við leikarana baksviðs eftir að tjaldið fellur og ekki gaf það síður tilefni til hlátra- skalla að fylgjast með samskiptum þeirra þar. Hvörf verða í sýningunni þegar annar leikaranna fær þær fréttir að hann er með banvænan sjúkdóm. Hvernig bregst trúður við dauðanum? Þessa spurningu lögðu þeir félagar Kristján og Paolo upp með þegar þeir sömdu sýninguna og svarið sem þeir gefa okkur er kannski eitthvað á þá leið að trúðurinn bregst við dauðanum eins og flest- ir aðrir; með ótta, sorg og sársauka en líka með reisn; hann svíkur ekki list sína en hún fær annan og dýpri tón. Sýningin varð hæg- ari og ljóðrænni eftir hvörfin og eftir sem áður kómísk, þrátt fyrir nýjan blæ. Það er óhætt að segja að Kristján Ingi- marsson hafi komið, sýnt og sigrað hjörtu áhorfenda á gestasýningunni í Þjóðleikhús- inu. Ég vona að mér fyrirgefist að taka hann svona út, því auðvitað stendur sýn- ingin og fellur með þeim félögum báðum og Paolo Nani er, líkt og Kristján, sannarlega listamaður fram í fingurgóma og hefur mikla og fjölbreytta reynslu að baki. En það var Kristján sem flestir voru komnir til að sjá og það var tækni hans, hraði og hárná- kvæm tilfinning fyrir því kómíska sem mesta aðdáun vakti í salnum. Þeir félagar fengu dúndrandi lófaklapp og fagnaðarhróp í lokin; salurinn stóð upp og hyllti þá. Kannski var þakklæti áhorfenda ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að ís- lenskir áhorfendur eiga þess sjaldan kost að sjá látbragðsleik á sviði, hvað þá látbragðs- leik í slíkum gæðaflokki sem hér er á ferð- inni. Það er synd að ekki verði fleiri sýn- ingar hérlendis á Listinni að deyja, sýningin gæti án efa fyllt stóra sal Þjóðleikhússins mörgum sinnum. Að lokum vil ég skora á Kristján Ingimarsson að koma aftur í heim- sókn og þá með einleik sinn Mike attach, sem hann hefur sýnt við miklar vinsældir í Danmörku undanfarin sex ár. Soffía Auður Birgisdóttir „Það er synd að ekki verði fleiri sýningar hérlendis á Listinni að deyja, sýningin gæti án efa fyllt stóra sal Þjóðleikhússins mörgum sinnum.“ LEIKLIST Neander Höfundar og leikarar: Kristján Ingimarsson og Paolo Nani. Dramatúrg: Katrine Wiedemann. Leikstjóri: Kristján Ingimarsson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Line Svendsen. Leikmynd: Kristian Knudsen. Lýsing og hljóð: Fabian Carvallo. Búningar: Kent Lisbjerg. Tæknimaður sýningarinnar á Íslandi: Aðalsteinn Stefánsson. Gestaleikur á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins 4. nóvember 2004 Listin að deyja Kom, sýndi og sigraði LATÍNÓTÓNLIST var á dagskránni á tón- leikum í Salnum í Kópavogi á fimmtudags- kvöldið. Þar var á ferðinni Havanabandið svo- nefnda, sem skipað var valinkunnum tónlist- armönnum, Matthíasi Hemstock, Sigtryggi Bald- urssyni, Pétri Grétarssyni, Tómasi R. Einarssyni auk annarra. Tónlistin var eftir þann síðastnefnda og var hún ósköp keimlík því sem heyra má á venjulegum salsabörum. Það var samt allt í lagi; andrúmsloftið var létt og fjörlegt og sum lögin voru svo skemmti- leg að í hléinu æddi ég út til að kaupa einn af geisladiskum Tómasar sem voru í boði í and- dyrinu. Gallinn við latínótónlist af þeirri gerðinni sem hér var á boðstólum er hversu einhæf hún er. Stefbrotin úr básúnum og trompetum eru nánast alltaf eins, síendurteknir áttundahljóm- arnir úr píanóinu heyrast í öðru hvoru lagi, suðrænn takturinn úr fjölbreyttu slagverkinu er fyrirsjáanlegur; allt þetta virkar betur á dansgólfinu en á konsertpallinum. Eins og fyrr segir var tónlist Tómasar þar engin und- antekning, en á tónleikunum var þó gert í því að hafa fjölbreytnina sem mesta. Rólegri lög eins og Congablús og Kontrabassa-tjatsjatsja brutu stemninguna upp og alls kyns skringileg uppátæki eins og að sveifla básúnunni nánast háskalega yfir höfðum hljómsveitarmanna vöktu kátínu meðal tónleikagesta og drógu úr svæfandi áhrifum síbyljunnar. Spilamennskan var prýðileg og á suma hljóðfæraleikarana var unaður að hlusta. Sig- tryggur er ekki bara trommuleikari; hann er náttúruafl og frammistaða hans í síðasta lag- inu fyrir hlé var mergjuð; slagverksleikurinn var þrunginn sprengikrafti, bæði hárnákvæm- ur og hvass án þess að fara yfir strikið. Bás- únuleikur Samúels J. Samúelssonar var líka tær og þróttmikill og sömu sögu er að segja um trompetleik Kjartans Hákonarsonar og saxófónleik Óskars Guðjónssonar. Matthías Hemstock og Pétur Grétarsson voru auk þess með allt sitt á hreinu og kontrabassaleikur Tómasar hinn öruggasti. Píanóleikur Davíðs Þórs Jónssonar var jafnframt margbrotinn og hugmyndaríkur, en ég hefði þó viljað hafa pí- anóið aðeins hljómsterkara á köflum; það hvarf í skuggann af blásurunum þegar þeir létu sem hæst. Í það heila voru þetta fínir tónleikar með notalegri og fjörugri tónlist og ég mæli með geisladiskinum sem ég keypti; hann heitir Ha- vana og er strax farinn að lífga upp á andrúms- loftið heima hjá mér. Tsja tsja tsja TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Havana- bandið: Matthías Hemstock, slagverk, Pétur Grét- arsson, kóngatrommur, Sigtryggur Baldursson, timbales o.fl., Davíð Þór Jónsson, píanó, Kjartan Há- konarson, trompet, Óskar Guðjónsson, tenór- og barítónsaxófónar, og Samúel J. Samúelsson, bás- úna. Á efnisskránni var úrval af latíntónlist Tómasar R. Fimmtudagur 4. nóvember. Latínótónlist Jónas Sen Tómas R. Einarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.