Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 KJÖTBÆRINN er myndræn og myndskreytt frásögn Kristínar Ei- ríksdóttur. Í stuttum tiltölulega sjálfstæðum textum lýsir hún tilvist- arkreppu ungrar konu að nafni Kata. Í fyrri hluta bókarinnar eru lýsingar á umhverfi Kötu og tengslum hennar við það, þegar líð- ur á bókina verður sýn hennar æ veruleikafirrtari uns leiða má líkum að því að hún hafi misst alla teng- ingu við ytri raunveruleika. Megnið af textanum samanstendur af ein- földum, sjónrænum lýsingum á um- hverfi og atburðum, raunverulegum og ímynduðum, en það er líka sprengikraftur í þessari bók, sér- staklega þegar Kristín leyfir text- anum að taka völdin og hlaupa með sig af stað, það teygist á setning- unum og þær verða ljóðrænar og rytmískar. Það er ekki laust við þá komist í þær þungarokkstaktur en bókin er nokkuð í anda þess kúltúrs. Setning á borð við „Beinagrindin þeysist staurblind á baki skepn- unnar heldur þéttings- taki beinstúfum í hnakkafeldinn log- andi“ er dæmi um þetta og myndin sem dregin er upp er í mín- um huga þungarokks- leg teikning sem prýtt gæti diskakápu. Þessi þungarokkstaktur dunar undir textanum en nær þó ekki yfirráð- um, Kristín hefur gott vald á tungumálinu og fellur ekki í þá gryfju. Hún leyfir sér sér- kennilega notkun lýs- ingarorða á borð við „Hljóðvillt skolhærð móða“, og „Vatnið skært þurrt …“ Þrátt fyrir rökleysuna sem í þessu felst ganga þessar setningar upp, eru með því eftirminnilegasta í bókinni og helsta höfundareinkenni Kristínar. Í Kjötbænum dregur Kristín upp dapurlega mynd af lífi ungs fólks og einna mest sannfærandi og áhuga- verð verður lýsing hennar þegar snertiflöturinn við raunveruleikann er mestur og þær myndir eru sterk- astar, eins og lýsingin á viðbrögðum Kötu við dánarfregnum Rík- isútvarpsins. Það er tæpast hægt að segja að Kristín komi fram með nýja mynd af samfélaginu, til þess er aðalpersóna bók- arinnar of sjálfhverf, en stöku myndir standa upp úr eins og tilbúnu hólarnir sem fjölga sér. Erfiðara er að fylgja eftir flugi ímyndunaraflsins í ýmsar áttir og þá eru það einmitt setning- arnar sem teygist svo á sem vilja verða of lang- ar og segja lítið. Eins og oftar er sterki flöt- urinn á texta eða lista- verki sá veiki líka. Fyrir löngu átti ég samtal við Þorvald Þorsteinsson, nýkjörinn forseta BÍL. Hann var þá að tala um nokkuð sem virðist sjálf- sagt en getur flækst fyrir manni og flæktist einmitt fyrir mér, – að það getur verið mun áhugaverðara að leita að birtingarmyndum þess sem mannskepnan á sameiginlegt en því sem aðskilur okkur hvert frá öðru. Áherslan hjá listamönnum er svo oft á að aðskilja sig frá hinum þegar í raun væri mun meira spennandi að skoða hvað er sameiginlegt. Af þess- um sökum eru til dæmis viðbrögð Kötu við „gufunni“ mun eft- irminnilegri en aðrar og kannski myndrænni en um leið fjarstæðu- kenndari lýsingar í bókinni. Það má sjá í þessari bók áhrif frá súrreal- isma, meðvituð eða ómeðvituð og mér datt m.a. í hug bók Jóhamars, Byggingin. Og hvað með Drenginn með röntgenaugun? Bækur og myndverk Medúsuhópsins virðast ganga aftur og það er spurning hvort ný kynslóð þekki þær eða for- rennara þeirra, frönsku súrreal- istana. Sýn annarra listamanna er líka hluti af hinum þekkta raunveru- leika sem sögupersóna bókarinnar hafnar, sýn sem kannski er jafnvel meira spennandi og fjarstæðu- kenndari en nokkuð sem Kötu gæti dottið í hug. Kristín hefur mynd- skreytt bók sína lipurlega og bætir þannig skemmtilega við textann án þess að íþyngja honum, myndirnar skapa einmitt nauðsynlegt andrúm í texta sem er á mörkum þess að vera ofhlaðinn. Í heildina er Kjötbærinn kraftmikil fyrsta bók og Kristín er hæfileikaríkur höfundur sem vinnur af ástríðu, einnig er það gott fram- tak hjá Bjarti að gefa út fyrstu bók ungrar konu. Vatnið skært þurrt BÆKUR Saga og teikningar eftir Kristínu Eiríksdóttur. 42 bls. Bjartur 2004. KJÖTBÆRINN Ragna Sigurðardóttir Kristín Eiríksdóttir FJÖRUTÍU og sex ár eru liðin síðan Jón frá Pálmholti sendi frá sér fyrstu bók sína. Fjöldi ungskálda var að kveðja sér hljóðs um þær mundir. Flest höfðu orðið fyrir áhrifum frá Steini, atómskáldunum og Birtingi, glugguðu í skandívav- ískan súrrealisma, gerðu sjálf til- raunir í þá veruna, nutu takmarkaðs álits hjá eldri kynslóðinni, þjöppuðu sér því fastar saman og létu í veðri vaka að þau kæmu þannig fram sem hópur en fóru samt eigin leið hvert og eitt. Tímarnir – sjötti áratug- urinn – voru tiltölulega friðsamlegir hér á norðurslóð, að minnsta kosti miðað við það sem síðar varð. Form- byltingin olli að vísu nokkurri spennu. Róttæka ungkynslóðin tók skáldum sínum fagnandi. Aðrir létu sér fátt um finnast. Útgefendur voru tregir að gefa út bækur með »at- ómkveðskap« – nema helst Ragnar í Smára. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Heimsmyndin hefur breyst. Og ungskáldin eru orðin gömul. Allt rifjast þetta upp við lestur þessarar síðustu bókar Jóns frá Pálmholti. Þjóðfélagsádeilu kenn- ir enn sem fyrr í ljóðum hans. Þar byggir hann á sínum forna grunni en beinir líka skeytum gegn rangsnúnum tíð- aranda líðandi stundar. »Hvað ætlar þjóðin að villast langt af leið / og lifa þar rótlaus sitt há- væra gelgjuskeið?« segir til dæmis í kvæð- inu Gelgjuskeiðsþjóð- félagið. Síðasta erindið í ljóðinu Lífsreynslan minnir á vígorðin frá kreppuárunum: Það sem okkur gæfan gaf er gleypt af böðlum sterkum. Þeim sem hirða arðinn af annarra manna verkum. Skáldið skal vera boðberi frjórrar hugsjónar og formælandi fjöldans. »Ég tala fyrir þá sem þegja.« Þann- ig hefst ljóð sem ber yfirskriftina Ávarp. Þjóðfélagsádeilan getur þó allt eins gengið yfir sjó og land og orðið að heimsádeilu samanber eft- irfarandi, sem tekið er upp úr sama ljóði: »Lífið er margradda söngur kraumandi uppsprettu / en heim- urinn er flóttamannabúðir og þræla- búðir.« Og menningin fær líka sinn skerf af gagnrýninni, samanber ljóð sem ber þá kynlegu yfirskrift: Hátíðasöngur eða voff voff. Ádrepur af þessu taginu koma fyrir hér og þar í bókinni, sum- staðar með stóryrðum sem missa marks. Á stöku stað gætir þó efahyggju sem lýsir sér þá í hálfkæringi, svo sem í kvæði sem skáldið velur slétt og fellt heitið: Þjóðfélags- umræða. En fleira set- ur svip á bókina en ádeila og umræða. Því Jón frá Pálmholti kemur víðar við, miklu víðar. Bókin er ekki mjög samstæð, miklu fremur fjölskrúðug. Sonnettur, sem skáldið skipar fremst, fela í sér líkingamál þar sem byggt er á þjóðlegum grunni með framandi sjónhring fyrir augum. Tímahugtakið og óleyst lífsgátan láta höfundinn hvergi ósnortinn fremur en aðra sem eiga mörg ár að baki og horfa þá um öxl. Úrlausnin felst gjarnan í spaklegum þversögn- um sem kalla má viðeigandi ráðning þeirrar gátu sem seint verður leyst. Í kvæðinu Tími og stef eru orða- sambönd úr eldri kveðskap haglega fléttuð inn í textann. Ennfremur bregður þar fyrir notalegri gam- ansemi sem Jón frá Pálmholti spar- ar annars við sig. Hér og þar sér þess stað að skáld- ið hefur haft veður af módernism- anum svo við liggur að þjóðlegri kveðskaparheftð sé þá varpað fyrir borð. Hið þjóðlega situr þó oftar í fyrirrúmi. Eftirfarandi hringhenda er rækilega til vitnis um að skáldið kann að bregða á leik með rím og ljóðstafi: Bóndi nýr að básnum snýr og bindur dýran gripinn. Mörg er kýrin kostarýr en kannski hýr á svipinn. Þannig má segja að bók þessi eigi sér í stórum dráttum þjóðlegan bak- grunn þótt ljóst megi vera að að- drátta hafi að jöfnu verið leitað frá framandi slóðum. Höfundurinn finn- ur til í stormum sinna tíða jafnframt því sem hann reynir að ná áttum í hverfulum heimi þar sem einstakl- ingurinn má sín lítils í mannhafinu. Þótt Jón frá Pálmholti afneiti því húsbónda-og-hjúa-hugarfari, sem þótti svo sjálfsagt í bændasamfélag- inu gamla, er ljóst að rætur hans liggja í dreifbýlinu þar sem lífið var fábrotið, einfalt og kunnuglegt. Úr ýmsum áttum BÆKUR Ljóð eftir Jón Frá Pálmholti. 63 bls. Útg. Valdimar Tómasson. Reykjavík, 2004. Söngur í mannhafinu Erlendur Jónsson Jón Kjartansson frá Pálmholti Myndskreytt Biblía fyrir börn og full- orðna er í þýðingu Hreins S. Há- konarsonar. Margir hafa áhuga á að lesa Biblíuna en eiga erfitt með að byrja eða þykir uppsetningin erfið. Í nýrri út- gáfu, sem Skálholtsútgáfan gefur út, eru sögur Biblíunnar end- ursagðar á skýran og einfaldan hátt sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi mynda prýðir frásögnina og glæðir hana lífi. Sögurnar opna heim Gamla og Nýja testamentisins á þann hátt sem allir skilja og eftir lesturinn er söguþráður Biblíunnar orðinn les- andanum kunnur í aðalatriðum. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 352 bls. Verð: kr. 2.780. Örkin hans Nóa er bibl- íusaga með gluggum til að opna. Sagan af Nóa og örkinni hans er auðlesin í skemmtilegri gluggabók sem Skál- holtsútgáfan hefur sent frá sér. Fjörlegar myndir hennar heilla börn á öllum aldri og kenna þeim margt við þeirra hæfi er þau kynnast Nóa og dýrunum hans. Börnin fylgjast með því hvernig Nói og dýrin björg- uðust úr flóðinu mikla þegar þau hlusta á söguna og opna hvern gluggann á fætur öðrum. Um leið læra þau að telja og þekkja litina, herma eftir hljóðum ýmissa dýra og kynnast ólíkum formum. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er harðspjalda. Verð: kr. 1.490. Til æðri heima er eftir Guðmund Kristinsson. Hér er lögð megináhersla á að lýsa því sem gerist þegar maðurinn deyr. Birtar eru frá- sagnir 27 látinna ættingja og vina og nokkurra þjóð- kunnra manna auk einkasonar, sem fórst í bílslysi í mars 2002, um það hvernig var að „deyja“ og hvað við tók. Í bókinni er einnig löng frásögn Runólfs, stjórnanda Hafsteins mið- ils, og sagt frá sýnum Bjargar S. Ólafsdóttur við dánarbeð. Þá er sagt frá enska miðlinum Horace S. Hambling og stórmerkum fyr- irbærum. Loks er gerð grein fyrir mismunandi boðskap þjóðkirkj- unnar um dauðann og annað líf frá því um 1900 og út öldina og áhrifum spíritismans á trúarskoðanir þjóð- arinnar. Útgefandi er Árnesútgáfan. Bók- in er 215 bls. Verð: kr. 3.680. ENDA ÞÓTT höfundur þessara endurminninga hafi víða farið og margt reynt er þetta alls engin átakasaga. Þvert á móti eru þetta mestmegnis hversdagslífslýsingar, einfaldar frásagnir af daglegum störfum til sjós og lands, ferðasögur þar sem fátt ber til tíðinda og loks viðhorf höfundar til manna og mál- efna á hverjum stað og tíma. Marg- ir eru nefndir til sögunnar, karlar og konur. Nánast öllum er þeim borin vel sagan. Svo er að skilja sem þeir hafi upp til hópa reynst höfundi hjálplegir, samvinnuþýðir, eftirlátir og þægilegir í viðkynn- ingu. Sögur, sem sagðar eru af mönnum og þá hafðar eftir öðrum, eru að sama skapi á jákvæðu nót- unum. Sumir kaflarnir enda á blessunar- orðum. Þannig má segja að texti bók- arinnar líkist að nokkru eftirmælum þeim sem daglega birt- ast í blöðunum. Ljóst er að fornar dygðir eru runnar höf- undi í merg og bein. Hann elst upp í norð- lenskri sveit þar sem borin er virðing fyrir mannlífinu og nátt- úrunni og þeir, sem betur eru settir, telja sér skylt að hlaupa undir bagga með hin- um sem minna mega sín. Orðheldn- in er í heiðri höfð allt eins og vinnu- semin. Jafnframt er höfundur rækilega minnugur þess að hann er að lýsa liðnum tíma þegar margt var öðruvísi en nú, og flest reyndar betra af frásögn hans að dæma. At- hugasemdir þar að lút- andi eru að mínum dómi óþarfar. Þeir sem ekkert vita og ekkert vilja vita lesa ekki svona bók og þurfa því ekki á nein- um söguskýringum að halda. Það ber saman að höfundur hleypir heimdraganum og setuliðsvinna býðst í Reykjavík. Þaðan ligg- ur svo leiðin á sjóinn og þar með út yfir pollinn en síðan aftur til heimahaganna þar sem ævistarfið bíður. Þrátt fyrir augljósa skipulags- galla er ljóst að höfundur hefur lagt alúð við verk sitt – á sinn hátt! Hann hefur t.d. vandað málfar sitt. En textinn er yfir heildina litið of stuttur. Eftir blaðsíðutalinu mætti ætla að sagan sé mun lengri en hún er. Kaflarnir eru of knappir, frá- sögnin of ágripskennd miðað við magn efnis. Drepið er lauslega á margt hvað sem rennir veikum stoðum undir heildina. Það vantar í þetta fyllinguna og með leyfi að segja – örlitla spennu – enda þótt efnið gæti á stöku stað gefið tilefni til þess. Sömuleiðis eru alltof marg- ir einstaklingar nefndir með nafni, miklu fleiri en svo að í minni festist. Stundum ekkert nema nafnið. Oftar fylgir þó örstutt athugasemd, en tíðast of stutt og of mjög almenns eðlis til að geta heitið mannlýsing. Með því, sem hér hefur verið sagt, er að sjálfsögðu miðað til hins almenna lesanda. Sé á hinn bóginn svo að skilja að höfundur hafi sett þetta saman sem nokkurs konar fjölskyldualbúm eða minnisblöð fyr- ir vini og kunningja í hópi jafnaldra horfir málið öðruvísi við. Það er þá sjónarmið sem ber að virða. Hversdagslíf BÆKUR Endurminningar Minningabrot úr ævi Guðmundar G. Hall- dórssonar. 148 bls. Útg. Pjaxi. 2004. Úr koppalogni í hvirfilbyl Erlendur Jónsson Guðmundur G. Halldórsson Malarinn sem spangólaði er eftir Arto Paasil- inna í þýðingu Kristínar Mänd- ula. Bókin segir frá Gunnari Hutt- unen, sem kemur til lítils bæjar í norðurhéruðum Finnlands. Hann gerir þar upp gamla myllu og byrj- ar að rækta grænmeti. Gunnar er að því er virðist heiðvirður maður og fyrirmynd annarra – en hann hefur einn galla: Hann þolir ekki smásmyglislegar athugasemdir og reglugerðartal yfirvalda, né slúður sem oft fylgir í kjölfarið. Þá fer hann út í skóg, horfir á mánann og spangólar. Spangólið berst um all- an skóg og kemur í veg fyrir að þorpsbúar sofi. Þetta verður smám saman óþolandi og þorpsbúar safna liði. Útgefandi er Mál og menning Verð 4.290 kr. Nýjar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.