Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 15 Fjóla á ferð í rign- ingu er þýdd af Oddnýju S. Jóns- dóttur. Með bókunum í Einstein-seríunni kynnist barnið heiminum á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Í þessari bók fer barnið í ferðalag með Fjólu mús út í rign- inguna þar sem þau skoða m.a. regndropa, polla, orma og laufblöð. Vaka-Helgafell gefur út. Verð: 790 kr. Sverðberinn er eftir Ragn- heiði Gestsdóttur. Sverðberinn er fant- asíusaga þar sem ævintýri og raunveruleiki fléttast saman. Sagan fjallar um stúlk- una Signýju, sem lendir í slysi og festist í ímynduðum heimi, sem ein af sögu- persónum sínum á meðan hún liggur í dái á spítala. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 219 bls. Verð: 2.490 kr. Úrvalsævintýri H.C. And- ersens eru í þýðingu Sig- rúnar Árnadóttur. Bókin hefur að geyma tólf af þekktustu og vinsælustu ævintýrum skáldsins, prýdd myndum eftir hinn kunna danska mynd- skreyti Svend Otto S. Í bókinni er að finna eft- irtalin ævintýri: Prinsessan á bauninni, Þumalína, Staðfasti tindátinn, Ljóti and- arunginn, Svínahirðirinn, Litla stelpan með eldspýturnar, Nýju fötin keisarans, Eldfær- in, Snjókarlinn, Grenitréð, Hans klaufi og Villtu svanirnir. Útgefandi er Vaka Helgafell. Bókin er 224 bls. Verð: 2.690 kr. Örlaganóttin er eftir Tove Jansson, í þýðingu Stein- unnar Briem. Í nágrenni við Múm- ínhúsið er eldfjall nýfarið að gjósa og morgun einn er Múmíndalurinn allur að fara í kaf. Sem betur fer bjargast fjölskyldan um borð í fljótandi hús sem rekur hjá. En það er skrýtnasta hús sem þau hafa nokkurn tíma séð og eini íbúi þess, leikhúsrottan Emma, ekki alls kostar vingjarnleg. Útgefandi er Mál og menning. Verð: 2.490 kr. BÓK Craigs Nakken, Fíknir, heitir á ensku The Addictive Personality – Understanding the Addictive Process and Compulsive Behaviour. Íslenzkan er stutt og laggóð. Sennilega eru fíkn- ir ekki lýsingarorð heldur nafnorð í nefnifalli fleirtölu. Þótt ég viti að íslenzk orðabók kalli fíknir fleirtölu af fíkn þá hef ég vanizt því að segja margs konar fíkn en ekki margar fíknir. En látum það liggja milli hluta og köllum mína sérvizku. Bókin kom upphaflega út árið 1988 undir heitinu The Addictive Personality – Roots, Rit- uals and Recovery en var endurútgefin 1996, í bæði skiptin af Hazelden-stofnuninni í Banda- ríkjunum. Í seinni útgáfunni kemur fram að Hazelden gefi út ýmsar bækur um vímuefni en þær endurspegli ekki endilega þá meðferð sem stofnunin veitir og heldur ekki þau samtök sem byggja á tólf spora kerfinu. Mér sýnist Craig Nakken byggja aðferðafræði sína að einhverju leyti á því án þess að þess sé getið sérstaklega og það kemur svo sem ekki að sök. Hér er á ferðinni metsölubók þar vestra og meira en 100.000 eintök eru sögð hafa selzt. Kannski er sú tala orðin enn hærri. Nakken skiptir fíknarferlinu í þrjú stig sem hann kallar innri breytingu, breyttan lífsstíl og loks kemur að því að veröldin hrynur. Þetta á við um alls konar fíkn, en einkum fæst bókin við kynlífsfíkn, matarfíkn, spilafíkn, áfengisfíkn og kaupæði. Á fyrstu stigum framkallar ákveðið at- hæfi vímu eða eins konar leiðslu, til dæmis þegar spilafíkill fær sinn fyrsta vinning og sér í hug- skoti sínu glæstan feril, ríkidæmi og völd eða þegar lystarstols- sjúklingur uppgötvar að hann situr við stjórn- völinn þegar hann borðar ekki. Áfengissjúkling- urinn hefur vegferð sína þegar hann verður ölvaður í fyrsta sinn, finnur þau áhrif sem áfeng- ið hefur á hann, áhrif sem geta verið spennandi, ofsafengin og losað um þær félagslegu og til- finningalegu hömlur sem hann er fjötraður í. Fíklar virðast skrá reynslu af þessu tagi eitt- hvað skakkt inn á harða diskinn og rugla tilfinn- ingahita vímunnar saman við tilfinningadýpt og félagslega vellíðan. Þeir ruglast í ríminu. Þegar fíkill fer í meðferð er kannski mest um vert að hann axli ábyrgð á gjörðum sínum og horfist í augu við raunveruleikann. Fíkillinn hef- ur gjarnan komið sér í flækjur gagnvart maka sínum og fjölskyldu. Fyrir fíkil sem rauk alltaf upp í reiði við maka sinn þegar hann sjálfur var í neyzlu felst yfirbót ekki í því að segja: „Fyrirgefðu að ég reiddist þér, heldur þarf að við- urkenna misgjörðir sínar og komast að því hvernig bæta megi fyrir þær.“ (bls. 112). Athyglisverð leið til að rjúfa vítahring þann sem skapast við langvarandi vanda af þessu tagi og sem margir kannast við. Meðferð er flókið ferli sem felst ekki sízt í því að aðgreina fíkilinn frá sjálfinu. Hljómar flókið, ekki satt? Erum við kannski eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde eftir allt saman? Hér á landi hefur meðferð við fíkn fyrst og fremst verið í höndum geðlækna og samstarfsmanna þeirra og á vegum SÁÁ. Ekki hefur verið hrópað á torgum um þá starfsemi, sem farið hefur fram á Háteigi en hún hefur þjónað mörgum og komið þeim á rétta braut. Til stendur að flytja hana á Landspítalann við Hringbraut á næstunni í sparnaðarskyni og verður að ganga út frá því að það hafi ekki áhrif á gæði þjónustunnar. Það er ekki sérlega létt að lesa þessa bók og því þarf hvatinn að vera nokkur svo þolinmæði fíkilsins þrjóti ekki of fljótt. Frá mörgu er vel sagt en öðru kannski síður. Sá sem er reiðubú- inn að takast á við fíkn sína mun án efa hafa gott af lestrinum og aðstandendur hans ekki síður. BÆKUR Heilbrigðismál Höfundur: Craig Nakken Þýðandi: Stefán Steinsson. 134 bls. Almenna bókafélagið, Reykjavík 2004. Fíknir. Eðli fíknar og leiðir til að losna úr vítahringnum Katrín Fjeldsted Að ruglast í ríminu Börnin í Húmdölum er eftir Jökul Valsson. Þetta er fyrsta bók lið- lega tvítugs höfundar. Segir hún frá und- arlegum atburðum í Húm- dölum, blokk sem rís eins og kastali í jaðri borg- arinnar. Þeir einu sem virðast taka eftir því eru börnin. Þau heyra uggvænleg hljóð berast úr veggjum og skápum barnaherbergjanna og verða vör við ýmsar breytingar og óskilj- anlega atburði hér og hvar í blokkinni. Allt virðist þetta tengjast dularfulla, einræna stráknum sem býr hjá ömmu sinni á efstu hæð í stigagangi númer átta. Fullorðna fólk- ið lætur hins vegar eins og ekkert sé og börnin eiga ekki annarra kosta völ en að snúa bökum saman og horfast í augu við ógnina. En það er ekki nóg með að blokkin sé að taka breytingum. Sum barnanna eru ekki lengur sjálfum sér lík. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 312 bls. Verð: 2.980 kr. Nýjar bækur Drekagaldur er eftir Elías Snæland Jónsson. Sagan segir frá Hildi, sem er hress stelpa í litlum bæ úti á landi. Dag einn leiðir leyndardómsfullur og forn skartgripur hana á vit spennandi ævintýra í Goð- heimum. Drekagaldur er sjálf- stætt framhald af bókinni Valkyrjan og segir frá ævintýralegum ferða- lögum Hildar um Goðheima og kynnum henn- ar af goðum, jötnum, dvergum, svartálfum og fleiri furðuverum, að ógleymdum hinum víga- legu valkyrjum. Útgefandi er Vaka Helgafell. Bókin er 168 bls. Verð: 2.480 kr. SENNILEGA hafa fáir rithöfundar náð að byggja upp í kringum sig annan eins hetju- ljóma og Ernest Hemingway. En hetju- heimur hans er jafnan kaldur, fjarlægur, framandlegur þó að undir kraumi mótsagnir og átök. Smásögurnar í nýútkomnu þýðing- arverki Sigurðar A. Magnússonar sem hann nefnir Snjórinn á Kilimanjaró og fleiri sögur undirstrika þessa upplifun. Hér er raunar á ferðinni prýðilega þýtt verk. Sögurnar fara um víðan völl. Sumar gerast í Ameríku, á stundum í óbyggðum þar, kannski við silungsá. Aðrar gerast á saf- aríveiðum í Afríku, á Spáni eða í París. Söguefnin virðast oft ekki tilefni til stórra tíðinda en á bak við þau blunda jafnan innri átök eða ytri átök sem spegla innri átök karlmanns. Hetju. Mælikvarða manns. Hem- ingway var upptekinn af þessum mælikvarða og margar sögur hans eru eins og leit að goðsögn hetjuskaparins. Gott dæmi um þetta er sagan Skammlíf sæla Francis Macombers þar sem söguhetjan glímir við eigin hugleysi þar til hún finnur skyndilega hugrekki sitt. Macomber á þó ekki langan sælutíma í vímu hugrekkisins eins og nafn sögunnar bendir til. En þar komum við raunar að öðru ein- kenni sagna Hemingways, hversu upptekinn hann var af dauðanum og hversu ótti hans við hann skín í gegnum margar sögurnar. Dauðinn undirstrikar veröld karlmennskunnar. Frammi fyrir honum þarf karlmaðurinn að sanna tilveru sína með æðru- leysi sem erfitt er að öðlast. Stíll Hemingways er afar knappur og sumum hefur þótt hann minna á Íslendingasög- urnar vegna þess m.a. hversu tilsvör persónanna eru tálguð og hversu oft ólgar líf undir hlutlægu yfirborði textans. Eigi að síður er nokkur munur á. Í fornsögum er megináhersla á frásögn sem leitar lausna en Hemingway er 20. aldar maður með rætur í þeim hópi höfunda sem kenndir hafa verið við glataða kynslóð og ber merki annars kon- ar hlutlægni, einhvers konar hlutgervingar og framandgervingar þar sem grundvöllur veruleikans er í upplausn. Sögur hans eru því í senn innhverfar og fyrir bragðið meira uppteknar af lýsingu, bæði innri og ytri. Söguþræðirnir eru því oft einfaldir. Maður er særður og bíður dauða síns, annar veiðir silung, par deilir um fóstureyðingu o.s frv. Ernst Fischer benti á sínum tíma á tengsl Hemingways við Gertrud Stein og flótta- þemu hennar inn í ástand þar sem tilveran er upplifuð sem hrein og nakin (Rósin er rósin er rósin er rósin …). Þótt ég sé ekki beinlínis sannfærður um þá kenningu að slík upplifun túlki endilega flótta úr samfélaginu, heldur sé miklu fremur túlkun framandgerv- ingar í samfélagi þar sem sam- félagslegar afstæður eru hlut- gerðar, verður því ekki neitað að slíkrar kenndar verður vart í bókum Hemingways. Í smásög- unni Tvíhjartað stórfljót sem er í tveimur hlutum í smásagna- bókinni sem hér er til umræðu segir frá veiðiferð Nicks, sem sumir líta á sem alter ego skáldsins. Í sögunni gerist nán- ast ekkert annað en að Nick veiðir silung og tjaldar. Sagan er nánast út í gegn natúralísk lýsing á hversdaglegum atburð- um og umhverfi. Ris fyrri hluta verksins er þegar Nick reisir tjald: „Það var afstaðið. Hann var búinn að tjalda. Hann var búinn að koma sér fyrir. Ekkert gat snert hann. Þetta var gott tjaldstæði. Hann var hér, á þessum góða stað … Hann skreið undir grisjuna útúr tjaldinu. Úti var orðið dimmt. Inní tjaldinu var bjartara.“ Hlutlæg lýsingin á athöfnum mannsins yfirtekur alla verund hans. Við sjáum fyrir okkur mynd sem fyllir mann tómleika af því að hún er nánast merking- arlaus. Sem fyrr segir er vel staðið að þýðingu þessa verks og því fylgir bókmenntasögulegt æviágrip höfundar í eftirmála sem er um margt upplýsandi. Smásögur eftir Hemingway BÆKUR Smásagnasafn eftir Ernest Hemingway. Þýðandi Sigurður A. Magnússon. Mál og menning. 2004 – 275 bls. Snjórinn á Kilimanjaró og 23 aðrar sögur Skafti Þ. Halldórsson Ernest Hemingway AÐ VERA þú sjálfur er góð vísa sem sennilega er sjaldan of oft kveðin, ekki síst fyrir börn. Á tímum þar sem ótal kröfur eru gerðar til fólks, ekki síst hvað varðar útlit, er bráðnauðsynlegt að hamra á því við börn að þau séu feikinógu góð rétt eins og þau eru af guði gerð, og byrja nógu snemma. Þetta gerir bókin Litli bangsi eftir Illuga Jökulsson, sem Ingi Jensson hefur myndskreytt. Bókin segir frá litla bangsa, sem villist óvart frá vini sínum stóra bangsa. Þegar hann finnur hann ekki aftur, leitar hann hælis hjá hinum og þessum dýrategundum sem vilja þó ekkert með hann hafa vegna þess að hann lítur öðruvísi út en þau. Litli bangsi bregður þá á það ráð að líkja eftir dýrunum, með litlum árangri. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 3–7 ára og hæfir þeim aldurshópi ágætlega. Málfarið í bók- inni er lipurt og venjulegt, þannig að þeim sem les fyrir börnin ætti ekki að finnast hann þurfa að breyta orðalaginu til þess að gera það eðlilegt, eins og gerist alltof oft í barnabókum. Samt er málfarið ekkert poppað eða sér- staklega barnalegt, heldur gott ís- lenskt mál. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart, enda Illugi Jökuls- son landskunnur fyrir leikni sína á því sviði. Í sögunni er eins konar end- urtekningarstíll þegar bangsinn reynir við hverja dýrategundina á fætur annarri, svolítið í ætt við Litlu gulu hænuna, sem ungum börnum finnst yfirleitt skemmti- legur. Fyrir vikið er bókin spenn- andi fyrir aldurshópinn 3–7 ára, en endurtekningarnar hefðu alls ekki mátt vera fleiri. Litli bangsi hittir fyrir fimm dýrahópa, og e.t.v. spurning hvort hann hefði ekki gefist upp eftir þrjá. Að minnsta kosti dáðist undirrituð að seiglunni í bangsa! Myndskreytingar Inga Jenssonar eru í nú- tímalegum teiknimyndasögustíl, enda segir á bókakápu að Ingi sé einkum þekktur fyrir gerð myndasagna sem hafa birst í blöðum og tímarit- um, þó undirrituð þekki ekki til hans. Myndirnar eru líflegar og þar er margt að sjá sem gaman er fyrir lítil börn að uppgötva. Það er kostur hve lítið væmnar þær eru, þannig að bókin ætti ekki að fæla frá sér börn sem kjósa kröftugt og spennandi útlit á bókum. Þá er gaman að tvær litlar mýs virðast fylgja bangsa við hvert fótmál, þó hann taki ekki eftir því og þær séu ekki hluti af sögunni, og vel hægt að búa til úr því lítinn feluleik með börnunum utan sögunnar sjálfrar. Það sem er þó fyrst og fremst kostur við bókina er boðskapur sögunnar, sem þeir sem lesa bók- ina með börnunum ættu að eiga auðvelt með að leggja útaf. Allar góðar barnabækur ættu að vera ríkar af skýr- um boðskap, og sá sem leynist í þessari bók er ekki af verri endanum, eins og lokaorðin gefa til kynna: „Því hvort sem þú ert bangsi eða ljón eða kálfur, þá skiptir mestu máli að vera þú sjálfur.“ Að vera þú sjálfur BÆKUR Börn eftir Illuga Jökulsson. Ingi Jensson myndskreytti. JPV útgáfa. 2004. Litli bangsi Inga María Leifsdóttir Illugi Jökulsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 06. nóvember (06.11.2004)
https://timarit.is/issue/257940

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

06. nóvember (06.11.2004)

Aðgerðir: