Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004
HEPPNIST einhverjum að leysa
ráðgátuna um uppskrift að met-
sölubók bíða hans eflaust gull og
grænir skógar. Uppistaðan í
Leyndardómi ljónsins eftir Bryn-
hildi Þórarinsdóttur er skóla-
ferðalag, smásletta af óveðri, klípa
af rafmagnsleysi, skvetta af
draugagangi og handfylli af
glæpastarfsemi. Þótt hráefnið
standi fyrir sínu er þó ekki sjálf-
gefið að baksturinn uppfylli vænt-
ingar. Þótt fínasta hveiti sé hrært
saman við besta sykur, smjör, egg,
mjólk og lyftiduft getur kakan allt
eins fallið. Hvort sem um ræðir
bókmenntir eða bakstur er rétta
formúlan vandfundin.
Í Leyndardómi ljónsins, 20. bók-
inni sem hlýtur Íslensku barna-
bókaverðlaunin, hefur kakan því
miður ekki aðeins fallið heldur
einnig brunnið við. Óunnið hráefn-
ið myndar þó sannfær-
andi uppskrift. Þar
sýnist fyrirfram eitt-
hvað vera að finna fyr-
ir alla.
Sagan sem gerist í
skólabúðum á Reykj-
um í Hrútafirði segir
frá ævintýrum nokk-
urra krakka frá
Reykjavík og Akureyri
er þau dvelja í búð-
unum að vetrarlagi.
Þungamiðja sögunnar
er dularfullir atburðir
sem krakkarnir telja
sig verða vitni að. Þótt
örli á frásagnargleði
og hugmyndaflugi er sagan órök-
ræn og er það stærsti galli henn-
ar. Vísbendingarnar sem hrinda af
stað leit krakkanna að sannleik-
anum virðast of léttvægar til þess
að unnt sé að álykta að þær teng-
ist ráðgátu. Fyrsta vísbending
þess að eitthvað dularfullt sé á
seyði er órökstudd tilfinning aðal-
persónunnar sem virðist ljósta
niður eins og þrumu úr heiðskíru
lofti. „[A]llt í einu fær Tommi
þessa skrýtnu tilfinningu í mag-
ann sem hann hefur
fengið öðru hverju í
allan dag. Það er
eins og eitthvað und-
arlegt sé um það bil
að fara að gerast“
(bls. 32). Þessi til-
finning ásamt hvellu
ískri (bls. 54) virðist
nægja til þess að
sannfæra krakkana
um að í skólabúð-
unum leynist ráðgáta
sem beri að leysa.
Það sama má segja
um margar þær vís-
bendingar sem færa
hópinn skrefinu nær
lausn gátunnar. Þær eru oftast
langsóttar. Eftir að hafa heyrt
nöfnin Elísa og Sandra telja
krakkarnir að nöfnin tengist ráð-
gátunni. Þegar innrömmuð mynd
af Elísabetu Englandsdrottningu
er við það að detta í gólfið hrópar
einn krakkanna nafn hennar. Af
hljómfalli hrópsins álykta krakk-
arnir sem svo að þau hafi verið að
einblína á röng nöfn. Þau hefðu í
raun átt að vera að leita að Eng-
landsdrottningu. „Heyrðuð þið
ekki hvað Anna sagði þegar mynd-
in datt: ELÍSA-bet Alek-
SANDRA …!“ (bls. 106). Að sjálf-
sögðu þarf góður spæjari á ein-
staka tilviljun að halda en í
Leyndardómi ljónsins eru stöð-
ugar tilviljanir hins vegar ráðandi
afl í veikum söguþræði.
Persónusköpun sögunnar er
grunn. Persónur eru svarthvítar
staðalímyndir og helst hafa þær
aðeins eitt persónueinkenni sem
þrástagast er á. Tommi er pró-
fessorinn, Andri er íþróttastrák-
urinn, Harri er eins og Harry Pot-
ter því hann er með kringlótt
gleraugu og ör á enninu, Stebbi er
ofvirkur. Verri eru þó kvenpersón-
urnar. Þær eru sérkennalausar
fyrir utan kvenkennarana sem
virðast vera sívælandi kerlingar.
Þótt þeirri er þessar línur ritar
hafi ekki tekist að sjá margt já-
kvætt við þessa bók er rétt og
skylt að halda því til haga að það
hefur öðrum tekist. Íslensku
barnabókaverðlaunin eru lofsvert
framtak og ávallt er tilhlökkunar-
efni að lesa bækurnar sem hljóta
þau.
Sif Sigmarsdóttir
BÆKUR
Börn
eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Kápa:
Björk Bjarkadóttir. Prentun Oddi hf. 200
bls. Vaka-Helgafell, 2004.
Leyndardómur ljónsins
Brynhildur
Þórarinsdóttir
Fallin og viðbrennd, en verðlaunuð
Bítlaávarpið er
eftir Einar Má
Guðmundsson.
„Vofa gengur
laus um götur
heimsins, vofa
Bítlanna.“
Þannig hefst
Bítlaávarpið
sem ætlað var
að leysa öll önn-
ur ávörp af
hólmi, Áramótaávarpið og Komm-
únistaávarpið. Rokktónlistin kemur
inn í líf íslenskra skólabarna á sjö-
unda áratugnum – og byltir því.
Tónlistin leysir margt úr læðingi og
verður ásamt ástinni það afl sem
breytir heiminum.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 254 bls. Verð: 4.690 kr.
Nýjar bækur
Drekagaldur er önnur bókin um stúlk-una Hildi sem lendir í ævintýrum íGoðheimum. Í fyrra kom Valkyrjanút, fyrsta bókin um Hildi og ævintýri
hennar,“ segir Elías Snæland Jónsson sem hef-
ur á undanförnum 20 árum sent frá sér 10
skáldsögur, auk leikrita, smásagna og bóka um
sagnfræðilegt efni.
Elías var um árabil frétta- og ritstjóri DV en
sneri sér fyrir nokkrum árum alfarið að rit-
störfum.
„Hildur er ósköp venjuleg unglingsstúlka sem
lendir óvænt inn í nýjum heimi, hinum fornu
Goðheimum. Ég hef notað lýs-
ingar á goðheimum eins og
Snorri Sturluson lýsir þeim í
Heimskringlu og Eddu, sem
ramma að þeim heimi sem Hildur lendir í. Sum-
ar persónurnar eru þekktar persónur úr goð-
heimum, allt frá Óðni og öðrum goðum, niður til
dverga, trölla og jötna. Þetta voru mjög litríkir
heimar Goðheimarnir og þar eru ýmsar yfirnátt-
úrulegar verur. Drekagaldur gerist í mörgum
heimum Goðheima og Hildur þarf að fara víðar
um goðheima en í fyrri sögunni. Bæði eru það
ásgarður og neðstu undirheimar þar sem drek-
inn ógurlegi Níðhöggur ræður ríkjum. Allt þetta
leggur hún á sig til að bjarga valkyrjunni vin-
konu sinni, Brynhildi, frá eilífri útskúfun sem
Óðinn hefur lagt á hana. Þetta er kjarni þeirra
átaka sem eiga sér stað í sögunni.“
Hildur er venjuleg stelpa að öðru leyti sem
býr hjá afa sínum og ömmu í Álfafjarðarbæ.
Móðir hennar er látin og hún veit ekki hver fað-
ir hennar er. Hún er rösk og ákveðin stelpa og
hæfileiki hennar til að stíga inn á milli heima
tengist móður hennar og hálsmeni sem hún
skildi eftir.
– Hvers vegna valdirðu að hafa stelpu í aðal-
hlutverki?
„Þegar ég var að undirbúa þennan sagnabálk
velti ég því fyrir mér hvort aðalpersónan ætti að
vera strákur eða stelpa. Í þessu tilfelli þótti mér
heppilegt að aðalpersónan yrði valkyrja. Þær
voru dísir sem voru mjög margbrotnar persón-
ur. Þekktasta hlutverk þeirra var að þær fóru
sem meyjar Óðins og sóttu fallna kappa. En
þær gátu líka verið mennskar meyjar sem gátu
farið á milli beggja heimanna og þær voru fróð-
ar og gátu beitt göldrum bæði til góðs og ills.
Mér fannst að það gæti verið mjög gaman að
tengja saman unga nútímastelpu og þessa fornu
hugmynd um valkyrjurnar.“
Elías segist lýsa goðheimum að nokkru leyti
eftir sínum eigin hugmyndum enda séu lýsingar
fornra rita óljósar og opnar. „Þetta er hluti af
okkar sögu og okkar arfi og mér finnst spenn-
andi að kynna þessa fornu heimsmynd forfeðra
okkar fyrir unglingum í dag. Meginþema sög-
unnar snýst um vináttu og gildi hennar. Hildur
fylgir þeim fornu ráðleggingum úr Hávamálum
að maður skuli vera vinur vina sinna. Hún legg-
ur allt í sölurnar fyrir vináttuna og skeytir
minna um sjálfa sig í þeirri baráttu. Það er
þungamiðjan í þróun sögunnar.“
Ævintýraheimar, galdrar og yfirnáttúrulegar
verur eru nánast orðnar daglegt brauð í barna-
og unglingabókum og Elías tekur undir það.
„Það er alveg rétt. En Goðheimar hafa þá sér-
stöðu að fyrir mörg hundruð árum var þetta
hugmyndaheimur forfeðra okkar. Þeir trúðu því
að svona væri heimurinn innréttaður. Það er
fróðlegt fyrir unglinga að kynnast því og velta
þessari heimsmynd fyrir sér. Það er ekki annað
hægt en lesa það útúr Eddukvæðunum að svona
hafi menn trúað að veröldin liti út.“
Elías hefur gert meira en semja sögurnar um
valkyrjuna Hildi og ævintýri hennar í goðheim-
um því í sumar opnaði hann heimasíðu valkyrj-
an.com þar sem áhugasamir geta kynnst í máli
og myndum baksviði sagnanna og náð sér í alls
kyns fróðleik um goðheima og baksvið þeirra.
Elías kveðst þegar hafa lagt drög að þriðju
bókinni um Hildi valkyrju en áhugi lesanda á
ævintýrum hennar var strax mjög mikill eftir
fyrstu bókina. „Mér finnst mjög gaman að
skrifa fyrir þennan lesendahóp og hef alltaf
fengið afar góð viðbrögð frá krökkunum. Ég
varð strax var við mikinn áhuga á heimi sög-
unnar þegar Valkyrjan kom út í fyrra og það
varð til þess að ég opnaði
heimasíðuna þar sem ég get svarað ýmsum
spurningum sem ég hef fengið frá áhugasömum
lesendum. Þetta er auðvitað afskaplega
skemmtilegt og fyrir utan efni frá mér hafa
krakkarnir sent mér myndir og teikningar um
lífið í goðheimum. Hildur á því örugglega lengra
líf fyrir höndum í bókum en bara þessum tveim-
ur.“
Hinn forni heimur goða
og nútímaveröld manna
„Meginþema sögunnar snýst um vináttu og gildi henn-
ar,“ segir Elías Snæland Jónsson um Drekagaldur.
Eftir Hávar
Sigurjónssons
havar@mbl.is
AMMA og þjófurinn í safninu er þriðja
barnabók Bjarkar Bjarkadóttur, áður hefur
hún sent frá sér bókina Gíra Stýra og
Leyndardómur
ömmu. Hér er svo
komin önnur saga
um ömmuna leynd-
ardómsfullu og æv-
intýri hennar með
barnabarni sínu,
Óla. Björk leggur
mikið upp úr
myndskreytingum
í bókinni og fram-
setningu textans.
Myndirnar ná yf-
irleitt yfir alla
opnu bókarinnar
og textinn er oft í
lit í samræmi við
það. Bakgrunn-
urinn er frekar
dökkur enda á ævintýrið sér stað um nótt.
Myndstíllinn er ákaflega evrópskur og ekki
sérlega frumlegur eða persónulegur, þetta
kemur þó ekki í veg fyrir að myndirnar eru
bæði fallegar og vel unnar og Björk nær að
skapa með þeim sannfærandi heim bók-
arinnar. Sagan er ekkert sérlega frumleg
heldur, en hún segir frá súperömmu með of-
urkrafta, sá eini sem þekkir leyndarmál
hennar er Óli litli sem tekur þátt í ævintýr-
unum með henni. Björk leggur greinilega
mikla vinnu í bók sína og það er eiginlega
synd að söguþráðurinn og persónurnar eru
hálfgerðar klisjur. Þetta kemur þó líklega
ekki að sök hjá yngri lesendum sem kannski
hafa ekki mikla lesreynslu en börn frá svona
fjögurra til átta ára ættu að hafa gaman af
bókinni. Framsetning textans er gerð mynd-
ræn með því að sum orð eru stærri en önnur
til áherslu. Það er þó tilviljanakennt hvaða
orð fá þessa áherslu og ég hefði oft sett hana
annars staðar, ég gat engan veginn áttað
mig á neinni rökréttri hugsun hér að baki og
saknaði hennar. Aftur er þetta atriði sem
sennilega ekki truflar blessuð börnin en á
hinn bóginn er engin ástæða til að sætta sig
við eitthvað bara af því að börnin gera ekki
athugasemd við það eða sjá það ekki. Það er
þó enginn leikur að skrifa barnabækur og
Björk getur verið fullsæmd af þessari bók,
sérstaklega eru myndirnar í henni fallegar,
vel unnar og ríkar af smáatriðum. Hug-
myndin um ömmu með ofurkrafta höfðar
einnig til yngri barna og þjófaeltingarleikir
þykja jafnan spennandi. Þessi bók ætti því
að vera mörgum börnum hin besta skemmt-
un. Ég get líka ímyndað mér að sagan af
ömmu sé ekki öll og það er áhugavert að
þróa hana frekar, ekki síst með söguefni og
úrvinnslu þess í huga.
Bófahasar
um nótt
Ragna Sigurðardóttir
BÆKUR
Barnabók
eftir Björk Bjarkadóttur. –
26 bls. Mál og menning 2004.
Amma og þjófurinn í safninu
Björk Bjarkadóttir
Alltaf í boltanum
geymir gullkorn
úr knatt-
spyrnuheiminum
í samantekt Guð-
jóns Inga Eiríks-
sonar. Knatt-
spyrna er
langvinsælasta
íþróttagrein ver-
aldar og líka sú
fyndnasta. Um-
mælin og mismælin í þessari bók
sanna það svo um munar, enda er
hér að finna hvert gullkornið af öðru
úr knattspyrnuheiminum og koma
margir við sögu, leikmenn, fram-
kvæmdastjórar, og síðast en ekki
síst knattspyrnulýsendur, bæði er-
lendir og hérlendir.
Útgefandi er Hólar.
Í loftinu lýsa
stjörnur er eftir
Johanna Tydell,
í þýðingu Ingi-
bjargar Hjart-
ardóttur. Bókin,
sem var valin
besta sænska
unglingabókin
árið 2003, segir
frá Jennu sem
er órótt yfir því
hvað brjóst hennar stækka hægt
og hún er ástfangin af Sakka sem
veitir henni litla eftirtekt. Til
bæta gráu ofan á svart er alls
konar afbrigðilega hluti að finna
heima hjá Jennu, hjólastól, sturtu-
stól og fjölmargar hárkollur.
Mamma hennar er veik og lífsbar-
áttan er hörð.
Útgefandi er Hólar.
Týnd er eftir
Karin Alvtegen í
þýðingu Sigurðar
Þórs Salvars-
sonar. Sibylla
Forsenström er
ekki til, hún er
utangarðsmann-
eskja. Allar eigur
hennar rúmast í
einum bakpoka.
Einn daginn er
hún á röngum
stað á röngum tíma. Maður er myrt-
ur á hrottalegan hátt og grunur fell-
ur á hana. Fleiri morð eru framin og
lögreglan gerir æðisgengna leit að
Sibyllu sem er stimpluð morð-
kvendi. Karlin Alvtegen er einn vin-
sælasti spennusagnahöfundur Svía
um þessar mundir og hlaut Týnd
Norrænu glæpasagnaverðlaunin
Glerlykilinn árið 2000.
Útgefandi er Hólar.
Kurt Cobain –
ævisaga er eftir
Charles R.
Cross, í þýðingu
Helga Más
Barðasonar. Þeg-
ar Kurt Kobain
féll fyrir eigin
hendi í apríl 1994
var það anda
ástríðunnar og
reiðinnar og jafn-
vel sköpunargleðinnar sem setti
mark sitt á hið skammvinna líf þessa
tónlistarsnillings. Cross byggir ævi-
sögu Cobains á meira en 400 við-
tölum, dagbókum og fjölda annarra
heimilda.
Útgefandi Hólar.