Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 21
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 21 Platan The Transformed Manmeð William Shatner frá árinu 1968 verður endurútgefin af Geffen Records í byrjun desem- ber. Á plötunni má heyra höf- uðsmanninn James T. Kirk úr Star Trek lesa ljóð með tónlist og út- gáfur á „Mr. Tambourine Man“ með Bob Dylan og „Lucy in the Sky with Diamonds“ með Bítlunum. Shatner fór nýlega í hljóðver á ný til að taka upp plötuna Has Been með Shout Factory en upp- tökustjóri var Ben Folds. Shout Factory tók lagið „Common People“ með Pulp í þætti Jay Leno fyrir skemmstu við góðar viðtökur. Platan The Transformed Man nýtur nokkurrar hylli í ákveðnum hópum og var kynt undir vinsæld- unum þegar lög af henni voru sett á safndiska. Upphaflega platan komst aldrei inn á Billboard-listann yfir 200 vinsælustu plötur Bandaríkjanna. Hún hefur aðeins selst í 8.000 ein- tökum í Bandaríkjunum frá því að Nielsen SoundScan hóf að fylgjast með slíkum tölum árið 1991. Plat- an hefur verið uppseld frá því snemma árs 2001. Shatner hefur notið vinsælda að undanförnu vegna gestahlutverks í The Practice, sem hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir, og hlutverk í nýju þáttunum Boston Legal.    Rokktríóið Sleater-Kinney hef-ur skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Sub Pop í Seattle en síðustu fjórar plötur sveitarinnar komu út hjá Kill Rock Stars. Sveitin hóf tökur á nýrri plötu í vikunni með upp- tökustjóranum Dave Fridmann (Flaming Lips, Mercury Rev) og er stefnt á útgáfu í maí. „Við vild- um gera eitthvað nýtt. Við erum mjög ánægð með fólkið sem er við stjórn hjá Sub Pop,“ sagði söng- konan og gítarleikarinn Corin Tucker. Sup Pop gefur út hljómsveitir á borð við Postal Service og Ís- landsvinina í Saint Etienne og Shins. Þess má geta að Sleater-Kinney spilar með Flaming Lips og Wilco á gamlárskvöld í Madison Square Garden í New York.    Hugleiðingar eru uppi um aðJarvis Cocker, leiðtogi Pulp, semji tónlistina í nýju Harry Pott- er-myndinni Harry Potter og eld- bikarinn. Jarvis er sagður hafa verið valinn af nýja Potter- leikstjóranum Mike Newell í þeim tilgangi að höfða til nýrra áhorf- enda. Búist er við því að Jarvis verði líka með lítið hlutverk í myndinni. Samkvæmt MTV verður skoska rokksveitin Franz Ferdinand með lag í myndinni og hlutverk. „Við höfum verið beðnir að semja tón- list. Það er sena þar sem ljótar systur spila í hljómsveit og ég held að ljótu systurnar verði leiknar af Franz Ferdinand,“ sagði söngvarinn Alex Kapranos og verður spennandi að sjá hvern- ig útkoman verður. Erlend tónlist William Shatner Sleater-Kinney Jarvis Cocker Á Grammy-verðlaununum árið 2001 lýsti Bono, hinn ofursjarmerandi söngvari U2 því yfir að hljóm- sveitin legði nú formlega inn um- sókn um stöðu bestu hljómsveitar heims en á hátíðinni fékk hún þrenn verðlaun vegna All That You Can’t Leave Behind. Þeir eru ekki margir sem komast upp með svona sjálfbirgingsleg ummæli en Bono er einn af þeim, einfaldlega af því að hann er Bono. Það getur vel verið að All That You Can’t Leave Behind hafi verið meðlimum U2 líkn og lækning en í eyrum þessa höf- undar er hún svo gott sem hörmuleg um leið og hann furð- ar sig á því að fólk sé í alvöru að tala um að hljómsveitin hafi fundið hinn sanna tón á nýjan leik. Í besta falli er þetta skítsæmileg poppplata en á engan hátt hæfandi þessari frá- bæru hljómsveit sem hefur alla burði til að fanga eitthvað stórfenglegt en hefur bara ekki gert það allt, allt of lengi og guð má vita af hverju. En borðið er hreint, það er búið að gefa upp á nýtt og maður heldur enn í trúna. Snilldin hlýtur að fara að láta á sér kræla á nýjan leik. Og kannski núna, á How to Dismantle an Atomic Bomb. Bono fer á fyllerí Eftir útkomu All That… fóru U2 í tónleika- ferðalag og bar það yfirskriftina Elevation. Gekk ferðalagið vonum framar og U2 var farin að narta í hælana á Rolling Stones hvað vinsældir sem tón- leikaband varðar. Og sítrónan var skilin eftir í þetta sinnið. Snemma árs 2002 hóf sveitin vinnu við nýju plötuna. Bono hefur svo meðfram öllu saman ver- ið á ferð og flugi sem pólitískur baráttumaður og þeir eru fáir, heimsleiðtogarnir, sem hann hefur ekki hitt í einhverri opinberri athöfninni eða átt í samstarfi við í tengslum við eitthvert mann- úðarstarfið. Bono er fylginn sér, það má hann eiga. Orðrómur fór á kreik um að þessi „auka- vinna“ Bono væri að grafa undan U2 en Edge, gít- arleikari, er á því að það hafi gefið honum meira svigrúm til að vinna einn í friði að plötunni – og hún hafi grætt á því! Á þessu tímabili missti Bono svo föður sinn sem var honum þungbært, svo þungbært reyndar að hann var orðinn helst til of drykkfelldur á tímabili að eigin sögn. Hann reif sig upp úr þyngslunum fyrir stuttu en titillinn vísar í hann sjálfan, hann er kjarnorkjusprengjan sem þarfnast afteng- ingar. Fæðing plötunnar var giska brösótt. Mikill vandræðagangur hefur verið með upptökustjóra og koma Steve Lillywhite, Nellee Hooper, Flood, Jacknife Lee og Chris Thomas allir að þeim þætti. Lillywhite hefur verið með U2 frá upphafi, tók m.a. upp fyrstu plötuna Boy. En samstarfið við Chris Thomas, sem vann með Bítlunum og tók upp Never Mind The Bollocks með Sex Pistols, gekk víst ekki upp og var Lillywhite fenginn inn á endasprettinum til að redda málum. Þeir sem heyrt hafa plötuna líkja henni helst við Joshua Tree, hvað áferð varðar. Josh Tyrangiel, blaðamanni hjá Time, var hleypt að plötunni og lýsir hann henni sem mikilli gítarplötu og hún sé rokkuð mjög. „U2 eru nú komnir á þann aldur að þeir þurfa ekki að eltast við eitthvað sem fer þeim ekki,“ seg- ir Tyrangiel. Í viðtali við Q, fyrsta viðtalinu sem meðlimir U2 gefa vegna plötunnar nýju, segir Bono orðrétt: „Þetta er gríðarlega persónuleg plata og mögu- lega okkar besta,“ og um leið segir hann: „Við er- um einungis í keppni við sjálfa okkur og sú keppni snýst um að gefa ekki út eitthvert drasl eins og allir aðrir enda á að gera. Eina leiðin til að rétt- læta þetta líferni okkar – risahús út um allan heim og engar fjárhagsáhyggjur – er að breytast ekki í eitthvert skítaband.“ Vonir og væntingar Sem hljómsveit býr U2 yfir magnaðri áru, og það er mikill klíkuandi í gangi, hljómsveitin fer t.d. saman í sumarfrí ásamt fjölskyldum! Þessi merki- lega vinátta hefur hvað helst stuðlað að langlífi hljómsveitarinnar. En af plötunum skuluð þið þekkja þá og U2 gangast undir enn eitt prófið eft- ir tvær vikur eða svo. Ég vona innilega að þeim gangi vel og breytist ekki endanlega í „skíta- band“. How to Dismantle an Atomic Bomb kemur út á venjulegum hljómdisk og á vínylplötu. Þá kemur platan einnig út með aukreitis mynddiski og einn- ig ásamt mynddiski og forláta bók. Í völdum lönd- um verður svo aukalag á plötunni sem heitir „Fast Cars“. Eilífðarvélin U2 Tíundi áratugurinn var írsku rokksveitinni U2 á margan hátt mótdrægur. Sveitin náði þó loks áttum um aldamótin með plötunni All That You Can’t Leave Behind þar sem meðlimir hurfu á náðir gamla góða rokksins eftir misgæfulegar tilraunir með raf- og danstónlist. Mánudaginn 22. nóvember kemur ellefta hljóðversplata U2 í búðir, önnur plata hinnar endurreistu sveitar, og kallast hún How to Dismantle an Atomic Bomb. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is U2 How to Dismantle an Atomic Bomb er ellefta hljóðversskífa sveitarinnar. U2 á að baki mjög sterkan útgáfuferilog þær eru margar plöturnar semhægt væri að skrifa um í þessumdálki. Fyrsta platan, Boy (1980), er tilkomumikill frumburður og plata tvö, October (1981), mjög sterk og einatt vanmetin í um- fjöllun um sveitina. War (1983) kom sveitinni á kortið og Joshua Tree (1987) lagði grundvöll að heimsyfirráðum. Achtung Baby (1991) er þá gríð- arlega öflug „Við erum komnir aftur!“-plata og Zooropa (1993) svipar á margan hátt til October, innhverf og hæg- lega það besta sem U2 gaf út á tíunda ára- tugnum. Engin þessara platna toppar þó The Unfor- gettable Fire (1984), sem er meistaraverk sveitarinnar. Platan er mjög ólík því sem sveitin hafði verið að gera áður og einnig allt öðru vísi en seinni tíma U2. Á War fullkomnaði sveitin ástríðufulla barátturokkið og í stað þess að keyra það lengra (sem hefði vel verið hægt) tók U2 áhættu, hljómsveitarmenn ákváðu að reyna á þanþol sitt sem skapandi listamenn. Útkoman hefði allt eins getað orðið skelfileg en í staðinn fengu aðdáendur frjóasta verk sveitarinnar, fyrr og síðar. Joshua Tree, sem út kom þremur árum síðar, er stærri plata og tilþrifameiri en bar um leið með sér endalok U2 sem hljómsveitar sem hafði eitthvað veru- lega áhugavert fram að færa, sveitar sem bjó yfir einhverju einstöku. U2 hafa ekki enn náð að hrista þessa hlekki af sér, fullum tuttugu árum eftir útkomu The Unforgettable Fire. Á þessari plötu hófst samstarf sveitarinnar við Brian Eno og Daniel Lanois. Breytingin á hljóðheimi sveitarinnar varð nokkuð dramatísk við þetta en Eno átti þá að baki farsælan feril sem hljóðarkitekt og telst einn af áhrifameiri sveimlistamönnum („ambient“) sem fram hefur komið. Eno vann plötuna náið með liðsmönnum U2 sem voru meira en til í slíkt samstarf, eink- um þó Bono Vox, söngvari og The Edge, gít- arleikari sem fóru á mikið flug. Lögin urðu meira fljótandi, „listrænni“ („artí“) og heild- arsvipur plötunnar er dulúðugur og á stundum draumkenndur. „Promenade“ er eins og hvísl úr handanheimi og „4th of July“ og „Elvis Presley and America“ eru eins og innblásið og losaralegt hljómsveitardjamm. Hið svakalega „Wire“ er með víruðustu lögum U2 fyrr og síð- ar og titillagið og „Bad“ eru einfaldlega glæsi- leg lög, „stór“ og stingandi í mikilfengleik- anum. „Pride (In the Name of Love)“ er í raun eina lagið sem minnir á fyrri tíma dramarokk. Á The Unforgettable Fire er U2 í senn örugg og leitandi, ástand sem gat af sér snilld- arverk sem sveitin hefur ekki náð upp í síðan. Allt gengur upp, tilraunastarfssemin þjónar listinni algerlega þar sem þarna fara metn- aðarfullir ungir menn (The Edge var 23 ára), hungraðir eftir viðurkenningu sem alvöru lista- menn. Tilraunastarfssemin sem sveitin átti eft- ir að stunda síðar á ferlinum þjónaði öðrum og ankannalegri tilgangi. Það er orðin lenska að gefa merkar plötur út aftur í viðhafnarútgáfum þegar þær eiga „af- mæli“. Vel hefði farið á því að gefa The Unfor- gettable Fire út aftur á þessu tuttugu ára af- mæli með aukalögum því að aldrei á ferlinum kom út jafnmikið af frábærum lögum sem var gert að dvelja á B-hliðum. Nægir að nefna yf- irburðalög eins og „Love Comes Tumbling“ og „The Three Sunrises“ því til staðfestingar. Með allt á hreinu Poppklassík Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.