Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 3 sýndu ekki bara ansi róttækar breytingar á viðhorfum og siðferði heldur vildi kristallast í þeim gagnrýni. Og þar með var ég dottinn í það að búa til safn sem gæfi gagnrýna mynd af þessu samfélagi okkar. Upp úr því þróaðist form sem átti að nýta kosti svokall- aðra nútímaljóða og hefðbundinna en vera sem lausast við galla hvorra tveggja. Ég vildi reyna að láta hrynjandina magna efnið en sleppa aftur við þá ókosti gömlu hátt- anna að ýmist þurfi að nauðga efninu inn í formið eða fylla upp í erindin með óþarfa. Andræðaformið er frjálst að því leyti að lengd lína og erinda má að vissu marki laga að efninu. Reglur um rím eru líkar hefðinni en hrynjandin er breytileg því tilgangur hennar er að magna efnið. Andræði eru svo rammstuðluð, sem ég kalla, samkvæmt reglu sem upphaflega var sett til heiðurs vaxandi óhófssemi og hljóðar svo: best er að bruðla með stuðla. Það mun vafalaust særa þau brageyru sem aldrei mega ofstuðlun heyra. Jú og formið á sér líka þá sjónrænu hlið að erindi sem ætlað er að hitta er í lag- inu eins og ör, og svo er í þessu að finna nýjung, hinn sjónræna stuðul, sem merkir stuðul sem stendur á lágkveðu. Sjálfsagt mun einhverjum sýnast að andræði séu van- skapaðar ferskeytlur og skilja ekki hvers vegna ég gat bara ekki ort „rétt“. Ég hef reyndar margprófað það en útkoman varð því miður alltaf eins og einhver þeirra gömlu hefði gert það í óstuði.“ Lifandi, flott og virkt tæki Þarfnast Íslendingar nýrra spakmæla? „Já, spakmælin byggja á þjóðlegu viti en þau vísa flest til heims sem er horfinn. Við erum enn að tala upp úr Hávamálum og ís- lendingasögunum, einhverri blöndu af heiðnu og kristnu siðgæði og speki bænda. Og það rímar ekki allt jafn vel við okkar veruleika lengur. Og þar sem myndmálið byggist á horfnum búskapar- og sjáv- arháttum hefur ansi margt glatað gagn- sæinu og þá er óhjákvæmilegt að merkingin fyrnist smám saman eða brenglast. Tungu- mál er tæki sem þarf að endurnýjast ef það á ekki að daga uppi. Almenningur er auðvit- að að þessu að einhverju marki en miðlarnir ráða samt ferðinni. Og mér finnst óþarfi að láta auglýsingagerðarmönnum frasagerðina alfarið eftir.“ Finnst þér við umgangast tungumálið af fullmikilli virðingu? „Íhaldssemin hefur ábyggilega skilað ákveðnum árangri, en það ekki hægt að varðveita tungumál eins og skinnhandrit. Að mínu viti mætti mállög- reglan slaka aðeins á í stríðinu við slettur og smávægilegar málvillur og snúa sér að uppbyggilegri iðju. Það eina sem getur tryggt líf lítilla tungumála er nefnilega lát- laus og frjó endursköpun, það verður að vera lifandi og virk veita fyrir hugvit okkar og hnyttni. Ekki eitthvað stirðnað og dautt, nú eða drepleiðinlegt og ófrjótt eins og stofnanamálið sem umræðan fer að mestu fram á.“ Gegn rétttrúnaði Ljóðin mynda eins konar örvar á síðunum enda er þetta skothríð og skotmarkið er eig- inlega samtíminn eða hugarfarið, siðleysi, hugsunarleysi, hugsjónaleysi, afstöðuleysi, efnishyggja, tískuvæðing, neysluvæðing, út- litsmenning. „Já, ég ákvað að gefa mér álíka skotleyfi og til dæmis höfundar áramótaskaupsins hafa samkvæmt hefðinni. Bókin skiptist í ellefu hluta og í hverjum þeirra er tekið fyr- ir eitt ákveðið svið. Í ádrepuhefð miðalda voru oft teknar fyrir ákveðnar manngerðir og lestir þeirra. Dauðasyndirnar voru líka vinsælt yrkisefni í klerklegum fræðum. Andræði er í ætt við þessar hefðir en þó ekki beinlínis kerfisbundin úttekt á ástand- inu. Hún er frekar eins og óþolsviðbragð við hlutum sem virðast tröllríða þessu sam- félagi. Í gamla daga litu margir svo á að hrokinn væri rót allra lasta en í andræðum væri það græðgin, eða sú afleiðing taum- lausrar efnishyggju að græðgin er orðin að dyggð. Og svo kannski líka það hvernig mælikvarði peninganna er farinn að yf- irskyggja alla aðra. Núna eru til að mynda umhverfisverndarsinnar farnir að tala um nauðsyn þess að finna sannfærandi aðferð til þess að meta landslag til fjár, annars sé ekki hægt að standa á því að það sé nokk- urs virði. Hvenær skyldu þá ómetanleg verðmæti fara að merkja verðlaus. Og þetta er ekki grín. Þau hafa þegar reynst það við Kárahnjúka. Nú er ég ekki að segja að pen- ingamælikvarðinn sé ekki góður til síns brúks en hann má ekki skyggja á alla aðra. Rétttrúnaður nýfrjálshyggjunnar er að verða ansi einráð hugmyndafræði og slíkt hefur alltaf leitt til ófarnaðar. Okkar flókna samfélag þarf einfaldlega fleiri mælikvarða og fleiri gild sjónarmið. Mér finnst sem sagt að við ættum að staldra aðeins við. Breyt- ingarnar hafa verið svo ótrúlegar á stuttum tíma. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að ef fram heldur sem horfir verði bráðum komið á einhvers konar ný- lénsveldi og nýeinokunarverslun. Ég sé eng- an stóran mun á því hugarfari sem olíu- furstarnir og þá væntanlega þeirra klíkufélagar meira og minna hafa nú orðið berir að og því sem gömlu Hörmangararnir höfðu. Hvorum tveggja fannst þeir hafa full- kominn rétt til að mjólka almúgann eins og sínar eigin beljur.“ Þetta samfélag er ansi gott í því að framleiða ánægju Er það ekki ein nöturlegasta birtingarmynd þess að kaldastríðinu er lokið að hug- myndaleg átök eru í lágmarki? „Jú, nú hefur rétttrúnaðurinn engan and- stæðing.“ Og það er eins og enginn taki það alvar- lega. „Fáir virðast hafa áhyggjur af því að samræður um pólitísk grundvallarmál hafa nánast lagst af hér. Það er sjaldgæft að spakir menn taki til máls um slík efni, til dæmis úr háskólasamfélaginu. Andóf er ekki í tísku.“ Þú talar um tannlausa andófsmenn í bók- inni. „Menn hafa litla þolinmæði fyrir andófi. Menn geta hlegið að skemmtilegu andófi en það gleymist fljótt og hefur því lítil eða eng- in áhrif. Alvarlegar umræður standa iðulega stutt og hjakka yfirleitt í sama farinu uns þær lognast út af úr leiða. Þeir sem eru reiðir og andæfa kröftuglega þykja aftur á móti leiðinlegir nöldrarar. En það verður að vera andóf, það er lýðræðinu nauðsynlegt.“ Manni finnst ekki algengt að skáld og rit- höfundar andæfi nú um stundir. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Bók- menntasagan sýnir að þetta gangi í bylgj- um. Síðast andæfðu menn kröftuglega í ný- raunsæinu á áttunda áratugnum og það hlaut hroðaleg eftirmæli. Menn kinoka sér líklega við að fara í þau fótspor. Kannski er svona almenn skoðun að við búum í besta samfélagi af öllum góðum. Allir séu svona ánægðir, eða eigum við að segja ofsaddir. Þetta samfélag er ansi gott í því að fram- leiða ánægju. Og það er alls ekki vinsælt að framleiða óánægju. Framleiðsla á óánægju hefur líka verið ófrægð. Skoðun skal vera skemmtileg og hipp, segir í einu Andræði. Það er át fyrir ansi mörgum að vera gagn- rýninn.“ Bókmenntirnar hófu sig upp yfir samfélagið Ertu að segja að það sé ekki jarðvegur fyrir samfélagsgagnrýnar bókmenntir? „Nei ég er alls ekki viss um það. Ég held að vinsældir sakamálasagna byggist meðal annars á því að höfundar þeirra hafa leyft sér samfélagslegan boðskap. Það segir líka einhverja sögu að Spaug- stofan hefur þrátt fyrir allt haldið vinsæld- um sínum í öll þessi ár.“ Finnst þér hugsanlega að bókmenntir samtímans snúist meira um að sýna ástand- ið en að gagnrýna það? „Já, það hefur verið ákveðið bann við pre- dikun en ekki við því að sýna eða segja frá, opinbera. Og það getur að sjálfsögðu falið í sér gagnrýni. En því verður ekki neitað að mikið af nútímabókmenntum er dálítið í sín- um eigin heimi. Og ekkert skrítið að stund- um sé talað um naflaskoðun og einmenn- ingsherbergi í fílabeinsturninum. Og að fólki finnist þá að þær séu margar laustengdari veruleikanum en oftast áður eða hafi jafnvel hafið sig upp yfir samfélagið. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að nú kalli margt á það að bókmenntirnar taki virkari þátt í skoðanamyndun og umræðu. Og reyndar finnst mér fræðimenn í húmanískum grein- um mættu láta meira í sér heyra. En þeim finnst það kannski hægara sagt en gert. Sérhæfingin hefur náttúrlega fjarlægt fræðin og þeirra vit frá fólkinu. Almenn- ingur skilur ekki einu sinni tungumálið. Og margur virðist annaðhvort ekki nenna eða geta einfaldlega ekki brúað bilið. Ef það er eitthvað til í því að skáldin yrki aðallega hvert fyrir annað þá gildir það um margan fræðimanninn líka.“ Skáldskapur hluti af áreitinu Heldurðu að það sé samhengi á milli þjóð- félagsástands og hvernig bókmenntir eru skrifaðar? „Ja, ef bókmenntasagan er skoðuð má sjá ákveðið samhengi þarna á milli en annars er ekki gott að segja því auðvitað er hún rit- stýrð útgáfa þess sem skrifað var á hverjum tíma.“ Þú ert kannski að bera vitni um þetta með andræðiskveðskapnum? „Já, það má segja það. Bókin birtir ákveðna sýn á samfélagið hér og nú rétt eins og heimsósómar fyrri tíma og þvíumlíkt gerðu. Þetta kviknaði allt meira og minna af einhverju sem ég las eða heyrði rétt eins og vísur hagyrðinga gera og hafa alltaf gert. Síðan vinsaði ég úr dótinu þetta safn þegar ég þóttist loks farinn að greina í bunkanum brúklega heild“ Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir þessari bók? Hún er satt að segja óvenjuleg. „Ég hef ekki græna glóru um það hvernig hún á eftir að spjara sig. Ég veit ekki hvort margir eiga eftir að fyrtast við, en ábyggi- lega einhverjir því enn er vonandi rétt sú forna speki að sök bíti sekan. Ég yrði hins vegar ekkert hissa þótt viðbrögðin verði að- allega axlayppingar. Mér hefur ekki sýnst að gagnrýni sé tekin svo alvarlega í seinni tíð. Það bítur ekkert verulega á menn leng- ur. Ætli skáldskapur virki ekki bara svipað og önnur áreiti. Það er langt síðan hann fór að falla í verði eins og annað. Og ekkert við því að segja.“ Þjóðskáldabúningur Bókin er klædd í búning sem hefur þótt hæfa þjóðskáldum nítjándu aldar, kápan er kóngablá með gylltum stöfum og minnir einna helst á ritsöfn Jónasar og Bólu-Hjálmars. Kveð- skapur Sigfúsar er í ætt við ádeilukvæði þess síðarnefnda. Morgunblaðið/Þorkell Framleiðsla á óánægju hefur verið ófrægð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.