Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 7
stóðu fyrir Þriðja Ríkinu og þar með öllum
þeim fjöldamorðum sem voru framin í nafni
þess. Það geti orðið til þess að sveipa umræddar
persónur dularhjúpi og hefja þær þar með á
hærri stall en þær eiga skilið.
Kvikmyndaleikstjórinn Wim Wenders hefur
t.d. gagnrýnt starfsbróður sinn Hirschbiegel
harðlega fyrir að gera forystumönnum nasista
of hátt undir höfði í myndinni.
Wenders nefnir sem dæmi senurnar þar sem
sýnd eru endalok Hitlers sjálfs. Í því sambandi
bendir hann á að það sé ekki beinlínis hörgull á
limlestum og deyjandi hermönnum í myndinni.
Þvert á móti sé mikið um að menn tapi lífi og
limum og séu skotnir eða skjóti sjálfa sig fyrir
framan myndavélina. Það gegni hins vegar öðru
máli þegar kemur að dauða Foringjans og konu
hans. Þá fáum við ekki að sjá, hvað gerist á bak
við luktar dyr. Þvert á móti sýni myndavélin
okkur aldrei lík Hitlers og Evu Braun. Það sé
látið nægja að sýna hvernig nokkrir nasistafor-
ingjar dröslast með líkin vafin innan í dúka upp
úr byrginu til að hella yfir þau bensíni og
kveikja í þeim. Sami tepruskapurinn geri líka
vart við sig, þegar kemur að sjálfsmorði Göbb-
els og eiginkonu hans. Þá séu skothvellirnir ein-
ir í raun látnir nægja.
Og Wenders spyr: hvað á þessi tepruskapur
að þýða? Hvers vegna ekki að sýna „óbermin“
Hitler og Göbbels, sundurskotna og liggjandi í
blóði sínu? Eiga þeir eitthvað betra skilið en all-
ir þeir óbreyttu hermenn eða borgarar sem
sýndir eru limlestir, blóði drifnir og sundur-
tættir? Með þessu, segir Wenders, er verið að
sveipa þessa fjöldamorðingja einhvers konar
dularhjúpi, gera þeim óverðugum hærra undir
höfði en slíkir stríðsglæpamenn eiga skilið.
Þarna, segir Wenders, er verið að misnota
myndmálið til að lyfta umræddum persónum í
hæðir þar sem þær eiga ekki heima.
Í dag harma ég tvennt
Það er vissulega vandmeðfarið að beina sjónum
að einkalífi og persónum þessara æðstu böðla
nasismans eins og gert er í kvikmyndinni Der
Untergang. Því fylgir sú hætta að áhorfendur
fari að líta á þessa menn öðrum þræði sem
„venjulegar“ manneskjur. Og það er háskalegt
sjónarmið.
Að vísu verð ég að játa að mér finnst ýmislegt
í kvikmyndinni Der Untergang vega upp á móti
þeirri hættu sem Wenders bendir á og er vissu-
lega fyrir hendi.
Þar má nefna það miskunnarleysi og þá sið-
blindu öfgamannsins sem birtist í því þegar
Göbbelshjónin byrla sex ungum og fallegum
börnum sínum eitur, til að þau losni við að lifa
hörmungarlífi „í heimi þar sem nasisminn er lið-
inn undir lok“. Þau atriði myndarinnar sem
tengjast aftöku barnanna smjúga inn að beini
hjá áhorfendum og gera hverjum manni ljóst að
fólk sem gerir sig sekt um slíkan glæp gegn eig-
in afkvæmum er löngu búið að glata allri
mennsku.
Og það má líka til sanns vegar færa að mynd-
in sem Bruno Ganz dregur upp af Foringjanum
með leik sínum sé þess eðlis að áhorfendur geti
nánast aldrei fundið til samkenndar með honum
sem „venjulegri“ manneskju. Enda er hann
sjálfur látinn útmála það viðhorf sitt að samúð
og samkennd með öðru fólki sé lágkúra sem
hann hafi fyrir löngu vanið sig af. Þannig girðir
hann sjálfur fyrir að áhorfendur geti fundið til
samkenndar með hans eigin persónu.
Samt sem áður er það staðreynd að margt af
því fólki sem umgekkst Hitler persónulega og
átti við hann náin samskipti bar ákveðinn hlý-
hug til hans. Skýrasta dæmið er einkaritarinn
Traudl Junge. Í endurminningabók sinni, sem
er óvenju hispurslaus og opinská frásögn, segir
hún frá því að eftir stríðið hafi henni smám sam-
an orðið ljóst, hvílíkar hörmungar Hitler var að
kalla yfir mannkynið, á milli þess sem hann sat
með henni í teboðum og sýndi henni persónu-
lega velvild og hlýju.
Þessi uppgötvun olli henni djúpu hugarvíli og
fyllti hana af sektarkennd sem varð henni svo
þungur baggi að hún varð um síðir að leita sér
hjálpar.
Í lok myndarinnar Der Untergang er sýndur
bútur úr sjónvarpsviðtali sem listamaðurinn
André Heller tók við Traudl Junge, skömmu
áður en hún lést fyrir tveimur árum. Þar segir
hin aldna Traudl Junge frá því að hún hafi orðið
fyrir miklu áfalli þegar hún að stríðinu loknu
tók eftir minnistöflu um gyðingastúlkuna Soph
ie Scholl á húsvegg í München. Þar sá hún að
einmitt um sama leyti og hún var að byrja að
vinna sem einkaritari Hitlers höfðu liðsmenn
Foringjans tekið þessa ungu og hugrökku jafn-
öldru hennar af lífi. Sú uppgötvun veldur henni
miklum hugarkvölum. Og síðustu orð Traudl
Junge í kvikmyndinni Der Untergang eru nán-
ast samhljóða lokaorðum hennar sem roskinnar
konu í eftirmála bókarinnar:
„Í dag harma ég tvennt: ég harma örlög
þeirra milljóna manna sem nasistar myrtu. Og
ég harma ungu stúlkuna Traudl Humps, sem
hafði ekki nægilegt sjálfsöryggi og nógu mikla
yfirsýn til að rísa upp og andmæla á réttu
augnabliki.“
Höfundur er heimspekingur og þýðandi.
Þ
að er algengt hér á landi að ung-
börn og jafnvel smábörn að
þriggja ára aldri séu látin sofa
úti í barnavögnum á hverjum
degi. Útisvefn ungbarna tíðkast
ekki í öðrum löndum ef frá eru
talin Færeyjar, Norður-Noregur og Finnland
eins og fram kemur í nýlegri rannsókn hjúkr-
unarfræðinganna Rósu Einarsdóttur og Hildi-
gunnar Friðjónsdóttur, ,,Útisvefn íslenskra
barna: Lýsing á því hvað foreldrar eru að gera í
dag.“ Skiptar skoðanir eru um gagnsemi þessa
athæfis og því haldið fram af sumum að það sé
ungbörnum hollt að sofa úti í
fersku útilofti því að þar sofi
þau betur og lengur en inni í
hlýjum húsum. Aðrir hafa
gagnrýnt útisvefn ungbarna og segja að það sé
manninum ekki eðlilegt að sofa úti, hvað þá lít-
ilburða ungbörnum. Hér verður fjallað um það
hvað olli því að farið var að láta ungbörn sofa úti
hér á landi en frá því að fyrstu upplýsingaritin
um meðferð ungbarna komu út á 19. öld, sem í
flestum tilfellum voru skrifuð af læknum, hefur
ferskt loft verið þeim hugleikið varðandi heil-
brigði ungra barna.
Ótti við fnykinn
Erfitt getur verið fyrir fólk nú til dags að gera
sér grein fyrir þeim aðstæðum sem fólk á Ís-
landi bjó við fyrr á öldum. Heimili manna voru í
flestum tilvikum lágreistir, þröngir, kaldir, rak-
ir og illa loftræstir torfbæir byggðir úr torfi og
grjóti.
Baðstofur torfbæja voru samverustaður fjöl-
skyldunnar og vinnufólksins. Þar inni var oftast
mesti ylurinn en upphitun í bæjunum var nán-
ast engin. Í baðstofunni voru ungbörn látin
liggja í vöggum eða rúmum og hlýtur kuldinn
og rakinn í torfbæjunum að hafa veikt mót-
stöðuafl þeirra og aukið smithættu enda var
ungbarnadauði fyrr á öldum gríðarlega mikill
eins og Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur
bendir á í grein sinni ,,Móðurást á 18. öld“ og
birtist í Sögnum árið 2001.
Í byrjun 19. aldar var heilbrigðisástand fólks
víðast hvar í Evrópu afar slæmt og mann-
skæðar farsóttir tíðar. Ógurlegur fnykur í
mörgum borgum fylgdi miklum sumarhitum og
á sama tíma brutust út farsóttir sem tóku mörg
mannslíf. Fnykurinn stafaði meðal annars af
rotnandi manna- og dýraúrgangi sem seytlaði
um borgir. Salerni voru ekki til og þvag, manna-
og dýrasaur var safnað í for (hlandfor) sem
staðsett var fyrir framan heimili manna. Menn
vissu ekkert um að bakteríur og/eða veirur
gætu valdið smitsjúkdómum og töldu læknar á
sama tíma að sjúkdómar dreifðust með eitruð-
um lofttegundum í andrúmslofti. Allt það sem
lyktaði illa eins og t.d. manna- og dýrasaur var
talin eiturgufa eða spillt lofttegund og kölluð
miasma. Ef fólk andaði að sér vondri lykt lá leið
þess niður í lungu, út í blóðrás og þannig gat
sjúkdómur þróast í einstaklingi. Það var ekki
eingöngu fýlan af saur sem talinn var miasma
heldur gat eiturgufa lagst upp frá fenjum,
óhreinu vatni og frá ónógum líkamsþrifum (svo-
kölluð mannafýla) og valdið sjúkdómum. Eitur-
gufukenningin, miasma, var vel þekkt á Íslandi
og samkvæmt þeim örfáu ritum sem gefin voru
út á 19. öld um meðferð ungbarna voru foreldr-
ar og þá sérstaklega mæður upplýstar um skað-
semi eiturgufa á ungbörn. Var fnykurinn inni í
torfbæjum læknum sérstakt áhyggjuefni fyrir
ungbörnin eins og kemur fram í bók Jóns Thor-
stensen, landlæknis á Íslandi, Hugvekja um
meðferð á ungbörnum og kom út árið 1846. Í
bókinni telur Jón upp þá sjúkdóma; svo sem
krampa, uppköst, kirtlaveiki (bólgu í eitlum) og
magakveisu, sem gátu þróast í börnum ef þau
önduðu að sér vondri lykt. Hvatti landlæknirinn
til þess að vindhola eða lítill strompur yrði sett-
ur efst á torfbæi ,,hvar öll gufa geti lagt út, og
hreint loft komið inn“ eins og hann orðaði það
og væri með því móti hægt að fyrirbyggja mörg
mein hjá ungbörnum.
Jónas Jónassen læknir var sama sinnis um
mikilvægi útiloftsins fyrir ungbörn í bók sinni,
Barnfóstran. Fyrirsögn handa alþýðu um rétta
meðferð á ungbörnum, og kom út árið 1888.
Jónas tekur svo sterkt til orða í bók sinni og
kennir um að fjöldi ungbarna á Íslandi dæi af
völdum spillts andrúmslofts sem þau önduðu að
sér inni í torfbæjunum. Hvetur Jónas til þess að
ungbörn séu borin út í ferska útiloftið á hverj-
um degi því að ,,hreina loftið, sem barnið dregur
að sér, fjörgar og lífgar lífskraftinn“ og barninu
fer miklu betur fram segir Jónas enn fremur en
barninu sem kúldrast inni allan daginn í vondu
andrúmslofti.
Ekki er vitað hvort mæður eða feður hafi far-
ið reglulega út með ungbörn sín til viðrunar en í
bók Guðjóns Friðrikssonar, Jón Sigurðsson, er
sagt frá því að Karitas Þorkelsdóttir, frænka
Jóns, hafi átti það til að fara út með Jón litla
þegar vel viðraði og gengið með snáðann í fang-
inu niður á tún við bæinn Rafnseyri þar sem
fólkið var við heyskap. Jón fæddist hinn 17. júní
árið 1811 og er sagt frá því í bókinni að fyrsti
vetur í lífi Jóns hafi verið harður. Var litli snáð-
inn vafinn ströngum og dúðaður svo að honum
yrði ekki kalt og hafður í baðstofunni þar sem
flestir voru og mestur ylurinn. Jón var eitt
þeirra ungbarna sem lifði af veturinn 1811.
Það átti síðar eftir að koma í ljós að ólyktin
inni í torfbæjum var ekki sökudólgur ungbarna-
dauðans heldur voru ástæður aðrar eins og
smitsjúkdómar sem í flestum tilfellum gátu ver-
ið lífshættulegir ungum börnum. Einn þeirra
sjúkdóma þar sem útiloftið var talið eitt af
frumskilyrðum fyrir bata í byrjun 20. aldar voru
berklar og var sjúkdómurinn mjög útbreiddur
hér á landi sem og annars staðar í heiminum og
ógnaði heilsu manna lífshættulega. Algengastir
voru lungnaberklar (lungnatæring) eða hvíti
dauðinn eins og sjúkdómurinn var gjarnan kall-
aður og var mjög banvænn.
Lungnatæring ógnar lífi ungbarna
Árið 1882 fann þýski læknirinn og bakteríu-
fræðingurinn Robert Koch bakteríuna sem
veldur berklum í mönnum en fyrir þann tíma
var talið að sjúkdómurinn gengi í erfðir. Engin
lyf voru til við berklum og fólst meðferðin eink-
um í því að lina hóstakjöltur hjá sjúklingnum og
nauðsynlegt þótti að hann héldi sig inni í hlýj-
unni og biði þar dauða síns.
Um miðja 19. öld kom fram á sjónarsviðið
nýtt meðferðarform við berklaveiki og átti
hróður þessarar meðferðar eftir að breiðast út
um Evrópu. Upphafsmaður þess var George
Bodington, enskur bæjarlæknir í Sutton Cold-
field í Englandi. Hann var alls kostar ekki sátt-
ur við þá forneskju meðhöndlun sem læknar
beittu við berklum. Það sem hafði komið honum
á sporið um að þróa nýja meðferð var að hann
hafði tekið eftir því að bændur í Sutton Cold-
field, sem unnu allan daginn úti við, virtust að
hans mati vera ómóttækilegir fyrir lungna-
berklum. Hann dró þá ályktun að útiloftið hefði
góð áhrif á lungun og kæmi í veg fyrir að berkl-
ar næðu að þróast í líkama einstaklings. Sama
taldi hann um þá sem hefðu lungnaberkla; úti-
loftið hefði róandi áhrif á veik lungun þeirra og
sjúkdómurinn næði að batna. Hann hóf að beita
útiloftslækningu á sjúklingum sínum sem voru
látnir aka um í opnum hestakerrum um ná-
grennið Sutton Coldfield, til að anda að sér
hreinu lofti í stað þess að hírast innandyra. Bod-
ington þóttist sjá bata hjá þeim og með greina-
skrifum tókst honum að vekja athygli á útilofts-
meðferð sinni. Um 1900 var svo komið að reist
höfðu verið berklahæli víða í Evrópu og við þau
sérstakir leguskálar þar sem sjúklingar lágu úti
undir berum himni allan daginn.
En hvaða áhrif var talið að ferska útiloftið
hefði á berklasjúklinga í byrjun 20. aldar? Á
þeim tíma var litið á berklabakteríuna sem
sníkjudýr og þegar það hafði náð fótfestu í lík-
ama berklasjúklings rændi það honum nær-
ingu, framleiddi banvænt eiturefni sem skað-
vænt var frumum líkamans og svipti manneskj-
unni að lokum lífinu ef líkaminn sjálfur veitti
ekki viðnám gegn bakteríunni. Því var mikil-
vægt að efla náttúrulegar varnir líkamans gegn
veikinni og það skyldi gert með því að styrkja
og stæla líkamann eins og fram kemur í bók
Sigurðar Magnússonar, fyrsta berklalæknis á
Íslandi, Berklaveiki og meðferð hennar og kom
út árið 1916. Til að herða mótstöðuafl gegn
berklum átti sjúklingurinn að njóta sem bests
aðbúnaðar og þá sérstaklega hreins lofts.
Að herða líkama ungbarna
Þegar á fyrsta áratug 20. aldar hófu íslensk
stjórnvöld og læknar að sporna við berklaveiki
sem olli fjölda manns heilsutjóni og dauða.
Fyrstu lög um varnir gegn berklaveiki voru sett
árið 1903 og Heilsuhælið á Vífilsstöðum tók til
starfa árið 1910. Í nefndaráliti sérstakrar
berklaveikinefndar sem komið hafði verið á árið
1919, kom fram að verja skyldi börn gegn berk-
lasmiti en rannsóknir höfðu leitt í ljós að því
yngri sem börnin voru því næmari voru þau fyr-
ir smiti veikinnar. Ungbörn voru í mestri hættu
á að smitast af berklum og var þeim þá lífs-
hætta búin. Einnig höfðu erlendar rannsóknir
sýnt fram á að berklaveiki væri algengari og
skæðari þröngum og illa loftræstum húsum og
við þannig aðstæður bjó fjöldi Íslendinga í byrj-
un 20. aldar.
Læknar og hjúkrunarkonur upplýstu al-
menning um varnir gegn smiti veikinnar og
mikilvægi þess að stunda útiveru. Hafist var
handa við að upplýsa foreldra ungra barna
hvernig gera átti börnin svo hraust að þau yrðu
varin gegn berklasmiti eða ,,efld af lífsmagni“
þannig að berklar næðu engum tökum á þeim
þótt þau kynnu að smitast eins og kom fram í
uppeldisritinu, Barnið. Bók handa móðurinni
eftir Davíð Scheving Thorsteinsson lækni og
kom út árið 1926. Í bók sinni sagði Davíð að til
að efla heilsu ungbarna taldi hann gott viður-
væri, mikla útivist og hreint loft inni í húsum
þar sem börnin dvöldu mikið að segja.
Þá tilgreinir Davíð í bók sinni um nýstárlegt
farartæki handa ungbörnum sem farin séu að
tíðkast á Íslandi, þ.e. barnavagninn, hentug og
skjólgóð legurúm og ,,alveg óhætt að lofa þeim
að sofna þar, enda kemur oft værð yfir þau er
þau hafa notið hreina loftsins um stund: Þeim
líður þá svo undravel“ segir Davíð ennfremur.
Lætur Davíð þess þó sérstaklega getið að ekki
megi víkja frá barninu á meðan það sofi úti í
vagninum og ættu börnin að vera sem allramest
úti undir góðri gæslu.
Þarna er í fyrsta skiptið fjallað um í uppeldis-
bók hér á landi að ungbörn sofi úti og átti slíkt
athæfi eftir að festast rækilega í sessi þegar
fram liðu stundir. Í vinsælli uppeldisbók,
Fyrsta barnið, eftir enskan kvenlækni Gwen
Barton að nafni, sem kom út á Íslandi árið 1950,
var því haldið fram að af útilofti fengju ungbörn
hreystibrynju gegn aðvífandi sýklum og sagt að
börn sem vön væru að sofa úti, hvernig sem
viðraði, kæmust yfir fyrstu þrjú til fjögur árin
án þess nokkurn tíma að fá kvef!
Útisvefn ungbarna
Margt hefur breyst í tímans rás varðandi kenn-
ingar um áhrif útisvefns og útiveru á ungbörn.
Útisvefn ungbarna tíðkast enn hér á landi eins
og fram hefur komið en ekki er lengur litið svo á
að sjúkdómavörn felist í því að þau séu látin
sofa úti. Ekki er lengur lögð eins mikil áhersla á
útisvefn ungbarna af hálfu heilbrigðisstétta og
áður var. Í upplýsingariti frá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur frá árinu 1997, Þroski og umönnun
0–6 mánaða barna, eftir Sólfríði Guðmunds-
dóttur hjúkrunarfræðing, kemur fram að taka
þurfi tillit til veðurs og vinda hverju sinni áður
en börn eru lögð út í barnavagna til svefns því
að þau geta ofkælst eða ofhitnað af útisvefni.
Ungbörn í barnavögnum úti í garði við bæjarsjúkrahúsið (Kommunehospitalet) í Kaupmannahöfn undir gæslu hjúkrunarkonu í byrjun 20. aldar. Veran úti
í fersku lofti var liður í meðferð við barnadeild sjúkrahússins, því að af útiveru var talið að þau yrðu varin gegn smitsjúkdómum, til dæmis berklum.
Herðing líkamans með útilofti
Er það börnum hollt að sofa úti? Hvernig kom
það til að börn á Íslandi eru látin sofa úti, jafn-
vel í brunagaddi? Hér er sagan rakin og leidd-
ar líkur að því að útisvefn barna sé bábilja.
Höfundur er sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur.
Eftir Erlu Dóris
Halldórsdóttur
edh@hi.is