Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004
!
Ég get seint talið mig í hópi aðdá-
enda amerísks lífsstíls og menn-
ingar. Kann vel við Bandaríkja-
menn sem ég þekki, drekk kók og
les bókmenntir þeirra, en er eins
og flestir sennilega haldin smáfor-
dómum í garð „raunveruleikasjón-
varpsmenningar“ þeirra. Finnst
það sem við sjáum sem þeirra lífsstíl oft á
tíðum yfirborðskennt.
Ég var í Seattle í viðskiptaerindum í síð-
ustu viku. Ferðin byrjaði nú ekki glæsilega
hjá mér. Eftir að hafa innritað mig í flug,
skoðað mig um í fríhöfninni og farið í gegn-
um vegabréfsskoðun var ég stöðvuð af
starfskonu Flugleiða sem var að athuga
brottfararspjöld og vegabréf við inngang í
flugvélina. Og viti menn! Vegabréfið mitt
er ekki tölvulesanlegt og það átti að banna
fólki að ferðast til Bandaríkjanna með
svona ferðaskilríki eftir tvo daga. Konan
var ansi hneyksluð
og leyndi ekki undr-
un sinni á ábyrgð-
arleysi mínu. Hélt
þvílíka ræðu yfir okkur öll farþegagreyin.
Þetta var nóg til að stressa mig þannig að
ég gat ekki slappað af alla sex klukkutím-
ana í vélinni yfir hafið. Ég var ekki einu
sinni í skapi til að dást af vesturströnd
Grænlands sem mér finnst alveg æðisleg,
líkt og stækkað Ísland. Ætla Ameríkanar
að senda mig til baka með látum? Hvernig
stóð á því að ég hef misst af tilkynningum
um nýjar reglur, ég sem les allt og fylgist
með öllu? Komið var til Minneapolis og ég
fór taugaóstyrk í áttina að vegabréfs-
skoðun. Eftir viðbrögð konunnar í Keflavík
var ég búin undir enn meiri skammir. Auk
þess bið ég lesendur að hafa í huga að áður
en ég varð íslenskur ríkisborgari ferðaðist
ég um heiminn með júgóslavneskt vega-
bréf, og það hefur sjaldan verið skemmti-
leg reynsla, að þurfa að útskýra fyrir lög-
reglumönnum hvað í ósköpunum ég vildi
gera í landinu þeirra. Allavega, röðin kem-
ur að mér eftir að allir Íslendingar á undan
mér reyndust vera með gömul vegabréf en
náðu að sleppa inn í landið. Og nú kemur að
fyrsta samanburði milli Íslendinga og Am-
eríkana sem ég ætla að gera og er Amerík-
önum í hag. Amerískur lögreglumaður
hafði fullan skilning á því að ég notaði
ennþá gamalt vegabréf og var alveg til í að
leyfa mér að komast inn. Sagði meira að
segja að ég þyrfti ekki að fjárfesta í nýju
vegabréfi strax, nóg væri að fá mér tölvu-
lesanlega vegabréfsáritun.
Áfram hélt ég til Seattle. Ég leigði bíl
með þessu frábæra „never-lost“ staðsetn-
ingartæki, sem undir minni stjórn breyttist
fljótlega í „ever-lost“ tæki. Ég var í tómum
vandræðum að fara eftir fyrirmælum
tölvukvennmannsraddarinnar fyrstu tím-
ana. Ég beygði á röngum stöðum, stöðvaði
á miðjum þjóðveginum og var ansi óörugg
til að byrja með, sem gerist alltaf þegar ég
er að keyra á nýjum stað. Og aftur sýndu
Ameríkanar mér meiri skilning en ég átti
von á. Hleyptu mér inn á akrein, biðu eftir
mér á meðan ég var að átta mig á því hvort
ég vildi keyra áfram eða ekki. Ég get rétt
ímyndað mér viðbrögð manna á Miklu-
brautinni kl. 17.00 á virkum degi ef ég
reyndi allt í einu að skipta um akrein á
fullri ferð og troða mér fyrir framan Jón á
jeppanum. Í sumar var keyrt aftan á mig
þegar ég hægði aðeins á mér á hringtorgi
hér í bæ! Samstarfsmenn mínir á skrifstof-
unni í Seattle voru eins og vanalega mjög
vingjarnlegir og hjálpsamir. Í umræðum
yfir kaffi var sagt að Bill Gates og fé-
lagarnir hans í Microsoft græddu svo mikið
að þeir dældu á hverju ári stórum
peningaupphæðum í skólana í öllu ríkinu
og menntakerfið blómstraði því þar. Betra
en að borga allt í skattana og auk þess telja
þeir sig hafa samfélagslega skyldu til þess
að styðja og styrkja menntakerfið. Í ljósi
þess að börnin mín sátu iðjulaus í sex vikur
heima var þetta eins og að strá salti í sárin.
Eftir þessa ferð og allan samanburð sem
reyndist jákvæðari í garð Bandaríkjanna
en ég átti von á hef ég lofað sjálfri mér að
horfa á þá með opnara hugarfari en áður.
Okkur veitir ekki af að taka þá til fyrir-
myndar. Ekki bara í Rambó-leikjum frið-
argæsluliða heldur líka í almennri kurteisi
og framkomu gagnvart fólki í kringum
okkur. Bill Gates getum við tekið til fyrir-
myndar. Við gætum stungið upp á því við
t.d. forstjóra olíufélaganna hér á landi að
gefa hluta af sínum tekjum í skólakerfið.
Þeir gætu e.t.v. ákveðið sameiginlega
verðskrá um framlög sín.
Ísland –
Ameríka
Eftir Tatjönu
Latinovic
tlatinovic@ossur.com
Ég borga þrjátíukall sænskar fyrirþað merkilega tímarit Faktum semgefið er út hér í Gautaborg. Blaðiðer málgagn heimilislausra í borg-
inni sem selja það sjálfir á götum úti og fá
fimmtán krónur í eigin vasa fyrir stykkið.
Faktum átti í erfiðleikum í sumar og það var
óljóst hvort hægt yrði að halda útgáfunni
áfram. Systurblaðið í Stokkhólmi, Situation,
hefur átt í svipuðum vandræðum en nú er búið
að stofna hlutafélag um það og tryggja útgáfu
þess áfram. Faktum lifir á styrkjum og auglýs-
ingum, auk þessara króna frá lesendunum.
Margir hafa spurt af
hverju heimilislausir
þurfi málgagn, væri ekki
nær að nota peningana
sem fara í útgáfu og
prentun í húsnæði fyrir
þá?
En það myndi nefnilega ekki duga til fram-
tíðar. Faktum verður að vera til á meðan heim-
ilisleysi er til. Heimilisleysi er til í Gautaborg
eins og annars staðar í heiminum. Faktum er
til m.a. til þess að þeir heimilislausu séu sýni-
legir og þeir gleymist ekki. Stærsta markmiðið
er þó auðvitað að útrýma heimilisleysi, því allir
hafa jú rétt á að eiga heimili, hvort sem er í Sví-
þjóð, á Íslandi eða annars staðar. Það eru
mannréttindi.
Í sumar var heimsmeistaramót heim-
ilislausra í fótbolta haldið hér í Gautaborg. Ég
hélt fyrst að þetta væri grín. Var ekki vön því
að heimilislausir væru svo áberandi í samfélag-
inu og væru viðurkenndir með eigin knatt-
spyrnukeppni og eigið tímarit. Hafði þó heyrt í
heimilislausum Íslendingum fyrr á árinu og
sagt sögur tveggja í Tímariti Morgunblaðsins.
Þar eru minnisstæð nokkur „komment“ í þessu
sambandi: „Við megum ekki hafa það of gott.“
„Er ég eitthvað verri maður þótt ég sé alki?“
„Við höfum sömu mannréttindi og aðrir þó svo
að við drekkum.“ „Við erum engir asnar þótt
við séum fyllibyttur.“
Þarna vísaði viðmælandinn m.a. til þess út-
breidda viðhorfs að heimilisleysi sé ástand sem
fólk velur sér af aumingjaskap, hinir heim-
ilislausu þurfi að læra sína lexíu og halda sér til
hlés svo þeir trufli ekki daglegt líf hins al-
menna borgara í samfélaginu.
Faktum lýsir staðreyndum gegn fordómum.
Faktum er litríkt tímarit með stuttum og
löngum greinum, stórum ljósmyndum og
teikningum. Það er lesvænt og vel skrifað en
þar vinna tveir blaðamenn og ljósmyndari auk
ritstjóra. Í blaðinu hefur t.d. verið fjallað um
fótboltakeppnina sem ég held að Pólland hafi
unnið á endanum, birt viðtöl við seljendur
Faktum og úttektir eins og á því af hverju farið
var að læsa dyrum stærstu verslunarmið-
stöðvar Gautaborgar á nóttunni nú rétt í vetr-
arbyrjun.
Í blaðinu birtast líka litlir rammar t.d. með
ummælum stjórnmálamanna um heimilisleysi,
tilkynningar um tónleika og fleira. Í síðasta
blaði var opna með myndum af innihaldi úr
vösum nokkurra heimilislausra, stundum
aleigu þeirra: Sígarettur, penni, greiða,
sprauta, sími, túrtappar, passi.
Til að halda stjórnmálamönnum við efnið og
gleyma ekki þeim sem minnst mega sín í sam-
félaginu er blað eins og þetta mikilvægt. Það er
gott að geta styrkt þá með því að kaupa Fakt-
um, en það er bara ekki nóg. Hvað með íslenskt
Faktum og íslenskt fótboltalið heimilislausra?
Staðreyndir gegn fordómum
Fjölmiðlar
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
’Í sumar var heimsmeistaramót heimilislausra í fót-bolta haldið hér í Gautaborg. Ég hélt fyrst að þetta væri
grín. Var ekki vön því að heimilislausir væru svo áber-
andi í samfélaginu og væru viðurkenndir með eigin
knattspyrnukeppni og eigið tímarit. ‘
I Hversu mikinn þátt taka listamenn ogfræðimenn á sviði mannvísinda í skoð-
anamyndun samfélagsins? Er hægt að segja
að þessir tveir hópar eigi í samræðu við til
dæmis stjórnmálamenn og fjölmiðla um
grundvallarspurningar í þjóðlífinu? Taka
þeir jafn mikinn þátt
og til dæmis lögfræð-
ingar? Eiga þeir ef til
vill ekki jafn greiðan aðgang að umræðunni
og lögfræðingar? Tala listamennn og fræði-
menn kannski með þeim hætti að þeir séu
vart viðræðuhæfir? Er kannski erfitt að
bregðast með röklegum hætti við tákna-
hrúgum og kenningahröngli þessa fólks?
II Sigfús Bjartmarsson skáld lýsir þeirriskoðun sinni í viðtali í Lesbók í dag að
nú kalli margt á það að bókmenntirnar taki
virkari þátt í skoðanamyndun og umræðu.
Reyndar finnst honum að fræðimenn í húm-
anískum greinum mættu einnig láta meira í
sér heyra. „En þeim finnst það kannski
hægara sagt en gert. Sérhæfingin hefur
náttúrlega fjarlægt fræðin og þeirra vit frá
fólkinu. Almenningur skilur ekki einu sinni
tungumálið. Og margur virðist annað hvort
ekki nenna eða geta einfaldlega ekki brúað
bilið. Ef það er eitthvað til í því að skáldin
yrki aðallega hvert fyrir annað þá gildir
það um margan fræðimanninn líka.“
III Það er varla hægt að horfa fram hjáþví að samfélagsumræðan fer fram á
ólíkum plönum – örugglega fleirum en
þeim tveimur sem hér hafa verið nefnd –
sem lítt eða ekkert snertast. Það er mjög
sjaldgæft að til að mynda bókmenntaverk,
kvikmynd, leikverk, hvað þá myndlist verði
tilefni til umræðna um samfélagsmál –
menntun, atvinnumál, siðferði, réttlæti,
hugmyndafræði – á hinum pólitíska vett-
vangi, á Alþingi, í leiðurum dagblaðanna
eða jafnvel í hinni endalausu umræðu fjöl-
miðlanna í spjallþáttum, fréttatengdum
þáttum eða aðsendum greinum. Ástæðan
getur að hluta til verið sú að fá listaverk nú
um stundir fjalli um samfélagsmál eða hug-
myndafræði. Ástæðan getur verið sú að
fræðimenn hafi talað sig út í horn. Ástæðan
kann einnig að vera sú að þeir sem fyrst og
fremst taka þátt í opinberri umræðu líti
svo á að það sem listamenn eða fræðimenn
geri komi málunum lítið við. Enn ein
ástæðan getur verið sú að orðræðuhættir –
talsmáti, hugtakakerfi, vísanakerfi, menn-
ing – annars vegar stjórnmálamanna og
annarra sem mest ber á í hinni daglegu
umræðu og hins vegar listamanna og fræði-
manna séu svo ólíkir að sífellt sé talað í
kross.
IV Lesbók hefur í dag umfjöllun umbókavertíð haustsins. Að vanda er
gríðarlegur fjöldi bóka að koma út.
Kannski mætti í tilefni af þessu varpa einni
spurningu út í þjóðmálaumræðuna: Hvaða
máli skipta bókmenntir í íslensku sam-
félagi?
Neðanmáls
Píanóleikarinn, eftir Szpilman, staðfestir þó enn og aftur að fátt er jafnáhrifamikið og sjónarhorn þess sem upplifði þessa, að því er stundumvirðist, gjörsamlega ósegjanlegu grimmd. Bókin er óvenjuleg að ýmsu
leyti, og þá einkum fyrir þá sök að hún er skrifuð mjög stuttu eftir atburðina.
(Þetta er líka einkenni á bók Leifs Mullers, Í fangabúðum nasista eins og Álfrún
Gunnlaugsdóttir bendir á í grein sinni í Ritinu (2003:3)). Verkið hefur því mörg
einkenni dagbókar – frekar en endurlit til löngu liðinnar tíðar. Bókin er svo að
segja algjörlega takmörkuð við stríðsárin, lítið er fjallað um lífið á undan, en í
svona verkum er oft lýst fjölskyldu- og hversdagslífi sem síðan er eytt í stríðinu
og ekkert stendur eftir af í lokin. Hjá Szpilman er það frekar í athugasemdum í
framhjáhlaupi sem veitt er skyndileg innsýn í heiminn sem er að hrynja, og eyk-
ur það enn á óhugnað frásagnarinnar. Einnig er þetta ólíkt bók Leifs Mullers,
og flestra þekktustu rita gyðinga frá seinni heimsstyrjöldinni, ekki um fanga-
búðavist, heldur um það að lifa í felum.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir
Kristín Eiríksdóttir og Þórdís Björnsdóttir
Hér eru ekki endilega nein meistaraverk á ferðinni, en í báðum tilfellum er auð-
finnanlegur einhver ferskleiki sem birtist í myndmáli og nálgunarleiðum á
kunnugleg fyrirbæri, hér er eitthvað nýtt, eitthvað skemmtilegt.
Úlfhildur Dagsdóttir
Furðulegt háttalag hunds um nótt
List Haddons í þessu verki felst m.a. í því að smita lesandann smám saman af
einstrengingslegri sýn Kristófers, sérviskum hans, nákvæmni og þörf fyrir að
koma skikk á óreglulega tilveruna. Þetta gerir líka enn áþreifanlegri örvænt-
ingu hans og hræðslu þegar heimurinn verður óviðráðanlegur, hvort sem það er
í ofáreiti stórborgarinnar eða andspænis flóknum tilfinningum nákominna. Og
það hafa 3 menn og 1 kona, 4 bláir bílar og 2 silfurlitir, að ógleymdum 1 brúnum
hundi (lifandi), farið framhjá glugganum mínum síðasta klukkutímann.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir
Eiríkur Örn Norðdahl og Kristian Guttesen
En þrátt fyrir allt, líkt og Kristian nær að fanga athyglina með einföldum
myndum nær Eiríkur að grípa með öllum látunum, það er einhver keyrsla
þarna sem ekki er annað hægt en að fylgja eftir.
Úlfhildur Dagsdóttir
Bókmenntavefurinn | www.bokmenntir.is
Um jólabækurnar
Morgunblaðið/Golli
„Menningin vex í lundi nýrra skóga.“
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.