Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004
ÁRIÐ 2000 kom út Jökla hin nýja I. Kirkjur undir
Jökli. Höfundur þess rits var Ólafur Elímundarson
sagnfræðingur. Í þeirri bók voru birtir máldagar
allra kirkna í Breiðuvíkurheppi og Neshreppi utan
Ennis allt frá fyrstu tíð, vísitatíugerðir biskupa,
prófasta og ýmis önnur gögn kirkjuhaldi og
kirkjum viðkomandi.
Nú, rétt fyrir jólin 2003 kom út næsta rit Jöklu
hinnar nýju. Er það fyrra bindið af Jöklu II. Hand-
rit að seinna bindinu er sagt tilbúið og mun koma út
á næsta ári. Fleiri verða bækurnar ekki frá þessum
höfundi, því að hann lést í ársbyrjun 2003. Ferill
hans er svo óvenjulegur að ástæða er til að víkja að-
eins að honum hér í upphafi.
Ólafur Elímundarson er fæddur á Hellissandi ár-
ið 1921 og ólst þar upp. Hann er sem sé Jöklari.
Hann lauk námi frá Samvinnuskólanum árið 1947
og var síðan bankastarfsmaður uns hann fór á eftir-
laun. Árið 1982 lauk hann stúdentsprófi frá Öld-
ungadeild Hamrahlíðarskóla. Þá hóf hann nám í
sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan kandí-
datsprófi árið 1988, 67 ára gamall. Síðan hefur þessi
eftirlaunamaður verið óþreytandi við rann-
sóknastörf með framangreindum árangri.
Sú bók, sem nú kemur fyrir sjónir lesenda, er
framhald hinnar fyrri að því leyti að hún tekur til
sama svæðis, hreppanna tveggja undir Jökli. En nú
eru það bújarðirnar og sitthvað fleira mannlífi við-
komandi, sem um er fjallað, eins og nú skal vikið að.
Í fyrstu tveimur köflunum segir frá jörðum og
búendum undir Jökli á landnáms- og söguöld. Í
Landnámabók og Íslendingasögum er getið all-
margra jarða og einstaklinga, ekki síst í Eyr-
byggju, eins og nærri má geta. Þar er auðvitað ekki
um annað að ræða en prentaðar heimildir, en allt er
það skilmerkilega tilgreint. Í Sturlungu segir fátt
frá þessum slóðum, en það sem þar er að hafa er til
tínt.
Að þessu loknu tekur við langur kafli (65 bls.) er
nefnist Kaþólska, klaustur og kirkja. Er sá kafli
byggður upp í kringum bújarðirnar, fyrst í Nes-
hreppi utan Ennis og síðan í Breiðuvíkurhreppi.
Hér er birtur fjöldi skjala, t.a.m. um landamerki,
kaupsamninga og um minnisverða atburði.
Næsti kafli nefnist Siðbreyting – konungsvaldið.
Sá kafli er stuttur og að mestu leyti þrjú bréf og fer
þar mest fyrir ,,Veitingarbréfi Daða Guðmunds-
sonar [í Snóksdal] 12. mars 1554 fyrir Helgafells-
klaustursjörðum. En Helgafellsklaustur hafði átt
allar jarðir (11 talsins) í Neshreppi utan Ennis og
nú voru þær orðnar konungseign og téður Daði
umboðsmaður.
Þá kemur alllangur kafli, Einokun – sel-
stöðuverslun. Er þar margt skjala, sem varpar ljósi
á verslunarmál í hreppunum. Búðsetu- og tómt-
húsmenn er stuttur kafli, en dapurlegur. Þar segir
frá Píningsdómi frá 1490. Birtur er dómur um búð-
setu- og lausamenn frá 1555, svo og ýmsir fleiri
dómar um lausamennsku og húsaga. Þar er og
Búðatal með Stapaumboði 1592–1603. Eru þar
taldar verbúðir við Stapann, Hellna, Dritvík, Rif og
Höskuldsey og getið eigenda þeirra.
Afbrot og dómar heitir hér kafli. Þar segir af
fimm dómum og nokkrar lýsingar brotamanna er
hér einnig að finna.
Kafli nefnist Annálar 1400–1800. Er það sam-
antekt höfundar úr Annálum um bátstapa og
drukknanir undir Jökli á 17.öld og önnur sam-
antekt sem höfundur nefnir Brot af atburðum und-
ir Jökli til 1700. Aftar í bók er önnur annálasam-
antekt fyrir 18. öldina. Stuttur þáttur er um
Kolbein Jöklaraskáld og annar um Eggert Ólafs-
son og Ferðabókina.
Úr dóma- og þingbókum er kafli þar sem birtir
eru dómar af ýmsu tagi, einkum frá átjándu öld.
Þriggja galdramála er getið í einum kafla. Í sér-
stökum kafla alllöngum greinir frá dómum og
bréfaskiptum vegna tvíkvænis Sigurðar Breiðfjörð.
Það voru mikil skrif og einkennileg að mati nútíma-
manna. Og í síðasta kafla segir af Fiskileysi og
slæmum efnahag á síðasta hluta nítjándu aldar.
Eins og sjá má á þessari löngu upptalningu er
víða komið við í þessu riti. Það sem kannski er
einna sérstæðast er hin gríðarmikla birting bréfa,
skýrslna, jarðaúttekta, landamerkjaúrskurða,
dóma og fjölmargra fleiri heimilda bæði prentaðra
og óprentaðra. Þetta er fyrst og fremst heim-
ildasafn. Bókarhöfundur kemur yfirleitt ekki mikið
við sögu nema til að velja gögn, raða þeim saman
og tengja og gefa nauðsynlegustu skýringar. Í raun
gæti því bókin heitið ,,Heimildirnar tala“. Aug-
ljóslega liggur mikið eljuverk hér að baki. Sum
skjölin hafa sjálfsagt verið vandfundin og þá ekki
síður vandlesin, enda talar höfundur stundum um
fúin eða rotin blöð. Hafi maður nennu til að lesa
þessa skrítilega skrifuðu texta – oft á undarlegu
hrognamáli embættismannanna – fær maður óneit-
anlega einstaka innsýn inn í löngu liðnar aðstæður
og annan hugarheim. Að því leytinu hefur höfund-
urinn fært nútímanum merkilegt verk í hendur.
Engu að síður hefði sá sem hér heldur um penna,
kosið að höfundurinn hefði tengt efnið meira saman
með samfelldu og læsilegu lesmáli frá sjálfum sér.
En úr því verður ekki bætt héðan af. Góð bót er að
ágætum inngangi dr. Einars G. Péturssonar í upp-
hafi bókar.
Á það er svo að líta, að undirtitill ritsafnsins er
,,Úr sögu Breiðuvíkurhrepps og Neshrepps utan
Ennis, en ekki ,,Saga… Það ber því vafalaust að líta
á þetta mikla heimildasafn sem ,,Safn til sögu… og
er ekki nema gott eitt um það að segja.
Vel er frá bókinni gengið ytra sem innra og all-
margar myndir eru til fróðleiks og prýði.
Undir Jökli
BÆKUR
Sagnfræði
Undir bláum sólarsali. Fyrra bindi eftir Ólaf Elímund-
arson. Dr. Einar G. Pétursson ritaði inngang. Háskóla-
útgáfan, Reykjavík 2003, 342 bls.
Jökla hin nýja II. Úr sögu Breiðuvíkurhrepps og Neshrepps
utan Ennis
Sigurjón Björnsson
SÁ HEFUR verið háttur á, a.m.k. í
mörgum síðustu árgöngum Dyn-
skóga, að hvert rit er borið uppi af
einni langri ritgerð. Svo er einnig að
þessu sinni. Séra Sigurjón Ein-
arsson, sem lengi var prestur á
Kirkjubæjarklaustri, á hér langa rit-
gerð, sem nefnist Kirkjubæj-
arklaustur – héraðsmiðstöð að fornu
og nýju. Sú ritgerð losar 200 bls., ef
allt er meðtalið, og er því raunar heil
bók. Þar er að mörgu vikið. Ágrip er
af forsögu byggðar á Kirkjubæj-
arklaustri allt frá fyrstu tíð. Mest er
þó fjallað um upphaf núverandi
byggðar og vöxt og viðgang þorps-
ins. Þar getur sr. Sigurjón vel úr
flokki talað, því að segja má að hann
hafi verið virkur þátttakandi lengst
af, sem og eiginkona hans. Frásögn
Sigurjóns er vitaskuld stórfróðleg
og einkar læsileg. Bygging ritgerð-
arinnar er kannski í lausara lagi, en
ekki finnst mér það koma mikið að
sök.
Á eftir ritgerð sr. Sigurjóns koma
nokkrar aðrar ritgerðir mislangar
um einstaka þætti þorpslífsins.
Hanna Hjartardóttir fjallar um dag-
heimilismál, Lilja Magnúsdóttir um
Tónlistarskóla Skaftárhrepps, Ás-
laug Ólafsdóttir um Skákskólann á
Kirkjubæjarklaustri (merkilegt
framtak), Jón Hjartarson um Fisk-
eldisbrautina á Kirkjubæj-
arklaustri, Hilmar Gunnarsson um
slökkviliðið, Alexander Guðmundur
Alexandersson um löggæslu, Gunn-
ar Þór Jónsson um leiklistina, Einar
Bárðarson skrifar um verktakafyr-
irtækið Hag. Allt eru þetta stuttar
greinar, enda varla tilefni til annars.
Þrjár greinar eru langar. Jón
Helgason frá Seglbúðum, sem mikið
hefur komið við málefni Kirkjubæj-
arklausturs, á hér ritgerð, sem nefn-
ist Uppbygging nokkurra þjón-
ustustofnana. Þar er sögð saga
félagsins Bæjar, sem stóð að hót-
elbyggingu og rekstri. Þá segir frá
íbúðum fyrir aldraða, hjúkrunar- og
dvalarheimili og Kirkjubæjarstofu.
Um póst- og símaþjónustu ritar Elín
Anna Valdimarsdóttir langa grein
og er þar rakin löng og fróðleg saga.
Lengsta ritgerðin (64 bls.) fyrir utan
ritgerð sr. Sigurjóns er eftir Hauk
Valdimarsson lækni og nefnist hún
Heilbrigðisþjónusta í Síðuhéraði á
20. öld. Raunar er farið lengra aftur
og í inngangi getið læknisþjónustu
frá því að Vestur-Skaftafellssýsla
varð sérstakt læknishérað árið 1875.
Þetta er merk og vönduð ritgerð og
hefur greinilega verið lögð í hana
mikil vinna.
Í lokin eru tveir stuttir annálar
fyrir árin 2001–2002, annar fyrir
Skaftárhrepp og hinn fyrir Mýrdals-
hrepp.
Eins og jafnan fyrr er Dynskógar
hið myndarlegasta rit og vel úr garði
gert á alla lund.
BÆKUR
Héraðsrit
Ritstjórn: Hanna Hjartardóttir, Sigurgeir
Jónsson, Sigþór Sigurðsson.
Vík, Dynskógar, Sögufélag Vestur-
Skaftfellinga 2004, 359 bls.
Dynskógar 9. árg. Rit Vestur-Skaftfellinga
Sigurjón Björnsson
Tao Te King –
Bókin um veg-
inn og dyggð-
ina er eftir
Lao Tzu í þýð-
ingu Njarðar
P. Njarðvík.
Bókin er eitt af öndvegisritum
heimsbókmenntanna, dýrgripur
fornrar, kínverskrar heimspeki.
Textinn geymir djúpa visku, tekur á
mannlegri breytni og leggur til ein-
faldar samskiptareglur sem byggj-
ast á sátt og heillyndi í samskiptum
manna.
JPV útgáfa gefur út.
RÚNAR Kristjánsson fylgir ekki for-
skrift bókmenntasamfélagsins. Ræt-
ur hans liggja í dreifbýlinu og gamla
tímanum. Hann er sýnilega mótaður
af hvoru tveggja, söguhefðum frá lið-
inni öld og afstöðu gamla erfiðisþjóð-
félagsins til listarinnar. Sjávarþorpið,
þar sem áður var líf og fjör með fjöl-
skrúðugu mannlífi, er kjörefni hans.
Þar liggja rætur hans. Fyrst
bernskuleikirnir, síðan lífsbaráttan og
pólitíkin, loks ellin með sín gráu hár –
allt á það sinn vísa stað í sögum hans.
Þrjátíu og níu eru sögurnar í þessari
bók. Þar af leiðir að þær eru allar
stuttar. En að sama skapi opnar og
efnismiklar. Rúnar hefur mikið að
segja og talar opinskátt. Stundum
liggur honum svo mikið á hjarta að
söguefni verður að víkja fyrir málefn-
inu, ádrepunni. Að öðru leyti segja
flestar sögurnar frá fólki og atburð-
um, fólki á öllum aldri og jafnmörgum
og mismunandi atburðum sem fyrir
koma í daglega lífinu. Söguhetjurnar
hafa oftar en ekki ratað í einhvers
konar óvenjulegar kringumstæður.
Að hætti gömlu meistaranna skiptir
Rúnar þeim gjarnan í góðar og vond-
ar. Ber að sönnu mun meira á hinum
fyrrtöldu, enda fara þær langoftast
með sigur af hólmi í samræmi við
manngildishugsjón gömlu góðu dag-
anna. Margslungnar manngerðir með
flókið sálarlíf koma vart fyrir hjá
Rúnari. Söguefnið sjálft og bakgrunn-
urinn – þorpið – situr í fyrirrúmi. Og
dæmin ganga upp. Þeirrar veruleika-
firrtu kaldhæðni, sem tíðarandinn
metur svo mikils, verður hvergi vart í
sögum hans. Þvert á móti eru þetta
raunsæislegar frásögur með einföld-
um og vafningalausum söguþræði,
sögur sem gætu gerst nánast hvar og
hvenær sem er. Viðbrögð söguhetj-
anna geta því aðeins misst trúverðug-
leikann þegar Rúnar þarf að sveigja
þær undir hlutskipti það sem hann
ætlar þeim. Svo er t.d. um góða
verkamanninn og vonda atvinnurek-
andann í sögunni Á tímum kreppunn-
ar miklu. Sama má segja um ótrúa
eiginmanninn í sögunni Uppgjör.
Þá ber við að Rúnar seilist svo
langt aftur til liðna tímans að efnið
má heita fyrnt og ádeilan þar með.
Að segja frá oddvita sem fer af bæ til
að brýna fyrir fátækum sveitunga að
hlaða ekki niður ómegð og þyngja
þar með skattbyrði sveitunganna er
vandamál sem átti við fyrir hundrað
árum.
Rúnar getur raunar verið sögulega
þenkjandi. Í þættinum Andvöku-
hugsanir undir haust 1247 kynnir
hann sig sem Sturlungulesanda, set-
ur sig í spor Halldóru Tumadóttur
frá Grund, ekkju Sighvats en móður
Sturlu. Þátturinn getur þó varla talist
vera saga; fremur samantekt eða
söguskýring.
Best, raunar langbest, tekst
Rúnari að lýsa börnum, duttlungum
þeirra, hreinskilni og raunsæju mati
þegar þau hafa áttað sig á aðstæðum
og taka sínar barnslegu ákvarðanir
samkvæmt því. Minnisstæðastur
slíkra er tíu ára snáði í sögunni Að
flytja að heiman. Hann er orðinn svo
leiður á nöldrinu í foreldrum sínum
að hann ákveður að snúa vörn í sókn
á þann áhrifaríkasta hátt sem hann
getur upphugsað og – flytja að heim-
an! Og til að sannfæra sjálfan sig
byrjar hann þegar að taka saman
dótið sitt. En hvert átti hann að fara,
hver var sá staður þar sem hann ætti
höfði sínu að halla? Að betur athug-
uðu máli sér hann að ekki er í önnur
hús að venda. Hann ákveður því að
vera um kyrrt og sætta sig við hlut-
skipti sitt. Og meir en svo. Því við
nánari íhugun telur hann auðsætt að
foreldrunum sé ekki alls varnað. Þau
eigi líka sínar þokkalegu hliðar –
þrátt fyrir allt!
Ef ætlun manns stæði til þess sér-
staklega að leita uppi veilur í þessum
sögum Rúnars yrði afraksturinn
nokkur. En Rúnar hefur svo mikið að
segja og er svo handgenginn efni sínu
– mannlífinu í fámennu samfélagi við
ysta haf – að söguefni hans hljóta að
vekja umhugsun og festast í minni.
Leiðsögn hans um sjávarþorpið
gamla, eins og það var og hét, er
sannarlega virðingarverð. Og að mín-
um dómi áhugaverð.
Á valdi
minninganna
BÆKUR
Smásögur
eftir Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd.
144 bls. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri,
2004.
Þar sem ræturnar liggja
Erlendur Jónsson
Litríkt mannlíf
eru þrjár bæk-
ur eftir Braga
Þórðarson út-
gefanda á
Akranesi, sem
áður hafa komið
út: Kátir karl-
ar, Blöndukút-
urinn og Æðru-
laus mættu þau
örlögum sínum.
Bækurnar hafa að geyma frá-
sagnir af eftirminnilegum atburð-
um og skemmtilegu fólki, sem
tengist Akranesi og Borgarfirði.
Brugðið er upp myndum af lífi
fólks í leik og starfi. Meðal annars
er sagt frá körlum, sem höfðu húm-
orinn í lagi. Þá eru einnig frásagnir
af átökum fólks við óblíða náttúru
og harðsnúin yfirvöld. Bækurnar
eru einnig fáanlegar sem hljóð-
bækur.
Bækurnar eru samtals 661 bls.
Hörpuútgáfan gefur út.
Nýjar bækur
ÞESSI danska bók sem er fyrsta bók
höfundar fékk Norrænu barnabók-
arverðlaunin og finnst mér hún svo
sannarlega verð þeirra. Strákurinn
með silfurhjálminn segir frá Jóni
sem langar ekkert að eignast litla
systur. En þegar hann sér hana og
litlu svörtu vængina hennar, fyllist
hann ofurást á þessari litlu veru. En
foreldrarnir vilja ekki barn með
vængi og gefa hana. Og Jón leggur
strax af stað að leita hennar og
bjarga henni.
Bæði aðstæður og framvinda sög-
unnar eru ólíkar því sem við erum
vön, oft absúrd, og aðrar persónur en
Jón og þær sem á vegi hans verða,
eru heldur ýktar og á mörkum þess
að vera raunverulegar. Bókin er séð
frá augum Jóns, hvernig hann skynj-
ar fólk og aðstæður, og það er ekki
alltaf alveg ljóst hvað er að gerast í
rauninni, og hvað gerist í kollinum á
Jóni. Viss hundur dúkkar t.d upp við
ákveðnar aðstæður en
hverfur jafnóðum. Það
er einnig spurning um
fleiri veigameiri hluti
sögunnar, og reyndar
ein setning í bókinni
allri sem setur spurn-
ingamerki við allt sem í
henni gerist. Yndisleg
setning sem hlýjar
manni um hjartaræt-
urnar.
Undirliggjandi í bók-
inni er óður til frels-
isins, sjálfstæðrar
hugsunar og því að
berjast fyrir því sem
manni er annt um. Vissulega góður
boðskapur fyrir unga lesendur. Bók-
in er bæði ljóðræn og falleg í heild
sinni. Myndir höfundar eru litlar,
dökkar og húmorískar í samræmi við
andrúmsloftið sem ríkir í bókinni.
Bókin er ekki beint aðlaðandi frá
fyrstu stundu, heldur dregur hún
lesandann að sér og inn í söguna á
einhvern óræðan seiðandi hátt með
sínu sérstaka andrúmslofti.
Stíllinn er skemmtilegur og alger-
lega í samræmi við einlægar og
óþvingaðar hugsanir og tilfinningar
Jóns. „Jón hugsaði með
sér að þessar hendur
líktust gulrót sem hann
hafði einu sinni séð.
Vanskapaðri gulrót
sem var einsog feit
hönd með fimm stutt-
um fingrum“ (bls. 33).
Þannig er hann stund-
um smáklúr en oft á
tíðum líka sérlega ljóð-
rænn og fallegur.
„Hann grúfði andlitið
upp að hálsinum á
henni og þefaði: þessi
milda, hlýja lykt af
elsku systur hans.
Aldrei aldrei framar skyldi hann
sleppa henni, því hét hann sjálfum
sér.
Þeim var ætlað að vera saman.
Þau stóðu lengi þarna á gólfinu og
voru einn líkami“ (bls. 111).
Hanne Kvist fer sínar eigin leiðir í
ritun Stráksins með silfurhjálminn,
og mættu fleiri rithöfundar vera
jafnfrumlegir og sérstæðir og hún.
Þá fyrst yrði bókmenntaflóra ung-
mennanna fjölbreytileg.
Seiðandi og falleg bók
BÆKUR
Unglingar
Höfundur og myndir: Hanne Kvist. Þýð-
ing: Sigrún Árnadóttir. 141 bls. Mál og
menning 2004.
Strákurinn með silfurhjálminn
Hildur Loftsdóttir