Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 17
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 17
ÞJÓÐTRÚIN endurspeglar tíðar-
andann og reynsluheim kynslóðanna.
Þjóðfræðin geta þar með kallast
heimspeki daglega lífsins. Í þeim
fræðum vega sögurnar ekki minnst.
Þar að auki búa þær yfir sígildri líf-
speki. Þessi ágæta bók
Jóns R. Hjálmarssonar
minnir okkur á hve sög-
ur og sagnir voru snar
þáttur í lífi genginna
kynslóða. Ennfremur
segja þær hvernig al-
þýðan útskýrði nátt-
úrulögmálin. Auk þess
uppfylltu sögurnar
þörfina fyrir dægra-
styttingu og spennu.
Sumir líta svo til að
þjóðsögur tengist fyrst
og fremst liðnum –
reyndar löngu liðnum
tímum. Og hjátrúin – en
það orð er öllu neikvæð-
ara – beri vitni um fáfræðina fyrr á
tíð. Hitt er sönnu nær að þjóðsögur
eru enn að verða til og munu koma
fram meðan land er byggt. Að sjálf-
sögðu blandast þær skynvillum jafnt
og raunverulegri lífsreynslu, að
ógleymdum dagdraumum sem
blunda með okkur öllum. Líkt og
forðum tjá þær viðleitni hverrar
nýrrar kynslóðar til að átta sig á lífi
sínu og umhverfi, meta reynslu sína í
breytilegum heimi.
Jón R. Hjálmarsson setur sig enn
sem fyrr í spor ferðamannsins sem
heldur hringinn um landið, horfir til
hafs og fjalla, hugar að kennileitum
og annarri staðfræði, festir í minni
örnefni en leitast jafnframt við að
skyggna umhverfið út frá reynslu-
heimi þeirra sem einu sinni voru og
hvarvetna skildu eftir sig spor. Sér-
hver kafli hefst á greinargóðri og
gagnorðri leiðarlýsingu með sögu-
legu ívafi. Þá kemur á daginn að fjöl-
mörgum örnefnum fylgja einhvers
konar minni eða munnmæli. Örnefna-
sögurnar munu flestar vera ævaforn-
ar. Yngri sagnir tengjast líka landinu
og náttúrunni þótt með öðrum hætti
sé. Nýjustu sögurnar mundu flokkast
undir dulrænar frásagnir fremur en
eiginlegar þjóðsögur.
Allt til loka 19. aldar – og jafnvel
lengur – trúði alþýða manna á undra-
heim þjóðsagnanna. Með vaxandi
efnishyggju tók margur að efast.
Blöð voru komin til sögunnar. Og
fræðimenn voru teknir að skrásetja
sögur af samtímaviðburðum. Ítarleg-
ar heimildir eru þannig til um Kata-
nesdýrið sem frá er sagt í fyrsta
þætti þessarar bókar. Staðhæft var
að kvikindið hefði komið upp úr Kata-
nestjörn við Hvalfjörð. Skelfdi það
nágranna og vegfarendur sem á vegi
þess urðu. Ofurhugar gengu á fund
landshöfðingja og sóttu um styrk til
að vinna á ófreskjunni. Ekki vildi
landshöfðingi veita því-
líkan styrk en hét ríf-
legri fjárhæð hverjum
þeim sem legði dýrið að
velli. Menn með byssu í
hendi tóku þá að sitja
um dýrið. En furðu-
skepnan fráfældist
háskann, hvarf skömmu
síðar og varð ekki vart
upp frá því.
Sögur þær, sem Jón
R. Hjálmarsson hefur
valið í bókina, eru lang-
flestar bundnar við einn
tiltekinn stað. Und-
antekningar geta þó
verið frá því samanber
söguna um skessuna Loppu í Bleiks-
mýrardal. Hún hafði hjá sér pilt er
Jón hét og reyndi að gera vel til hans.
Pilturinn sagði að sig langaði í tólf ára
hákarl sem Loppa sótti honum út á
Siglunes. Fjarveru hennar notaði
hann til að flýja. Önnur sams konar
skessa hét Kráka og hélt sig í Blá-
hvammi við Bláfjall suður af Mývatni.
Hún hafði líka í haldi unglingspilt,
sem sömuleiðis hét Jón, og sótti hon-
um – með sama hætti – hákarl út á
Siglunes. Í báðum sögunum sleppur
pilturinn naumlega úr tröllahöndum
meðan skessurnar fara eftir hákarlin-
um. Og báðar kalla á eftir piltunum
nánast sömu orðin: »Hérna er tólf ára
gamli hákarlinn, Jón, og þrettán ára
þó.« Fleiri sögur eru þarna af Kráku.
Við hana er kennd Krákuá sem í dag-
legu tali mun kölluð Kráká.
Sögur, sem urðu til í tíð núlifandi
manna, eru þarna fáar en nokkrar þó.
Alltént nógu margar til að sýna fram
á að sagnarandinn lifir enn með þjóð-
inni. Ein þessara sagna segir frá ferð
Helga bónda á Hlíðarenda er hann
fór á hestbaki yfir Markarfljót. Ber
þá svo til að ófreskja ræðst aftan að
Helga, rífur og tætir föt hans og veit-
ir honum áverka. Helgi var frækinn
glímumaður á yngri árum og alla tíð
hraustmenni. Honum tókst því við ill-
an leik að hrista af sér dýrið. En
hvers konar dýr var þarna á ferð?
Enginn vafi leikur á að bóndinn sagði
satt og rétt frá reynslu sinni. Lesand-
inn getur svo gert sér að dægradvöl
að útskýra fyrirbærið.
Helgi var einn á ferð og einn til frá-
sagnar. Öðru máli gegnir um frá-
sagnir af furðudýrum sem bar fyrir
sjónir í Þingeyjarsýslu haustið 1958.
Sást fyrst til eins slíks við Heiðarhöfn
á Langanesi. Töldu sumir að þar gæti
verið á ferð rostungur eða hvítabjörn,
enda þótt lýsingar sjónarvotta bentu
ekki eindregið til þess. Margir sáu
dýrið. Til er af því skrifleg lýsing eins
og það kom Langnesingum fyrir
sjónir. Þegar blöðin höfðu sagt frá
fyrirbærinu kvaddi sýslumaðurinn á
Húsavík Laxamýrarbræður, Björn
og Vigfús, til skýrslutöku, en þeir
höfðu um sömu mundir rekist á tvö
furðudýr nærri Laxárósum, skoðað
þau gaumgæfilega og gátu því lýst
þeim allnákvæmlega. Aldrei höfðu
þeir áður séð þvílíkar skepnur. Og
engin deili vissu þeir á þeim. »Og þótt
ekki sé að efa að bræðurnir á Laxa-
mýri segi samviskusamlega frá öllu
eins og það kom þeim fyrir sjónir og
að skýrslan sé vandlega unnin, þá
hefur ekki til þessa dags fengist
nokkur skynsamleg skýring á tilvist
umræddra dýra,« segir Jón R.
Hjálmarsson.
Ef gera skal upp á milli sagnanna
má þátturinn Kattadoran á Eyrar-
bakka vera þeirra íhugunarverðust.
Þar segir frá systrum tveim sem
staddar voru úti við í þorpinu í blíð-
skaparveðri seint í ágúst 1918. Sjá
þær þá fara hjá svo langa og mikla
halarófu grárra katta að þeim þótti
með ódæmum. Þegar þær höfðu
greint föður sínum frá furðusýn þess-
ari réð hann hana svo: »Mér segir svo
hugur um að þetta muni boða plágu
eða drepsótt og jafnvel eitthvað
meira.« Óþarft er að minna á hvað á
eftir fór!
Sá er meginkostur þessarar bókar
hversu skilmerkileg og handhæg hún
er, hve fátt er þarna vansagt eða of-
sagt og hversu vel höfundi tekst að
tengja saman staðfræði og sögu.
Leiðarlýsingarnar eru heppilega
miðaðar við hinn dæmigerða íslenska
ferðamann. Þá er efninu þannig fyrir
komið að hægt er að fara ofan í bók-
ina hvar sem er og lesa það sem við á
eða áhuga vekur á stund og stað.
Þessi leiðsögn Jóns R. Hjálmarsson-
ar minnir ennfremur á að ekki er allt
sem sýnist, að fleira loðir við lífs-
reynslu okkar og meðvitund en það
sem mælt verður og vegið – eða í töl-
um talið.
Er allt sem sýnist?
BÆKUR
Íslensk fræði
eftir Jón R. Hjálmarsson. 214 bls. Al-
menna bókafélagið. Reykjavík, 2004.
Skessur, skrímsli og furðudýr við
þjóðveginn
Erlendur Jónsson
Jón R. Hjálmarsson
Litli
bangsi er
eftir Illuga
Jökulsson
með mynd-
skreytingu
Inga Jens-
sonar.
Litli bangsi verður fyrir því óláni
að týna besta vini sínum, honum
Stóra bangsa, þegar þeir fara saman
niður að vatni að veiða. Litli bangsi
er fjörug saga með sígildum boð-
skap fyrir börn á aldrinum 3–8 ára.
JPV útgáfa gefur út.
Pabbi minn er
eftir Anthony
Browne í þýð-
ingu Guðna
Kolbeinssonar.
Í þessari
hlýju og fyndnu
lofgjörð um feð-
ur lýsir Ant-
hony Brown kostum og hetjuskap
pabbanna. Þrátt fyrir dálitlar ýkur
höfundar vita allir að dásamlegur
pabbi getur gert hvað sem er.
JPV forlag gefur bókina út.
Amma og þjóf-
urinn í safninu
er eftir Björk
Bjarkadóttur.
Sagan segir
frá ömmu hans
Óla, en hún er
súperamma
sem flýgur um á
nóttunni og gómar bófa og ræningja.
Einstaka sinnum fær Óli að fara
með henni á glæpavaktina og þá er
glatt á hjalla hjá þeim vinunum.
Eina nóttina lendir málverkið af
Skolfinni skeggmikla í ræn-
ingjahöndum og Óli og amma fara á
stjá til að bjarga málunum.
Útgefandi er Mál og menning
Verð: 1.990 kr.
Skúli skelfir er eftir Francescu Sim-
on, en Guðni Kolbeinsson þýddi.
Nýju bækurnar heita Skúli skelfir
og draugagangurinn og Skúli skelfir
verður ríkur í hvelli.
Skúli skelfir er grallari af guðs
náð og svo mikill óþekktarangi að
hann er eiginlega hálfgerð plága.
Foreldrar hans reyna vissulega að
siða hann til – en án nokkurs árang-
urs.
JPV-Útgáfa gefur út.
Nýjar bækur
Daganna kvæða-
kver er eftir Leif
Jóelsson.
Leifur, sem er
gestur Vinjar, at-
hvarfs RKÍ í
Reykjavík fyrir
fólk með geðrask-
anir, hefur áður
gefið út þrjár ljóða-
bækur, Einstigi í mannhafinu (1979),
Sólarátt (1980) og Tilvera (1982).
Höfundur gefur út, en Rauði kross
Íslands og prentsmiðjan GuðjónÓ
styrkja útgáfuna.
Lesarkir lands-
ins er eftir Sig-
urlaug Elíasson.
Sigurlaugur
Elíasson yrkir í
hófstilltum ofsa.
Í bókum sínum
hefur hann þró-
að ljóðmál sem
með tilstilli jarð-
bundinna lýs-
inga er nákomið og þekkilegt en
hefur um leið fólgið í sér breidd og
dýpt.
Í Lesörkum landsins er mynd-
málið í aðalhlutverki, sumarljóð og
glaðlegar svipmyndir áberandi;
sólskin og gróður, náttúra, veiði-
skapur og kímni.
Útgefandi er Mál og menning.
GEIRLAUGUR Magnússon er
löngu kunnur fyrir ljóð sín. Fyrsta
ljóðabók hans kom út fyrir þrjátíu ár-
um og nýjasta bókin, Dýra líf, er sú
sautjánda í röðinni. Geirlaugur hefur
tileinkað sér lágstilltan ljóðstíl en
jafnframt ísmeygilega áleitinn. Kald-
hæðni er aðall hans sem skálds og
þar eirir hann engu, allra síst sjálfum
sér. Hann er má segja meistari sjálfs-
íróníunnar að hætti Þórbergs. Heim-
spekilegur tónn er líka áberandi í
ljóðum Geirlaugs og má segja að fátt
mannlegt sé honum óviðkomandi og
er þessi þáttur mjög áberandi í þess-
ari bók og reyndar höfundarverkinu
öllu.
Nokkuð dimmt er yfir mörgum
ljóðanna og kannast lesendur skálds-
ins vel við svartsýnina og hrollinn
sem sækir að því á köflum en Dýra líf
er samt enginn bölmóður og oft
skemmtir Geirlaugur lesendum sín-
um með kaldhæðni og nokkrum
gálgahúmor eins og nefnt var hér að
framan. Bjartsýnin vefst að minnsta
kosti ekki fyrir skáldinu í eft-
irminnilegu ljóði sem nefnist „jarð-
arberjaminkurinn“ en sú
undarlega tegund mun að
mati djörfustu fræði-
manna vera „sapiens sap-
iens með réttu eða röngu“
og er sólgin í jarðarber í
heimagörðum. Hér er
skáldið að fjalla um
grimmd mannkynsins og
líkir því við minkinn sem
stjórnast af taumlausri
græðgi. Tegundin er því
send í sveit á aldrinum sjö
til tíu ára meðan ber eru
að þroskast og komast í
sultukrukkur! Í þessu
ljóði fer saman grótesk
ádeila og ísmeygilegt
skopskyn Geirlaugs.
Undirritaður greinir einnig fínni
og lágværari tón en oft áður í ljóðum
Geirlaugs. Snilldartakta sýnir hann í
ljóðum á borð við „nóttin ágæt ein“
þar sem vísað er bæði í ljóð Einars í
Eydölum og Jónasar Hallgríms-
sonar. Í ljóðinu leikur skáldið sér að
andstæðum, annars vegar mildi jóla-
næturinnar og hins vegar grafalvar-
legur dauðinn. Í lokaerindinu fléttast
þessar andstæður listilega saman:
„nóttin alveg ágæt ein/alein kvika í
hljóðri gröf“. Skemmtilegt er líka
ljóðið „Heimilisfriður“. Þar talar vit-
ur faðir til draumanna sinna, segir
þeim ævintýri um ógæfusöm, yfirgef-
in börn í skógi áður
en hann svæfir þá.
Kaldhæðnin er hér
skammt undan því
draumarnir mega
ekki fara á stjá því
þeir gætu gripið fram
í fyrir andvökunni!
Titillinn Dýra líf er
tvíræður ef ekki
margræður. Merkir í
fyrsta lagi auðvitað
að lífið sé dýrmætt og
í öðru lagi vísar hann
til hinna ýmsu dýra-
tegunda sem skáld-
inu verður tíðort um í
bókinni. Eitt af þess-
um skemmtilegu dýraljóðum heitir
„við jafningjar“ þar sem ýmsir kostir
Geirlaugs sem skálds njóta sín vel. Í
þessu ljóði hrannast upp fjarstæðu-
kenndar myndir og mælskan og orð-
heppnin haldast í hendur. Útkoman
er öfgakennt furðuljóð sem jafnframt
er stórskemmtilegt. Ljóðið í heild
sinni er svohljóðandi:
það er hundur í rigningunni
grár köttur í gluggasyllunni
sofandi krókódíll í baðinu
þú ert sagður snákur í aldingarði
óðfleyg fluga undir höfuðskelinni
apakötturinn á torgum
en hver villist ekki á merktri leið
hrasar aldrei á steinlausum stíg
stansar hvergi nema við ljónabúrið
dæmisagan féll á stærðfræðinni
úlfurinn og lambið saman í gengi
uglan veit ekki sitt rjúkandi ráð
í úrhellissólskini glottir við kötturinn
þó engin sé syllan
Dýra líf er efnismikil ljóðabók,
inniheldur 59 ljóð. Það er athygl-
isvert að um tveir þriðju hlutar
ljóðanna eru 14 línur en það er sem
kunnugt er sami fjöldi og í sonnettu
og getur varla verið einber tilviljun.
Geirlaugur leikur sér dálítið með
þessar 14 línur og notar ýmis afbrigði
svo sem 4, 4, 4, 2 línur í hverju erindi
eða 3, 3, 3, 3, 2 línur. Þetta form er
knappt og hentar skáldinu á einhvern
hátt vel. Að öllu samanlögðu er Dýra
líf býsna sterk og áleitin ljóðabók.
Textinn er þéttur og margræður og
ljóðin feikilega fjölbreytt. Galdurinn
liggur í tækni Geirlaugs, hann er
slyngur að bregða upp myndum sem
eru ýmist nærtækar og raunsæjar
eða öfga- og fjarstæðukenndar. Rödd
skáldsins er lágvær en einkennilega
sterk. Sum ljóðanna eru hlý og per-
sónuleg, sum kaldhæðin en jafnframt
græskulaus og á einhvern hátt heið-
arleg. Það er mikil reisn yfir þessari
bók og lesandinn leggur hana ánægð-
ur frá sér að lestri loknum.
Af jarðarberjaminki
BÆKUR
Ljóð
Geirlaugur Magnússon
Útg. Lafleur Reykjavík 2004.
Dýra líf
Guðbjörn Sigurmundsson
Geirlaugur Magnússon
Einn en ekki
tveir er eftir
Ásdísi Óla-
dóttur.
Bókin
fæst í Máli
og menningu
við Lauga-
veg, Ey-
mundsson í Austurstræti og í bóka-
verslun Iðu við Lækjargötu. Einn en
ekki tveir er gefin út í 200 tölusett-
um eintökum.
Höfundur gefur út og hannaði
einnig kápu bókarinnar.
Nýjar bækur
Sólskinsfólkið
er eftir Steinar
Braga.
Í bókinni
segir frá sér-
kennilegum há-
skólakennara
sem leigir sér
íbúð í fjölbýlis-
húsi í Reykja-
vík eftir ára-
langa dvöl
erlendis. Svo virðist sem forveri
hans í íbúðinni hafi komist upp á
kant við aðra íbúa hússins og
smám saman fær háskólakenn-
arinn á tilfinninguna að þeir séu að
gera samsæri gegn sér. Eftir því
sem dagarnir líða tengist líf hans
örlögum ungrar listakonu sem
starfar í búningaleigu í miðbænum
og er að festast í svikaþráðum
samtímans, rétt eins og hann.
Útgefandi er Bjartur. Verð kr.
4.250.
Áritunarmað-
urinn ereftir
bresku skáld-
konuna Zadie
Smith í íslenskri
þýðingu Helgu
Soffíu Ein-
arsdóttur.
Sagan fjallar
um Alex-Li Tan-
dem, en hann er
sérkennilegur
ungur maður; gyðingur af kín-
versku bergi brotinn sem býr í
London. Hann er ástríðufullur
áhugamaður um eiginhandarárit-
anir sem hann leitar uppi, kaupir
og selur. Leitin að eiginhand-
aráritun Kittyar Alexander, kvik-
myndastjörnu sem má muna sinn
fífil fegurri, er sérstakt áhugamál
hjá Alex. Sú leit leiðir hann á vit
ýmissa ævintýra en verður þó fyrst
og fremst rannsókn á eðli frægð-
arinnar.
Útgefandi er Bjartur. Verð kr.
3.980.