Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 S viðið: höfuðstöðvar Foringjans í Austur-Prússlandi, „Úlfsvígið“ (Wolfschanze), skömmu fyrir lok ársins 1942. Nokkrar ungar stúlk- ur klöngrast með erfiðismunum í fylgd varðmanna í gegnum dimm- an skóg. Skömmu seinna eru þær komnar í fordyri hins allra helgasta: íbúðarbyrgis Foringjans sjálfs. Eftir að þær hafa fengið að vita að þær eigi að ávarpa Foringjann með orðunum „mein Führer“ birtist hann sjálfur í biðstofunni. Hann er ljúfmennskan holdi klædd, heilsar þeim öll- um með handabandi og af- sakar að hann skuli hafa kallað á þær í starfsviðtal að næturlagi. Það sé nú einu sinni svo, bætir hann við, að í stríði riðlist allar venjulegar tímasetningar. Hann veitir síð- ustu stúlkunni sem hann heilsar sérstaka at- hygli; hún er áberandi fríðust og heitir Traudl Humps. Foringinn brosir sínu blíðasta, þegar hún segist vera frá München, enda lét hann sjálfur fyrst til sín taka í þeirri borg og veitti henni seinna sérstakan virðingarsess í ríkinu með því að gera hana að „höfuðborg hreyfingar- innar“. Hann biður hina brúneygu Bæjaradís að koma með sér og eftir að hún hefur hamrað fyr- ir hann fáeinar línur á ritvél eftir upplestri er hún ráðin einkaritari Foringjans. Þannig hefst kvikmynd þýska leikstjórans Olivers Hirschbiegels, Der Untergang, eða Endalokin sem var frumsýnd í Þýskalandi á haustdögum og hefur vakið gríðarlega athygli og mikil viðbrögð. Það kemur svo sem ekki á óvart að kvikmynd um Þriðja Ríkið fái misjafnar undirtektir hjá þýskum bíógestum. Eftir rúma hálfa öld er þessi kapítuli þýskrar sögu ennþá opin og blæð- andi und í þjóðarsálinni. Það sem gerir Endalokin þó að líkindum erf- iðari fyrir þýska áhorfendur en flestar aðrar kvikmyndir um þetta tímabil er sú staðreynd að hér er þeim sýndur sjálfur Foringinn, Adolf Hitler, í grímulausri nærmynd. Óhugnanleg dramatík Handrit kvikmyndarinnar Der Untergang er að stærstum hluta byggt á endurminningum Traudl Humps, sem í upphafi myndar er ráðin einkaritari Hitlers og gegndi því starfi í raun allt „til hinstu stundar“. Auk þess er stuðst við skrif þýska sagnfræðingsins Joachims Fest um síðustu daga Hitlers. Frásögn Traudl, sem seinna giftist og tók upp eftirnafn eiginmanns síns Junge, var gefin út í Þýskalandi ekki alls fyrir löngu og vakti þá mikið umtal og sterk viðbrögð hjá lesendum. Enda kannski ekki að furða þegar haft er í huga að Traudl lýsir í smáatriðum samvistum sínum við Hitler, allt frá því að hún byrjar að vinna sem einkaritari Foringjans undir lok ársins 1942 og þar til hann, ásamt konu sinni Evu Braun, sviptir sig lífi í neðanjarðarbyrginu í Berlín 30. apríl 1945. Kvikmyndin Der Untergang fjallar um síð- ustu vikurnar í lífi Hitlers og nánustu sam- verkamanna hans sem þeir vörðu í neðanjarð- arbyrgi undir kanslarahöllinni í Berlín. Söguþráðurinn fylgir að mestu frásögn Traudl Junge af því sem fram fór í þessum innsta hring forystumanna nasismans, sem hírðust eins og moldvörpur niðri í jörðinni, á meðan Þriðja Rík- ið var í dauðateygjunum og höfuðborgin Berlín stóð í ljósum logum yfir höfðum þeirra. Þessar aðstæður fela í sér óhugnanlega dramatík: í þröngu og loftlitlu neðanjarðarbyrgi situr Foringinn og þingar með æðstu ráða- mönnum sínum um framvindu styrjaldar sem öllum hlýtur að vera ljóst að er löngu töpuð. Enda eiga þau atriði myndarinnar heima í leik- húsi fáránleikans, þegar Hitler er að skipa her- foringjum sínum að stöðva sókn rússneska hersins með fylkingum og hersveitum sem eru ekki lengur til. Á slíkum stundum tekur ör- vænting Foringjans og annarra innikróaðra leiðtoga nasismans á sig nánast skoplega mynd. Grimmur en jafnframt ljúfur og tillitssamur Það er ekki síst leikur Svisslendingsins Bruno Ganz í hlutverki Hitlers sem veldur því að For- inginn minnir líka endrum og sinnum á fígúru í teiknimyndasögu. Þetta á m.a við þegar hann er að bölsótast yfir slælegri frammistöðu ein- stakra hershöfðingja sem ekki hafa lengur neinum hermönnum á að skipa. Þá er ekki laust við að túlkun svissneska stórleikarans minni á takta Chaplins í Einræðisherranum forðum. Bruno Ganz hefur ekki farið leynt með þann mikla vanda sem hann lenti í þegar hann féllst á að leika Adolf Hitler. Til þessa hafa menn alla jafna forðast að sýna Foringjann mikið í leikn- um myndum um Þriðja Ríkið. Þvert á móti hef- ur sá kostur oftast verið valinn að láta honum einungis bregða fyrir, rétt til að leyfa áhorf- endum að skynja nærveru hans. Ástæðan er fyrst og fremst sú að menn hafa ekki talið það gerlegt að „leika“ sjálfan Hitler. Illska og ómennska einræðisherra Þriðja Ríkis- ins hafi verið slík að það sé nánast ógjörningur að túlka hann með trúverðugum hætti á hvíta tjaldinu. Það er haft fyrir satt að Chaplin, sem gerði kvikmyndina Einræðisherrann 1942, hafi feng- ið alvarlega bakþanka síðar meir, þegar gjörðir Hitlers urðu lýðum ljósar; hann hafi ásakað sjálfan sig fyrir að hafa gert of saklaust grín að þeim grimma og vægðarlausa morðingja sem Hitler reyndist vera. Bruno Ganz hefur sagt í blaðaviðtölum að eitt af því erfiðasta sem hann lenti í þegar hann fór að æfa hlutverk Hitlers hafi verið að „lifa sig inn í“ grimmd og mannfyrirlitningu Foringjans. Á hinn bóginn hafi sér líka verið ljóst að í daglegri umgengni gat Hitler verið mjög ljúfur og tillits- samur við þá sem stóðu næstir honum. Þannig hafi hann ekki getað fundið neina illsku í því þegar Foringinn reyndi að fá Traudl Junge, einkaritara sinn, til að yfirgefa byrgið og flýja til Suður-Þýskalands, eftir að hann hafði sjálfur tekið þá ákvörðun að stytta sér aldur. Tvískinnungur Og kannski er það einmitt þetta sem er erfiðast þegar kemur að því að draga upp slíka nær- mynd af Adolf Hitler. Sagan hefur fært okkur heim sanninn um að á vissum sviðum var mann- fyrirlitning einræðisherra Þriðja Ríkisins allt að því takmarkalaus. Fórnarlömb þessarar mannfyrirlitningar voru milljónir gyðinga, ásamt ómældum fjölda sjúklinga, andófsmanna og annarra sem Hitler hafði sérstaka vanþókn- un á. Undir lokin skirrist hann heldur ekki við að láta aflífa menn úr hópi sinna nánustu sam- starfsmanna, svo sem Hermann Fegelein, sem er mágur og vinur ástkonu – og síðar eiginkonu – Hitlers, Evu Braun. Þrátt fyrir að hún grát- biðji Hitler að hlífa Fegelein, sem hefur ekki unnið annað til saka en að gefast upp á von- lausri baráttunni og leggjast í kynsvall og drykkju, verður Hitler ekki haggað; þetta er reyndar ein af þeim fáu senum þar sem vægðar- leysi og mannhatur Foringjans bitnar á því fólki sem stendur honum næst. Annars fáum við bæði í bók Traudl Junge Til hinstu stundar og kvikmyndinni Der Untergang mynd af honum sem tvíhöfða þurs, einhvers konar geðklofa; manni sem sýnir einkaritara sínum í þau tvö og hálft ár sem þau eru samvistum ekkert annað en hlýju og nánast föðurlega umhyggju; manni sem dekrar af mikilli alúð við unnustu sína Evu Braun og – síðast en ekki síst – elskar tíkina sína Blondie, líkt og hún væri náinn ættingi; manni sem nánast aldrei segir styggðaryrði eða hækkar róminn í návist þeirra sem standa hon- um næst. Á hinn bóginn er svo æsinga- og ofstopamað- urinn, sem flytur gífuryrtar og hatursfullar ræður og hamrar á því til hinstu stundar að gyðingum og áhangendum bolsévismans verði slátrað eins og hverjum öðrum skepnum. Þegar ég tók sjálfur að mér að þýða bók Traudl Junge, Til hinstu stundar (sem er ný- komin út á íslensku), var þetta eitt af því sem sló mig mest: sá óhugnanlegi klofningur eða tví- skinnungur sem virðist einkenna persónu Hitl- ers. Og ekki aðeins persónu Foringjans, heldur líka aðstæður og líf þeirra sem eyddu mestum tíma með honum síðustu árin. Eva Braun hafi aldrei áttað sig til fulls á manninum Í kvikmyndinni Der Untergang er eins og áður sagði að miklu leyti stuðst við síðustu kaflana í endurminningum Traudl Junge, þar sem hún lýsir síðustu vikunum í lífi Hitlers. Í bók sinni Til hinstu stundar rekur Traudl hins vegar samskipti sín og samvistir við Foringjann í tvö og hálft ár, eða allt frá lokum ársins 1942 til síð- ustu stundanna sem hún eyðir með honum í neðanjarðarbyrginu undir kanslarahöllinni í Berlín. Lengst af heldur Hitler þeim sið að bjóða gestum sínum og nánasta samverkafólki í nota- leg teboð, hvort sem hann er staddur í „Arnar- hreiðrinu“, „Úlfsvíginu“ eða öðrum bækistöðv- um sínum í stríðinu. Þarna mæta gestir Hitlers og hlusta á For- ingjann skrafa í eins konar „saumaklúbbsstíl“ um hversdagsleg fyrirbæri, svo sem kvef, mat- aræði, hollustu eða hundahald. Í því sambandi verður Hitler tíðrætt um tíkina Blondie, sem hann hefur sérstakt dálæti á, auk þess sem hann talar oft um heilsusamlegt líferni, enda var hann sjálfur bæði bindindismaður og græn- metisæta. Mér fannst þessar lýsingar á mein- lausu hjali Foringjans um daginn og veginn fela í sér hljóðlátan óhugnað; það er einhver djúp- stæður fáránleiki samfara því að þjóðarleiðtogi sem er búinn að hrinda af stað heimsstyrjöld og þoka sinni eigin þjóð út á ystu nöf skuli nánast á hverjum degi gefa sér tíma til að skrafa við gesti og samverkafólk „á léttum nótum“ um fá- fengilegustu efni; og reyta jafnvel af sér brand- ara, ef svo ber undir, á meðan hans eigin her- menn eru stráfelldir, bæði heima og í framandi löndum, milljónir manna láta lífið og sífellt fleiri þýskar borgir brenna til ösku. Öllu meiri kald- hæðni er tæpast hægt að ímynda sér. Í ljósi þessa vaknar sú spurning enn og aftur, hvort það sé yfirleitt hægt að „leika“ slíkan mann sem Adolf Hitler. Er það á færi nokkurs manns að „túlka“ þessa óhugnanlegu og marg- klofnu sögulegu persónu í leik? Bruno Ganz vinnur ótvíræðan leiksigur í hlutverki Hitlers í kvikmyndinni Der Unter- gang. Ganz hefur sem fyrr segir ekki farið leynt með það, að honum hafi reynst erfitt að „lifa sig inn í“ persónu Hitlers. Þegar hann fór að sökkva sér niður í heimildir segist hann hafa komist að því að það sé ekki hægt að „skilja“ fyrirbærið Hitler; það sé m.ö.o engin leið að átta sig á „innsta eðli“ þessa manns. Ástæðan sé ekki síst sú að hann hafi gert sér far um að dylj- ast, skýla sér á bak við grímuna. Því næst bætir leikarinn við að með þessu hafi Hitler viljað breiða yfir tómarúmið sem bjó í sál hans, eftir að honum mistókst að láta drauma sína rætast og fá þá viðurkenningu sem hann sóttist eftir sem ungur maður í Vínarborg. Hvað sem slíkum sálfræðilegum skýringum líður er ljóst að það er erfitt að gera sér glögga heildarmynd af persónu Hitlers. Þrátt fyrir alla þá vitneskju sem við höfum um orð hans og at- hafnir, ekki síst frá einkaritaranum Traudl Junge, er eins og það vanti alltaf eitthvað til að fullkomna myndina, eitthvað sem við náum aldrei að fanga, heldur smýgur okkur úr greip- um, þegar við höldum að við séum búin að höndla öll brotin. Og það á ekki aðeins við um okkur sem á eftir komum, heldur virðist nán- asta samferðafólk Foringjans líka hafa átt í miklum erfiðleikum að þessu leyti. Þannig kem- ur t.d. fram í frásögn Traudl Junge að hún hafi rætt um Hitler við vinkonu sína Evu Braun í byrginu, skömmu áður en þau hjúin styttu sér aldur. Þá lætur Eva Braun þau orð falla að jafn- vel þótt hún hafi þekkt Foringjann í 15 ár hafi hún aldrei áttað sig til fulls á því hvaða mann hann hafi að geyma, „jafnvel þótt hann hafi allt- af talað mikið“ bætir hún við. Hvað á þessi tepruskapur að þýða? Kannski má segja að það skipti svo sem ekki höfuðmáli, hvaða mann Hitler hafði að geyma. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það sé ekki aðeins þýðingarlaust, heldur líka viðsjár- vert að einblína um of á persónur þeirra sem Síðustu dagar Hitlers AP Að leika Hiter „Bruno Ganz vinnur ótvíræðan leiksigur í hlutverki Hitlers í kvikmyndinni Der Untergang. Ganz hefur sem fyrr segir ekki farið leynt með það, að honum hafi reynst erfitt að „lifa sig inn í“ persónu Hitlers.“ Ganz segir ástæðuna þá að ekki sé hægt að „skilja“ fyrirbærið Hitler. Kvikmyndin Der Untergang eftir Oliver Hirschbiegel fjallar um síðustu vikurnar í lífi Adolfs Hitlers. Myndin hefur vakið gríðar- lega athygli í Þýskalandi en hún þykir gera Hitler óþarflega mannlegan. Myndin er byggð á endurminningum einkaritara For- ingjans Traudl Junge en bók hennar Til hinstu stundar kemur út í íslenskri þýðingu greinarhöfundar um þessar mundir. Eftir Arthúr Björgvin Bollason arthur@icelandair.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 06. nóvember (06.11.2004)
https://timarit.is/issue/257940

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

06. nóvember (06.11.2004)

Aðgerðir: