Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 36

Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 36
36 | 7.12.2003 þar sem gestir geta flúið hversdagsleikann og horfið á braut hins ókunna. Dýr umgjörð Nýjasta viðbót í veitingahúsaflóru Lundúna miðar einmitt að þessu. Sketch, sem opnaður var á haustdögum, er í eigu Alsírmannsins Mour- ad Mazouz, sem eyddi 11 milljónum sterlingspunda, eða nær einum og hálf- um milljarði íslenskra króna, í að skapa umgjörð í anda skrauthyggjunnar. Sketch hefur uppá að bjóða tvo veit- ingastaði, tvo bari og bakarí og hefur nú þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun. Sá sem hvað mestan heiður á skilið fyrir útlit Sketch er franski hönnuðurinn Noe Douchafour Lawrance sem starfaði með Mazouz að undirbúningi Sketch í ein fjögur ár. Hann réði til sín marga fremstu innanhússhönnuði heims, þar á meðal Gabhan O’Keeffe, sem þekktur er fyrir að geta skapað sérstæðan stíl fyr- ir hvert einasta herbergi sem hann kem- ur nálægt. „Mourad Mazouz hefur aldr- ei farið í grafgötur með dálæti sitt á heimalandi sínu og norður-afrískri mat- argerð og menningu og var staðráðinn í að endurskapa þann heim með Sketch,“ segir O’Keeffe. „Útlit Sketch er dæmi- gert fyrir þá þróun sem á sér stað í inn- anhússhönnun um þessar mundir, þar sem stýrt er hjá svipleysu og alhæfni og reynt að ná fram sérstæðu og frá- brugðnu útliti,“ heldur hann áfram. „Það þykir ekki lengur nauðsynlegt að skapa einhvers konar heildarmynd með hönnuninni, heldur leyfist nú að fara pólanna á milli í hönnun herbergja sem eru jafnvel staðsett hlið við hlið.“ Maz- ouz var á því að þessari hugsun yrði framfylgt og segja má að sérstöðu Sketch sé einmitt náð fram með þessu. O’Keeffe hannaði aðalveitingastað Sketch, The Lecture Room. Að hans mati verður rými að hafa líflegt og breytilegt andrúmsloft sem tekur jafnvel mið af skapferli fólks í því. „Ég þoli ekki líflaust herbergi,“ segir hann. Kristallar á ótrúlegustu stöðum Eitt það eftirtektarverðasta við útlit staðarins eru hinir fjölmörgu kristallar sem eru til skrauts á hinum ótrúlegustu stöðum. Swarovski gaf kristallana sem notaðir voru en listamönnunum og hönnuðun- um sem komu að verkefninu var frjálst að nýta þá í hvaðeina sem þeim datt í hug. Kristalsljósakrónur prýða staðinn, kristallar skreyta gluggatjöld og salernin á fyrstu hæð veitingastaðarins minna á skartgripaöskjur, en jafnvel salernisskál- arnar sjálfar eru skreyttar Swarovski- kristöllum. Skrauthyggjan hefur þó sett svip sinn á ýmislegt fleira en hönnun dýrra veitingastaða. Nýtískuleg heimili hafa smám saman skipt út gleri, stáli og steypu fyrir marokkóskar mottur, kristalsljósakrónur og handmálað vegg- fóður. siggawilliams@onetel.com Samkvæmt nýjustu fregnum úr heimi innanhússhönnunar hefur einokunnaumhyggjunnar nú loks verið aflétt. Ekki þykir lengur glæpur aðskreyta híbýli sín fögrum munum og má jafnvel sjá smámuni úr kristal prýða heimili sem þykja fylgja tísku- straumum hönnunar og fjallað hefur verið um í alþjóðlegum innanhúss- tímaritum. Gyllingar og sterkir litir eiga að sama skapi upp á pallborðið hjá hönnuðum um þessar mundir. Þeir sem áður sögðust fremur dauðir liggja en bregða út af spori naumhyggjunnar keppast nú við að veggfóðra með rú- skinni og flaueli og hengja upp íburð- armikla spegla og ljósakrónur. Þessi nýja stefna hefur verið nefnd „maxímalismi“, eða skrauthyggja. Á síðasta áratug mátti skilgreina nær alla metnaðarfulla og nú- tímalega hönnun sem tilbrigði við stef naumhyggjunnar. Meginmarkmiðin voru skýrar línur og hreinleiki þar sem engu var ofaukið. Leyfilegir litir voru hvítt og grátt og eini málmurinn sem sjást mátti var stál. Fylgjendur stefnunnar dásöm- uðu einfaldleikann og héldu því jafnvel fram að skortur á skrautmunum og fylgihlutum í umhverfinu eða á heim- ilinu gerði þeim auðveldara fyrir, skýrði hugsun og einbeitingu. Andstæðingarnir voru hins vegar á því að heimili sem innréttuð voru í anda naumhyggju skorti allan sjarma, karakter og notaleg- heit og að þau væru meira eins og sýn- ingarbásar húsgagnaverslana en heimili með líf og sál. Fljótt fór því að vera leyfilegt að bregða út af hreinstefnunni með því að glæða heimili meiri sérkenn- um og persónuleika og algengt var að fólk blandaði saman gömlu og nýju. Ekki „eins og heima hjá sér“ Breyting- ar á tískustraumum innanhússhönnunar má hvað ljósast greina á stíl nýrra hótela og veitingastaða enda er hlutverk hótelherbergja ekki það að láta fólki líða „eins og heima hjá sér“. Fæstir dvelja á hótelum lengur en örfáa daga í einu og þar sem þarfir fólks eru mjög einstaklingsbundnar er reynt að höfða til sem flestra með því að forðast per- sónulegar skírskotanir. Þeir hönnuðir sem hlutu hvað mesta viðurkenningu á síðasta áratug voru í hópi frumkvöðla naumhyggjustefnunnar. Nefna má hina heimsfrægu hönnuði Sir Terence Conr- an, sem m.a. hannaði veitingastaðinn Rex sem rekinn var í Austurstræti þar til fyrir skömmu, og Ian Shrager, sem hannað hefur nær tug hótela beggja megin Atlantshafsins. Hlutverk veitinga- staða er hins vegar annað. Þó svo að góður matur sé sjálfsagt enn eitt lyk- ilatriði í velheppnuðum veitingastað gera gestir núorðið kröfur um að um- gjörðin sé einstök og að upplifunin í heild sinni sé ógleymanleg. Takmarkið er að skapa heim ólíkan þeim sem við eigum að venjast og bjóða upp á afdrep SKRAUTHYGGJA Í STAÐ NAUMHYGGJU Eitt það eftirtektarverðasta við útlit veitingastaðarins Sketch í London eru hinir fjölmörgu Swarovski-kristallar HÖNNUN | SIGRÍÐUR DÖGG WILLIAMS SKRIFAR FRÁ LONDON Eftirréttirnir eru settir fram eins og skartgripir. Sketch er hannaður í anda skrauthyggj- unnar, með sérstæðu og frábrugðnu útliti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.