Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 42
42 | 7.12.2003
Fyrir nokkru hafði samband viðmig kona sem á 26 ára gamlanson sem lengst af var mikið
„mömmubarn“ og enn er í foreldra-
húsum.
„Ég er farin að hræðast að hann geti
ekki slitið sig lausan og gifti sig kannski
aldrei, hvernig get ég hjálpað honum að
losna við þá félagsfælni sem mér finnst
hann sýna, án þess að honum sárni og
finnist að verið sé að ýta honum frá?“
spurði konan.
Sú þróun virðist vaxandi að börn séu
æ lengur í foreldrahúsum og að um þau
sé hugsað nánast eins og þau séu „eilífir
unglingar“. Þetta stafar vafalaust með-
fram af mjög breyttum þjóðfélagsað-
stæðum, fólk er margt hvert svo lengi
við nám að það er í „barnshlutverki“
vegna þess miklu lengur en ella væri.
Fyrst og fremst er heppilegt fyrir alla
að komast burt úr foreldrahúsum þegar
þeir eru uppvaxnir og þar með því
hlutverki að vera óábyrgur sem barn.
Þetta getur þó verið snúið, einkum ef
efnahagur er slæmur. En oft má þó
finna lausnir á slíku, t.d. væri hugs-
anlegt að skipta við ættingja og vini á
húsnæði, senda sitt ungmenni og fá í
staðinn annað. Þetta er gert með góð-
um árangri hvað skiptinema áhrærir og
hefur gefist nokkuð vel. Það er þó all-
tént þroskandi reynsla að vera á öðru
heimili og kynnast öðrum siðum. Þetta
fyrirkomulag ætti að geta virkað þótt í
sama landi sé. Hafi ungi maðurinn á
hinn bóginn fé á milli handa þá er eðli-
legt að hann fái sér sem fyrst húsnæði
þar sem hann getur búið. Sumir leigja
húsnæði einir eða þá í félagi við kunn-
ingja. Slík sambúð getur verð mjög
þroskandi og skemmtileg en stendur
venjulega ekki mjög lengi. Þetta getur
þá verið stökkpallur út í lífið og í sam-
búð eða hjónaband.
Hafi ungu fólki ekki tekist að skapa
sér nægilega trausta sjálfsímynd þá má
reyna að hjálpa upp á sakirnar. Sé um
félagsfælið fólk að ræða er hægt t.d. að
gefa því aðgang að námskeiðum þar
sem búast má við ungu fólki til að
blanda geði við. Sumir hafa lélega
sjálfsmynd að hluta t.d. hvað varðar
jafnaldra sína, hafa kannski lent í einelti
eða öðru. Þá má reyna að koma þessu
fólki til hjálpar með því að gefa því
tækifæri til að gera sem mest úr útliti
sínu, þannig að það sé að minnsta kosti
„í fullkomnu lagi“ að þessu leyti. Til er
fólk sem vinnur við að ráðleggja öðrum
hvað varðar hárgreiðslu, fatnað og
framkomu. Benda má á þennan mögu-
leika til að styrkja veika sjálfsmynd og
bjóða fjárhagsaðstoð ef þörf er á. Síðast
en ekki síst þarf ungt fólk að fá frið til
að átta sig sjálft á kringumstæðunum og
möguleikunum. Uppalendur verða að
horfast í augu við að uppeldinu er lokið
og unga fólkið verður sjálft að taka
stökkið út í lífið og gera það með sínum
hætti. Það reka sig allir á en flestir lifa
það af og eru þá reynslunni ríkari. Hin-
ir eldri verða að skilja að tími predikana
og skipana er liðinn en tími vináttu og
skilnings milli fulltíða fólks tekinn við.
Guðrún
Guðlaugsdóttir
Álitamál
Hvernig á að styrkja sjálfsmynd „mömmudrengs“?
Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is
Jamie Oliver
Orecchiette með spergilkáli og ansjósum
Þetta verðið þið að prófa. Penne og rigatoni er fínt í staðinn fyrir orecchiette og
fæst víðast hvar.
Handa 4
2 væn höfuð spergilkál
2 hvítlauksrif, afhýdd og söxuð
8 ansjósuflök
2 - 4 lítil, þurrkuð chili, mulin að smekk
4 vænar smjörklípur
455 g þurrkað orecchiette
sjávarsalt og svartur, nýmalaður pipar
2 hnefar Parmaostur eða að smekk
Notið lítinn hníf til að skera litlu höfuðin af stilknum og leggið þau til hliðar. Af-
hýðið stilkinn, skerið neðan af honum eftir því sem þarf og hendið því. Skerið
stilkinn í litla bita og setjið í stóran pott með hvítlauk, ansjósum, chili og helm-
ingnum af smjörinu. Setjið lok yfir og látið malla hægt í 8–10 mínútur meðan þið
sjóðið pastað í söltuðu, sjóðandi vatni. Það tekur svipaðan tíma, lesið leiðbeining-
arnar á umbúðunum. Ég geri þetta reyndar stundum öðruvísi (og held það sé
betra), en það er að sjóða spergilkálið með pastanu síðustu 4 mínúturnar. Þá verð-
ur kálið nógu mjúkt til að borða en heldur bæði áferð og fallegum lit.
Látið vatnið renna af pastanu, geymið smávegis af pastavatninu og bætið past-
anu í hinn pottinn. Takið pottinn af hitanum. Saltið og piprið að smekk, bætið í af-
ganginum af smjörinu og stórum hnefa af Parmaosti. Blandið vel, bætið í ögn af
pastavatninu ef með þarf til að losa um pastað og gera það gljáandi. Berið strax
fram, með afganginum af Parmaostinum stráðum yfir.
Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003.