Morgunblaðið - 21.12.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 21.12.2003, Síða 4
„bar-hopping“ en við vorum hvorki skríðandi né hoppandi heldur gengum prúðmannlega á milli staða, fórum á Thorvaldsens, Kaffibrennsluna, Nell- ýs, Kaffi List, en héngum lengst á Ölstofunni afþví að við lentum í þrasi við einhverja kalla um kjarabreytingarnar hjá þingmönnum og þeir voru ógeðs- lega hlægilegir, alveg brjálaðir yfir því að þingmenn ætluðu að fara að græða eins og Kaupþingsgengið um daginn og voru ofsa ánægðir með verkalýðs- kallana fyrir að ætla að segja sig úr Samfylkingunni og voru að hugsa um að gera slíkt hið sama en þeir gátu ekki svarað okkur þegar við spurðum hvað þeir ætluðu að kjósa næst þar sem allir flokkar styddu frumvarpið og vorum ekki alveg að skilja hvaða svaka hótun felst í því að örfáir kallar hætti að vera flokksbundnir. Er það ekki þeirra mál? Er ekki félagafrelsi hluti af lýðræðinu sem við búum við? Á laugardagskvöldið áttum við svosem ekki von á öðru en að Samfylkingin myndi bara hlæja að þeim og benda þeim á þessa staðreynd og verð því að segja að mann varð dálítið hissa þegar mann sá hvað liðið varð skíthrætt og fór að bakka. Það eitt hefði hins vegar nægt til þess að mann hefði sagt sig úr flokki ef mann væri í flokki en það er ekki víst að Samfylkingin hefði orðið svona hrædd ef Össur hefði verið á landinu og stappað stáli í sitt lið og það er í alvöru ógeðslega fyndin tilviljun að hann skuli alltaf annaðhvort vera í útlöndum eða á Hornströndum þegar alls konar svona stórmál koma upp. Kallarnir sem við hittum á Ölstofunni sögðu að við værum pólitískir asnar og þeir „bæru ugg í brjósti“ fyrir framtíðinni að vita að við værum fólkið sem ætti að erfa landið. En það er ekki eins og við séum einkaerfingjar. flugan@mbl.is Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir á tónleikum Borgardætra. L jó sm yn di r: Á rn i T or fa so n Við vorum ekki alveg að skilja hvaða svaka hótun felst í því að örfáir kallar hætti að vera flokksbundnir FLUGAN HÉR OG ÞAR Það var í nógu að snúast hjá Andreu Gylfadóttur söngkonu um helgina. Hún kom fram með Todmobile á miðnæturtón- leikum á Nasa bæði föstu- dags- og laugardagskvöld og söng á tónleikum Borg- ardætra í Salnum í Kópa- vogi á laugardagskvöldinu. Sirrý, Óli, Danni og Kristjana á Nasa. Sigurður Óskarsson og Ragnheiður Gunnarsdóttir. L jó sm yn di r: Þ Ö K Rannveig Viggósdóttir og Gunnar Þórðarson. Sigga, Bente og Monika á tónleikum Todmobile. B úin í prófum. Ákvað að eyða helginni í að skoða allt í Reykjavík sem ég hef ekki séð frá því að ég kom þangað í haust, búðirnar, barina, kaffihúsin og göturnar, kaupa föt og jólagjafir, bara gera allt sem hægt er að gera sko áður en ég fer heim í sveitasæluna í jólafrí og verð að segja að hér er margt skemmtilegt og fallegt og fyndið, en mig langar til að vita hvað þetta er með veitinga- og kaffihús í Reykjavík og Celine Dion því það er alveg sama hvar mann kemur, veinin í henni skella á manni eins og bylmingshögg um leið og mann opnar dyrnar og mann bara hlýtur að spyrja hvort söngkonur verði að veina eins og kýr í fæðingarnauð til þess að veit- ingahúsaeigendur heyri í þeim. Eru þeir svona heyrnaskertir, ómúsíkalskir, smekklausir eða ófærir um að hugsa nógu mikið sjálfir til að láta ekki selja sér Celine Dion til að fæla kúnn- ana í burtu um leið og þeir láta sjá sig? Mann er hreinlega að fara á taugum eftir að hafa farið á nokkur kaffihús og veitingastaði um helgina og það að degi til þegar mann hélt að hægt væri að sitja í rólegheitum og spjalla við vini og kunningja sem mann sér ekki aftur fyrr en á nýju ári. Það sem gerir mann ógeðslega hissa á þessu er að hér er fullt af frábærum söngkonum (ef menn vilja endilega hafa söngkonur) sem syngja þúsund sinnum betur en Celine Dion, eins og til dæmis Andrea Gylfa sem var á Nasa um helgina með gömlu félögum sínum í Todmobile og ekki voru nú skerandi vein í henni til að koma liðinu úr húsi, ónei, það voru heilu biðrað- irnar að reyna að komast inn og mann beið og beið og var bara lukkulegur með það afþví að mann vissi að mann var að fara að hlusta á Andreu sem er alltaf frábær og þó að ég sé ekki af Todmobile-kynslóðinni, hefur músíkin þeirra verið spiluð heima og mér finnst þau æði. Og það er fullt af öðrum söngkonum hér sem geta sungið svona jólalega, þið vitið, svona til þess að mann fyllist friði og komist í stemmningu, til dæmis Diddú, Ragga Gísla, Ragnhildur Gröndal, Guðrún Gunnars, Mar- grét Eir og fleiri og fleiri. Á laugardagskvöldið var próflokapartí hjá deildinni og síðan fórum við á röltið um miðbæinn sem í Englandi er kallað „pub-crawl“ en í Ameríku Celine og helgardjamm í pólitískri móðursýki Karl Þorsteins og Erla Traustadóttir. Andrea og Eyþór. Ásta Þorsteinsdóttir og Anna María Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.